Vísir - 01.09.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 01.09.1965, Blaðsíða 4
Ví SIR Miðvikudagur 1. september 1965. SSSSB* JÓNAS KRISTJÁNSSON: 'p’ngmn bakari starfar við full- komnasta bakarí heims í Barsinghausen í Vestur-Þýzka- landi. Þar situr aðeins einn starfsmaður við stjórnborð og lætur sér leiðast. Fyrir framan sig hefur hann seðil með bökunaráætlun dags ins. Eftir 200 stykki af vínar brauðum með glassúr koma 200 stvkki af vínarbrauðum með sykri og síðan koma vöfflurnar. Á seðlinum stendur, hvaða takka hann á að færa til og hvenær hann á að gera það. í bakaríi þessu eða bökunar- verksmiðju eru framleiddar 25 tegundir af brauðum, kökum og kexi, og á hverjum degi er unnið Ur 200 deigum Ein véla- samstæða annast þetta allt sam an. Hráefnin liggja í geymum við annan enda samstæðunnar. f hvert sinn, sem hnoða á nýtt deig, tekur vélin hæfilegt magn Hve af öllum hráefnum, blandar þeim saman samkvæmt upp- skrift, hnoðar deigið og bakar það síðan. Vélasamstæðan er 178 metra löng með færibönd um. Öðru megin er hveitið, syk- urinn, smjörlíkið o.s.frv., en hin um megin koma kökugerðimar 25 út og hafa þá þegar verið pakkaðar saman í neytendaum- búðir. Hvergi kemur manns- höndin nærri. Engin kaka er ofbökuð né vanbökuð og hvergi er of mikið eða of lítið af neinu efni. Allt er reiknað út fyrir frám og véla samstæðan vinnur verk sitt af þeirri nákvæmni, sem rafeinda- vélum einum er lagið. Ef ein- hvers staðar á leiðinni koma fram frávik frá rétum bakstri, Ieiðréttir vélin sjálfa sig jafn- óðum. Og þessi vél hefur starf að f nærri tvö ár án nokkurra vandræða. jKetta er eitt lítið sýnishorn af þeirri þróun, sem um þessar mundir á sér stað í ná- grannalöndum okkar austan hafs og vestan við tilkomu raf- eindatækninnar. Gamla sjálfvirk nin, sem við höfum lesið um að sé í bifreiðaverksmiðjunum, er nú úrelt. Það er orðið gamal dags, að ein vél sé sérstakléga gerð til að smíða nákvæmlega eitt stykki án tilbrigða, en geti ekkert breytt til. Núna gerir raf endatæknin kleift að láta eina vél breyta um og búa til marga mismunandi hluti eftir því hvernig hún er stillt. Bökunar- samstæðan er sýnishorn af því, hvemig ein vélasamstæða fram leiðir 25 vörutegundir auk fjölda afbrigða af hverri tegund. Rafeindatæknin sér um samstill ingu vélanna og hefur eftirlit með því, að framleiðslan sé í lagi. Þessi þróun í átt til full- kominnar sjálfvirkni var i fvrstu mest f efnaiðnaði og stálframleiðslu, en núna hefur hún líka haldið innreið slna í matvælaiðnaðinn. Hinar ótrú- legustu iðngreinar, sem fram að þessu hafa alltaf verið talin handverk eins og bakaraiðnin, eru nú orðnar sjálfvirkar. Hér sésl hluti af vélasamstæðunni, sem bakar brauð og kökur á sjálfvirkan hátt eins og sagt er frá í greininni. Þvottakonum ar nota reiðhjól til að spara sér sporin. ems naut í flagií ? íslendingar reka upp stór augu, þegar þeir sjá erjendis niðurspðuverksmiðjur, frystihús og mjólkurbú, þar sem vélin hefur frelsað manninn fullkom lega frá stritinu og mannshönd in kemur hvergi nálægt fram- leiðslunni. Og nú eru komnir togarar með aðeins 4—5 manna áhöfn, þar sem skipstjórinn stjórnar öllum tækjum og vél- um með því að ýta á takka í stýrishúsinu. Þessar vélar eru engin draumsýn ,heldur stað- reynd, sem menn geta séð í verksmiðjum ytra. \ sama tíma erum við að burð ast við að pakka kexi niður f umbúðir í höndunum, vinna fisk og pakka í umbúðir, allt í höndunum og við burðumst við að byggja hús í höndunum. Á sama tíma kvörtum við yfir vinnuaflsskorti, — að það sé ekki hægt að fá neitt fólk i neina vinnu. Vinnuaflsskortur- inn virðist vera helzta vanda- mál fjölda fyrirtækja á íslandi. Samfara þesu hafa íslending ar vanið sig á að vinna myrkr- anna á milli til þess að skapa sér þær tekjur, að þeir geti lif- að menningarlífi. Menn strita sig sturlaða meðan þeir í stóru útlöndunum losa sig við erfiðið og fela vélunum það. Sjálfvirkni kostar mikla pen inga, en hún er fljót að borga sig aftur. Bökunarvélin, sem hér var talað um, borgaði sig alveg niður á aðeins einu ári. íslendingar festa fé í ríkara mæli en flestar nágrannaþjóðir okkar. Samt verður sorglega lít ið úr þessari fjárfestingu. Margt af henni er lítt eða ekki arð- bært og oftast gætir lítillar hag sýni í fjárfestingunni. Menn reyna að afsaka sig með því, að „forholdin" séu svo smá