Vísir - 15.07.1965, Blaðsíða 11
SíÐAN
SJÁLFSMORÐSTIL-
RAUN AFSTÝRT
‘Á fimmtu hæð í stórhýsi í
New York sat kona nokkur,
Mickey Mechal, í gluggakistu á
íbúð sinni og hótað'i að kasta
sér út. Hún hikaði alllengi og
lögipglan komst upp á næstu
hæð fyrir ofan hana og reyndi
eftir megni að tala hana frá
þessari fyrirætlan sinni.
Lögreglunni tókst það ekki
Þau safna handa kennaranum sínum
Fjögur hundruð ítölsk skóia-
böm safna nú saman hverjum
smáskilding, sem þau eiga, í
sjóð. 1 þennan sjóð fara allir
þeirra vasapeningar, sem ekki
eru miklir, þau búa í fátækra-
hverfi í útjaðri Rómar, og í við
bót allir þeir peningar, sem þau
vinna sér inn með því að þvo
glugga, bóna bíla, gæta barna,
safna og selja úrgangspappir.
Þau eyða engu í rjómaís eða
bíóferðir eins og önnur böm á
þeirra aldri myndu gera.
Þessu safna þau ekki handa
sjálfum sér heldur fyrir kenn-
arann sinn. Þau gera þetta til
þess að hann geti gengið undir
uppskurð í Bandarikjunum og
með því öðlazt þjónina aftur.
Kennarinn er Agostino Astolfi,
sem kennir við Gabriele d’Ann-
Jack The Ripper
unzio-skólann í Róm. Hefur
hann verið blindur allt frá
þriggja ára aldri þegar hann
veiktist. Eina von hans er að
komast undir læknishendur
doktors William Stone, sem
vinnur við stórt sjúkrahús í
Róm.
En til þess að senda hann
þangað þurfa þau að safna sam
an meira en þúsund pundum,
eða um 120 þúsund íslenzkra
króna. Ennþá em ekki komin
nema um átta þúsund krónur
í sjóðinn,; en þau.-gefastc ekki
upp. Haft er eftir einu‘ þéirra:
„Þótt það taki okkur mörg ár
að safna þessari upphæð þá
gerum við það, við höfum á-
kveðið að senda Astolfi kenn-
ara til Ameríku svo að hægt sé '
að bjarga sjóninni, og það ger-
um við“.
Aösent bréf um fónlisf
Reykjavík 12. júlí — ’65.
Það er ekki oft, að ég sezt
niður og skrifa blöðunum til;
ég er ekk’i ein af þessum mann-
eskjum, sem allt hafa á horn-
um sér og finna að öllu, og
halda að þær séu fæddar til að
koma skikki og reglu á hvað-
eina. En í þetta skipti get ég
ekki orða bundizt. Ég var nefni
lega að Ijúka við að hlusta á
eitthvað í útvarpinu, sem átti
víst að heita tónlist... en ham
ingjan sanna, ef það hefur átt
skilið að heita því nafni, þá
get ég áreiðanlega skapað sí-
gilda tónlist með þeim hljóð-
færum“, sem ég hef á eldavél-
inni og í eldhússkápunum hjá
mér. Ég ætlaði hre’int ekki að
átta mig á því fyrst hver þrem-
illinn þetta var eiginlega; hvort
útvarpstækið, sem er af allra
vönduðustu gerð, væri bilað;
hvort það gæti verið, að við-
gerðártækin hjá þeim í bílskúrn
um sendu svona f það ... eða,
og það þótti mér sennilegast,
! að þéir í stofnuninni væru bara
! að fíflast með okkur, rétt eins
og í Hornafjarðarferðinni í
kvöld er leið ... En .svo mundi
ég eftir brunanum, sem varð
hjá útvarpinu, og skilmerkileg-
ar var þar frá sagt en upptök-
■ um nýrrar heimsstyrjaldar ...
raunar var aldrei skilmerkilega
sagt frá sjálfum upptökunum
... og þá rann upp ljós fyrir
mér. Það var nefnilega skýrt
fram tekið, að nótur symfóníu-
hljómsveitarinnar hefðu ýmist
eyðilagzt eða orðið fyrir stór-
skemmdum — og þama hafa
þeir verið að sp'ila eftir
skemmdu nótunum; verið að
reyna að stauta sig fram úr
vatnsblautum, sviðnum og sam-
anklesstum blöðunum... nú,
það er vitað mái, að eftir ein-
hverju verða þe’ir jú að spila.
