Vísir - 01.09.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 01.09.1965, Blaðsíða 5
 V í S I R . Miðvikudagur 1. september 1965. utlönd í . morgun 'utlönd í itiorsim útlönd í aiorguá utlönd í mor^1 BRETAR HAFA EKKIOG GIRNAST EKKI YFIRRÁÐISINGAPORE Vegna herstöðva sinna á Singapore-ey hafa Bretar stór- mikilvæga hemaðarlega að- stöðu í Suðaustur-Asíu, ekki sízt eins og nú er háttað hög- um fyrir sameiginlegar vamir bandamanna í Suðaustur-Asíu, en Bandaríkin, Bretland og Ástralía og Nýja Sjáland eru aðilar að þeim vamasamtökum. Fyrr var það aðallega með til liti til Brezka heimsveldisins, að Singapore var Bretum mikil væg flota- og flugstöð, en nú reynir meira en áður á mátt einstakra landa til vama, og samtaka þeirra, en fyrr var mest treyst á Breta. Það eru um mæli Lee Kwan Yew forsætis ráðherra sem hafa leitt til þess, að málið er komið á dagskrá, og að brezka stjórnin hélt fund um málið í gær. Forsætisráðherrann, Wilson, sat fundinn, og aðrir helztu ráð herrar. Eftir fundinn sagði utan ríkisráðherrann: Lee forsætisráðherra Singa- pore gerði ekki annað en vekja athygli á staðreynd, er hann sagði að þess mætti krefjast, að Bretar færu úr herstöðvum sín um á eynni með sólarhrings fyrirvara. Bretar, sagði ráðherrann, hafa ekki yfirráð á Singapore, né gimast þau. Og ennfremur sagði hann: Allar varnir verða að byggj- ast á gagnkvæmum skilningi og samkomulagi — og brezka stjómin bíður nú tillagna bæði frá Malajsíu og Singapore um vamimar. Lee forsætisráðherra hafði sagt fyrr f vikunni, að tekið yrði til athugunar hvort Bretar hefðu framvegis herstöðvar á Singapore, eða hvort til dæmis Ástralíumenn og Nýsjálending ar tækju þær að sér, en ekki kvað hann koma til mála, að Bandaríkin fengju þar herstöðv ar, — þeir skildu ekki Suðaust- ur-Asíu og Asíuþjóðir. Samstarf um vamir Malajsíu og Singapore hefur ekki rofnað við það, að Singapore fékk sjálf stæði, og Singapore hefir sent framsveit herdeildar til Sara- wak á Bomeo. Og í Kuula Lump ur höfuðstað Malajsíu voru flutt ar ræður á sjálfstæðisafmælinu nýverið um nauðsyn samstarfs við Singapore um vamir og á öðrum sviðum. A/WWWVWVWWWW Engin von | Lögreglan í Stokkhólmi og éttir frá Zermatt í Sviss i \ Málmey hindrar götuuppþot Fréttir frá Zermatt í Sviss í • gærkvöldi og morgun herma, | að engin von sé um að nokkur i sé á lífi undir jökulskriðunni. Aðeins fimm lík hafa fundizt. | Yfir 90 verkamanna er saknað. WW^NAA/WWWWNAAA Nnsser viH alþjóðasnm- tök gegn Bandaríkjunum Fimm daga opinberri heimsókn Nassers forseta til Sovétríkjanna lauk i gær með egypzk-sovézkum vináttufundi og fluttu þeir ræður þar Nasser og Anastas Mikojan for seti Sovétríkjanna. Báðir sökuðu Bandaríkin um ofbeldi i Vietnam. Nasser kvað að orði á þá leið í ræðu sinni, að hann væri að vinna að alþjóðasamtökum til þess að hindra Bandaríkin í að halda áfram að beita ofbeldi í Vietnam, en fyrir för Nassers til Moskvu og eftir að hann var kominn þangað, var mik ið rætt um, að hann færi þangað með áætlun um hversu leiða mætti Vietnamdeiluna til lykta, TIL SÖLU Höfum til sölu 4 herb. íbúð við Barmahlíð með bílskúr. Höfum einnig raðhús í Kópa- vogi á 2 hæð með bílskúr, suðurendi. Selst fokhelt. