Vísir


Vísir - 19.08.1965, Qupperneq 11

Vísir - 19.08.1965, Qupperneq 11
SÍÐAN ÞAÐ ER ALDREI AÐ VITA... Hjónaband ársins í Hollywood verður að öllum líkindum þeirra Frank Sinatra, sem er orðinn 49 ára gamall, og ungu leikkonunnar Miu Farrow, sem er hins vegar ekki nema 19 ára gömul. Það er alræmt, að þau muni taka saman áður en langt um líður, jp enda hefur hvorugt þeirra tekið fyrir við fréttamenn, að þau séu í þeim hugleiðingum. Eins og áður hefur verið sagt frá hér á síð- unni fóru þau nýlega saman í skemmtisiglingu ásamt hópi vina og mynd þessi er tekin af þeim, hjónaleysunum, áður en þau lögðu af stað í snekkjunni frá Edgartown. Að vísu er Frank Sinatra örlítið hræddur við presta og gift- | ingar, enda hefur hann tvívegis áður verið kvæntur, og dóttir hans, Nancy, er nýskilin við söngvarann Tommy Sands. En hver veit. Sinatra hefur oft leikið sér að eldinum, og Mia litlá er jafn rauð- hærð og móðr hennar, Maureen O’Sullivan, og fyrsta hlutverk> henn- ar í kvikmynd var í myndinni „You Never Can Tell“, eða „Það er aldrei að vita“. Svo það er aldrei að vita hvað gerist á snekkjunni .Southem Breeze". Upptíningur Nú eru allar horfur á að breyta verð'i fyrirkomulaginu á smygl- leit hér í skipum sökum mann- ekiu, ef þeir hjá Interpol halda áfram að senda tollurum hérna skýrslu um heildsölukaup skip verja á Hulskamp og Camel er- lendis ... hefur heyrst að skip- verjar verði sjálfir látriir leita uppi smygl sitt, ef saman geng ur með þeim og tollþjónustunni um kaupið — en -sagt er að sjó- mennirnir krefj'ist fagmanns- kaups samkvæmt uppmælingar- texta, auk þess fái þeir þessar venjulegu tuttugu-þrjátíu þús- und krónur á mann fyrir að taka verkið að sér og loks megi þeir sjálfir ákveða hve mikið af fag- vinnulaununum verði gefið upp til skatts, en að sjálfsögðu verð ur reiknað nætur- og helgidags álag á allt saman ... og mun nú í athugun hvort ekki borgi sig betur fyr'ir alla aðila að skeytin frá Interpol verði ekki lesin — sökum manneklu — fyrr en viðkomandi skip hefur látið aftur í haf . .. Sagt er að í uppsiglingu séu víðtækustu barnsfaðernismál sem um get- ur hér í bæ, auk þess sem þau munu einsdæmi, ekki einungis hér, heldur þótt víðar væri leit- að . .. Það hefur sumsé komið á daginn. að skýrsluvélar borg arinnar hafa gripizt annariegri frjósemi og reynst ekki síður afkastamiklar við barneign'imar en skattareikningana . . . Hafa sumir skattborgarar fengið á sig þrjú til fjögur skýrsluvélar- börn — sumir eftir að hafa bú ið í bamlausu hjónabandi f ára- tugi — og lætur nærri hvemig konur þeirra muni bregðast við ... Að sjálfsögðu krefja vélam ar viðkomandi um full meðlög, og standa nú fyrir dymm rétt- arhöld, blóðrannsóknir og e.t.v. svardagar í þessu sérkennilega máli, og verður engu spáð um dómsniðurstöður að svo stöddu en sagt er þó, að ekki horfi vænlega fyrir skýrsluvélabams feðurna, sem f rauninn’i standi berskjaldaðir fyrir þessum véla- brögðum... Getur þetta uppá- tæki skýrsluvélanna orðið tals- vert vandamál þegar fram í sæk ir, takist ekki að venja þær af lauslætinu, þær eru ungar enn og ógerlegt að segja fyrir um viðkomuna — ekki heldur hvort að slíkar vélsniftir komist yfirleitt nokkumtíma úr barn- eign ... En eitt er staðreynd — börnin eru komin á skýrslur og skrá, og gerist einhverjir aðilar svo djarfir að freista þess að má þau á brott af þeim, gerast þeir sekir um útburð ... því að það, sem komið er á skrá ,er þar með orðið skýrslulega til, hvort sem það er til eða ekki til .. Kári skrifar: TVTýlega varð hér í borg alvar- 1 ’ legt slys, er strætisvagn og langferðabíll óku saman á gatna mótum Ægisgötu og Öldugötu. Hættulegt hom Þetta götuhom hefur langa lengi verið afar hættulegt, þar sem bifreiðir er fara upp Ægis- götuna virða ekki sem skyldi akstursrétt þeirra, er aka Öldu götu í vestur. Þarna á horninu er einnig erfitt að sjá í fljótu bragði hvort bifreið nálgast á vinstri hönd og hafa margir bú- izt við að þarna yrði stórslys. Það hlýtur að vera nauðsyn- legt að merkja þesi gatnamót á þann þátt, að annað hvort fái önnur gatan aðalbrautarrétt eða sett verði rækileg aðvörunar- merki. Ofhleðsla Hitt var þó öllu furðulegra, að ekki skyldu fleiri en þrir slasast í strætisvagninum. Það er alkunna að strætisvagnar borgarinnar eru á ýmsum tím- um sólarhrings svo yfirhlaðnir, að nærri stappar brjálæði. Það væri fróðlegt að vita hvað trygg ingarfélögin segja um slíkar yf irhleðslur. Strætisvagn með á annað hundrað farþega innan- borðs þarf ekki mikið högg til að úti sé um lff fjölda manna. Þetta er eitt af þeim fáu atrið- um, sem Strætisvagnar Reykja víkur þyrftu að reyna að bæta. Of seint að byrgja brunninn... Það sem bjargaði í þetta sinn var hversu fáir farþegar vom f strætisvagninum. En þrátt fyr ir það slösuðust þó þrfr. Hefði vagninn verið fullur af farþeg- um og lent í svipuðum árekstri væri eflaust fjöldi þeirra lát- inn. Þetta er ekki gamanmál og þarf að lagast. Það er slæmt ef alltaf skal þurfa banaslys tíl að einhverjar endurbastur ver*i á umferðarmálum. ’.y. Ki>'Tin

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.