Vísir - 29.06.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 29.06.1965, Blaðsíða 16
Sildarverð fyrir sunnan og vestan ákveðið Á fundi Verðiagsráðs sjávarút- vegsirts f nótt varð samkomulag um, að lágmarksverð á sfld í bræðslu veiddri á Suður- og Vest- urlandssvæðinu — þ. e. frá Homa firði og vestur um að Rit, skuli vera kr. 1.40 pr. kg., frá og með 16. júní til og með 10. sept. 1965. Verðið er miðað við sfld komna á flutningatækin við hlið veiði- sk'ips. Framh. á bls. 6. ★ Þess misskilnings hefur gætt í skrifum um bnáðabirgða lögin um verðjöfnun síldar verðsins að með þeim sé verið að skattleggja sjómenn og yfir menn á síldarbátunum og lækka með því sildarverðið. Hér er um mikinn mlsskilning að ræða, og nauðsynlegt er að menn átti sig á að svo er. Stað reyndin er sú að það 15 króna gjald sem lagt er á hvert bræðslusíldarmál á þessari ver tíð rennur að lang mestu leyti allt aftur til sjómanna. ★ Síidarverð eftir 14. júní var af yfimefndinni á föstudaginn ákveðið 235 krónur á málið. Er það 27% hækkun frá því í fyrra. Frá þessu verði dragast síðan 15 krónur sem lagðar eru í sérstakan sjóð. Úr þe'im sjóði er fé greitt aftur til sjó- manna og útgerðar á eftirfar- andi hátt. ★ Á hverja saltaða síldar- tunnu, hvar sem er á landinu, greiðist 30 króna uppbót til sjó manna og útgerðar. Er þetta gert til þess að hvetja skipin til þess að landa sem mestri sfld í salt og miðar verðhækfcun- in til sjómanna og útgerðar að þvf. ★ Á hvert mál sem skipin sigla með til Norðuriandshafna, ef löndunartöf er á Austfjörð um, greiðist 15 krónur. Við þennan styrk til skipanna bæta síldarverksmiðjumar 10 krón- um, þannig að sjómenn og útgerðin fá samtals 25 krónur fyrir hvert mál sem þannig er flutt Er hér endurtekin sama ráðstöfunin og framkvæmd var í fyrra og miðar að því að bæta sjómönnum og útgerð þann aukakostnað, sem er því samfara að flytja sfldina iengri leið í höfn. renn- ★ í þriðja lagi verður fjómm milljónum af hinu almenna 15 kr. bræðsiusíldargja’Idi, sem nefnt var í upphafi, varið til þess að styrkja flutninga á sölt unar og frystingarhæfri sfld til Norðurlandshafna. Aðeins í þessu tilfeffi má segja að féð renni ekki beint til sjómanna sem síldveiðamar stunda, en það dylst engum að með þessu er miðað að því að auka at- vinnuöryggi allra þeirra sem við síldarútveg fást á sjó og landi, og reynt að ráða bót á því vandamáli að sfldargöng- urnar hafa leitað á nýjar slóðir svo helztu síldarstaðimir á Norðurland'i hafa gjörsamlega orðið afskiptir um söltunarsíld. ir Af þessu má ljóslega sjá að með bróðabirgðalögunum er ríkið ekki að skattleggja áhafn ir síldarbátanna til þess að afla fjár í ríkiskassann. Féð rennur að öllu leyti til þeirra og út- Framh á bls 6 Umferðaróhöpp og slys í gær Um klukkan 3 e. h. í gær varð harður bifreiðaárekstur og slys á Suðurlandsbraut gegnt Nesti. Vörubifreiðir tvær vom á leið vestur götuna, en önnur tók sveigju inn að Nesti og var hin þá svo nálægt að henni tókst ekki að sveigja eða nema staðar í tæka tið og skall af miklu afli aftan á þá, sem á undan fór. Stýrishúsið á aftari bifreiðinni rifnaði frá hægra megin og drengur sem sat hjá bflstjóranum, meiddist illa á handlegg. Hann heitir Andrés***** Reynir Andrésson, 9 ára gamall og til heimilis að Njörvasundi 31. Hann var fluttur í slysavarðstofu og þaðan í sjúkrahús. Andrés litli var ekki talinn brotinn, en illa skorinn á handleggnum. Annað umferðaróhapp varð á Laugalæk um áttaleytið í gær- kveldi. Ökumaður lenti með bifreið sína á ljósastaur, braut staurinn og skemmdi farartækið illa, en slapp