Vísir - 30.06.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 30.06.1965, Blaðsíða 7
7 V1 S IR . Miðvikudagur 30. júní 1965. KRISTJÁNSSON: Á MIÐVIKUDAGSKVÖLDI hucsad i ounrn í KOSTAÚTCÁFU Cumarleyfin eru byrjuð og menn eru famir að draga ís landskortin upp úr pússi sínu eða kaupa ný kort, þeir sem ekki eiga. Þeim ferðamönnum, sem ætla t'il Norðurlands í sum- ar, bjóða Landmælingar íslands upp á 30 ára- gömul aðalkort, þar sem vart eru sýndir aðrir vegir en reiðvegir og árnar eru nánast teiknaðar frihendis inn á kort'in. Þeir, sem ætla austur á land eða upp á hálendið, eiga kost á 20 ára gömlum kortum, sem búa yfir svipuðum kostum og þrítugu kortin. íslandskort þau, sem ferða- menn nota mest, era svonefnd aðalkort, sem spanna landið á níu blöðum, og svonefnd atlas- blöð, sem spanna landið á tæp- lega níutíu blöðum. Öll þessi kort eru upphaflega gerð á fyrstu fjórum áratugum þess- arar aldar af danska herforingja ráðinu og dönsku landmæling- unum. Miðað við þeirra tíma aðstæður voru þessi kort frá- bær'il. vel gerð en þá var ekki til nútímatækni á borð við loft- ljósmyndir. Punktar vora mæld ir hér og þar í landslaginu og teiknaðir inn á blað — og landslagið teiknað fríhendis á milli. Stundum var stuðzt við landslagsljósmyndir. Og eftir þessum kortum ferð ast menn enn þann dag í dag. Tæknin er notuð og ekki notuð. í mill'itíðinni hefur það gerzt að Landmælingar íslands hafa framkvæmt hinar nákvæmustu og vönduðustu mælingar á land inu á kostnað bandaríska vam- arliðsins á Keflavíkurvelli. Hef ur þar ekkert verið t'il sparað, landið allt ljósmyndað úr lofti, örnefnum safnað skipulega og nýjar mælingar framkvæmdar á landi. Hápunkti náði þessi á- gæta starfsem'i fyrir um það bil tæplega tíu áram. Öll þessi gögn eru til hjá Landmælingun um og þær mega nota þau að vild, en gögnin koma samt ekki fram í kortagerð þeirra. Á sama tíma er tæknin orðin svo fullkom'in í kortateiknun hér á landi, að verkfræðifirmað Porverk á dýrindis vél sem teiknar, á hálfsjálfvirkan hátt, kort með meira en eins metra nákvæmn'i f hæðarlínum — beint "r loftliósmvndum, og útilokar jafnframt allar skekkj ur, sem koma fram við ljós- myndunina. Landmælingar Islands pauf- ast samt enn við að lagfæra ár og vegi og staðanöfn á gömlu herforingjaráðskortunum og hef ur þann'ig með tíð og tfma tek- izt að endurskoða og gefa út aðalkort af einum þriðja hluta landsins. Ferðast um eftir þrítugum kortum. Aðalkortin, sem nú fást í bókaverzlunum, era frá ýmsum tímum íslandssögunnar. Yngstu kortin: Suðvesturland, Miðsuð- urland og Miðvesturland, era frá árunum 1957-1960 og mega teljast fullnægja-V., þótt þau séu ekki alls kostar nákvæm. En úr því fer að súma rjóminn Kortið af Mið-^ landi er frá 1946 og kortin af Suðaustur- landi og Miðausturlandi frá 1945. eða 20 ára gömul. Kort in af Norðausturland'i, Miðnorð urlandi og Norðvesturlandi eru frá 1934 eða 30 ára gömul. Hér er alls staðar miðað við það ár sem síðasta endurskoðun á þessum kortum fór fram, og við þau kort, sem nýjust fást hjá Eymundsson, umboðsmönn um Landmælinga íslands. Þessi fomu kort hafa ýmsa alvarlega galla. Sá víðtækasti þeirra verður líklega aldrei leið réttur, eftir reynslunni af nýj ustu kortunum að dæma, en það era hlnar röngu hæðarlín- ur, sem stafa af þvf að loft- ljósmyndir vora ekki notaðar til að draga hæðarlínumar eftir Örnefni á þessum kortum era stundum röng og yfirleitt of fá Ár era oft sýndar á röngum stöðum. Loks er vegakerfi þess ara kora frá þeim tírna er hest