Vísir - 25.09.1965, Síða 8
8
V í S I R . Laugardagur 25. september 1965.
VISIR
Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR
Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóran Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ó. Thorarensen
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
Sölustjóri: Herbert Guðmundsson
Bitstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands
í lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Línurnar skýrast
Línumar em nú farnar að skýrast í afstöðu Þjóð-
viljans til ágreinings Sovétríkjanna og Kína. Ritstjór-
amir em greinilega á bandi Kínverja, a. m. k. nú
sem stendur. Þetta kom m. a. fram í skrifum Þjóð-
viljans um ófriðinn milli Indlands og Pakistan, þar
át hann allt upp, sem Kínverjar sögðu. Er helzt svo
að sjá sem ritstjórar Þjóðviljans meti þá mest, sem
lengst ganga í ofbeldi og ósvífni. Kommúnistar hafa
hvergi í heiminum unnið svo viðbjóðsleg hryðjuverk,
að Þjóðviljinn hafi ekki lagt blessun sína yfir þau,
ef hann hefur getið þeirra á annað borð.
Síðasta dæmið um þetta er klausa, sem birtist
þar núna í vikunni: „Tíbetbúar hljóta nú sjálfsstjóm".
Segir þar að „borgarablöð um heim allan“ hafi öðru
hverju verið að „reka upp óp“ um þjóðarmorð Kín-
verja í Tíbet og sé ekki kostur að rekja þá sögu að
neinu ráði. Þó skuli þess getið, að Tíbet hafi til
skamms tíma verið eitt „viðurstyggilegasta þjóðfé-
lag heims“ unz Kínverjar komu og lögðu það undir
sig. Síðan kvað, að sögn blaðsins, öllu fleygja þar
fram, og landið er hvorki meira né minna en að „fá
sjálfsstjórn innan Kínverska alþýðulýðveldisins“. Já,
hvílík náð og blessun!
Áður er kínverksir kommúnistar réðust inn í
landið voru Tíbetbúar sjálfstæð og friðsöm þjóð, sem
hvorki hafði löngun né bolmagn til þess að ýfast við
nágranna sína. Meðferð Kínverja á þeim eftir her-
námið er einhver sú hryllilegasta, sem um getur í
veraldarsögunni. Hlutlaus, alþjóðleg nefnd lögfræð-
inga, sem falið var að rannsaka þetta mál fyrir nokkr-
um árum, komst að þeirri niðurstöðu, að viðbjóðs-
legri kúgunaraðferðir en Kínverjar beittu þessa litlu
þjóð mundu vart eiga sinn líka a. m. k. á síðari öldum.
Þetta kalla ritstjórar Þjóðviljans'„frelsun“ og öðr-
um álíka fögrum nöfnum. Þannig er þeirra skilning-
ur á mannúð og réttlæti. Svipað sögðu þeir um þjóð-
armorðin í smáríkjunum þremur við Eystrasalt, þeg-
ar Rússar innlimuðu þau og gengu milli bols og höf-
uðs á menningu þeirra og þjóðerni. Allt eru þetta
hlutir, sem ritstjórum Þjóðviljans þykir með öllu
ástæðulaust „að reka upp óp um“.
Góðu börnin attur!
þjóðviljinn hefur verið að segja leiðtogum Fram-
sóknarflokksins til syndanna undanfarið, setja ofan
í við þá, eins og óþæg börn. Kommúnistum þykir
stefna þeirra reikui og oft erfitt að átta sig á, hvað
þeir vilja, og lái þeim það hver sem vill. Þetta hefur
sín áhrif og ritstjórar Tímans reyna að sýna að þeir
vilji nú þrátt fyrir allt vera góðu börnin. Því til sönn-
unar þótti þeim vel hlýða í fyrradag að láta blað
sitt éta upp þvætting Þjóðviljans um skólabygging-
amar í Reykjavík.
({
i
ALBERT
SCHWEITZER
Nú slokknað er eitt leiðarljós,
er lýsir þó.
Hann lifði fyrir ást til alls,
sem aldrei dó.
Með ævi sinni sýndi hann
oss sálarmátt,
hve trúin styrkir starf til góðs,
ef stefnt er hátt.
í tímans myrkri tendrar ljós
hans tigna starf. 7
Oss vantar mikla menn, sem hann
og marga þarf.
