Vísir - 01.09.1965, Blaðsíða 6
6
V í SI R . Mlðvikudagur 1. september 1965.
Námskeið fyrir stjórn-
endur lúðrasveita
Á siðasta aðalfundi Sambands
ísl. lúðrasveita (SIL) var samþykkt,
að efna til námskeiðs fyrir stjóm
endur og aðra áhugamenn um mái
efni lúðrasvelta.
Stjóm SÍL hefur nú ákveðið að
efna til slíks námskeiðs í Revkja-
vík dagana 9. til 19. sept. n.k. og
setur formaður SÍL, Halldór Ein-
arsson námskeiðið í Hljómskálan
um hinn 9. sept. kl. 2 síðdegis.
Námskeið þetta er hið fyrsta
sinnar tegundar sem hér er efnt til.
Undirbúningur að því hefur verið
allmikill og kennaraval vandað svo
sem frekast er kostur á.
Aðalkennarar eru þeir Páll Pamp-
hicler Pálsson, er kennir hljóm-
sveitarstjórn bæði fræðilega og
einnig verklega á æfingum lúðra-
sveitanna hér i Reykjavík, og Jó-
hann Moravék Jóhannsson, sem
kennir raddfærslu og þau vinnu-
brögð er lúta að gerð nótna fyrir
lúðrasveitir. í>á munu einnig verða
haldin erindl um hljómlist á nám-
skeiðinu og verða þeir Páll Isólfs-
son og Jón Þórarinsson meðal
þeirra, er þau erindi flytja.
Áformað er að kennt verði um
5 stundir á dag meðan námskeiðið
stendur yfir auk þess sem farið
verður í heimsóknir til lúðrasveita
á kvöld-æfingar. Þátttakendur geta
því ekki ætlað sér önnur verkefni
samtímis námskeiðinu.
Þótt hér sé um nýlundu að ræða
og margir þurfi um langan veg að
sækja er þátttakan góð, og munu
flestar sveitir SIL eiga þarna ein
hvern nemanda, en í sambandinu
eru 16 lúðrasveitir. Um endanlega
tölu þátttakenda er enn ekki vit-
að, því þátttökutilkynningar eru
enn að berast, en áhugi lúðrasveit-
armanna er mikill enda er hér um
mál að ræða, sem lengi hafa verið
uppi óskir um, þótt aðstæður hafi
til þessa ekki leyft að úr fram-
kvæmd yrði.
Kennslan á námskeiðinu verður
nemendum að kostnaðarlausu.
Undirbúning námskeiðs þessa
hefur stjóm SÍL annazt, en hana
skipa Halldór Einarsson, Kari Guð-
jónsson og Eirfkur Jóhannesson og
auk hennar þeir Guðmundur Norð-
dahl og Björn Guðjónsson.
(Frá Sambandi ísl. lúðrasveita.)
Atvinnuhorfur
lyfjufræðingu
Vegna ummæla í einu dagblað-
anna 26.8 vill tyfjafræðingafélag
Islands vekja athygli væntanlegra
lyfjafræðistúdenta á að svo marg
ir stunda nú nám í lyfjafræði, bæði
hér heima og erlendis, að innan
tveggja ára er fyrirsjáanlegt at-
vinnuleys'i þeirra, sem nú eru við
nám.
Haldi svo áfram, sem verið hef
ur, með aðsókn að Lyfjafræðideild
Háskólans, mun verða skortur á at
vinnu fyrir lyfjafræðinga á þeim
þrönga vinnumarkaði, sem hér er.
(Frá Lyfjafræðingafélagj Islands)
Athugosemd
Vegna ummæla Tryggva Helga
sonar flugmanns í viðtali hér í
blaðinu fyrir helgina um að talstöð
Flugbjörgunarsveitarinnar á Akur-
eyri væri „rusl“ hefur Sigurður M.
Þorsteinsson formaður Flugbjörg-
unarsv. f Reykjavík beðið Vísi
fyrir eftirfarandi: Þessi stöð Flug-
björgunarsveitarinnar á Akureyri
hafði samband við Reykjavík er
verið var að leita flugmannanna
tveggja sem lentu við Fjórðungs-
öldu. Þvi er fráleitt, að þau um-
mæli hæfi, sem Tryggvi Helgason
viðhafði um tæki þetta.
Skólarnir —
Framhald _i hU 1.
Á leiðinni út skrafaði blaða-
maður Vfsis við sex ára patta
Kristin Andersen, sem ,hafðj lok
ið fyrstu skyldunni í skólanumj
að mæta:
„Hlakkarðu til skólans?"
„Ja. svoldið."
„Hefðirðu kannski heldur
viljað halda áfram að leika þér
allan daginn?"
„Mér er alveg sama, þótt ég
fari £ skólann."
„Ætlarðu að vera duglegur í
skólanum?"
