Vísir - 19.08.1965, Side 4
V í S I R . Fimmtudagur 19. ágúst 1965.
Dr. Richard Beck:
ÚRVAL MERKI-
LEGRA BRÉFA
Síðastliðið haust kom út á veg-
um Bókfellsútgáfunnar í Reykja-
vik merkisrit, er að verðugu hefir
vakið athygli, en það er bókin
Dr. Valtýr segir frá. Er þar um að
ræða valda kafla úr bréfum Valtýs
Guðmundssonar til móður sinnar
og stjúpa 1878—1927, en dr.
Finnur Sigmundsson, fyrrv. lands-
bókavörður, bjó bréfin, til prent-
unar.
Þetta bréfasafn snertir Vestur-
íslendinga sérstaklega því að móð-
ir Valtýs, Valdís Guðmundsdóttir,
og stjúpi hans, Sfmon Símonarson,
áttu heima vestan hafs, lengst í
Argyle, en um skeið í Winnipeg
og síðan í Selkirk, frá því að þau
fluttust vestur um haf 1874 og til
dauðadags, en bæði urðu þau há-
öldruð. Tvö börn þeirra náðu
fullorðins aldri. Guðmundur lengi
bóndi í Argyle, og frú Guðrún
Skaftason, sem var, eins og dr.
Finnur Sigmundsson segir réttilega
i formála sínum að bréfasafninu,
„kunn kona og athafnamikil í fé-
lagslffi Vestur-lslendinga". Maður
hennar, Jósef B. Skaftason, var
einnig merkur maður og þekktur
meðal Islendinga vestan hafs.
En um það, h v e r n i g bréf
dr. Valtýs Guðmundssonar til
móður- hans og stjúpa komust á
Landsbókasafn íslands fer dr.
Finnur þessum orðum:
„Dóttir þeirra Guðrúnar og
Jósefs Skaftason, Jóhanna Guðrún
að skírnarnafni, en kunnari sem
Mrs. Wilson, sýndi Landsbóka-
safninu þá vinsemd að gefa þvf
bréf móðurbróður síns til afa
hennar og ömmu og fleirí skyld-
menna vestra. En móðir hennar
hafði jafnan látið sér annt um
minningu bróður sfns og þau haft
miklar mætur hvort á öðru eins og
sjá má f bréfaskiptum þeirra. Mrs.
Wilson er húsmæðrakennari, út-
skrifuð úr Manitobaháskóla. Hún1
var hjr á ferð síðastliðið sumar
ásamt manni sfnum, Alexander
Fra-.ei.-i Wilson. F/L R.C.A.F.,
Winnipeg, og gaf þá góðfúslega
leyfi sitt til prentunar bréfanna.
Mrs. Wilson talar og les íslenzku
og ber hlýjan hug til ættlands
síns“.
Á frú Jóhanna Wilson miklar
þakkir skilið fyrir að hafa ráð-
stafað þessum bréfum með um-
raéddum hætti, jafn merk og þau
eru, og mætti það vera öðrum til
fyrirmyndar vestur hér, er kunna
að hafa með höndum bréf, sem
varðveita ætti.
En dr. Valtýr átti fleiri ná- j
komna ættingja vestan hafs, en
að framan getur. Tvrer hálfsystur
hans (honum sammæðra) fluttust
til Vesturheims, þær Kristjana,
kona Erlends Gíslasonar Gillies,
er áttu heima vestur á Kvrrahafs-
strönd, og Anna, kona Sigurðar
Antoníus.sonar í Afgyle. er lézt á
bezta aldri. Með mikilli þökk
minnist ég ennþá ánægjustundar,
sem ég átti á heimili þeirra Er-.
lends og Kristjönu Gillies í New
Westminster, B.C., fyrir mörgum
árum síðan.
