Vísir - 29.06.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 29.06.1965, Blaðsíða 11
V í S IR . Þriðjudagur 29. júní 1965. Litlu Olympíuleikarnir" á Lauganratm n Íþrótfahátíð, sem á engan sinn líka haidin um næstu helgi — Þeir bjart- sýnustu reikna með milli 20—30 þásund manns á mátið Stefán Jasonarson í Vorsa bæ í viðtali í gær við blaða menn. „En félagamir í HSK hafa unnið starf sem er mikiHa peninga virði“. Aldrei fyrr hefur landsmótið fengið svo glæsilega aðstöðu sem nú verður á Laugarvatní. Það eru vellir íþróttakennaraskóla ís- lands, sem verða notaðir og verða vígðir á laugardagsmorguninn af menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni. Ámi Guðmundsson, skólastjóri skólans, sagði á blaðamannafundinum £ gær, að mannvirkjagerð skólans hefði haf- izt 1954, en 1949 var fyrst veitt fé í þessu skyni. Fyrst var malar- völlur gerður og lauk því verki 1958, en síðan var byrjað á gras- 12.---, AAAA , ltiiid.sm.ot U.M.F.I. Það er tveggja ára þrot- laust starf, sem liggur að baki Landsmóti Ung- mennafélaganna sem hefst á Laugarvatni um næstu helgi. Og í sumar hafa félagar úr Héraðssamband inu Skarphéðni sýnt mik- inn samtakamátt sinn og unnið gífurlegt starf. — „Þetta fyrirtæki er upp á hundruð þúsunda“ sagði vellinum, sem nú er fullgerður 112x74 metrar með hlaupabraut sem er 400 m. og 4 brautir. Að- stæður eru þaraa ágætar fyrir á- horfendur, enda alit gert eftir ströngustu kröfum. Sundlaug er ekki til á Laugar- vatni hentug til keppni, en ráða- gerðir um að byggja laug síðar. Nú verður notuð plastsundlaug, mjög mikið nýnæmi hér á landi. Var þetta vandamál leitt til lykta á mjög einfaldan og ódýran hátt og er laugin af löglegri stærð eða 25 metrar á lengd en 10 metrar á breidd. Gera má ráð fyrir að keppendur í greinum frjáisra fþrótta, sundi, fiokkaíþróttum, ásamt starfs- mðnnum og þeim sem sýna í hóp- sýningum séu eitthvað yfir 1000 talsins, og er þetta því lang- stærsta íþróttasamkoma á Islandi til þessa. Mjög mikið skipulagsstarf hef- ur hvílt á framkvæmdastjórninni og er Hafsteinn Þorvaftdsson odda- maður hennar og hefur haft skrif- stofu opna á Selfossi og starfað nótt sem nýtan dag að fram- kvæmdinni. íslenzka landsliðið stórkostlegt vandamál — Slark- fært Sjálandsúrval vann 2:0 í tilraunaleiknum — Getur rafeindaheilinn valið liðið? Ef nokkur hópur manna er aumkunarverður þessa dagana, þá er það 7 manna hópurinn, sem fylgdist svo gaumgæfi- lega með döprum svip þó, með leik Sjálands- úrvalsins og „prufu“ landsliðsins íslenzka, sem eftir 6 daga mætir úrvali, sem ekki aðeins kemur frá Sjálandi, held ur h'ka frá Kaupmanna- höfn og Jótiandi, lands- liði Danmerkur, liði, sem ísland hefur alltaf átt erfitt með og kemur til með að eiga í náinni framtíð. — Nei, það er ekkert skemmtilegt að sjá tilraun sina splundr- ast, hvem einstakan leik mann eða svo gott sem verða að viðundri, og vita nánast ekkert hvað velja skal í sjálfan lands leikinn. Leikurinn í gær var hreint og beint ömurlegt sýnishorn af knattspyrau. SBU vann þarna öru- an og réttlátan sig- ur 2:0, en sigur liðsins var ekki umvafinn neinum dýrðar- ljóma, enda þótt hann væri yf- ir úrvalsliði þessa stóra en fá- menna eylands, íslands. Sjá- Jandsúrvalið er alls ekki gott knattspyrnulið. Liðið hefur alls ekki sýnt þá knattspyrnu, sem fyrri lið SBU hafa sýnt hér á landi. Danska liðið sýndi áhorfend- um í gær oft liðlega knatt- spyrnu upp að vítateig og varla það, en skorað gat enginn leikmanna nema Jörgen Jörg- ensen, hinn ungi Holbæk-leik- maður, en hann lék hér með unglingaliði sem var £ heim- sókn hjá Þrótti fyrir tveim ár- um og vakti þá mikla athygli. Var Jörgen £ þessum leik, sem og hinum fyrri bezti maðurinn f liði SBU. Margir aðrir leik- menn voru og góðir, en liðið f heild ekki sterkt. Athyglis- vert er hvað danskir knatt- spymumenn hafa allir tamið sér hið stutta knattspyrnu- skref. Þaf er ekki svo þýð- ingarlftið á hálum grasvelli eins og var í gærkvöldi. íslenzka tilraunin brást al- gjörlega og verð ég að segja, að ef ég væri