Vísir - 17.08.1965, Side 6

Vísir - 17.08.1965, Side 6
6 VlSIR . Þriðjudagur 17. ágúst 1965. TÆKNISKÓLI ÍSLANDS tekur til starfa um mánaðamótin septem- ber október n.k. og starfar í þrem deildum. Inntökuskilyrði: Forskóli. (undirbúningsdeild) a) Umsækjandi hafi lokið iðnnámi eða b) Umsækjandi hafi lokið fullgildu gagn- fræðaprófi og fullnægi kröfum um verklega þjálfun. Millideild. a) Umsækjandi hafi lokið misserisprófi frá undirbúningsdeild Tækniskólans 1964—65 eða b) Hafi lokið í það minnsta eins árs fram- haldsnámi eftir gagnfræðapróf. Auk þess þarf nemandi að fullnægja kröf- um um verklega þjálfun. Deild í Tækniskóla. a) Umsækjandi hafi staðizt lokapróf und irbúningsdeildar Tækniskólans eða b) Umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi stærðfræðideildar menntaskóla og full- nægi kröfum um verklega þjálfun. (Nemandi tekur ekki þátt í öllum náms greinum). Nánari upplýsingar verða veittar og um- sóknareyðublöð afhent á skrifstofu Tækni- skólans í Sjómannaskólanum, Reykjavík, kl. kl. 10—12 mánudaga, miðvikudaga og föstu daga frá og með 18. ágúst n.k. Á Akureyri verður starfandi ein deild; for skóli (undirbúningsdeild) og mun herra Jón Sigurgeirsson, skólastjóri, gefa nánari upp lýsingar og afhenda umsóknareyðublöð. Umsóknir um skólavist sendist Tækniskóla íslands eigi síðar en 10. september n.k. Tækniskóli íslands. KONA - STÚLKA Kona eða stúlka óskast til framleiðslustarfa á veitingastaðnum Vegamótum, Snæfellsnesi, Tilboð sendist augl.deild Vísis merkt „4184“. LAUS STAÐA Starfsmaður óskast að Ölduíúnsskóla í Hafn- arfirði sem annast kyndingu, gangavörzlu og fl. Laun samkvæmt kjarasamningi bæjar- starfsmanna. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 25. ágúst n.k. Bæjarstjórinn Hafnarfirði Atvinna óskast Maður, vanur alls konar skrifstofu- og gjald- kerastörfum svo og verzlunarrekstri, óskar eftir atvinnu. Þeir, sem þurfa á slíkum manni að halda, vinsamlegast sendi hugsanlegt kaupt,, _ ..Atvinna — 637“. MSHaiiSllsfiöSflijaaJísnsnmn . >• i'lptnsihiiijjí “ w Guðmundur As- mundsson hrl. Bézf uf slysförum Maðurinn, sem Vísir skýrði frá í gær, að hefði drukknað í Leir- vogi í fyrrakvöld, var Guðmundur Ásmundsson hæstaréttarlögmaður, lögfræðingur Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Guðmundur fæddist 8. júní 1924 ! á Eiðum, sonur Ásmundar biskups j Guðmundssonar og konu hans! Steinunnar S. Magnúsdóttur. Guð- j mundur varð stúdent frá Reykja- \ vík árið 1942, tók lögfræðipróf við j Háskólann 1948 og gerðist þá lög fræðingur SlS, og síðar einnig framkvæmdastjóri Vinnumálasam- bands þess. Guðmundur var for- maður Stúdentaráðs 1945-1946. Hann var blaðamaður við Morgun blaðið á háskólaárum sínum. Hér- aðsdómslögmaður varð hann 1950 og hæstaréttarlögmaður 1955. For- maður stjómar lánasjóðs stúdenta var hann 1954-1960. Kona Cuðmundar er Hrefna Sig urlaug Magnúsdóttir, og eiga þau þrjú börn. Sfollenzlsur — Framh. af bls 16 Þorsteinn Einarsson, fþrótta- fulltrúi rkiisins. Nefndin hefur unnið að gagna söfnun innanlands og utan og haldi ðallmarga fundi. Hún mun væntanlega ljúka störfum á þessu ári. Það var fyrir frum- kvæði æskulýðslaganefndar að hr. Ooms var boðið hingað til lands. Dvöl sérfræðingsins á íslandi. Hr. Ooms hefur setið nokkra fundi með æskulýðslaganefnd og átt ítarlegar Viðræður við ýmsa af meðlimum nefndarinnar. Þá hefur hann m.a. rætt við eftirtalda að- iia: menntamálaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslason, ráðuneytis- stjóra menntamálaráðuneytisins, Birgíi Thoriacius, fræðslumála- stjóra, Helga Elfasson, kynnt sér störf íbróttafulltrúa ríkisins, Þorsteins Einarssonar, að fþrótta- og félagsheimilamálum. Hann hef- ur heimsótt bækistöðvar ÍSÍ und'ir leiðsögn forseta ÍSÍ og fram- kvæmdastjóra þess, Hermanns Guðmundssonar, svo og verið kynnt