Sú var tíðin, að nafn Valtýs
Guðmundssonar var á hvers
manns vörum á íslandi, og er1
mér það í fersku minni frá æsku- I
og unglingsárum mínum á Aust-
urlandi, hve mikið var um hann
rætt. og harðar deilur háðar um |
hann og stjórnmálastefnu hans;
en löngum sannast á þeim mönn-
um, sem láta eitthvað verulega
að sér kveða, standa í fylkingar-
brjósti, orð Guðmundar skálds
Friðjónssonar:
Stendur um stóra menn
stormur úr hverrj átt,
veðurnæm verða enn
vaðberg, er gnæfa hátt.
Þetta er ekki sagt af neinni
sérstakri aðdáun á stjórnmála-
stefnu dr. Valtýs, sem ég hef
a'.dre: gotc' aðhyllzt síðan ég fór
að kynna mér og bera skyn á þau
mál, heldur af virðingu fyrir hon-
um sem miklum hæfileikamanni,
fræðimanni og menningarfrömuði,
ekki sízt með hinu ágæta og vin-
sæla riti sínu Eimreiðinni. Annars
er ævi- og stjórnmálaferli hans
prýðisvel og rétt lýst f stuttu
máli í upphafsmálsgreinunum f
inngangsorðum dr. Finns:
„Um síðustu aldamót var nafn
Valtýs Guðmundssonar ef til vill
kunnara hér á landi en nokkurs
annars íslendings, sem þá var
uppi. Stjórnmálastefna hans var
nefnd Valtýska og fylgismenn
hans Valtýingar. Tímarit hans,
Eimreiðin, var þekktasta tímarit
landsins og átti sinn þátt i að
kynna nafn hans. Nú muna aðeins
aldraðir menn þann styr, sem stóð
um þennan nafntogaða mann. En
saga hans er forvitnileg á marga
lund. Umkomulítill smali úr Húna-
vatnssýslu ryður hann sér braut
af eigin rammleik í Kaupmanna-
höfn, stofnar og gefur úr fjöl-
lesnasta tímarit landsins, gerist
foringi stjórnmálaflokks og munar
litlu, að hann verði fyrstur ís-
lenzkra manna skipaður ráðherra
íslands.
Stjórnmálaafskipti Valtýs Guð-
mundssonar hafa sætt misjöfnum
dómum. Því meiri ástæða er til
þess að kynna sér manninn með
kostum hans og göllum. Hann beið
lægri hlut í stiórnmálabaráttunni
og uppskar minna en hann taldi
sig eiga rétt á. En vera má, að
þjóðin eigi honum á ýmsa lund
meira að þakka, en almennt hefur
verið viðurkennt. Um það dæmir
sagan á sínum tíma“.
Vissulega er það laukrétt, að
saga Valtýs Guðmundssonar er
með mörgum hætti harla eftir-
tektarverð; það er t.d. mjög fá-
gætt og að sama skapi aðdáunar-
vert, hve fljótt honum tókst að
brjósta sér braut úr umkomuleysi
til mennta og komast í virðulega
háskólakennarastöðu. — En æsku-
árum sínum hefir hann lýst á eftir-
minnilegan hátt í bréfi til dr.
Björns K. Þórólfssonar, sem dr.
Finnur hefir tekið upp í formála
sinn, og drjúgum eykur gildi hans.
Kemur þá að bréfunum sjálfum,
sem bæði eru fróðleg og skemmti-
leg og bera því vitni, að dr. Valtýr
hefir verið ágætur bréfritari. Jafn-
framt bregða bréfin björtu ljósi á
manninn Valtý Guðmundsson,
skaphöfn hans og lífsskoðun. Fæ
ég ekki betur séð, en að dr. Finni
hafi tekizt ágætlega valdið á þeim
köflum úr bréfum dr. Valtýs til
móður hans, stjúpa og systkina,
„sem helzt þóttu lýsa bréfritara
sjálfum og viðhorfi hans til sam-
tíðarmanna og samtíðarmálefna
hverju sinni".
