Vísir - 19.08.1965, Qupperneq 5
5
VI S IR . Fimmtudagur 19. ágúst 1965.
heims-
horna
milli
© Þúsundir manna fóru 1 gasr
um götur Jerúsalem og mót-
mæltu að stofnað hefur verið
til stjómmálatengsla milli Isra-
els og Vestur-Þýzkalands.
© Tíu manns biðu bana og 25
meiddust er árekstur varð
milli hraðlestar og flutningalets-
ar í gær nálægt Gador á Suð-
ur-Spáni.
► Óeirðir urðu í gær í blökku-
m.hverfi í L. Angeles, er lögregl
an fór inn í byggingu, þar sem
er bænahús mohameðanskra
blökkumanna, og fór hún þang
að vegna gruns um, að þar væru
skotfærabirgðir og vopn. Seg-
ir hún að skothríð hafi verið
hafin og lögreglan svarað henni.
— 40 blökkumenn voru hand-
teknir.
► Indverjar segja 230 „flugu-
menn“ frá Pakistan hafa fallið
og 80 verið tekna höndum í
Kashmir, en manntjón Indverja
sé 107 faiinir og særðir. —
Kashmirmálaráðherra Pakistan
segir, að „baráttumenn frelsis-
ins“ í Kashmir muni í neyð
sinni fá fullan stuðning Pak-
istan.
► Shastri forsætisráðherra
Indlands hefur frestað fundi
utanríkisráðherra Pakistan og
Indlands sem halda átti í Dehli.
Orsökin er versnandi horfur
i sambúð landanna.
► Malraux menntamálaráð
herra Frakklands sem fyrir
nokkru fór tii Kína og
ræddi við Mao tse Tung gerð'
de Gaulle grein fyrir viðræðun
um í gær. Þær eru taldar hafa
verið hinar mikilvægustu, en
ekki „beinlínis fjallað um að
leiða Vietnamstyrjöldina tii
Iykta með friðsamlegu sam-
komulagi“.
► Averill Harriman sérlegur
sendimaður Johnsons forseta
sagði í gær 1 ræðu í New York
að mark sovézkra og korrwjún
istaleiðtoga sé enn heimsbylt-
ing — svo og kinverskra, og
báðir hafi vakandi augu á vest-
rænum leiðtogum, til þess að
geta notað sér það, ef nokkur
bilbugur skyldi á þeim finnast.
► Súdanskar herþotur hafa
gert sprengjuárásir á 3 bæki-
stöðvar uppreisnarmanna i Suð
ur-Súdan.
manmt HS Vietcong viö Chu Lai
Vietcong veitir betur við DuCo
Fjölmennu, bandarisku land-
gönguliði tókst i gær að umkringja
um 2000 Vietcong-hermenn, er
það var að hrekja þá til sjávar
í grennd við flugstöðina Chu Lai.
í NTB-frétt frá Saigon segir, að
þetta sé mesta hernaðaraðgerð í
landhernaði í S.-Vietnam, sem
bandarískar hersveitir hafa fram-
kvæmt. — Landgönguliðarnir réð-
ust á Vietcongliðið úr þremur átt
um og beið það mikið manntjón —
að sögn svo nemur hundruðum.
Árásirnar hófust í gærmorgun.
Vietcongliðið hafði búizt til vam-
ar f frumskógi um 16 km, frá
Chu Lai, en þessi flugvöllur, sem
er 500 km. norðaustur af Saigon,
er fyrir skömmu fullgerður. Ein
sveit landgönguliðanna var flutt á
vettvang í þyrlum, en önnur flutt
sjóleiðis og flutt til lands í sér-
staklega útbúnum lendingarbátum.
Orustan um Du Co.
Við Du Co nálægt landamærum
Kambodja er aðra sögu að segja.
Þar er ur. undanhald og hrakfar-
ir að ræða ,en þangað var sendur
liðsauki fyrir nokkru, stjórnarher-
menn og bandarfskir hermenn, og
er þeim veittur stuðningur með árás
um flugvéla. Við Du Co er varnar
stöð, þar sem aðþrengt setulið
hafði; varizt vikum saman. Leið-
ángurinn því til' hjálpar hefur nú
endað með hrakförum og þorpið
Du Co algerlega á valdi Vietcong
og nokkur hluti varnarstöðvarinn-
ar.
► Singapore-ríki hefur sent
framsveit herdeildar til Borneo
tii varnar sambandsríkjum
Malajsíu þar. Með þessu hefur
Singapore-stjóm sýnt, að hún
ætlar að standa við skuldbind-
ingar sínar við Malajsíu um
sameiginlegar vamir.
Á uppdrætti þessum em ýmsar helztu strandstöð var, þeirra meðal Chu Lai, en þar í grennd er 2000
manna lið Vietcong umkringt. — Skástrikuðu svæðin em þau, sem em á valdi Vietcong.
útlönd: í Fiorgun ' útlönd
mornim
útlönd í morgun útlönd
morgrni
Gemini V skotið á ioft í dng?
Stjómarmyndun
í Grikklandi
Geminigeimfarið með geimför
unum Conrad og Cooper verður
skotið á loft frá Kennedyhöfða síð
degis í dag, ef eklti verður tekin
önnur ákvörðun á seinustu stundu.
Konstantin Gríkkjakonungur fól
í gær Tsirimokosi stjómarmynd-
un. Vinnur stjóm hans með hann
í fararbroddi Konstantin konungi
hollustueiða í dag, en í næstu viku
gengur Tsirimokos fyrir þjóðþing
ið og fer fram á traust þess.
Konungur ræddi í gær og fyrra
dag við hann og Stefanaopolos um
stjómarmyndun og var talið að
hann mundi frekar leita til hins sfð
amefnda, en á seinustu stundu á-
kvað konungur að fela hlutverkið
Tsirimokosi, og segja fréttaritarar
að það muni hafa ráðið úrslitum
að hann sé lfklegri til að fá me'ira
fylgi hins róttækari arms Miðfl.-
ins en Stefanaopolos. Báðir eru
þeir í MiðflokHnum en sneru baki
Ráðgert er að geimfarið verði
8 sólarhringa á braut kringum
jörðu eða jafnlangan tíma og það
mundi taka að fljúga geimfari til við Papandreou. Stefanopolos var
tunglsins og aftur til jarðar. I varaforsætisráðherra og Tsirimo
kos innanríkisráðherra f stjóm
hans.
Ekki var þess getið í fréttum
í gær, að neinar nýjar kröfugöng-
ur hefðu verið far^ar í gær í Aþenu