Vísir - 30.09.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 30.09.1965, Blaðsíða 4
V í SIR . Fimmtudagur 30. september 1965 Heimsótt skógræktarstöð við Skorradalsvatn Þarna eru þeir félagamir sem heimsóttu Halldórslund. Frá vinstri: Ölafur Runólfsson, Gunnlaugur Ólafsson, Kristinn Guðmundsson, Ingimar Jóhannesson, Halldór Jónsson og Kristófer Grímsson. Eftir að trén eru komin á visst þroskastig geta þau séð um sig sjálf svo framarlega, sem þau fá nóga næringu úr jarðvegin- um. I landi Stálpastaða hefur ver- ið plantað á þessum 13 árum um hálfri milljón planta og eru það um 20 tegundir, sem hér er um að ræða. Boðsgestir Skógræktarinnar og blaðamenn áttu góðan dag þama á fögrum stað. Fyrst var gengið um Halldórslund, sem er yngstur eða frá 1958, þá innar í skóginn um lund Kjarvals frá 1954 þar sem trén fara að verða stærri og loks í lund Braathens en þar er gróðurinn stórvaxn- astur. Utan girðingar Skógrækt arinnar er enn eldri gróður, tré sem skógarvörðurinn Ágúst ir trjágróðursins, sem þarna er hentar mæta vel við þær aðstæð ur sem við búum við. Sexmenningamir frá Hvann- eyri höfðu ekki litið þennan lund augum fyrr en nú. Gróður- inn er að vísu enn ekki hávax- inn, en þeir voru mjög hrifnir af og voru fullvissir að Halldór Vilhjálmsson mundi ekki hafa kosið sér betri minningu en ein mitt þessa. Þegar við komum í lundinn var heldur slæmt veður en um leið og komið var í lund inn brauzt sólin fram úr skýja þykkninu og meðan á heimsókn inni stóð héldu veðurguðirnir hlífðarhendi yfir okkur. Kjar- val var heldur en, ekki í glöðu og góðu skapi, þegar hann hopp aði milli steinanna í lundinum sínum .Hann bar göngustaf sinn Þeir rækta fyrir komandi kynslöðir Um síðustu helgi átti blaðamað ur frá Vísi jjftsHcost að fara með Hákoni Bjárnacsyni, skógræktar stjóra, upp S’Skorradal, þar sem Skógræktin hefur eina af stöðv um sínum. Landið heitir Stálpa staðir. Á Skorradalshálsinum norðanverðum hefur verið plant að f um 100 hektara lands nið ur við vatnið. Staðurinn er mjög fallegur og skógarlundirn ir yndisfagrir. Þeta land gaf Haukur Thors skógræktinni fyr ir 13 árum. Norski stórútgerðar maðurinn Braathen gaf fyrst peninga til skógræktar og mynd arlegur lundur sem er um 30 hektarar var gróðursettur með ýmsum trjátegundum fyrir fé hans. Þorsteinn Kjarval gaf stór gjöf til skógræktar, þegar hann seldi hlutabréf sín í Eimskipa- félaginu og við hliðina reis hans lundur. Tvær ónafngreind- ar konur gáfu sömuleiðis pen- inga til skógræktar þarna. Og loks komu skólafélagar frá Hvanneyri saman og söfnuðu um 80 þús. krónum og gáfu til skógræktar þarna til að heiðra minningu látins skólastjóra síns Halldórs Vilhjálmssonar. Sex þessara manna voru með í ferðalaginu með skógræktar- stjóra og blaðamönnum upp í Skorradal um síðustu helgi. Þeir höfðu flestir verið í skóla á Hvanneyri árin 1912 — 1915, en einn þeirra talsvert seinna. Þá var Þorsteinn Kjarval, bróðir Jóhannesar listmálara með í för um, léttur sem unglamb þótt kbminn sé hátt á níræðisaldur- iiin. k Skógiáékti'n þarná " býhjáði 1952. Það er lundur Braathens sem fyrst var byrjaþ að gróður setja í. Þá kom Kjarvalslundur, lundur kvennanna þriggja og loks lundur Halldórs Vilhjáims sonar. Þeir peningar sem varið hefur verið til þessarar skóg- ræktar eru því aðallega gjafir frá velunnurum skógræktar- mála. Skógræktin þurfti bara að kosta girðinguna. „Gróðurinn hér verður virði milljóna í fram tíðinni", sagði skógræktarstjóri. Áætlað er að hektarinn af rækt sem þessari muni kosta um 15,000 krónur í plöntun. Aðal- vinnan er að koma plöntuninni af stað, það vandamál er ekki al-íslenzkt, því þannig er það í h -’Ti löndum suður í Evrónu. Árnason hefur hirt um. Þar eru allra myndarlegustu tré og ^reinilegt er að margar tegund að árssprotunum .Það mátti gjörla sjá að hann var ánægður Framh á 6. síðu X : . V i ;p Ágúst Ámason skógarvörður og Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri. Það er sagt að við lifum á öld efnishyggju. Fólk hugsar meira um veraldleg gæöi en andleg. j\llir eru með í leiknum, kapphlaupið um lífs- gæðin er líklega harðasta keppni sem fram fer. Fólkið hugsar aðeins um nútíðina. Hvað framtíð- in ber í skauti sér skiptir ekki svo miklu máli. Lítill kvistur á sendinni heiði skiptir svo sára- litlu máli fyrir flest fólk. í þess augum er hann ekki peninga virði og því fær hann enga náð. En það eru ekki allir sem hugsa á sama veg. Á íslandi er öflugur hópur fólks, skógræktarfólkið, sem vinnur stöðugt að framgangi skógræktar á þessu bera og hrjóstruga landi okkar. í augum þessa fólks er litli kvisturinn orðinn að stóru furu eða barr- tré. Það sér tréð fyrir sér, þar sem skógarhöggs- menn fella það, og draga niður að vatninu, þar sem því er fleytt niður að sögunarmyllunni. Skógrækt- arfólkið telur ótvíræða framtíð íslenzkra skóga sem nytjaskóga, ekki aðeins sem sælureita þar sem fjölskyldurnar geta komið saman á sumarlagi í góðu veðri. Fallegt íslenzkt grenitré með köngli. Hákon, skóræktarstjóri og Ágúst sjást bak við tréð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.