„Ég veit ekki.“
Fannst veikur —
Framhalrl af bls. 16
manni, sem sat inni í bifreið á
götunni, og var ekki annað að
sjá en hann væri fárveikur. Kom
hann sjúka manninum f sfna eig
in bifreið og ók með hann allt
hvað af tók f Slysavarðstofuna.
Eftir skyndiathugun f Slysavarð-
stofunni var sjúklingurinn fluttur f
sjúkarhús og þar lézt hann rétt á
eftir. Líklegt þykir að maðurinn
hafi dáið af hjartabilun.
Rannsóknarlögreglan hafði ekki
haft samband við aðstandendur
hins látna í morgun og af þeirri
ástæðu verður nafn hans ekki birt
í dag. _______________
► Eben Donges fjármálaráð-
herra Suður-Afriku er kominn
tll Parísar til viðræðna við Gisc
ard d’ Estaing fjármálaráðherra
— Donges kveðst munu gera
honum grein fyrir fjárhagsað-
stöðu S.-Afríku, en ekki vera
kominn til þess að þreifa fyrir
sér um ián.
^ Yfir 40 manns hafa veikzt
af lömunarveiki í Blackburn á
Englandi og í öðrum bæ hafa
komið upp tvö tilfelli (staðfest)
en önnur tvö eru óstaðfest.
Miðbær —
Blaðaútgáfan Vísir h.f. óskar eftir ca. 100—
150 ferm. husnæði fyrir afgreiðslu og auglýs-
ingaskrifstofu, í eða sem næst Miðbænum.
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Starfsstúlka
óskast sem fyrst.
Veitingahúsið Laugavegi 28 b
Danskur símvirki
óskar eftir góðri 4—5 herbergja íbúð frá 1.
október n.k. Uppl. hjá póst- og símamála-
stjóminni í síma 11000.
Bílskúr við Hringbraut
Til leigu er bílskúr við Hringbraut. Nánari
uppl. gefur Lúðvík Gizurarson, hrl. Hverfis-
götu 18. Sími 14855
Sjómenn
Háseta vantar á gott síldveiðiskip. Uppl. í
síma 10942.
Hugheilar þakkir fyrir sýnda samúð og vináttu við fráfall
eiginmanns mfns, föður okkar og tengdaföður
HILMARS STEFÁNSSONAR bankastjóra
Sérstaklega þökkum við bankaráði og starfsmannafélagi
Búnaðarbanka íslands vinsemd og virðingu. '■
Margrét Jónsdóttir
Þórdis Hllmarsdóttir
Sigríður og Stefán Hilmarsson.
► Malajsíu-sambandsríkið átti
tveggja ára afmæli í gær.
► Sergej ‘ Kurasjev heilbrigðis
málaráðherra Sovétríkjanna er
látinn 65 ára að aldri.
Herbergi óskast
Reglusamur nýstúdent óskar eftir að taka á
leigu herbergi helzt í nágrenni Háskólans.
Sími 8173 Grindavík.
Nýjar danskar
HANNYRÐAVÖRUR.
Hannyrðaverzlun Þuríðar Sigurjónsdóttur
Aðalstræti 12 Sími 14082.
BLAÐBURÐUR
Barn vantar til að bera blaðið út í
KÓPAVOGI (Austurbæ)
Vlnsamlegast hringið í síma 41168.
VISIR
Iðnaðarhúsnæði óskast
Gott iðnaðarhúsnæði óskast fyrir bílaviðgerð-
ir ca. 100—200 ferm.. Má vera í Reykjavík
eða Kópavogi. Hringið í síma 40298.
TIL SÖLU
Höfum til sölu 3 herb. jarðhæð við Ráuðalæk
mjög vönduð íbúð. Höfum til sölu í Kópa-
vogi 6. herb. neðri hæð við Hraunbraut fok-
helda með uppsteyptum bílskúr. íbúðin er
141 ferm. Verð kr. 500 þús. 100 þús. lánað til
5 ára. Teikningar liggja fyrir á skrifstofu
vorri.
TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR
Austurstræti 10. 5. hæð. Sími 24850. Kvöldsími 37272.
Stúlka óskast
Reglusöm og ábyggileg stúlka óskast til af-
greiðslustarfa í miðbænum. Tilboð sendist
augl.d. blaðsins fyrir 10. þ. m. merkt „Eftir
hádegi“.
Stúlka óskast
Stúlka óskast strax til eldhússtarfa
T R Ö Ð Austurstræti 18, sími 20695.
Skrifstofustúlka
Viljum ráða nú þegar vana skrifstofustúlku
til vinnu við I.B.M. bókhaldsvélar. Gott kaup.
Framtíðarstarf. Umsóknir með uppl. um
aldur menntun og fyrri störf sendist Olíu-
verzlun íslands h.f. fyrir 6. sept.
Olíuverzlun Islands h.f.