Vísir - 30.09.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 30.09.1965, Blaðsíða 7
nsMraauMtsJ s í S IR . Fimmtudagur 30. september 1965. 7 KIBBUTZ 9 JONAS KRISTJANSSON: MAÐURINN. MANNFÉLAGIÐ OG MENNINGIN T kibbutzunum í Israel búa oft- ast um 400 manns. Allt er sameign, landið, húsin, húsdýr- in, vélarnar, uppskeran, hús- gögnin og bækurnar. Bömin búa frá fæðingu á sérstökum uppeld isheimilum, enginn mannamun- ur er gerður og engir peningar eru i umferð. Stundum er sagt, að aðeins á kibbutzunum hafi rætzt slag- orð marxista: Hver starfi eftir getu og njóti eftir þörfum. Á ferð minni með norrænum blaðamönnum í Israel í þessum mánuði gistum við eina nótt á kibbutzinu Ayelet Hashahar og gátum spjallað við kibbutz-með limi um mannfélag það, sem þeir búa við. Ayelet Hashahar er eitt af fyrirmyndar kibbutz- um landsins og einnig eitt af elztu kibbutzunum. Það er nú orðið 50 ára gamalt og þriðja kynslóð meðlimanna er þegar farin að vaxa úr grasi. Þeir sýndu okkur stoltir hið snotra skipulag kibbutzins; blómagarðana umhverfis bygg- ingamar; sem þeir búa í; hina stóru útisundlaug, sem er vinsæl að loknum vinnudagi; vöggustof urnar, sem bömin dveljast í fram að tveggja ára aldri; leik- skólana; skólabyggingar, mat- salinn, þar sem allir meðlimir borða sameiginlega; hótelið, sem kibbutztið rekur til að drýgja landbúnaðartekjumar, og margt fleira. Stjóm- kibbutzins og hinar margvíslegu nefndir þess eru kosnar árlega og reynt er að skipta sem mest um menn í embættum. Allur embættarekst ur fer fram utan hins venjulega átta stunda vinnudags, þannig að stjórnendur ganga ekki síður á akurinn en aðrir. Þegar aðrir meðlimir stunda sín áhugamál á kvöldin, fara þeir í bókhald- ið. áætlanir og önnur embætt- isstörf. Konurnar vinna fulla vinnu enda þurfa þær hvorki að annast matseld né bamauppeldi. Árlega er ákveðið, hve marg- ar skyrtur, kjóla, sokka, sfga- rettur o. s. frv. hver meðlimur þarf yfir árið. Hann fær skömmt unarbók og með því að framvísa henni getur hann tekið þessa hluti úr verzlun kibbutzins, án þess að greiða neitt fyrir það. Hann greiðir heldur ekkert fyrir .saumaskap, þvotta, skósmíði né aðra þjónustu. Einu peningarnir, sem hann hefur til umráða, er sem svarar 1500 íslenzkum krón um til ferðalaga í sumarleyfi. Ef einhver gerir sig ekki á- nægðan með sígarettuskammt- inn sinn, getur hann leitað til sérstakrar nefndar, sem vegur og metur, hvort rétt sé, að hann fái aukaskammt. Allri umleitan er vísað til nefndar. Ef einhver ungur maður á í erfiðleikum með að fá sér konu í kibbutzinu, er mál hans tekið upp hjá vissri nefnd. Hann er ef til vill sendur um stundarsakir í mannaskipt- um í annað kibbutz, og ef ekkert gengur ,er hann jafnvel sendur til borgarinnar. Allt, sem hann vinnur sér inn f borginni, rennur til kibbutzins, en í staðinn sér kibbutzið um, að hann líði ekki skort. Þaanig ræðir samfélagið kibbutzinu öll persónuleg vandamál meðlimanna. Nefndir taka einnig fyrir menn, sem ekki haga sér á réttan hátt í kibb- utzinu. ^llt eru þetta upplýsingar kibb utz-manna sjálfra og minnir þetta óneitanlega á það skipu- lag, sem Rússar hafa gefizt upp á, en virðist reynt að fram- kvæma í Kfna. Þetta hús er matsalurinn í kibbutzinu Ayelet Hashahar. Húsið og umhverfi þess er táknrænt fyri'r allt kibbutzið. sem þekkja ekki annað en sult og ofsóknir, jafngildir kibbutzið paradísarheimt. Forsaga gyðing- anna sjálfra er lykillinn að ár angri kibbutzanna. Þeim hefur tekizt án kreddukenninga að framkvæma það, sem aldrei hef- reyndin er nefnilega sú, að unga fólkið flýr kibbutzin. Unga fólkið, sem hefur