Vísir - 01.09.1965, Blaðsíða 15
VI S IR . Miðvikudagur 1. september 1965.
15
EDWARD S. ARONS:
Spæjarar
eftir vindi.
— Francesca greifafrú?
— Við tölum við hana, svaraði
Durell fyrr eða seinna.
Saga um njósnir og ástir á Italíu
7. KAFLI
Dureil fylgdi þeirri reglu, að
* forðast öll afskipti lögreglunnar
af þeim málum, sem hann hafði
til meðferðar. Af afskiptum henn
ar leiddi ailajafnan tafir, sem oft
höfðu þær afleiðingar að mál
urðu ekki til lykta leidd á viðun-
andi hátt eða leystust alls ekki.
Og það gat leitt af því töf að
Italinn var dauður — eða það,
sem verra var. Durell leit á Si
Hanson:
— Hvað kom fyrir?
— Hann kafnaði skyndilega!
— Það er afleiðing þess, að þú
greiddir honum þungt högg á háls
inn.
— Það lítur ekki vel út, sagði
Si Hanson og klóraði sér í höfðinu.
— Hann hefði getað sagt okkur
heimilisfangið, sagði Durell.
— Ef til vill. Ég ætlaði ekki að
drepa hann. É(? var að hugsa um
vesalings Ellen og kannski var ég
of harðhentur.
Durell horfði á úrið sitt. Klukk-
an var fimm mínútur yfir miðnætti.
Klukkan eitt færi flugvélin til Róma
borgar til þess að elta uppi Jack
Talbot. Durell hugsaði sem svo, að
hann yrði koma sér af stað.
Hann gat byrjað athuganir sínar
frá þeim sjónarhóli skoðað, að eitt
hvað gæti komið í ljós varðandi
greifafrúna sem sennilega var ver
gjörn kona, varðandi greifann —
og seinast en ekki sízt Jack Talbot.
Ekkert benti til, að Paeek hefði ver
ið þarna, enda skipti það ekki máli.
Hitt var aðalatriði að finna Talbot
áður en Pacek næði í hann til þess
að verzla við hann. Og Talbot hafði
Fremontleyndarmálið — hann var
hættulegur maður að mörgu leyti.
— Sam, sagði Silas Hanson, mér
þykir þetta leitt.
— Þetta með þennan mann?
— Já, eins og þú sagðir hefðum
við getað veitt eitthvað upp úr hon
um. Þetta er fremur óheppileg byrj
un fyrir mig.
— Annað eins og þetta getur
komið fyrir.
— Þú getur vitanlega losað þig
við mig í þessu máli. Ég mundi
skilja þá afstöðu. Ég held, að ég
hafi elskað Ellen. Það hvílir á mér
eins og mara hvernig farið var með
hana — hvernig hún dó. Lofaðu
mér að segja það, sem mér liggur
á hjarta. Ég vil koma fram hefndum
á Jack Talbot, en ég lofa því, að
ég skal ekkert gera án þinnar ’vit-
undar og vilja, en hefndum verð ég
að koma fram.
- Það er ekki hægt, að láta til
finningamar ráða þannig gerðum
sínum, Silas.
— Ég veit það. Ég skal fara gæti-!
lega. Ég veit hversu hættulegt það
er, að missa stjórn á sér. Ég hefi
reynt að hugsa minna um Ellen og
það, sem fyrir hana kom, en þegar
þessi náungi kom vissi ég ekki hvað
ég gerði.
- Gieymdu því. Ég held, að við
sleppum frá þessu, ef við höfum
hraðan á.
Og það voru snör handtök hjá
i þeim. Þeir báru lík mannsins og
settu inn í Opelbílinn.
-— Aktu á eftir mér, sagði Durell.
Hann ók vagninum eftir þjóðveg-
inum og Silas kom á eftir í Floride
bifreið sinni. Umferð var nú mun
minni, en ljós I allmörgum húsum
óg enr. nokkrir bátar úti á vatninu
Þegar Ðurell kom að hliðarvegi sem
!á niður að vatninu ók Durell eftir
honum. Af bjargbrún var um 10
metra fall niður á vatnsborð. — I
næstu húsum var hvergi Ijós að
sjá og Durell vonaði, að þar svæfu
allir fast. Það var ekki langrar
stundar verk að láta bílinn með lík
inu renna fram af bjargbrúninni
með Bruno Beliaria við stýrið. Mik
il alda reis og Durel: sá, að b:ll-
inn hafði ient á baujukeðju og dreg
ið baujuna með sér að hálfu niður
í vatnið. Bílinn mundi því senni-
lega finnast strax um morguninn.
en við því var ekkert að gera.
— Það er víst gott., að við verð
umkQmflir til Rómar eftir tvo tima,,
sagði Dureli við Si. sem svaraði:
— Ég gæti trúað, að Zaccamella
hafi gómað Jack Talbot í fiugstöð
inni. Það hefír verið auðvelt.
