Vísir - 01.09.1965, Blaðsíða 3
VlSXR . Miðvikudagur 1. september 1965.
Viðbúnaður var í Skálholti
síðastliðinn sunnudag. Klukkur
dómkirkjunnar hringdu til
messusöngs.
Þama var mætt fólk til að
hlýða á gregoríanskan söng —
öðru nafni grallara.
Prófasturinn af Selfossi, síra
Sigurður Pálsson, og dómkirkju-
presturinn í Skáihoiti, sira Guð-
mundur Óli Ólafsson, gengu í
fararbroddi skrúðgöngu inn í
kirkjuna. Tfu hvítklæddir (í
rykkilín) guðfræðinemar og
menntaskólanemendur fylgdu
prófasti inn fyrir gráturnar og
hófu að syngja Introitus úr
grallara, sem er gerður fyrir
Trinitatís. Þá var sungin Cyria,
tekin upp úr gömiu ísienzku
handriti í Árnasafni. Svo sungin
Gloria úr graiiara frá 10. öld.
Því næst las stud. theol. Sigurð-
ur Öm Steingrímsson pistil, og
allur flokkurinn söng Graduale
með sequentiu (pallasöng og
Sanctus sunginn: Frá vinstri Guðmundur Óli Ólafsson, dómkirkjupreslur í Skálholti, Sfra Sigurður Pálsson prófastur, sem var
celebrant, stud. theol. Sigurður öm Steingrímsson (f hlutverki súbdjákna). Flokkurinn til hægri eru ungir guðfræðinemar og náms-
menn, sem hafa unnið í Skálholti í sumar.
Gregoríahskur messusöng
ur í Skál holts-dómki rkju
fylgju). Svo tónaði síra Guð- Skálholti. Þá var sungið Credo
mundur Óli dómkirkjuprestur í í Skálholtsútgáfu. Þá predikun.
Síra Arngrímur Jónss.on, prestur í Háteigssókn í Reykjavík (áður
þjónandi prestur í Odda á Rangárvöllum), t. v., heilsar upp á
prestshjónin í Skálholti, frú Önnu Magnúsdóttur og Guðmund
Óla Ólafsson. Litli drengurinn er sonur sfra Amgríms (Myndimar
tók stgr.)
Lagði síra Sigurður út af sög-
unni um faríseana og tollheimtu
mannlnn. Sagði prófastur, að
menn ætíu erindi í kirkju. Ef
þeir rækju erindið, þá færu þeir
réttlættir heim.
Þá var komið að altarisgöngu.
Útdeildi celeberantinn, sfra Sig-
urður brauðinu, en honum til
aðstoðar sá, sem útdeildi vín-
inu, var síra Guðmundur Óli.
Þá var sungln hin foma Prefat
ia og Sanctas, sem síra Sigurður
• tók upp úr ' íslenzku handrltl í
Árnasafni á ferð f Kaupmanna-
höfn fyrir nokkmm árum. Svo
var sungið Agnus Dei — Guðs
lamb — með lagi Lúthers.
Allur þessi forni söngur var
sunginn hljóðfæralaus að öðm
leyti en því að organistinn, Guð
jón Guðjónsson, lék undir sálma
söng fyrir og eftir predikun og
ennfremur eftir sakramentið og
f messulok.
Tíðindamaður Vísis náði tali
af Sigurði Pálssyni prófasti að
loknum messusöng. Hann sagði:
„í sumar varð það að samkomu
lagi hjá mér og stúdentum og
öðmm ungum starfsmönnum f
Skálholtl, að við lærðum að
syngja hreina gregórianska
messu. Hafa farið fram æfingar.
Það, sem fyrfr mér vakti, var að
kynna hinn foma messusöng
með góðum ungum kröftum".
Prófastur Sigurður Pálsson blessar kirkjugesti. Stud teol. Sigurður
öm Steingrfmsson, sem gegndi hlutverki súbdjákna, er til hægri
á myndinni.
Altarisganga i Skálholts-dómkirkju síðastliðinn sunnudag: Síra Guðmundur Óli Ólafsson, dómkirkju-
prestur í Skálholti, (t. v.) og síra Sigurður Pálsson, prófastur á Selfossi, útdeiia sakramenti.
Stud. theol. Einar Sigurbjörnsson (biskups-sonur) f meyjafansi.