Vísir - 30.06.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 30.06.1965, Blaðsíða 15
V í S IR . Miðvikudagur 30. júní 1985. 15 itmwwamywataBBB! RACHEL LiNDSAY — Þið Alan hafið þó ekki deilt? — Hví ætti ég að deila við hann? Sannast að segja langar mig til að taka í lurginn á honum þessum kaldrifjaða . . . geturðu gert |pér í hugarlund, hann syrgir einhverja stúlku, sem hann getur ekki feng- ið. — Ja, nú er ég hissa, hver skyldi hún vera? — Hef ekki hugmynd um það, Rose kannski? Eða einhver önnur. Hann hagar sér að minnsta kosti heimskulega. — Gleymdu því ekki, að hún er konan min. — Fyrirgefðu hvað ég er takt- laus, en þú hlýtur að sjá hvernig manninum líður. Ég hafði auðvitað enga ástæðu til að halda að það væri Rose, það getur alveg eins verið einhver önnur. — Hann hafði vissulega sitt tækifæri áður en ég kom á sjón- arsviðið, sagði hann. — Og hafi svo verið, endurgalt hún ekki tilfinningar hans, en svo getur það verið einhver önn- ur, — ég skil ekki að hann skuli hafa heitstrengt að kvænast aldrei, ég gæti... Lance gekk til hennar og greip í hár hennar og hristi koll hennar. - Láttu þér í léttu rúmi liggja. Alan er ekkert barn — láttu hann ráða fram úr sínum vandamálum. Hún svaraði engu og hann horfði á koll hennar. Hún hafði ekki lit- ið upp, horft í aúgu hans. — Susan, hvíslaði hann, þú ert þó ekki ástfangin í Alan? Susan kinkaði kolli og sagði hálf snöktandi: — Er það ekki hræðilegt, hér er ég, ung, auðug — og falleg — ef ég má segja það — stattu ekki þarna gónandi, ja, falleg — að minnsta kosti nógu snoppufríð til þess að geta hremmt hvern sem ég vildi nema þann eina, sem ég vil. Að ég skyldi falla fyrir þessum — þessu dauðyfli. Hann lítur ekki einu sinni á mig. — Svona, svona, sagði Lance og talaði til hennar eins og þegar hann var að hughreysta hana, þeg- ar þau voru krakkar það dylst nú engum að Alan lítur þig hýru auga — Lítur mig hýru auga ... þá hefðir þú átt að sjá svipinn á hon- um þegar ég sagði honum að ég væri nógu gömul til að giftast og fara að eignast börn. — Já, þetta er svona alvarlegt, sagði Lance, við verðum að gera eitthvað í þessu, Susan ... Og Lance var langa stund ákaf- lega Ibygginn á svip. — Hann lítur á mig eins og krakka, sagði Susan loksins, er henni fannst þögnin orðin óbæri- leg. — Við verðum að láta hann fá ráðningu, — gera hann afbrýði- saman. Lance hló. — Ef hann kæmi nú að þér þeg ar einhver annar væri að — já, hann þyrfti að sjá þig í faðmlög- um með öðrum. Hvernig skyldi honum verða við — skyldi hann ekki koma upp um sig — og þá gætirðu gengið á lagið. — Þetta getur svo sem vel heppn azt — ef það væri þá einhver, sem hann gæti orðið afbrýðisam- ur út í, annars mundi hann bara líta á mig sem daðursdrós, og þá dæi ég. Hver — ? — Ég, sagði Lance hlæjandi, ég skal taka að mér hlutverkið. — Þú, sagði hún og gat varla j stunið upp, nei, Lance, Rose gæti misskilið það, ef hún kæmist að þvf. — Rose mundi ekkert segja, sagði Lance hægt. Nú skal ég : segja þér dálítið, Susan. Ég gekk j ekki að eiga Rose af því að ég ; elskaði hana. Og hann sagði henni alla sólar- söguna. ufftIra2öÖQG j Hún horfði á hann trufluð og undrandi. — Ég held ég skilji að minnsta kosti hvernig þér var innanbrjósts, jafnvel að þú fórst þessa leið þér til bjargar ,en ég skil ekki í Rose. Hún hefur áreiðanlega ekki sótzt eftir peningunum þínum. Það er ég alveg sannfærð