Vísir - 01.09.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 01.09.1965, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Miðvikudagur 1. septembor 1965. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR l Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson / Ritstjóri: Gunnar G. Schram \ Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson ÍI Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson ) Þorsteinn Ó. Thorarensen l Auglýsingastj.: Halldór Jónsson / Sölustjóri: Herbert Guðmundsson \ Riststjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 Mnur) ( Auglýsingar og afgreiðsla Ingóífsstræti 3 ) Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands \ í lausasölu kr. 7,00 eintakið / Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f. \ Stjórnarbreytingin Á ríkisráðsfundi í gær var formlega gengið frá þeim ) breytingum á ríkisstjórninni er orsökuðust vegna \ laasnarbeiðni Guðmundar í. Guðmundssonar. Við ( embætti utanríkisráðherra tekur nú Emil Jónsson. ( Hann hefur áður gegnt því embætti nokkra hrfð og / hefur að baki langa og margháttaða reynslu í öðrum ) ráðherraembættum. Yngsti þingmaður Alþýðuflokks- Ú ins Eggert Þorsteinsson tekur nú við ráðherraembætti (( fyrsta sinni en hann hefur getið sér hið bezta orð í // öðrum trúnaðarstöðum, innan þings og utan. Guð- / mundur t Guðmundsson hafði er hann lét af .emhætti ) farið með stjóm utanríkismála samfleytt í 9 ár, leng- \ ur en nokkur af fyrirrennurum hans. Þau ár hafa um \\ margt verið viðburðarík á sviði utanríkismála. Eitt f( erfiðasta málið sem þar kom upp var landhelgismálið, // sem Guðmundur átti góðan þátt í að leysa, eftir lang- / vinnar deilur. f varnarmálum hefur sambúðin við hið ) erlenda lið sífellt farið batnandi og vel tekizt til um \ lausn mála sem þar hafa upp komið. Hverfur því \ Guðmundur í. Guðmundsson úr ríkisstjórainni eftir ( viðburðaríkan og farsælan feril sem utamdkisráð- / herra landsms. / Markaðsmálin Sú tregða sem Sovétrflrin sýna á því að kaupa síld ) frá islandi að þessu sinni sýnir ljóslega hver nauðsyn ) það er að tryggja markaði fyrir sjávarafurðir sem \ allra víðast. Afurðasölur austur fyrir tjaíd eru ekki ( háðar venjulegum viðskiptalögmálum heldur ráða þar ' póíitískir duttlungar meir en góðu hófi gegnir. Þess \ vegna er það undir hælinn lagt hve lengi Sovétríkin \ kjósa að halda viðskiptunum við ísland áfram, en þau V auka nú mjög og endurbæta síldar og annan fiskveiði- / flota sinn. Hinir árangurslausu samningar við Sovét- / ríkin sýna hver nauðsyn það er að treysta því við- ) skiptaaðstöðu þjóðarinnar í Vestur-Evrópu. Þar er \ afstaðan til efnahagsbandalaganna einna mikilvæg- \ ust Nokkrar umræður hafa farið fram um það hvort f1 skynsamlegt væri að tengjast Fríverzlunarbandalag- / inu. Margt mælir með því, en ennþá þurfa að eiga / sér stað meiri athuganir og viðræður áður en tíma- ) bært verður að taka lokaákvörðun í málinu. Þess þarf \ og vel að gæta að ekki sé í þeim samningum svo að ( íslenzkum iðnaði sveigt að hann rísi illa þar undir. ( Eins og sakir standa ríkir nokkur óvissa um starf / Efnahagsbandalagsins í Brússel vegna afstöðu / Frakka. Er fram líða stundir mun aðildaríkjum þess ) ugglaust fara fjölgandi og tvímælalaust munu Bretar \ og Norðurlöndin knýja þar á dyr. Þegar að því kemur ( verður fyrst tímabært að við íslendingar hyggjum að ( þvf hvort það verði hagur okkar að efla viðskipta- / tengsl við það bandalag. / Lið kvenmanna kemur sfldarflökunum haganlega fyrir I dósunum. ÚR FRYSTRI SllD I Föstudaginn 20. þessa mánaðar tóku vélamar í síldarvinnslustöðinni Norðurstjarnan í Hafnar firði til óspilltra mál- anna við reykingu, niður suðu og pökkun íslenzkr ar sfldar fyrir markaði eriendis. Norðurstjarnan er ný verksmiðja og sú fyrsta sinnar tegundar hér á ís- landi. Framleiðsla verk- smiðjunnar, sem verður aðallega reykt sfld og niðursoðin, verður sett á markað erlendis af hin- um kunnu „Bjelland“ verksmiðjum norsku, og fslenzka sfldin mun bera vörumerki þeirra, eink- um vegna þess hve góð- ur marfcaður hefur verið fyrir vörur þeirra verk- smiðja. Vélamar i Norðurstjömunni eru hins vegar alveg nýjar, og mun fullkomnari en í norsku verksmiðjunum og reykofninn er sá stærsti sinnar tegundar í Evrópu. Vegna þess hve hráefni er ótryggt fyrst um sinn mun Norðurstjaman aðeins vinna með 20% afköstum, a.m.k. í einn mánuð, en möguleikar eru á mikilli síldarmóttöku, því verksmiðjan hefur gott frysti- pláss til hráefnisgeymslu. Þegar Norðurstjaman hefur hafið full afköst, verður þar starfandi 80—90 manna hópur, en nú eru þar aðeins 30 manns starfandi. „King Oscar — kipper snacks" heitir silfur hafsins, þegar það er komið niður i dósir og rauðar umbúðir með uppskriftum á bakhliðinnL Breytingin úr frystri suður- landssíld í Óskar konung tekur um það bil tvær klukkustundir. Þegar síldarbakkamir em teknir úr frystihólfinu fara þeir til Ragnars Guðmundsson- ar, sem stjórnar afþíðingartækj unum og kemur síldinni á færi- band og í saltpækil, þar sem síldin fær í sig nægilegt salt. Fingraliprar stúlkur taka þar við og koma síldarflökunum fyrir í litlum hólfum í reykofn- inum. Ofninn er hár, um þrjár mannhæðir, og á uppleið leikur heit gufa og reykur af eikar- spónum um flökin, en á niður- leið fara þau um kaldan loft- blástur til kælingar. Jón Kristjánsson, reyk- meistari fyrirtækisins, sér um spónabrennsluna og hand- leikur stjómtæki reykofnsins, en honum á vinstri hönd er löng röð af kvinnnm, er losa flökin af reykplötimum og raða þeim í dósir. Dósimar koma tíl þeirra eftir færibandi — auð- vitað — og fara frá þeim fuBar af síld eftir öðra færibandL Þegar sfldin er komin niðor í dósimar er þeim lokað. Lok- unarvélamar era fjórar og geta afkastað samtals 6000 dósum á klukkustund, eða 60.000 dósum á tfu stunda vinnudegi. Niðursuðan fer þannig fram, að sfldin er soðin í dósunum eftir að þeim hefur verið lok-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.