í landsliðsnefnd KSÍ mundi ég vilja láta raf- reihni Háskóla íslands sjá um „valið“ f liðið að þessu sinni. Það gerir enginn mannlegur máttur eins og málum er kom- ið nú. Ég er ekki þar með að segja, að knattspyrnumenn okkar séu svo lélegir, heldur hitt að þeir eru mjög jafnir og auðvitað væri það ranglátt að skoða þá eins og þeir voru í gærkvöldi, því þetta var sem betur fer ekki sú tegund af knattspymu, sem þeir fram- leiða venjulega. Hins vegar er niðurröðunin nokkuð erfið vegna þess hve tætingslegt lið- ið vill verða. Það sýndi sig lfka í leiknum í gær að leikmenn hreinlega „fundu“ sig ekki og þá ekki meðspilarana. Annað sem mér finnst leitt er það að áhorfendur liggja gjörsamlega á liði sfnu. Fá- mennur flokkur danskra ung- linga á Laugardalsvellinum vann t.d. „stórsigur" yfir land- anum í hrópum og hvatningum. lslendingar eru ákaflega seinir að skriða úr hfði sfnu og hver sá sem rist „sekur" um að kalla á sfna menn fær stórar augnagotur, — við erum ósköp lftið menntaðir á áhorfenda- pöllunum lfka, þvf það er stað- reynd að lið sem er hvatt dyggilega fær byr undir báða vængi. Það er stemningm, sem áhorfendur geta skapað, sem getur ráfBð örlögum eins liðs. Leikurinn f gær verður ekki gerður að umtalsefni hér. Jörg- en Jörgensen skoraði bæði mörk Dana. Hann hefur gert íslenzku Hðunum marga skrá- veifuna, skorað 7 mörk í ís- landsferðinni, síðasta markið gegn KR, og öll mörkin síðan, tvö gegn Keflavfk, Akureyri og landsliðinu. Mörkin f gær komu á 40. mínútu eftir að Jörgen fékk falíega sendingu inn f miðjuna og sfðara markið skoraði hann eftir að Jón Stefánsson brást, en einmitt hann stóð sig einna bezt af okkar mönnum. Þetta mark kom á 32. mín. í seinni hálf- leik. Dómari var Cari Bergmann Hann fékk nú sinn stærsta leik til þessa og dæmdi ágætlega — jbp — Mikið vandamál er umferðin að staðnum og frá og verður ein- stefnuakstur á leiðinni, en til- kynnt verður síðar um hvernig honum verður háttað. Lögreglan í Reykjavík mun hafa mikinn mann- afla við umferðarstjórn og lög- gæzlu á Laugarvatni. Það er alltaf misjafn sauður í mörgu fé og þarf því að hafa stjórn á fólkinu, því annars er hætta á að illa fari. ! Óskar Ólason, yfirvarðstjóri lög- reglunnar mun hafa á hendi stjórn á liðinu. Einnig mun FÍB hafa til taks viðgerðarþíla sína, 4—6 tals- ins og hjálparsveit skáta í Reykja- vík mun vera á staðnum til að- stoðar, en sveitin hefur mikla og góða reynslu í aðgerðum sem þessum. Þá mun svokallað „heimavarnarlið“ verða starfandi við umferðargæzlu og í sambandi við bílastaðsetningar á svæðinu. Séð verður fyrir tjaldstæðum á Laugarvatni fyrir samkomugesti, en aðgangur að skemmtununum á laugardag og sunnudag kostar aðeins 150 krónur og eru miðar að þrerh danspöllum innifaldir, en komi menn á sunnudag kostar miðinn 100 krónur. Nánar verður sagt frá mótinu í blaðinu á morgun. ireiðahlik — Wesf stMiBtnaeyjar í Hépavagi i kvöld í kvöld kl. 20.30 leika Breiða- blik og Vestmannaeyjar f 2. deild í knattspymu á velli Breiðabliks ’ í Kópavogi. Leikurinn átti að fara fram fyrir nokkru síðan en var frestað, þar eð Eyjaskeggjar áttu ekki heimangengt. Staðan í þess- um riðli er þannig, að Vestmanna- eyjar eru íeð 6 stig eftir 4 leiki, en Breiðablik með 4 stig eftir 3 leiki. ^ l JSUT'Þ ' .amoliK ] NÝR HAUKUR CLAUSEN - NÝR FINNBJÖRN... Þama em tveir synir gamalla og kunnra frjáisíþróttamanna á sveinameistaramótinu í frjálsum íþróttum. Sá stærri heitir Finnbjörn og er Finnbjörnsson Þorvaldssonar, en sá litli, sém er aðeins 12 ára gamall heitir Haukur Arnarson Clausen, tugþrautarkappa. Finnbjörn og Örn voru meðal „gullaldarmanna“ okkar í íþróttum, fóm víða um lönd og juku á hróður landsins. Síðan hefur verið dauft yíir frjálsum fþróttum og raunar flestum íþróttum hér. Hver veit nema strákarnir verði til þess að glæða aftur áhuga' manna? Haukur litli stóð sig vel f langstökki og komst í úrslit enda þótt hann væri lang mmnstur keppenda en Finnbjörn virðist vera hlauparaefni. mm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.