um. — Lance, hvernig fer þetta fyrir ykkur. Þið, ungar manneskjur, getið ekki lifað svona áfram í svona sambúð, — ég er viss um, að það er heilsu- far hennar, sem heldur þvf uppi, það er að segja, þú veizt hvað ég meina — þið getið ekki til lengd- ar... — Ég veit ekki um Rose, en ég veit hvað mér líður — og ég get ekki unað þessu öllu Iengur. Hann brosti dapurlega. — En það var ekki meiningin að fara að tala um mig. Hvað segirðu um hugmynd mína. Þú hefur allt að vinna — og getur engu tapað. Hún gretti sig, en var þó glettn- isleg. — Þú ert nú alveg indæll, Lance, ég skil ekkert í að ég skuli hafa orðið ástfangin af þér ... I — Vertu fegin að svo fór ekki, sagði hann og kippti henni upp úr stólnum og tók utan um hana. ! Og héðan í frá skal ég gera Alan vitlausan af afbrýðisemi — og nú skaltu vera við því búin, ef ég veit af honum nálægum, að ég faðma þig að mér og kyssi þig — — Þú verður að vera viss um, að hann komi að okkur — — kyssi þig, svona, það er víst bezt að æfa sig, tækifærið getur boðizt hvenær sem er. Og Lance tók betur utan um hana og kyssti hana beint á munn inn. — Lance, þú ... Og svo var það ekki meira — en þegar stundin kom var það ekki Alan, sem varð vitni að þvf, að Lance kyssti hana. Rose og Alan höfðu ekið inn f bæ og Susan sat og las f bók, er Lance kom til hennar. — Nú er tækifærið, Susan, sagði hann, stærsta tækifæri ævi þinnar ... hann lagði við hlustirnar ... ég heyri í bílnum .. við ætlum hon- um 60 sekúndur Susan hló og Lance taldi.. fimmtíu og níu, sextíu — ... þeg- ar Susan leit upp stóð Rose í dyr- unnum og horfði á þau. Hún strauk hár sitt aftur og sagði, er hún loks fékk mælt: — Ég vissi ekki... Rose heyrði sfna eigin rödd, en eftir á mundi hún ekki hvað hún hafði sagt, eða bvort þau hefðu sagt nokkuð, en einhvern veginn komst hún upp í svefnherbergi sitt. Þar hneig hún niður á rúm sitt. Hún hefði átt að geta vitað fyrirfram, að þetta hlaut að ger- ast. Hún hafði bara ekki getað gert sér grein fyrir, að það myndi gerast svona flijótt — og að það yrði Susan.... En ef Rose var örvæntandi var Susan það ekki sfður. — Hvað getum við gert, Lance? sagði hún og neri saman höndun um. — Farðu upp til hennar og þú verður að segja henni hvernig f öllu liggur.... Lance hristi höfuðið. I — Það væri tilgangslaust, hún | mundi ekki trúa þvf.... að það ! gæti eyðilagt allt, mundu að þau ' eru einlægir vinir, hún og Alan, j við verðum að bíða einn eða tvo | daga, en þá verðurðu að nota vel iog hremma bráðina hvað sem það 1 kostar. Hann skyldi nú ekki elska j þig eftir allt — en ekki vilja játa þér ást sína einhverra dularfullra i ástæðna vegna. Haltu vel á spilun um. Ég skal taia við Rose — en ekki í kvöld. — Hugmyno þín var víst ekki eins góð og þú hélst, Lance, — erum við tvö sömu krakkarnir og við alltaf höfurn verið, þegar við erum saman? — Ertu að sýta? spurði Lance. — Við vorum aldrei að sýta neitt, sagði hún og leit upp, og gerum það ekki nú. Komdu bara ekki með fleiri ráð — láttu mig fara mína leið að markinu. Og mundu að gera gott úr þessu við Rose. — Fyrirtak, sagði hann brosandi í léttum tón, þótt honym liði illa j en hann óskaði sér þess af öSlu hjarta, að Rose hefði ekki séð þetta. Hann gat ekki gleymt til- liti augna hennar, er hún stóð þarna í gættinni.... Susan kveið fyrir að hitta Rose en þegar þau settust að kvöld- | verðarborði var Rose eins og hún átti að sér, róleg og brosandi. Og Lance var glaður og hann var stað ráðinn í að skýra allt fyrir henni undir eins og Alan.... hann leit sem snöggvast til Susan. „Skóla- stelpa,“ hugsaði hann, „nei, ekki lengur, það þyrfti enginn að i kvarta sem fengi hana.