Vísir - 29.06.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 29.06.1965, Blaðsíða 15
V1S IR . Þriðjudagur 29. júní 1965. 15 ............ iii RACHEL LINDSAY ÁSTÍR Á — . . . og langar kannski til að lesa aftur?, spurði Rose. — Það þarf að vera góð bók til þess, að mann langi til þess að lesa hana aftur. Sannleikurinn er sá, að mér „leiddist lesturinn", eftir að ég sá þig. Rose hlýnaði um hjartaræturn ar. Þegar hún seinna um kvöldið sá hann dansa við Enid mislíkaði henni það ekkert. Hún vissi, að milli Lance og Enid myndi aldrei framar neitt verða. Hann mundi aldrei verða ástfanginn í henni aft ur, en hann gat orðið ástfanginn aftur . . . Rose hafði lagt hendur i skaut sér þar sem hún sat, Það glitraði á giftingahringinn á baugfingri henn ar. Hún lagði hina hendina yfir hann eins og til þess að halda fast um hann. 14. kapitul’. Susan kom þremur dögum síðar. Og frá fyrstu stund var hún eins og heima hjá sér. Við og við varð Rose að rifja það upp sem þau höfðu sagt henni, Susan og Lance, ,að þau héfðu alizt upp sem systkin. Skyldi Susan hafa verið skotin í honum á uppvaxtarárun- um Sennilega. Og Lance? Og voru þau nú bara góðir vinir? Þegar fyrsta morguninn eftir að Susan kom vaknaði Rose við glað- an hlátur þeirra. Þau voru þegar farin að leika tennis saman. Og þau voru svo glöð og hraustleg að sjá. Sjálf gat hún ekki leikið tenn- is. Og það var leitt Lance vegna. Þau voru að byrja að drekka morgunkaffið, þegar Rose kom niður. — Vöktum við þig? spurði Lance. Við gleymdum okkur þar til við sáum þig á svölunum. — Það var að minnsta kosti indælt að vakna við glaða hlátra ykkar, sagði Rose. — Og þá skulum við sannarlega vekja þig á sama hátt í fyrramálið Alan kom undir vikulokin með fulia tösku af skjölum og nú fækk- aði tennisstundunum og þær Rose og Susan voru saman öllum stund um. Rose líkaði það vel, enda var Susan góður félagi, alltaf hress og kát, alltaf í góð” skapi og ræðin, og hún sagði henni margt frá skóla árum þeirra og frá þeim stund- um, er þau voru saman hjá frú Rogers. — Hún fór með hann eins og hún ætti hann sjálf, sagði Susan — hún var barnlaus sjálf, svo að það er kannski skiljanlegt. — Hún hafði þig. — Ég tel mig ekki, jæja, hún átti að minnsta kosti ekki son — og hún féll fyrir Lance ,við getum víst kallað það svo, það gerðu all- ar. — Þú líka? spurði Rose bros- andi. — Vitanlega. Ég var alveg vit- laus í honum, þegar ég var fjórtán ára, en hann leit ekki á mig — og svo óx ég upp úr þessu. — Er slíkt hægt?, spurði Rose. Susan leit snöggt á hana, en sagði ekkert. Lance og Alan komu inn úr lesstofunni i sömu svifum og brátt voru þau Lance og Susan farin að dansa, því að hún setti grammófóninn á stað undir eins og þeir komu inn. Alan settist í sófann hjá Rose. Hún leit á hann og henni fannst hann vera að megr ast. Þau tvö á gólfinu dönsuðu vals, svo tangó, svo cha, cha. Þau virt- ust ekki geta orðið þreytt. Jæja, Rose vissi hve Lance var mikíð dansfífl, og í seinni tíð hafði hann svo oft setið hjá lienn; í stað þe§g að fá sér snúning, og það hlaut að vera þreytandi. Hún stóð upp svo snögglega, að hún kom við öskubikar, sem datt á gólfið með nokkrum hávaða, og þau Lance og Susan hættu strax að dansa. Þetta var bara klaufaskapur úr mér, sagði Rose rólega . . . ég held annars, að ég bjóð'i góða nótt, ég er dálítið þreytt. Lance leit á klukkuna. — Það er þá orðið svona fram- orðið, sagði hann. Kannski við för um öll að hátta. Og það verður erf iður dagur á morgun. Dagarnir liðu. Lance var hættur að tala um að