heim- sótt borgimar, setið að kvöld- lagi á gangstéttarkaffihúsum Tel Aviv og virt fyrir sér fólks- mergðina, látið ærast í saxófóna undeginum eru óþarfar. Unga fólkið veit, að f borginni verður það að byrja á því að búa í lé- legum leiguhjöllum, vinna verstu verkin og sýna framtaks- semi. En seiður borgarinnar er samt sterkari. langlíf paradísarheimt? Við getum hugsað okkur gyð ingana, þegar þeir komu til fyrir heitna landsins, hrjáðir og smáð ir, hataðir af öllum sem holds- veikir menn. Fyrirheitna landið var sem Eden sjálft og þeir hóf ust handa við að gera það að paradís. Þeir stofnuðu sín kibb- utz. Átta stunda vinnudagur við holla landbúnaðarvinnu, nægar tómstundir til að iðka áhuga- málin og auðga andann, engar á- hyggjur af morgundeginum, öll tilveran skipulögð frá barnaupp- eldinu til elliáranna. Þetta er þrautleiðinlegt lff fyr ir þá, sem hafa smakkað á vel- megun Vesturlanda, en fyrir þá, ur tekizt í Sovétríkjunum, þrátt fyrir kenningakerfi og yfirlýs- ingar. Og það er ekki að sjá annað, en kibbutzin blómgist í ísrael, þótt hlutdeild þeirra í þjóðlífinu fari smám saman rrfinnkandi. 'BZ' ibbutz-fólkið leysti greiðlega úr gagnrýnum spumingum blaðamanna, en ein spuming vafðist þó fyrir því og var loks svarað með ósannsögli, að því er við gátum staðfest síðar. Það er spumingin: Hve margir af ungu kynslóðinni yfirgefa kibb- utzin, þegar þeir hafa aldur til að geta séð fyrir sér sjálfir? Stað stríði dansstaðanna, fundið ilm- inn af frelsi borganna, — það snýr ekki aftur f öryggi kibbutz- ins. Unga fólkið veit, að á kibb utzinu er líf þess tryggt frá vöggu til grafar, þar er ekkert að óttast og áhyggjur fyrir morg Meðan velsæld Vesturlanda þekktist lítið sem ekkert f ísra- el, blómguðust kibbutzin, en nú hefur velmegunin haldið innreið sfna í landið. I því er fólginn dauðadómurinn yfir hinni jarð nesku „paradís" kibbutzanna. Menntaskólanemar hafa aldrei verið fleiri Allar kennslustofur M.R. tvísetnur Ungar kibbutz-stúlkur tfna vlnber. Á höfðinu bera þær kibbutz-húfur, lina hatta með stuttum börð- um, sem beygja má að vild. Þessir hattar eru eittaf helztu þjóðartáknum ísraels. Nú um mánaðamótin hefjast menntaskólarnir að nýju, og hefur nemendafjöldi þeirra aldrei verið jafn mikili og í ár. í menntaskólun um þrem og lærdómsdeild Verzl- unarskóla íslands verða nemendur rúmlega 1700, og er það nærfellt 200 nemendum fleira en siðast lið- inn vetur. I M.R. eru rúmlega helmingi fleiri piltar en stúlkur, og f stærð fræðideild eru næstum helmingi fleiri en í máladeild. Mjög mikil aukning aðsóknar er að stærðfræði deildum og það gerist æ algeng- ara að stúlkur setjist í stærðfræði deild. Hið nýja sérkennsluhús Mennta skólans við Bókhlöðustfg verður að mestu leyti fullgert áður en kennsla hefst, og verða þar kennslu stofur fyrir náttúrufræði, eðlis- fræði, efnafræði og tungumál. Vegna hins gífurlega nemenda- fjölda verður tvísett í allar kennslu stofur og verða 3. bekkur og stærð fræðideild fjórða bekkjar að mæta til kennslu eftir hádegi. Nýtt vikublab S.l. föstudag hóf nýtt vikublað göngu sína hér í borg. Nefnist það Nýr Stormur. Segir f ávarpi þess að það eigi að vera „vettvang- ur fyrir hlutlausa gagnrýni og sjón armið hins óháða borgara". Segir jafnframt að blaðið sé óháð öllum stjórnmálaflokkum og muni flytja bæði fréttir fræðslu og skemmti efni. Þess er getið að útgefendur séu samtök óháðra borgara. Blaðið er 12 síðúr að stærð, prentað á venjulegan dagblaðapappír. Það er sett og prentað f prentsmiðjunni Eddu h.f. Ritstjórar þessa vikublaðs

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.