“ Þau fóru til Monte Carlo um | kvöldið eins og ákveðið hafði ver j ið. Rose hafði aldrei komið þar fyrr og þótti skemmtilegt að koma þar, en nóg að koma einu sinni. Undir niðri var henni þungt í hug j Lance og Susan voru kát og Rose fannst þau enga grein gera sér fyrir hvað þau höfðu gert henni. Á heimleiðinni sungu þau fullum hálsi, en Rose sat þögul við hlið Lance með hendur í skauti sfnu. Þegar Rose var stigin út úr bif reiðinni og horfin inn um dyrnar flýtti Susan sér í framsætið. — Ég ætla að aka jneð alveg inn f bílskúrinn. Hún rétti honum veski. — Rose mefur víst gleymt þessu — Við bíðum andartak. Ég gæti trúað að Alan komi eftir veskinu. Bezt að nota tækifærið. Þarna kemur hann. Og það var sem hann hugði. Rose hafði sent hann eftir i veskinu. Þegar hann sá þau sitja þarna, sá þau halla höfði hvort að öðru, stóð hann sem rígnegld ; ur. Susan og Lance.... honum fannst allt hringsnúast fyrir aug- um sér. Og svo hvarf hann inn Veskinu hafði hann gleymt. — Hann er farinn, hvíslaði Sus an. — Þetta ætti að hafa sfn áhrif. Þetta er allt undir þér komið. Hann tók veskið. — Ég fer með það upp til Rose, sagði hann f léttum tón. j Hún sat fyrir framan náttborðs | spegilinn og burstaði hár sitt, er I hann barði létt á hurðina. — Hver er þar? spurði hún. j Rödd hennar var dálítið óstyrk. — Það er ég, Lance . . .. þú I gleymdir veskinu þínu í bílnum. Rose gekk til dyra og opnaðl þæf. Hann horfði á hana brosandi. Það var varalitur í öðru munnvik intj pg n gnnarri kinninni.... Htjjt var búin að taka við vesk<- inu, en missti það úr höndum sér ! á gólfið. Þau beygðu sig bæði sam- ; tímis, og þau rákust svo hart á, að ! hún hefði dottið ,ef hanp hefði ekki gripið hana. Hann horfði með aðdáun í augum á hið föla, fagra andlit hennar. Aldrei hafði honum fundist hún fegurri, eftirsóknar- verðari. Hann renndi augum á nær naktar herðar hennar og brjóstin .. s I flytur dagíega m. a.: nýjustu fréttir í máli og myndum sérstakv efni fyrir unga fólkiö ■ íþróttafréttir myndsjá rabb um mannlifiB, séð í spegilbroti \ - bréf fr* lesendum stjöniuspá myndasögur framhaldssögu þjóðmálafréttir og greinar dagbók s ier ódýrasta dagbiaSið Itil fastra kaupenda. — áskriftarsími í Reykjavík er: 116 6 1 AKRANES | Afgreiðslu VISIS á Akranesi1 | annast Ingvar Gunnarsson, i sími 1753. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber aö snúa sér, ef um j kvartanir er að ræða. | Afgre’ðsiu VÍSIS á Akureyri' i annast Jóhann Egilsson, 'sími 11840. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur, og þangað ber af snúa sér, ef um' kvartnir er að ræða. | Aðvörun ..Jti höfðingja um að þeir færu ekki inn í land Ururu- manna og þolinm. Tarzans er á enda. Það er enginn hellir full ur af gulli í landssvæði Miti höfðingja og engir stórir Köngu lóarapar. Njósnar'i þinn sagði þér heimskulega sögu. Farðu með friði til verzlunarstöðvar þinnar ef þú ert löglegur verzlunarmað ur. Ef við drepum ekki ókunnu mennina með byssurnar fljótlega þá deyja höfðing’i okkar og Tarz an bráðlega. virka daga ki. 9 - 20, aema laugardaga kl. 9 — 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.