— Þú heidur bað, sagði Durell
með efahreim. Jack er ekki með
málverkin. Hann hefir falið þau ein
hvers staðar eða Ellen hefir haft á
réttu að standa, og hann hefir
verið gabbaður og einhver annar
náð þeim. Og þá er Jack í hefndar
leiðangri. Hann steig alvarlegt
skref, þegar hann str.kk af með
dýrmætustu eign Túvanafans prins.
Hann getur aldrei tekið upp fyrra
líferni. Og hann veit, að við erum
á hælum hans. Og hann hefir vopn
I hendi vegna þeirra upplýsinga,
sem hann kreisti út úr Ellen vesa-
lingnum. Svo að við getum ekki
gengið að honum og handtekið
hann.
— Hvers vegna ekki?
—Vegna þess, að hann kann að
hafa séð um að Pacek fái málverk
in ef við tökum hann.
— Út í það hugsaði ég ekki, sagði
Silas og var allfölur.
—Við verðum að fara varlega,
sagði Dureil. Og gleymdu ekki, að
Apollio greifi er áhrifamikill mað-
ur. Við verðum að aka seglum
8. kapituli.
Þegar Francesca vaknaði var eins
og eimdi eftir { huga hennar af ótta
og truflun. Sólin skein beint í and
lit hennar þar sem hún !á I rúminu.
Þungur arrnur Cesare ’.víldi á barmi
hennar. Hún andvarpaði og lagði
aftur augun og hiustaði eftir andar
drætti hans og brosti af tilhugsun
inni, er hún minntist ástaratlotanna
frá kvöldinu. Ástarsamband þeirra
átti sér ekki nema fjögurra daga
sögu — en hann hagaði sér eins
og hún hefði verið ástmær hans
í heilt ár og vildi ráða yfir henni
gersamlega, en henni fannst allt
indælt eftir að hún hafði upprætt úr
huga hans afbrýðisemina vegna
Jacks Talbots. Hún sneri sér að
honum blíðleg á svip og horfði á
fremur fíngert andlit hans, en fríð
leiki getur blekkt hjá konum sem
körlum, og hún gat aldrei horft svo
á hann, að einhver beygur vaknaði
ekki I huga hennar, en samt elskaði
hún hann eins og hann var, jafn
vel þótt hana grunaði að hann gæti
verið grimmlyndur, — elskaði hann
— allt I fari hans — takmarkalaust.
Hann tilheyrði í rauninni liðnum
— löngu liðnum tíma — tíma Borgi
anna fyrir mörgum öldum. Hana
grunaði, að hann væri hættulegur
maður. Og hún vissi, að það var
hættulegt að vera þamn með hon-
um. en samt nav.t hún þess að hafa
gefið sig honum é vnld og að vera
þarna hjá hon.um Þau höfðu stigið
örlagaríkt skref — þau urðu ekki
aftur tekin — og henni stóð á
sanm. Það var gert, liðið — og hún
v?r Tíið irr
tilheyrði því, sem var að baki hið
nýja líf framundan við hlið hans.
Sólin skein glatt inn í svefn-
hsrbergið. Hún renndi sér út úr rúm
inu og stóð alls nakin á gólfinu.
Klukkan var tfu árdegis. Gluggarn
ir voru opnir og hún heyrði er öld
ur Miðjarðarhafsins skullu á klett
unum fyrir neðan Montecapolle,
sem er ekki fjarri Sorrento. f gisti
húsinu Montecapolle-Imperiale var
allt kyrrt, nema einhver köll heyrð
ust frá tennisveilinum. Handan fló
ans evgði hún Vesuvius og lengra
burtu Napoli ógreinilega.
Francescu — eða Fran, eins og
vildarvinir kölluðu hana, fannst svo
heitt. að það væri alveg óþolandi.
Hún fór inn í baðherbergið, en
hinn svarthærði og hrokkinhærði
Cesare svaf enn. Hún hugsaði um
það, að í rauninni þekktust þau
lltið sem ekki neitt. Hann hélt vlst,
að hann hefði gert Bernardo
Appollio megingrilck með þvl að
komast upp á milli þeirra. Jæja,
kannski mundi hún einhvern tíma
segja honum sannleikann.
Fran naut þess að busla í baðinu,
— það var engu líkara en að hún
gæti skolað af sér hræðsluna og
kvíðann, sem hún hafði verið gagn
tekinn af daginn áður og við og við.
Nú gæti Talbot aldrei fundið hana
— hélt hún. Hann hlaut að vera
æfur af reiði eftir að hún hafði
gert hann að athlægi. Hér eftir
myndi Cesare sjá uin allt.
Ur glugganum í baðherberginu
gat hún séð beint niður i garð
brekkurnar, þar sem fólk sat og
neytti morgunverðar. Bandarískir
ferðamenn hugsaði hún. Þegar þeir
daginn áður höfðu séð hana ganga
með þeim glæsibrag, sem hún hafði
tileiknað sér og gat þakkað Bernar
do, mun engan þeirra hafa dreymt
um, að einu sinni hét hún blátt
áfram Frannie Smith, og bar kjöt-
kássu á borð fyrir gesti matstofu
nokkurrar langt vestur í Ameríku.