í bréfunum til móður sinnar
ræðir dr. Valtýr, að vonum, sér-
staklega um fjölskyldumál, en í
bréfunum tli stjúpa sfns tíðum um
íslenzk stjómmál og önnur opin-
ber mál. Fer fjarri þvi, að þeir
eigi þar alltaf samleið í skoðunum;
heldur hvor um sig með einurð
fast á sfnu, og auðsætt, að Símon,
stjúpi Valtýs, hefir ekki verið
neinn veifiskati, en greindur mað-
ur og gjörhugull, er bæði var rök-
fastur og átti létt með að færa
skoðanir sínar í orðabúning. Má
f þvf sambandi minna á eftirfar-
andi orð úr einu bréfi dr. Valtýs
frá seinni árum (30. marz 1921):
„Það gerir ekkert, þótt við getum
ekki orðið sammála um hitt og
þetta. Við erum jafngóðir vinir
fyrir því. Það vantaði nú bara, að
hver mætti ekki hafa sína sköCun
og sannfæring og halda henni fram
— fram í rauðan dauðann".
I bréfum þessum ber Vestur-
íslendinga, málefni þeirra og við-
horf til ættjarðarinnar eðlilega oft
á góma, og þar sem annars staðar
j eru þeir feðgar hvergi nærri
alltaf á sama máli. En ljóst er, að
dr. Valtýr kunni vel að meta ætt-
jarðarást íslendinga vestan hafs,
helztu skáld þeirra og aðra menn-
ingarfrömuði.
1 bréfum þessum deilir dr. Val-
týr hart á Hannes Hafstein og aðra
andstæðinga sína í stjómmálum,
og er fróðlegt lesa þau með
samanburði við ævisögu Hannesar
eftir Kristján Albertsson, en loka-
bindi hennar kom einmitt út um
sama leyti og umrætt úrval úr
bréfum Valtýs.
Dr. Finnur Sigmundsson hefir
enn á ný með þessu riti sem er
fimmta bindi í safninu Islenzk
sendibréf, sýnt það, hve vel honum
lætur útgáfa slíkra bréfa. Útgáfa
þessa nýja bréfasafns er af hendi
leyst með nærfærni og smekkvfsi;
skýringar hans gagnorðar og les-
andanum til nauðsynlegrar leið-
beiningar og aukins skilnings á
bréfsefnunum. Að öllum frágangi
er þessi bók, eins og fyrri bindi
safnsins, einnig hin vandaðasta og
snyrtilegasta, prýdd mörgum
myndum af dr. Valtý, konu hans
og ættmennum.
Formála sínum að þessu úrvali
úr bréfum dr. Valtýs lýkur út-
gefandi með þessum orðum: „Sag-
an af stjórnmálaafskiptum hans
er að sjálfsögðu ekki fulisögð i
þessum bréfum til vandamanna
hans. En hvað sem segja má um
viðbrögð hans í einstökum atrið-
um, mun enginn geta dregið í efa,
að hann hafi af heilum hug viljað
vinna fósturjörð sinni allt það
gagn, er hann mátti.“
Undir þau sanngjörnu og drengi-
legu ummæli tek ég heilum huga.
Ástarjátningin sonarlega og fagur-
yrta til ættjarðarinnar í kvæði dr.
Valtýs „Töframynd í Atlanzál" er
áreiðanlega sprottin undan hjarta-
rótum hans, og fer því ágætlega
á því, að upphafserindi hennar er
prentað sem einkunnarorð þessa
úrvals úr bréfum hans.
ÞÝZK BÓK UM ÍSLAND
Út er komin á þýzku ítarleg
bók um island og íslendinga eftir
dr. Hage W. Hansen. Bókin heitir
„Island von der Wikingerzeit bis
zur Gegenwart“. Útgefandi er Ed-
ward T. Cate í Frankburt am Main.
