Vísir - 30.06.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 30.06.1965, Blaðsíða 3
V 1 S I R . Miðvikudagur .30. júní 1965. r'—mum uíiitTrm Ekki á morgun, heldur hinn hefst tólfta landsmót U.M.F.Í. að Laugarvatni. Pessa dagana er unnið af kappi við undir- búning. Keppnissvæðið þarna á sléttlendinu niðri við vatnið hef ur fengið ólýmpskan blæ. Grasið á sýningarvellinum er orðið ræktarlegt — hlaupa- brautin er að verða slétt og nægilega þjöppuð: Um helgina dró dráttarvélin sleðann, sem jafnaði, hring eftir hring. Á laugardaginn komu bænd- ur úr Hrunamannahreppi til þess að endurtaka Áshildar- mýrarsamþykktina frá 1496, þegar 12 sunnlenzkir bændur komu saman til að mótmæla ofríki konungs (þeir voru eigin- lega fyrstu frelsishetjur þjóð- arinnar). Æfðu þeir leikrit eftir sr. Sigurð Einarsson i Holti sem er byggt á þessum sögu- lega atburði. Klemenz Jónsson leikari leiðbeindi þama undir berum himni. Verður þessi sýning einn liður dagskrárinn- ar á landsmötinu — munu bændurnir koma riðandi í bún- Leikfimiflokkur undir stjóm Þóris Þorgelrssonar æfir á íþróítavellinum á Laugarvatni. ingum og með viðhöfn að gamalli venju. Á sunnudag fóru fram æf- ingar í þjóðdönsum á danspall- inum undir stjórn Hafsteins Þorvaldssonar, lögreglumanns á Selfossi, sem er framkvæmda- stjóri undirbúningsnefndar landsmótsins. Þau Mínerva Jónsdóttir og Þórir Þorgeirsson æfðu leikfimiflokka karla og kvenna undir músík. Það var reisn yfir því. Nokkrir íþróttaforkólfar voru mættir, m. a. Benedikt Jakobs- son, sem horfði fránum augum á framkvæmdir og æfingar. Árni Guðmundsson skóiastjóri íþróttakennaraskólans hljóp með mörg spjót inn á völlinn. Heilbrigð æska streymdi inn á Tveir íþróttafrömuðir leggja á ráðin: Þórir Þorgeirsson, iþrótta- kennari (t.v.) og Árni Guðmundsson, skólastjóri íþróttakennara- skólans (t.h.) Áshldarmýrarsamþykktin æfð af Klemenz Jónssyni, leikara. svæðið — norræn og hrein yfir- litum eins og hugsjónin á bak við ungmennafélagshreyfing- una. Plastlaugin er að verða fullgerð (pokinn væntanlegur til Laugarvatns í dag) — myndirnar tók stgr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.