sjálfur ómeiddur. Maðurinn reyndist allsgáður. Við komuna á Reykjavíkurflugvöll í gær. Guðmundur I. Guðmundsson utanríkisráðherra Islands og frú, sænska utanríkisráðherrafrúin Vera Niisson og Torsten Nilsson, sænski utanríkisráðherrann. Sænsku utanríkisráðherra- hjónin fóru norður í morgun Svona leit vömbfllinn út eftir slysið. — Þetta er í þriðja sinn, sem ég kem til lhndsins, og nú vonast ég til að sjá meira af landinu, en ég hef áður gert, sagði Nilsson, utanríkisráðherra Svía, á Reykja- víkurflugvelli við komu sína síð- aau MJOLKURLAUST í DAG og ef fil vill í fyrramálið í nokkrum mjólkurbúðum „Það verður engin mjólk í búðunum í dag og búast má við að erfitt verði að fá mjólk fram eftir degi á morgun, sagði Oddur Helgason, sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni, þegar blað- ið hafði samband við hann í morgun. — Mjólkursamsalan í Reykjavík annast dreifingu á um 80 til 84 þús. lítrum á mjólk á dag og verður því erf- itt að dreifa mjólkinni í allar búðir strax í fyrramálið. „Vegna eftirvinnubannsins að undanfömu hefur dreifing mjólkur gengið erfiðlega og ekki höfðum við heldur getað búið okkur undir þetta verk- fall, sagði Oddur." Vísir átti einnig stutt samtal við Grétar Símonarson mjólkur bústjóra á Selfoss'i og sagði hann að um 80 þús. lítrar af mjólk yrðu sendir til Reykja- víkur strax í fyrramálið og tek ur þá Mjólkursamsalan við henni til dreifingar. Bílstjórar Mjólkursamsöl- unnar mæta til v'innu kl. 7,00 í fyrramálið og byrjað verður að tappa á mjólk kl. 8,00 og má því búast við að eitthvað verði liðið á daginn, þegar, mjólk verður komin í allar búð degis í gær. í morgun héldu sænsku utan- ráðisráðherrahjónin, Torsten Nils- son og kona hans Vera, ásamt fylgdarliði flugleiðis til Akureyrar. Þaðan aka þau til Reykjahlíðar þar sem hádegisverður verður snæddur. Eftir að nágrenni Mý- vatns hefur verið skoðað, verður haldið aftur til Akureyrar og sitja þau þar kvöldverðarboð bæjar- stjórnar Akureyrar á Hótel KEA og gista þar um nóttina. Sænski utanríkisráðherrann og kona hans, sem munu dveljast hér fram á föstudag komu til Reykja- víkur í gær um hálf fimmleytið með flugvél Flugfélags Islands. Viðstaddir á flugvellinum til þess að taka á móti þeim voru Guðm. I. Guðmundsson, utanríkisráð- herra og frú, Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytisstjóri, og Árni Tryggva- son, sendiherra íslands i Stokk- hólmi. Sænsku utanríkisráðherra- hjónin óku síðan til Ráðherrabú- staðarins þar sem þau munu hafa aðsetur ineðan þau dveljast hér. I gærkvöldi sátu Torsten Nilsson og frú hans kvöldverðarboð íslenzku utanríkisráðherrahjónanna í Ráð- herrabústaðnum. Torsten Nilsson, sænski utan- ríkisráðherrann, sem fæddur er ár ið 1905 hefur átt sæti í neðri deild sænska þjóðþingsins frá árinu 1941. Hefur hann alls gegnt fjórum ráðherrastöðum, 1945—1951 var hann samgöngumálaráðherra, varn armálaráðherra árin 1951 — 1957, trygginga- og húsnæðismálaráð- herra 1957 — 1962 og utanríkisráð- herra frá árinu 1962. Sænsku utanríkisráðherrahjónin munu koma aftur úr heimsókn sinni til Akureyrar á miðvikudag en þann dag fara þau til Þingvalla. Á fimmtudag fara þau í kynningar ferð um Reykjavík og sitja hádegis verðarboð forseta Islands herra Ás- geirs Ásgeirssonar, síðar um dag- inn heldur Torsten Nilsson fund með blaðamönnum og um kvöldið bjóða sænsku utanríkisráðherra- hjónin til kvöldverðar. Á föstudag er heimsókn sænsku utanríkisráð herrahjónanna lokið og halda þau heimleiðis með flugvél frá Rejfcja- vik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.