urlnn var enn þarfasti þjónninn Aðeins ein merking er á þess um kortum fyrir bflvegi, en margar tegundir merkinga fyrir reiðvegi. Sumir þessir reiðveg- ir eru nú orðnir bílvegir en aðrir aflagðir, og hafa ýmsir almennir borgarar lent f mestu þrengingum þegar þe'ir hafa reynt að þjösnast þá vegi, sem kortið kallar „vegi“ og meinar „reiðvegi“, en þeir skilja sem „akveg'i." Ekki er nóg að kortin séu ný. Svo eru nýju kortin ekki vel fullkomin. Þar virðist m.a. koma fyrir spámennska um vegagerð framtíðarinnar, og stafar það e.t.v. af sannfæringu korta- gerðarmanna um, að þess verði langt að bíða, að nýtt kort verð'i gert af sama svæði. Tvisv ar hef ég lent í ógöngum, bæði á Fellsströnd og í Meðallandi, á vegum, sem merktir eru inn á nýju kortin, en virtust samt ekki vera til í raunveraleikan- um, þótt vel vært Ieitað. Enn virðast nýju kortin ekki vera með „complet" skráningu sveitabæja, sem væri þó mjög æskilegt, þar sem aðeins vant ar þar herzlumun’inn á og pláss ið á kortunum leyfir þá aukn- ingu orðafjöldans. Hér þyrfti aðeins 1-2% aukningu bæjar- nefna til þess að gera aðalkort in „complet" að þessu leyti og væri það almenn'ingi til mikilla þæginda, því þá væri hægt að rekja sig áfram eftir bæjum, án þess að ruglast í ríminu. Svo þyrftu fle'iri eyðibýli að vera merkt inn á kortin. Eyðibýlin hafa oft mikið sögulegt gildi fyr ir fróðléiksfúsa menn, þótt þar rjúki ekki lengur á kabyssunni. Ástandið í atlasblaðaútgáf- unni er mjög hliðstætt því, serh er í útgáfu aðalkortanna. Síð- an 1947 hafa verið endurskoð'- uð og gefin út 14 af 87 atlas- blöðum og hefur sú endurskoð- un farið fram með svipuðum hætti og endurskoðunin á aðal- kortunum. Þess er rétt að geta hér, að á þessu ári er væntan- legt aðalkort af Vestfjörðum og á næstunn'i 3-4 atlasblöð. Atlasblöðin eru í svo stórum mælikvarða, að þau ættu og gætu verið með hartnær full- kominni örnefnatalningu, en mi'kið vantar enn á að svo sé, og er þó gott pláss á þeim fyrír fimmfalt fleiri örnefni, og væri samt vel læsilegt á kortið. Ónotuð gögnin rykfalla. Hinar ýtarlegu landmælingar og hið fullkomna loftljósmynda safn Landmælinga íslands er nú að verða tíu ára gamalt. Það gengur samt furðu hægt að koma þessum upplýsingum á prent, þannig að þær komi að gagni fyrir áhugamenn og al- menning. Og hin litla útgáfu- viðleitni hefur valdið vonbrigð um, því hinar ýtarlegu rann- sóknir hafa ekki verið teknar til greina nema að mjög tak mörkuðu leyti í útgáfunum. Samt er undirbúningur undir prentun og prentunin sjálf ekki nema sáralítið brot af öllum þeim kostnaði, sem er samfara loftljósmyndun, rannsóknum á landi, örnefnasöfnun og úr- vinnslu þessara gagna. Fjárveit ingavaldið ætti að sjá sóma sinn í því að skutla út þeim smápeningum, sem þarf til að fullkomna verk sem þegar er orðið tugmilljón króna virði. Og svo er sjálfsagt að meta það einnig, að kortaútgáfa er að hluta gr "'alind, því kortin eru seld. Þá gætu Landmælingar loks selt íslar’c’-.kort með góðri samvizku og hætt að svindla lé legum kortum inn á almenning. UPPDRÆTTIR ISLANÐS .«t; HlW aS ■Htall.or-.I, Út»ru ;œtó:kv, ! (jitó :v: 1 $ ^®:s líÍÍéíiiliiL II i k.