starfsemi Iþróttabandalags Reykjavíkur af framkvæmdastjóra þess, Sigurgeir Guðmannssyni. j Hann hefur kynnt sér störf Æsku lýðsráðs Reykjavíkur og félags- málastarfsemi í skólum Reykjavík ur. Hr. Ooms hefur átt Viðræður við stjóm Æskulýðssambands Is- lands og forseta UMFl. Hann hef- ur skoðað ýmis félagsheimili í nærsveitum Reykjavfkur, svo sem að Aratungu og Flúðum, en að Flúðum ræddi hann við forustu- menn ungmennafélagsins þar í svéit. Á Selfossi kynnti liann sér starfsemi æskulýðsráðsins og ungmennafélagsins á staðnum. Hann hefur rætt við Sigurð Greips son f Haukadal, formann Héraðs- sambandsins Skarphéð'ins og kynnt sér starfsemi Skátaskólans á Úlfljótsvatni undir leiðsögn Jón- asar B. Jónssonar og Hrefnu Tyn- es og starfsemi Vinnuskólans þar. Hr. Ooms hefur því fengið tækifæri til að kynnast bæði starf- semi hinna frjálsu æskulýðsfélaga í borg og byggð og opinberri æsku lýðsstaarfsemi á vegum rfkis- og sveitarfélaga. Sverrir — Framhald at bls 1. nú gerðist það meðan bíllinn var í veltunni f háalofti, að hinn ungi maður kastaðist út úr bílnum. Hann féll á bakið niður á svolitla grasflöt og rétt í sama mund skall bíll hans inn í grasbrekkuna með þvílíku braki og brestum, að sýnilegt var að hann var gereyðilagður. Rykský lagði upp frá þess- um atburði, en þegar rykinu blés burt, sáu áhorfendurnir, að hinn ungi, íslenzki maður stóð upp eins og ekkert hefði í skorizt. Hann færði sig nær bílbrakinu, leit yfir það, hristi höfuðið og gekk að því loknu til svæðisins þar sem ökumenn hvíla sig. Lustu áhorfendur upp miklu fagnaðarópi, þegar þeir sáu að hann var heill og ó- meiddur og má segja, að Sverr- ir hafi þarna áunnið sér aðdá- un fólksins fyrir það hve vel og óttalaust hann kom þarna fram. Strax á eftir varð Sverrir að gangast undir læknisskoðun. En það er skylda eftir slfkt atvik. Læknirinn gaf út vottorð um að hann væri með öllu ómeidd- ur og þykir það ganga krafta- verki næst. Annað var hins vegar álit viðgerðarmannanna, sem Iitu á kappakstursbílinn hans. Þeir gáfu þann úrskurð eftir nokkra skoðun, að bíllinn væri svo gjörsamlega molaður og ónýtur, að vart yrði hægt að notast við nokkurn hlut úr hon- um. Bifreið þessi var af svo- kallaðri Brabham-tegund og mun Sverrir hafa orðið fyrir talsverðu tjóni við það að bif- reiðin eyðilagðist, en hann hafði sjálfur mikið unnið að því að setja þessa bifreið saman og annast viðhald á henni. Síldin — Framh. af bls. 1: síldarbátar sem þar eru að fara í var i morgun. Fjórir bátar á veiðislóðum þar tilkynntu s. I. sólarhring síldarafla samtals 4250 mál, en til Dalatanga tilkynntu sfldar- afla 13 bátar samtals 3880 tunn ur og mál, og veiddist sú síld aðallega í Reyðarfjarðardýpi og við Hrollaugseyjar. Eitt síldarskip fékk 500 mál út af Héraðsflóa og einn bátur (Þórður Jónasson) mun hafa fengið síld mjög djúpt, en blað inu er ekki nánar um það kunnugt. IBUÐ OSKAST 2ja eða 3ja herbergja íbúð óskast nú þegar í Reykjavík, Kópavogi eða Hafnarfirði. Sími 31212 eftir kl. 3 STÚLKA ÓSKAST Rösk og ábyggileg stúlka óskast í matvöru- búð. Vaktavinna. Sími 14161. íbúðir í smíðum við Hraunbæ Höfum til sölu íbúðir í smíðum af flestum stærðum. Góðir greiðsluskilmálar. HÚS OG SKIP FASTEIGNASTOFA Laugavegl 11, sími 2-1515. Kvöldsími 23608 — 13637. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Innritun fyrir skólaárið 1965-1966 og nám- skeið í september fer fram í skrifstofu skól- ans dagana 23.-27. ágúst kl. 10-12 og 14-18. Námskeið til undirbúnings inntökuprófum og öðrum haustprófum hefjast miðvikudaginn 1. september. Við innritun skal greiða skólagjald kr. 400 og námskeiðsgjöld kr. 200 fyrir hverja náms- grein. Nýir umsækjendur um skólavist skulu leggja fram prófvottorð frá fyrri skóla og náms- samning. Skólastjóri I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.