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10. 5. hæð. Sími 24850. Kvöldsími 37272. Sendiferðabíll Chevrolet sendiferðabíll lengri gerð árg. 1955 til sölu. Sæti fyrir 11 fylgja með. Selst ódýrt. Uppl. í síma 50330 í kvöld og næstu kvöld. Verksmiðjustörf Okkur vantar nokkra karlmenn til verksmiðju- starfa nú þegar. Mötuneyti á staðnum. H.F. OFNASMIÐJAN Einholti 10 . Sími 21220 Unglingar söfnuðust saman enn á ný í Stokkhólmi í gærkvöldi og Málmey óg höfðu í frammi skríls- læti, en lögreglan kom fram af mik illi festu og myndugleik, og kom í veg fyrir ,að til uppþota kæmi. Handtökur áttu sér stað í báðum borgunum. í Stokkhólmi var Hö- torget sem fyrr miðdepill ókyrrð- arinnar. Um 100 ungmenni voru handtekin. í Málmey voru sjö pilt- a rhandteknir. Unglingalýður óð um miðhluta Kaupmannahafnar s.l. laugardagskvöld, kastaði ölflöskum á vegfarendur, sem leituðu sér skjóls £ húsasundum og dyragættum. Politiken segir, að lýður þessi hafi verið næstum viti sínu fjær af ölvun. — Þarna voru á ferð ungmenni, sem kölluð eru „de langhaárede“ og margt ungmenna annarra, pilta og stúlkna, sumt í skítugum og rifnum lörfum. — Meðfylgjandi „tízkumynd“ var tekin á uppþotssvæðinu, eftir að mestu lætin voru um garð gengin. heimS' horna i'li mi ^ Að tilhlutan Johnsons Bandaríkjaforseta náðist í gær samkomulag um það á fundi £ Hvíta húsinu, að fresta skyldi um vikutima verkfalli stáliðn- aðarmanna um land allt, sem hefjast áttl á miðnætti siðast- liðnu. ^ Næsti fundur sendiherra Bandarikjanna og Kina i Var- sjá verður haldlnn 15. septem- ber. Þessir fundir sendiherr- anna eru einu „diplomatisku tengslin" milll þessara landa. ► Úlfar eru þegar orðnir nær göngulir i fjallahéruðum Spán- ar og er það trú manna, að það boði harðan vetur. ► í NTB-frétt segir, böm og unglingar af blökkumannakyni fái á þessu hausti aðgöngu í fyrsta sinn að fjölda mðrgum skólum i Bandarikjunum. ► Utflutningur frá Bandarikj unum hefir aukizt mikið á þessu árl og miðað við útflutninginn á fyrra misseri ársins nemur árs útflutnlngurlnn nú að verðmæti 24.800 milljónum dollara miðað við 20.300 milljónir á sama tíma i fyrra. ► Mikojan forseti Sovétríkj- anna sendi Johnson forseta i gær heillaóskaskeyti vegna vel heppnaðrar geimferðar þeirra Coopers og Conrads. ► Lögreglan í Margate, Eng- landi, varð að fá llðsauka um helgina, vegna framferðis um 2000 ungmenna. Þetta var fyrsta slíkt uppþot á Englandi frá því um páskana. ► Vegna styrjaldarinnar í Vietnam er Iíklegt, að þegar f jár lagafrumvarpið verður lagt fyr- ir Bandarikjaþing eftir áramót- in um útgjöld til landvama á næsta fjárhagsári hækki þau upp i 100 milljarða dollara eða meira. Er þetta haft eftir Carl Schultz skrifstofustjóra þeirrar stjómardeildar sem fer með þessl mál. ► Spánska rithöfundinum Car los Alvarez hefur verlð sleppt úr haldi. Hann var í október 1964 dæmdur til þriggja ára fangelsisvlstar og í desember i fyrra til misseris fangelsis tll viðbótar fyrir að gagnrýna spönsk stjórnarvöld. ► Dönsku konungshjónin fara 1 opinbera heimsókn til Sviss í næsta mánuði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.