hér, að það sé ekki hægt að koma við tækni stórframleiðsl unnar. Þetta er þjóðsaga, — á markaðnum eru nú sjálfvirkar vélar á borð við bökunarsam- stæðuna, sem henta smáfram- leiðslu eins og hér tíðkast. p'rlendis hafa risið upp stór fvrirtæki á sviðum rafeinda tækni og vélahagræðingar, sem hafa skapað sér mikið traust sem ráðgefandi fyrirtæki í vél- væðingu og hagræðingu. Hvern- ig væri, að atvinnurekendur tækju sig saman við v^rkalýðs- félögin með stuðningi ríkisvalds ins og fengju eitt af þe'ssum fyr irtækjum til þess að aðstoða okkur við að læra að hætta að vinna að framleiðslunni eins og naut í flagi og að læra að láta vélarnar vinna fyrir okkur; fá þetta fyrirtæki til að endurskipu leggja fyrirtækin, þannig að framleiðslan verði fullkomlega sjálfvirk; og lánastarfsemi ríkis bankanna beindist að því að styðja þessa endurskipulagn- ingu. Allir mundu græða á þessu, því það mundi kosta minna fé og minni tíma að framleiða ódýr- ari vöru. Rekstrarafkoma fyrir tækjanna yrði betri, laun starfs mannanna hærri og vinnutími þeirra styttri, og vörurnar, sem nevtendurnir fengju yrðu ódýr ari, — og Ioks gæti ríkið fengið hærri skatta. Hér er markaður fyrir nokkur bökunarfyrirtæki af þeirri gerð, sem hér hefur verið talað um, nokkrar sjálfyirkar skógerðir, allmörg sjálfvirk mjólkurbú, sjálfvirkar fataverksmiðjur og s. frv. Þá bráðliggur okkur á að koma upp sjálfvirkum frysti húsum og niðursuðuverksmiðj- um og sjálfvirkum veiðiskipum. Þá loksins .yrði þessi þjóð sam- keppnisfær f grimmilegri mark- aðsbaráttu nútímans. Handiðnaðurinn í bílskúr- um og kjöllurum verður að hverfa og sjálfvirkni að koma í staðinn. Og sjálfvirknin á ekki aðeins heima f stóriðju, heldur hvar sem er. íslenzku aðstæð- urnar eru alls ekki of smáar, til þess að við getum alls stað ar komið á fót sjálfvirkri fram- leiðslu. Tjað er grátlegt, að hundruð- um milljóna króna skuli vera eytt árlega í að kaupa hing að úrelt fiskiskip og annarri eins summu í ýmiss konar úr- eltar vélar. Því ekki að fylgjast með tímanum og taka það sem bezt er framleitt af sjálfvirkum tækjum erlendis. Og því ekki að laða hingað eins og 1000 tæknifræðinga. Þá mundu útflutningsatvinnu vegirnir loks fara að bera sig. Þá mundu menn ekki verða Kleppsmatur á því að byggja yfir sig. Þá gætu launamenn far ið að eiga frístundir og þá mundi magasárum atvinnurek- enda hríðfækka. Æskulýðsráðstéfna að Jaðri Dagana 28. og 29. ágúst var haldin að Jaðri æskulýðsráð- stefna á vegum Æskulýðssam- bands íslands. Ráðstefnuna sóttu rösklega 30 fulltrúar frá öllum aðildarsamböndum ÆSÍ, auk gesta og fyrirlesara. Fyrri dag ráðstefnunnar voru flutt tvö erindi. Hið fyrra flutti Reynir Karlsson, framkVæmda- stjóri Æskulýðsráðs Reykja- víkur um þjálfun og starf leið- beinenda í félagsmálastörfum. Mjög margt fróðlegt kom fram í erindi Reynis, en hann hefur sem kunnugt er mikla reynslu sem æskulýðsleiðtogi. Að loknu erindi hans störfuðu þrír um- ræðuhópar og gerðu framsögu- menn þeirra síðan grein fyrir niðurstöðum. Kom fram, að æskilegt væri, að Æskulýðs- sambandið gengist fyrir leið- beinenda- og leiðtoganámskeiði hið allra fyrsta. Voru í niður- stöðum hópanna ýmsar tillög- ur og ábendingar um tilhögun námskeiðanna og var þeim síð- an vísað til stjórnar ÆSÍ til meðhöndlunar. Síðara erindið þennan dag flutti Arvid Johnson frá Nor- egi um unga fólkið og áfengis- málin. Var erindi hans hið fróð legasta, en hann hefur starfað mikið á vegum bindindissam- taka í Noregi. Var erindi hans meðhöndlað á sama hátt og er- indi Reynis og álitum nefnd- anna vísað til stjómarinnar. Síðari daginn, sunnudaginn 29. ágúst, flutti Benedikt Jak- obsson erindi um unga fólkið og þjóðfélagið. Þetta er mjög vfirgripsmikið efni og ekki unnt að gera því nokkur tæm- andi skil á ráðstefnu sem þessari. Umræðuhóparnir skil- uðu niðurstöðum sínum til stjórnarinnar, að umræðum loknum. Ráðstefnu þessari stýrði Ör- lygur Geirsson varaformaður ÆSÍ. Æskulýðsráðstefnunni að Jaðri var einungis ætlað það hlutverk að gefa ungu fólki í félagsstörfum kost á að láta í ljós álit sitt, og ennfremur að gefa stjóm ÆSÍ ábendingar til að styðjast við í starfinu. Virt- ist þetta gefast vel og mun ÆSÍ nota reynslu þessarar ráðstefnu til hliðsjónar við skipulagningu frekara starfs. (Frá ÆSI).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.