Vísir - 01.09.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 01.09.1965, Blaðsíða 2
z n» »>m , , V1 S I R . Miðvikudagur 1. september 1965. Nístandi kuldi eyðilagði mettilnsun Valbjörn náði 7004 stigum þrátt fyrir það — oðe/ns 20 stigum lakara en metið Nístandi kuldi og rok varð þess valdandi að ekki var sett nýtt met í tug- þraut í gærkvöldi. Þrátt fyrir léleg skilyrði til keppni náðu okkar beztu tug- þrautarmenn mjög góðum árangri. Valbjörn náði 102 stigum betri árangri nú en á Norðurlandamótinu fyrir skömmu í Helsingfors, þar sem hann vann með 6902 stigum, fékk nú 7004 stig, sem er 20 stigum lakara en íslandsmet hans. Kjartan Guðjónsson náði 6524 stigum, sem hefði fært hann upp í 5. sæti á Norðurlandamótinu, og Ólafur Guðmundsson hefði komizt í 7. sæti með 6434 stigum, sem hann fékk í þessari tugþraut M.í. Valbjörn sannaði enn einu sinni að hann er einn sterkasti tugþrautarmaður Evrópu. Val- björn gæti án efa náð mun lengra, ef honum gæfust oftar tækifæri til að keppa í tugþraut- inni og við betri skilyrði. Sama i dr um Kjartan Guðjónsson og Ólaf að segja. Báðir eiga örugg lega eftir að ná mun lengra. Kjartan hefur verið óheppinn í sumar og er nýbúinn að jafna sig eftir meiðsli. Valbjörn hafði öll tök í hendi sér í þrautinni í gær og vann með yfirburðum. Hins vegar var keppni þeirra Kjartans og Ólafs skemmtileg. Eftir 110 metra grindahlaup- ið hafði Valbjöm 4388 stig fyr- ir 15.1 sek (837 stig), Kjartan hafði 4163 stig fyrir 15.8 sek. (sem gefur 767 stig) og Ólafur hafði dregizt aftur úr nokkuð og hafði 4032 stig enda fékk hann aðeins 18.8 sek í því hlaupi og Erlendur Valdimarss. var alllangt á eftir með 3389 stig. I kringlukastinu var Erlendur fremstur þeirra félaga og kast- aði 42.70, sem gefur 738 stig, en Valbjöm kastaði 39.04 (666 stig), Kjartan 39.68 (679 stig) og Ólafur 32.62 (532 stig). Valbjöm vann stangarstökk- ið með 4.15 og þarna kom rok- ið og kuldinn í veg fyrir að hann færi yfir 4,30, en það hefði gefið Valbimi 39 stigum meira og íslandsmetið því verið sleg- ið. Ólafur og Kjartan stukku 3.40 metra en Erlendur 3.10 í spjótkasti náði Valbjöm beztum árangri, kastaði 58.05 í síðasta kasti sínu og fékk 737 stig fyrir það og hafði þá 6636 stig, Kjartan kastaði 50.08, sem er lakara en hann á að geta kastað, Ólafur náði 49.74 og Er- lendur 43.31. í 1500 metra hlaupinu þurfti Valbjöm að hlaupa á mjög góð um tíma til að geta sett met. Hann bvrjaði vel, en brátt sótti í sama horf og oftast og hlaup hans við hin erfiðu skilyrði nægðu ekki til að hnekkja meti í þetta sinn. Ólafur Guðmunds son hljóp mjög vel og fékk 4.28.9 mín, Kjartan 5.00.8, sem er hans langbezti tími í þessari þolraun tugþrautarmanna, Val- bjöm var á 5.07.6 og Erlendur á 5.22.9. Lokastigatalan varð þessi: Valbjöm Þorláksson, KR, 7004 stig. Kjartan Guðjónsson, ÍR, 6524 stig ólafur Guðmundsson, KR, 6434 stig. Erlendur Valdimarsson, ÍR, 5518 stig. Vonandi gefst tugþrautar- mönnum okkar tækifæri til að reyna sig enn einu sinni áður en „vertíð“ þeirra lýkur, því eflaust geta þeir bætt sig að mun, ekki sízt ef þeir eru heppn ir með veður. Tugþrautin hér er betri en nokkur þjóð á Norður- löndum a.m.k. getur stært sig af, en það vantar bara verkefn in. í Danmörku var keppt á sunnudaginn í tugþraut Dan- merkurmeistaramótsins og vann ungur maður Preben Olsen greinina, setti nýtt danskt met Preben Olsen varð Danmerkur- meistari í tugþraut á sunnudag- inn með 6720 stigum. með 6720 stigum, sem þykir á- gætur árangur. Með þessu hnekkti hann 23 ára gömlu meti Svend Aage Thom- sens sem var 6707 stig. Annar maður hafði 6185 stig og þrír næstu voru mjög jafnir eða með rúm 6100 stig. I þessari grein eigum við því betri menn en Danir, sem við berum okkur oft saman við. — jbp.— KEINO FÆR HÖFÐINGLEGAR MÓTTÖKUR Stórhlauparinn KEINO frá Kenya fær höfðinglegar móttökur í Mom- basa á morgun, þegar hann snýr aft ur heim eftir vel heppnaða keppnis ferð um Evrópu að sögn fréttastofu Kenya í gærkvöldi. Keino mun fljúga í sérstakri flug- vél, sem er send eftir honum gagn gert. Á flugvellinum verður sérstök móttaka, og Jomo Kenyatta mun bjóða hlauparann velkominn. Það er ekki á hverjum degi, sem svo vel er tekið á móti íþrótta manni, en í þetta sinn er það afr- ískt smáríki sem fagnar sínum fyrsta heimsmethafa, en Keino setti nýlega heimsmet í 3000 metra hlaupi á 7.38.5 í Stokkhólmi. Á White Citv í London hljóp hann enska mílu á þriðja bezta tíma f heiminum 3.54.2 mín og varð fyrsti Afríkumaðurinn til að hlaupa und- ir 4 mínútum. Kápavogur Höfum til sölu 5 herb. einbýlishús í Kópavogi ásamt uppsteyptum bílskúr. Húsið er málað að utan og bílskúrinn pússaður og málaður. Lóðin er sléttuð og tyrfð. íbúðin er 130 ferm. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10. 5. hæð. Sími 24850. KvöUlsími 37272. .31 rHE KINK Hinir heimsfrægu THE KINKS koipa fram á hljóm- leikum í Austurbæjarbíói dagana 14.—13. sept. n*k. | MIÐASALÁ ER HAFIN í HUÓÐFÆRA- HÚSI REYKJAVÍKUR, HAFNARSTRAETi 1 X . ■ . ' k

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.