— Frannie Smith ...
HantT va;- svo sýfjaður, að það
hayrðisí ó máii hans.
Það eyðilagði hughrif hennar, að
hann skyidi ávarpa hana þannig.
— Kallaðu mig ekki þessu nafni,
sagði hún reiðilega.
— Þér stendur ekki á sama?
Hann brosti letilega.
— Ég ér Francesca Luddhesi dic
Apollio, sagði hún. Lít ég út eins og
Fran Smith:
— Vissuiega ekki, komdu hérna,
cara . . .
— Kallaðu mig fyrst mínu rétta
nafni.
Hann andvarpaði.
— Francesca.
— Aftur!
— Francesca, ég elska þig. Hvað
er klukkar,?
Hún setti stút á munninn.
— Nokkrar mínútur yfir tíu.
Hún vissi, að hann virti hana
íyrir sér athugandi augum, og hún
j titraði örlitið, eins og hann hefði
snert hana til þess að sýna henni
blíðuhót.
Hann hló.
— Svafstu vel?
— Já, og það get ég þakkað
þér, hjartað mitt.
— Komdu hingað.
- Hún vissi hvers hann óskaði og
hún vissi, að hún mundi láta und
an, en hún ætlaði samt að reyna,
gegn vilja sínum, að stöðva hann.
— Það er seint, ég verð að hraða
mér, elskan.
Hann reis á fætur.
— Það er nóg komið, Fran. Ég
ætla ekki að taka við neinum fyrir
spurnum frá þér um hvað ég geri
og hvað ekki. Þú slappst vel frá
þessu í Genf eftir að hafa gert þenn
an Talbot að athlægi. Mér þætti
annars gaman að vita hve langt þú
mundir fara, ef f það færi . . .
— Fyrir því yrði kannski engin
mörk. Ég hata þennan mann — og
ég er hrædd við hann.
— Hann hlýtur að verða í villu
og svíma um margt nú sagði Cecare
og hló kaldranalega. Kannski eru
bandarlsku leynisnápamir búnir að
góma hann. Ákærður fyrir þjófnað
án þess að hafa þýfið? Allt f öng
þveiti! Hann gekk til hennar og
snart við henni hrjúfri hendi.
— Láttu þér skiljast að nú
verður að vega hvert orð. Nú má
engin afbrýðisem'i eiga sér stað.
Engin móðursýkisköst. Engin reiði
köst, þótt þú sért 1 siæmu skapi.
Þú verður að hlýða mér 1 einu og
öllu.
— Við skulum ekki fara að ríf-
ast, elskan min.
— Ég er ekki að rífast. Þú ætl-
ar að hlýða — eða hvað?
—■ Þú meiðir mig.
— Svo hrædd varstu ekki við
Jack Talbot. að þú gætir ekki not
ið sums í samskiptum ykkar, mer-
in þín, sagði hann blíðlega, og
bætti svo við hörkulega:
— Þú ert hóra og ekkert annað,
Frannie Smith.
VISIR
ÁSKRIFENDAÞJÓNUSTA
Áskriftar- . .
Kvartana-
siminn er
11660
virka daga kl. 9-19 nema
laugardaga kl. 9-13.
A^ywwwwwwwvwv
Ég vona að þið verð'ið þolinmóðir vinir
mínir Þið hafið eytt miklum tíma í að sá
fræjum „Matimati“-trésins í jörðu, en Medu
segir mér að það heppnist ekki, svo mér
datt önnur aðferð í hug ...
Tarzan. Ég get séð þessa töfra sem þú
sagðir okkur frá. Það vaxa rætur á litla
,,matimati“ afleggjaranum, sem þú stakkst
í vatn...
Þú ert mjög vitur maður, Tarzan, þú
veizt margt sem við vitum ekki. Nú getur
gamla „Matimati“ tréð gefið okkur mörg
ný tré og við fáum meðal þegar gamla
„Matimati“-tréð deyr.
VÍSIRi
flytur dagiega m. a.:
■ nýjustu t'réttir í máli og
myndum
■ sérstak. etni fyrir unga
fólkib
- íþróttafréttir
- myndsjá
- rabb uíni mannlífið, séð
i spegilbroti
- bréf fr* lesendum
- stjörnuspð
- myndasögur
- framhaldssögu
— þjóðmálafréttir
• dugbók
og greinar
VÍSIR
er ódýrasta dagblaðið
til fastra kaupenda.
— áskriftarsími i
Reykjavík er:
116 6 1
AKRANES
Afgreiðslu VISIS a Akranesi
annast Ingvar Gunnarsson,
sfmi 1753 I)
- Afgreiðslan skráir nýja
kaupendur og þangað
ber aí? snúa .sér, ef um ,
kvartanir er að ræða
AKUREYRI
Afgreiðslu VISIS á Akureyri'
anna^t Jóhann Egilsson,
simi 11840
— Afgreiðslan skráir nýja
kaupendu? og þangað
þer aí snúa sér, ef um,
kvartnir er að ræða.