hverfa aftur til London, en Alan var sífellt í för um á milii og við og við flaug Lance þangað til að sitja fundi. Þau Lance og Susan léku sam- an tennis á hverjum degi og tvisvar í viku óku þau úr bænum til þess að leika golf. Þau vildu fá Rose með janfan, en hún kaus að sitja með bók í garðinum. Dag nokkurn er þau voru fjarri stakk Alan upp á, að þau skyldu aka upp til fjallanna. Það var á- nægjuleg bílferð og ekki sú síð- asta. Alan var jafn ókunnur hérað inu og hún og þeim þótti báðum jafn ske.nmtilegt, er þau fundu nýja, fagra staði. Eitt sinn sátu þau í fjallakrá og drukku kaffi og þá fór Alan að tala um að fara frá Lance. Hann nefndi ekki Susan á nafn Rose grunaði, að það væri vegna til- finninga hans í hennar garð, sem hann vildi fara. Hann var annars ákaflega hljóður og fámáll þenn an dag. Og Rose flaug í hug, að hann héldi, að Susan væri ástfang in 1 Lance. Hana langaði til þess að spyrja hann, en var stoltari en svo, að hún gæti fengið sig til þess manns síns vegna. Susan og Lance sátu fyrir Utan með svaladrykk, þegar Rose og Alan komu. Rose gat ekki um ann að hugsað en Susan og Alan og Lance og þegar hún sá Susan ög Lance þarna lá við að hún fylltist örvæntingu. Þau virtust eiga heima þarna, þau pössuðu saman. Hún fyrir utan allt. Hún fór að masa, til þess að leyna lfðan sinni, lýsti ferð þeirra, fjallákránni, en hún var ekki vön að vera svo margmál og Lance sá, að henni leið ekki vel, og gruna*' að eitthvað hefði komið fyrir. Loks þoldi hún ekki mátið lengur Hún stóð á fætur og tók tösku sína. — Ég skrepp upp og fæ mér steypu fyrir hádegisverð. — Hefir þú Jagt nokkra áætlun fyrir kvöld ið, Lance? — Mér flaug í hug, að við gæt-! um farið inn til Monte Carlos. Það I eru orðinn óratími síðan ég kom j þar — það er svo langt síðan, að ! ég man ekki hvenær það var. Rose kinkaði bara kollí og lagði af stað upp stigann. Lance horfði undrandi á eftir henni. Svo tók hann herðasjalið hennar, sem hún hafði gleymt í stólnum, og fór á eftir henni. Susan hallaði sér aftur makinda lega og leit á Alan, sém var að kveikja sér í sigarettu. — Ég mætti kannski fá eina líka?, spurði hún og rétti fram hönd sína .Hann bauð henni úr skríni á borðinu. — Og kannski eldspýtu ef það er ekki of mikil fyrirhöfn. Alan kveikti f hjá henni án þess að segja reitt. — Þú reykir of mikið, Susan, sagði hann svo. — Ég er ekkert barn lengur, Al- an, ég er orðin tuttugu og eins árs ög get gert það, sem ég vil — gifzt jafnvel og eignazt börn. — Ég veit það, sagði hann, bless uð farðu að svipast um meðal þeirra sém eru loðnir um lófana Það er það eina, sem ég bið þig um. — Það ætti ekki að vera erfitt, ég bý til iista, og strika svo út alla fyrir neðan visst mark, þegar ég er búin að stúdera útsvars- og skattskrána. — Alls ekki svo vitlaus hug- mynd, — snjallari en ég hefði get- að dottið niður á. —Kannski, sagði Susan, en skil urðu báð ekki nautshausinn þinn, að rík stúlka getur þráð að vera elskuð sjáiffar sfn vegna. — Þess geta ríkur maður líka sér . . . eins 0|| Lance. Susan straur hár sitt. — En hann gekk í gildru fyrst — gildru, sern Enid Walters lokk- aði hann f, og það var tilviljun ein, að hann áttaði sig í tæka tíð —og er svo stálheppinn að hitta fyrir stúlku eins og Rose. Hann hefir að minnsta kosti sannanirnar fyrir, að hún elskar hahn. Annars hefði hún ekki hlaupið á eftir honum út í bátinn. — Talaðu ekki um þetta f hæðn istón —- Rose er heiðarleg og góð manneskja. — Ég veit það, sagði Susan og mér geðjast að henni — ég tala víst bara til að