œtM, Í.U..K. i » «tk-'ít *f to*ashi«wm, . i ">’• NVciV *_____tv ' Skýringarkort þetta er innan á kápum íslandskortanna. Mörk aðalkortanna níu eru sýnd með þykkum strikum, en svæði atlaskortanna eru litlu ferhymdu reitirnir méð hringjunum í. íslandskort af Atlantshafinu. Atlaskortin virðast eiga að vera hin vísindalegu nákvæmu kort af landinu, og er því sjálf sagt, að þau séu áfram rituð niður stærðfræðilega, ef þau verða einhvem tíma „alvöra“- vísindaleg kort. Hins vegar er það mesti misskilningur, að sama gild'i um aðalkortin. Það er hlægilegt að skoða að alkortið af Suðausturlandi, sem er að meira en þrem fjórðu hlutum af Atlantshafinu einu saman. Smáhom sést af landinu í efra hom'i kortsins til vinstri Sjór þekur meira en helming af fjórum öðrum kortum, — frá Suðvesturlandi vestur um til Miðnorðurlands. Auk þess sker ast kortin oft á óheppilegum stöðum og ná yfirleitt of skammt hvert yfir á annars svæði. Fjögur aðalkort þarf sá ferðamaður, sem vill atihuga Mývatn og nágrenni. Ég mæli með, að sparað yrði a'lveg eitt aðalkortið af Suð- urlandi og tvö kort látin ná yfir það svæði, sem þrjú kort spanna yfir núna. Þá þarf að færa Vestfjarðakortið þannig til að suðurströnd Vestfjarða sneiðist ekki af hér og þar, en það er afar hvimleitt fyr'ir ferða menn. Miðnorðurlandskortið er óhætt að færa talsvert sunnar og fá meira af uppsveitum Norðurlands inn á það í stað Dumbshafs. Og loks þarf að færa Norðausturlandskortið til, þann'ig að Mývatn og nágnenni sé í heilu lagi á einu aðalkorti. Notagildi aðalkortanna mundi stóraukast, ef jafn sjálfsagðar breytingar sem þessar yrðu gerðar á þeim. Sérkort’ið, sem gefið hefur verið út af Suðvest urlandi, þar sem minna sést af Atlantshafinu en meira af á- fangastöðum ferðamanna á Suð 5 urlandsundirlendinu, er spor í rétta átt í þessum efnum. Á pappír er hægt að prenta báðrnn megin. Þá er alltaf mikil öþarfa sp>áss- ía á aðalkortum og atlasblöðum Landmælinga Islands og mætti í þeim efnum taka hið spássíu- lausa vegakort Shell til fyrir- myndar, og spara þannig brotin Harmonikubrot'ið á því korti mætti einnig taka til fyrirmynd ar, enda er það ólíkt þægilegra í meðförum en völundarhús að alkortanna. Shell-kortið er til fyr'irmynd- ar að enn einu leyti. Á það er prentað báðum megin. Er það bæði til mikils pappírsspamað- ar og t'il mikils hægðarauka, því þá er hægt að hafa tvö kort á einu blaði. Mætti þá annað hvort gera kortin ódýrari á þennan hátt eða bæta í þeim pappírinn fyrir sömu upphæð og era báðir kosíirnir góðir. Aðeins herzlumuninn vantar. Hér hefur verið rakinn fjöldi galla í íslenzkri kortaútgáfu. En höfuðatriðið er gremjan yfir því, að l’itla herzlumuninn skuli alltaf vanta á, að til séu hin vönduðustu íslandskort og maður skuli stöðugt hafa mein- gölluð kort { höndunum. Hér dugir forráðamönnum ekki að taka orð skáldsins of bókstaflega að hugsa í öldum en ekki árum. Hér þarf að hugsa í árum og þó heldur í mánuðum og verja þegar nauð synlegu fé til útgáfunnar og fá átta almennileg aðalkort á fjórum blöðum og 87 almenni- leg atlaskort af landinu í bóka búðir innan tveggja ára. íslendingafélagið í New York Afmælishóf félagsins var hald ið föstudagskvö!' ð 18. júní sl. að Hótel Delmonico, Park Av- enue við £9. götu að viðstödd- um um 200 ge .1. Sigurður Helgason formaður félagsins setti hófið og rakt’i tildrög stofnunar félagsins vet urinn 1939-1940, en þá hófust að nýju ferðir íslendinga t'il New York vegna heimsstyrjaldarinn ar. Félagið hefur starfað með miklum blóma síðan og sam- komur hafa verið haldnar regíu lega m'innst þrisvar á ári og é- vallt kringum 1. desember oe 17. júní. Álfheiður duðmundsdóttlr, söngkona frá Reykjavík skemmti gestum með nokkram smekklegum íslenzkum og er- lendum lögum, við mjög góðar undirtektir gesta. Loks var st'ig inn dans til kl. 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.