Einar Markan.
Tónleikar TOM KRAUSE
Tom Krause.
Finnski óperu- og ljóðasöngv-
arinn Tom Krause kemur hing-
að til Reykjavíkur á vegum
Tónlistarfélagsins um næstu
helgi og ætlar aö halda hér
tvenna tónieika.
Tom Krause er fæddur árið
1934. Hann stundaði tónlistar-
nám í Helsinki og að því loknu
hélt hann til Vínarborgar til
framhaldsnáms. Árið 1959 var
hann ráðinn til Berlínar og söng
þar ýms óperuhlutverk, auk
þess sem að hann hélt fjölda
'tónleika í ýmsum löndum.
Árið 1962 var hann ráðinn til
að syngja með Filharmonisku
hljómsveitinni í Hamborg og að
því loknu réðist hann til óper-
unnar þar í borg og þar hefir
hann verið búsettur síðan og
sungið ýms óperuverk bæði í
Hamborg og öðrum borgum
Þýzkalands. Þá hefir hann hald
ið fjölda tónleika. Nú er Tom
Krause á leið til Bandaríkjanna,
er ráðinn þar til að syngja við
Metropolitanóperuna, einnig
muri hann halda fjölda tónleika
í ýmsum borgum þar í landi.
Landi hans Pennti Koskimies
píanóleikari er með í ferðinni
og annast undirleik á tónleik-
unum. Tom Krause heldur
tvenna tónleika hér, á þriðju-
dagskvöld og miðvikudagskvöld
28. og 29. þ. m. Verða þeir í
Austurbæjarbíói kl. 7 bæði
kvöldin. Á efnisskránni sem er
mjög fjölbreytt, eru lög eftir
Hugo Wolff, Rich. Strauss,
Ravel og Sibilius. Tónlistarfélag
ið hefir gefið út mjög vandaða
efnisskrá þar sem allir frum-
textar ljóðanna eru prentaðir.
Þorsteinn Valdimarson skáld
hefir þýtt þá alla í bundið mál
og eru þær þýðingar einnig
prentaðar í efnisskrána.
Þetta verða aðrir tónleikar
Tónlistarfélagsins á þessu
hausti, en þeir áttundu £ röð-
inni þetta ár.
Förstermann leikur í
Sunnudaginn 26. sept. kl. 6
síðdegis verða orgeitónlelkar
haldnir í- Skálholtsdómkirkju.
Listamaðurinn, Martin Giinther
Förstermann, er einn hinna við
urkenndustu orgeísnillinga nú
á tímum, er prófessor við tón-
iistarháskólann í Hamborg.
Prófessor Förstermann er ís-
lendingum að góðu kunnur, frá
því er hann hélt hér tónleika
fyrir nokkrum árum. Það er
ekki nóg með að hann hafi farið
í tónleikaferðir um gjörvalt
föðurland sitt, Þýzkaland, held-
ur hefir hann einnig haldið tón
leika í flestum Evrópulöndum
.'.•.«awtE8
og Ameríku, auk útvarps- og
sjónvarpssendinga.
Efnisskráin hefst með þvi að
leikin verður Tokkata, Variati-
on og Fuga (quasi Improvisati-
on) eftir Förstermann við sálm-
inn: „Vakna Zions verði kalla“.
Þá koma verk tveggja gamalla
orgelmeistara, Preludíum og
Fuga í g dúr eftir lærisvein
Buxtehudes, Nikolaus Bruhns,
og tilbrigði eftir Georg Böhms,
er eitt sin var orgelleikari við
Tóhannesarkirkjuna í Liineburg.
En verk þau, sem fyrst og
fremst bera tónleikana uppi,
eru orgeltónverk Jóhanns
Skálhoiti
Sebastian Backs. Preludíum og
Fuga f f moll, og einnig Preludí
um og Fuga í a dúr. Hin stór-
brotna Passacaglia og Fugá í
c moll er svo síðasta viðfangs
efnið á tónleikunum. Förster-
mann mun einnig spila á öðrum
stöðum á landinu.
Á undan tónleikunum, kl.
4,30, messar séra Guðmundur,
Óli Ólafsson, sóknarprestur í
Skálholti. Ferð verður frá
Bifreiðastöð íslands kl. 2.
☆