Vísir - 15.07.1965, Page 3

Vísir - 15.07.1965, Page 3
VIS J k . Fimmtud?.e>_ 15. júlí 19ö5. !S Húsin á Miðgörðum, frá vinstri: kirkjan, skólahúsið og íbúðarhús djáknans. Heimsókn í Grímsey Það gerist æ vinsælla að heim sækja nyrztu eyju landsins, sem er Grímsey ef frá er talin Kol- beinsey, sem varla getur talizt annað en sker. Myndimar sem birtast hér á sfðunni em teknar þegar hópur Ferðafélagsins kom til Grímseyjar fyrir skömmu. Eins og oftast f Grímsey var súld og þoka þennan dag. Heimskauta- baugurinn liggur um miðja Grímsey svo það getur varla tal izt undarlegt þó að Grímseyjar- búar státi ekki af sól og sumri yfirleitt. Það kann að þykja undarlegt að nokkur máður viiji búa f Grímsey, en staðreyndin er hins vegar sú, að fbúum hefur fjölg- að þar hin seinni ár og eru nú um 80, þar af eru mörg böm og unglingar. Lífsskilyrði em góð á eyjunni, sérstaklega vegna hand- færaveiðanna og nú er eyjan ekki eins afskekkt og fyrir nokkmm árum. Yfir sumarið flýgur flug- vél vikulega til eyjunnar og flóa báturinn Drangur fer til eyjar- innar tvisvar í mánuði allt árið. Farþegar af Fióabátnum Drang fluttir upp á eyjuna með „rútu“ Grímseyinga. Ljósm. Valg. J. Emilsson. Ferðafélagsmenn að leggja f könnunarleiðangur um eyjuna, útbúnir kuldaúlpum og myndavélum. Sjávarhamrar á SA-hluta eyjarinnar. Þarna er mikið um fuglalíf. Þessi hefur trúiega séð mörg stórviðrin þama við heimskautsbauginn. nrn W,

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.