Bókin er um hálft þriðja hundr-
að þéttprentaðar lesmálssiður og
innan um lesmál er fjöldi teikn-
inga af mönnum og dýrum, mann-
virkjum og munum, sem höfund-
urinn hefur teiknað og eykur á
gildi bókarinnar. Aftan við lesmál
ið eru nokkrar sérprentaðar mynd-
ir, bæð í litum og svart-hvítar, af
landslagi, listaverkum o. fl.
Höfundurinn skiptir efni bókar-
'nnar niður f nokkra sjálfstæða
kafla. Þeir fyrstu fjalla um jarð-
fræði og landfræði landsins, legu
stærð, byggingu, eldfjöll, hveri,
jökla, firði, ár og vötn, flatlendi og
byggð. Næsti kafli er um byggð
og sögu landsins allt fram á þenn-
an dag. Sérstakur kafli fjallar um
rúnir, rúnaletur og höfðaletur og
notkun þess fyrr á tímum. Þá gef-
ur höfundurinn lesendum sínum
stutt yfirlit yfir bókmenntasögu
Islendinga frá upphafi vega og
fram á þennan dag. Annar stutt-
ur yfirlitskafli fjallar um íslenzk-
una og helztu sérkenni hennar.
Næst eru svo kaflar um gróður-
far og dýralíf landsins og síðan
næsta ítarlegur þáttur um atvinnu-
hætti og þá fyrst og fremst sjó-
sókn og landbúnað. Hins vegar
hefur Hage W. Hansen sézt yfir
það að verulegu leyti, eins og
raunar flestum útlendum mönnum
öðrum og mörgum íslendingum, að
það er býsna stór hópur íslend-
inga, sem lifir orðið á iðnaði. Þeim
hluta atvinnuveganna gerir höfund-
urinn næsta ófullkomin skil.
Einn ítarlegasti kafli í bók Hage
W. Hansen fjallar um þjóðlíf, siði,
þjóðtrú og fornmenjar, en á þvf
sviði er höfundurinn sérfróður og
hefur mjög kynnt sér allt, sem
þar að lýtur hér á landi um margra
ára skeið. í þessum kafla er þjóð-
þúnir.gnum íslenzka lýst, ýmsum
hátíðum og tyllidögum að fornu og
nýju, byggingum til forna ,upp-
greftri fornminja o. fl.
Síðasti kaflinn varðandi land og
þjóð er um höfuðborgina og það
helzta sem hún hefur að bjóða,
söfn og aðrar menningarstofnanir,
byggingar, höfnina o. fl.
í bókarlok er getið nokkur hundr
Hage W. Hansen.
i uð heimildarrita um island, göm-
ul og ný. Að því er að sjálfsögðu
allnokkur fróðleikur, en þó hvorki
fugl né fiskur fyrir þá, sem kynn-
ast vilja fullkominni eða ítarlegri
ritskrá um ísland.
Hvað myndir í bókinni snertir
eru teikningar höfundarins við
lesmálið sjálft langskemmtilegasti
þátturinn og mest bókarprýðin.
Þær fáu litmyndir sem í bókinni
eru, eru illa prentaðar, ósannar og
ýktar og hefði betur farið að þeim
hefði verið sleppt.
í þessari bók er óneitanlega fjöl-
margan fróðieik um land cg þjóð
að finna og dregið saman í yfir-
gripsmikla heild margt það, sem
útlendingar vilja fræðast um is-
land og íslendinga. Bókin er skrif-
uð af velvild og hlýhug í garð
okkar og hefur auk þess þann
kost að bera að höfundurinn hefur
dvalið langdvölum á íslandi og
hefur kynnzt staðháttum, þjóðlífi
og fólkinu af eigin raun. Það er
meira en hægt er að segja um
flesta þá útlendinga, sem skrifað
hafa bækur um ísland.
Byggingarmeistarar — Húsbyggjendur
Milliveggjaplötur
7 cm. fyrirliggjandi. Opið virka daga kl. 10
r- 18.
PLÖTUSTEYPAN
Útskálum v/Suðurlandsbraut