Og þó get ég ekki varizt þeirri
hugsun, þegar ég rifja upp fyr-
ir mér árangurinn, að skárra
hefði verið, að þeir hefðu spil-
að gamlanóa eftir eyranu, allt
heyrðist þetta vera spilað með
einum fingri hvort eð var —
og helzt þumalfingri vinstri
handar ... Já, eða þá bara hrein
lega að leggja alla músikk nið-
ur, nema af grammófónplötum,
þangað til tekizt hefur að út-
vega nýjar nótur. Mér finnst
það að minnsta kost'i einum of
langt gengið, að vera að prófa
svona í eyru alþjóðar, hvað af
þessum nótnablaðaræksnum
kunni að vera brúklegt, eða öllu
heldúr óbrúklegt og bið ég ykk
ur að Koma þessu á framfæri
við rétta hlutaðeigendur.
Virðingarfyllst,
Músikkölsk frú á miðhæð.
Þetta er andlit Jack „The
Ripper“.
Með þesari teiknimynd hefði
Scotland Yard-lögreglan í Eng-
landi e.t.v. getað iéyst morð-
g‘Sttníáí1í-rÝ?liitchapéI í Lbndon,'
"élf þar voru sex vændiskónur
myrtar fyrir 77 árum síðan og
komst aldrei upp um morðingj-
ann.
Færist það mjög í vöxt að
lögreglan leiti til listamanna og
láti þá búa til mynd af mönn-
um eft'ir lýsingum og ýmsum
ábendingum. Var þessi mynd
gerð eftir ýmsum lýsingum
sem fyrir hendi voru.
Jack The Ripper hefur orð
ið efni í fjölmargar bækur og
kvikmyndir og ein bókanna
kom út fyrir skömmu síðan.
Segir höfundurinn Robin Odell,
sem e'innig teiknaði myndina
af Jack the Ripper, að hann
teldi síðustu tilgátuna um að
Jack hefði verið lögfræðingur,
sem framdi sjálfsmorð skömmu
eftir að morðunum l'innti, alveg
fráleita.
og konan kastaði sér niður úr
glugganum, og tilraun þeirra
til að snara konuna tókst ekki.
Ekki tókst heldur að grípa til
hennar í fallinu.
Það sem tókst hinsvegar var
það að 45 dýrmætar mínútur
tafði lögreglan fyrir áformi kon
unnar og á meðan var komið
fyrir netum á götunni fyrir neð
an og hún lenti he'ilu og höldnu
í netinu og varð ekki meint af.
„Stökktu ekki“, báðu Iög-
reglumennimir konuna
nrnBcJ 1
löri íiói
Kári skrifar:
Flest viðurkennum við, að
fullkomið og gott tryggingar-
kerfi sé ein af helztu stoðum
velfarnaðarríkisins. Hérlendis
hefur verið unnið að því að
koma upp sem allra fullkomn-
ustu tryggingakerfi, þótt ekki
sé það alfullkom'ið. Menn hafa
t. d. lengi velt því fyrir sér,
hvers vegna tannlækningar séu
ekki niðurgreiddar af sjúkra-
samlagi, og fullvíst er, að marg
ir ve'igra sér við að fara til
þeirra lækna, sökum gífurlegs
kostnaðar, séu tennur þeirra
ek'-i vel heilar. Slík töf eða
frestun á að fara til tannlækn-
is er einung’is til að gera illt
mun verra og ef bjarga á
skemmdum tönnum, þarf auð-
vitað að fara sem fyrst með
þær til viðgerðar.
Sérfræðingar í
fótasárum
Ekki væri mikið síður nauð
synlegt, að undir forsjá sjúkra-
samlagsins kæmi sérfræðingar
eða sérfræðingar á sv'iði fóta-
lækninga. Við höfum háls-, nef-
ög eyrnalækna, augnlækna og
feðingarlækna o. .s frv., en það
sem einna hættulegast er heilsu
eldra fólks er, þegar það hættir
að hreyfa sig. Það hefur ekki
verið gert nógu mikið af því
að hirða um fótabúnað eldra
fólks, en líkþorn, skakkar negl-
ur og fleira slíkt kann að valda
þvílíkum sárum, að gamalt
fólk veigrar sér við mikilli
hreyfingu. Og þegar það fer að
hætta gönguferðum og annarri
hreyfingu, sem það hefur stund
að reglulega, er hættunni boð-
ið heim. Að nokkru leyti ligg-
ur sökin hjá skóverzlunum, þar
sem þess er ekki nægilega gætt
að veita viðskiptavinum sem
fullkomnasta aðstoð við val á
skóm; þar er skortur, sem víð-
ar, á faglærðu fólki.
Aðbúnaður eldra fólks.
Af þessum ástæðum væri
nauðsynlegt að fá sérfræðinga
á svið'i fótalækninga, jafnvel
ráðleggingarskrifstofur varð-
andi val á skófatnaði ef skóbúð
ir annast það ekkj sjálfar svo og
að þess verði gætt á elliheim-
ilum og 1 heimahúsum, þar sem
gamalt fólk býr, að gefa fót-
um þeirra meiri gaum. Þessari
hugmynd er hér slegið fram
mönnum til íhugunar, og æski-
ilegt væri að menn rituðu línu
um skoðanir sínar á þessum
málum.