tala. — Þá ættirðu bara að hættá. Susan beit á vör sér og sneri sér undan. — Þú ert alltáf hinn káti, á- hyggjulausi piparsveinn? — Ég ef ekki gott eiginmanns- efni, sagði Alán. — Þú ætlar þó ekki að telja mér trú um, að þú hafir aldrei yerið ást fanginn. Hún sneri sér að honum. Það glitraði á hálsmenið hennar. Susan hafði sagt honum frá því eitt sinn hvað það kostaði — það var meira en hann vann sér inn á heilu ári. Hann beit á vör sér Því mátti hann ekki gleyma, að það kostaði meira en nam árstekjum hans. — Hvf skýldi ég ekki geta orð- ið ástfanginn eins og hver annar? Og sannast að segjá er ég það, en konan cm ég elska er svo hátt upp yfir mig hafin að ég næ aldrei tii hennar. Ég vil það bezta, eða ekkert. Það er ekki hægt að flytja tilfinningar sfnar f annan farveg, séu þær sannar, — ekki einu sinni til þeirrar næstbeztu. Hann slökkti f sfgarettunni. — Mér þykir leitt, að ég verð að fara Susan, ég hefi verk að vinna. — Geturðu ekki setið hérna smá stund? — Nei, svaraði Alan. Hann kinkaði svo kolli eins og f kvéðju skyni og fór svo inn í bókasafnsherbergið, sem þeir not uðu sem vinnustofu hann og Lance eftir þörfum. Susan starði léngi á dyrnar, varir hennar bærðust, nmes z A ' EKOUGW TáUC., fcUPULFOl WE CAWE FOK. GOLP! WE SHOOT THIS WHITE SAVASE, MV SHAK.E SOU7 :WITH VOU, FROIATHE CAVE OF THE S?\VSZ MOUICEyS... v OK WE LEAVE YOU! ANFI SAV AGAIN— IP YOU'RE A UCENSE7 TRAP'ER, My URURU FRIENPS WIIL BRINS yoU SOME GOLE, EACH MONTH,TO VOUR TRAFING STATION...VO SUSINESS E S( WITH VOU THERE! SO. -W 'KT CSl&jD f fSO-LOWEI! YOURVCHIEF MITI AN7 X GUNS, SEFORE1 , AR.E NOT ALONE, HAVE NOMORE A HERE! BEHINC7 US, J’ATIENCEÍ AWAITIMS MV ^^^’SISNAL, ARE • ENOUSH URUKU 1 WARRI0R6 TO CUTALL FIVE of you... INTO rrK. j\ jrfm verysmall rieces! Það er búið að tala nóg Rud- olfo, við komum til þess að ná I gull. Við skjótum þennan hvíta vill’imann og skiptum gullinu með þér sem kemur frá helli köngulóarapanna eða að við för um. Og ég segi aftur, ef þú hefur leyfi sem verzlunarmaður munu Ururuvinir mfnir koma með gull í hverjum mánuð’i til verzlunar- stöðvar þinnar og verzlá við þig svo ... svo niður með byssumar áður en þolinmæði mín þrýtur. Miti höfðingi og ég erum ekki einir hérna. Fyrir aftan okkur bfða eftir merki nógir Ururu- strlðsmenrt til þess að skera ykk ur alia niður í smábita. svo lét hún hdfuðið falla á hand legg sinn á stóiárminum og grét. — Hæ, fivað er að Susan? Það var Lance, sem spurði. — Æ, ert það þú. Ég hagaði mér bara eins og kjáni. Susan þerraði augun. Lance horfði á hana áhyggju- fullur. Hann hafði aldrei séð Susan slíka. VÍSIR flytur dagiéga tö. a.í - nýjustu fréttir í máli og myndum - sérstaki efni fyrir unga fólkib - íþróttafréttir - myndsjá - rabb um mannlífið, séð f spegiibroti - bréf fr* lesendum - stjömuspá - myndasögur - framhaldssögu - þjóðmálafréttlr og greinar - dagbók VÍSIR er ódýrasta dagblaðið til fastra kaupenda. — áskriftarsími í Reykjavík er: 116 6 1 AKRANES Afgreiðslu VISIS á Akranesl annast Ingvar Gunnarsson, sími 1753. — Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber aö snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. AKUREYRI Afgreiðsiu VlSIS á Akureyr! I annast Jóhann Egilsson, sfmi 11840. - Afgreiðslan skráir nýja káupendur, og þangað ber a? snúa sér, ef um [ kvartnir er að ræða. a/^aaaaaaaaa/wsAaaAa, VÍSIR síminn er ASKRIFENDAÞJONUSTA Áskriftar- Kvartana- 11661 virka daga kl 9 - 20, aema ‘ iaugardaga kl. 9- 13. aaaaaaaaaaAaaaAAAaa/

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.