Vísir - 30.09.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 30.09.1965, Blaðsíða 9
V1SIR . Fimmtudagur 30. september 1965. 9 T kvöld heldur Sinfóníuhljómsveit in fyrstu tónleika sína á þess- um vetri. Er upphafið sannar- lega ekki amalegt, þar sem hinn kunni rússneski píanóleikari Ask enasi leikur píanókonsert eftir landa sinn Prokofieff. Það fer ekki milli mála að Askenasi er einn af uppáhaldstengdasonum þjóðarinnar vegna listsnilli sinn ar og einstakra hæfileika og jafnan aufúsugestur þegar hann ber að garði. Þegar litið er yfir efnisskrá tónleika hljómsveitarinnar í vet ur sést að hún er harla góð. Á- herzla verður lögð á að kynna tónlist tuttugustu aldarinnar og einnig verk gamalla meistara, sem mikillar hylli njóta hér á landi, eins og reyndar víðast annars staðar. Það sýnir að hljómsveitin og forráðamenn hennar fylgjast með tfmanum og vilja flytja fólkinu ýmislegt það sem nokkuð nýjabrum er af. Það er vel því aldrei má það gleym- ast að hljómsveitin er til fyrir fólkið, en það ekki fvrir hana. Nú er kominn aftur hinn ágæti pólski stjórnandi, Wodiczko, sem hér gisti fyrir nokkrum ár- um og hugsa tónleikagestir gott' til samstarfsins við hann á vetr inum. Menningin ekki ókeypis Starf hljómsveitarinnar er nú allt að færast í fastara horf, og ýmsir þekktir erlendir listamenn koma fram á tónleikum hljóm- sveitarinnar í vetur. Það verður æ fleirum ljóst að Sinfóníuhljóm sveitin er eitt af því sem gerir Reykjavík að menningarborg. Hún kostar að vísu nokkuð fé, en því fé er vel varið, ekki síð ur en styrknum til Þjóðleikhúss ins. Það er nefnilega mikill mis- skilningur að halda að menning in sé alltaf ókeypis. Skólatón- leikar hljómsveitarinnar í fyrra og tónleikar hennar utan Reykja víkur voru tímabært snjallræði sem bæði gáfust vel. Þeir sýna að hillumar í stjórnarherbergj- um hljómsveitarinnar eru ekki rykfallnar. Hljómsveitin á að iðka lifandi list og það gerði hún á liðnu ári. Prentaraverkfall í kvöld? Þegar þetta er ritað er öldung is óvíst hvort dagblöðin koma 5 út eftir morgundaginn. Prentar- ar hafa boðað vinnustöðvun frá miðnætti í nótt að telja, til þess að knýja fram kröfur sfnar um launabætur og kemur stöðvunin til framkvæmda ef samningar takast ekki nú i dag. Fundur er f félagi þeirra í dag kl. 5.15 og er aðeins eitt umræðuefni á dag skrá: Samningarnir. Prentsmiðju eigendur hafa farið sér hægt í þessum samningum. Ekkert til boð um nýja kjarasamninga barst frá þeim fyrr en á sátta- fundi í gærkvöldi, sólarhring áð ur en vinnustöðvun átti að hefj ast. Veitir það ekki mikinn tíma til ráðrúms eða umhugsunar, en ugglaust munu prentsmiðjueig- endur telja þetta ráðslag væn- legt til samninga af sinni hálfu. Kröfur prentara eru mun hærri en samið hefur verið að undan- fömu við önnur iðnaðarmanna- félög, en ekki sýnist ósanngjarnt að þetta stéttarfélag telji sér samboðnar svipaðar kjarabætur og öðrum hafa verið veittar. Prentaraverkfall er nú orðinn Ínæstum árlegur viðburður, en t flestir vonast til þess að af þvf verði ekki að þessu sinni og a. m. k. eitt ár líði verkfallslaust , hjá þeirri stétt sem nú undirbýr jólabækumar og blýfestir frétta blöð þjóðarinnar. Lofsvert framtak Það er mikilsvert og ágætt framtak sem Friðfinnur Ólafs- son og nokkrir aðrir félag- ar hafa sýnt uppi í Mosfellssveit. Þar hafa þeir haft frumkvæði um byggingu dvalarheimilis fyr ir vangefin böm. sem hlotið hef ur nafnið Tjaldanes. Er heimili að Iang mestu leyti byggt fyrir gjafir ýmissa aðila, og var stærst framlag Styrktar- sjóðs vangefinna. Margir ein- staklingar og félög, svo sem Lionsklúbbar og Oddfellow hafa líka lagt fé af mörkum til heimil isins. Mál vangefinna hafa lengi verið eitt af mest aðkallandi líkn armálum þessa lands og fjarri því farið að unnt hafi verið að veita þeim öllum hælisvist er á Úr dagbókinni treyst á framtak einstaklinga, sem verkið ynnu með vild og stuðningi líknarsamtaka. Jafn- mikilvæg er vitanlega starfsemi Kópavogshælisins, sem nú hefur verið aukið og endurbætt. Hittu naglann á höfuðið. Þeir menn sem Norðurstjöm tí Framleiðsla Norðurstjörnunnar er komin í verzlanir. henni hafa þurft að halda. Þetta framtak mannanna er Tjaldanes byggðu vísar veginn í rétta átt. Fleiri slik smáheimili þurfa að rísa upp fyrir vangefna, eins og Friðfinnur benti á f ræðu sinni við opnun heimilisins, þv£ sú stærð er ugglaust ein hin æskil. 1 því efni væri gott að geta una í Hafnarfirði stofnuðu hafa sannarlega hitt naglann á höfuð ið. Þeir gerðu sér frá upphafi ljóst að vandamál íslenzka niður suðuiðnaðarins var ekki fram- leiðslan heldur salan. Þess vegna tryggðu þeir sér sölu framleiðsl unnar með 10% aðild Bjellands f Stafangri þegar áður en hom- steinn verksmiðjunnar var lagð ur. Nú er framleiðsluvaran að koma á markaðinn hér innan- lands líka og þeir sem að verk- smiðjunni standa þurfa ekki að hafa áhyggjur af þvf atriði sem öðmm verksmiðjum veldur hvað mestum erfiðleikum. Fordæmi Norðurstjömunnar ætti að vera öðmm eftirbreytnisvert. Slíkar verksmiðjur þarf að byggja, þar sem atvinnu skortir yfir vetrar mánuðina fyrir norðan og aust an. En þá þarf að hugsa, eins og hér hefur verið gert, fyrir söl- unni í tæka tíð. Annað mál er það, að erfiðlega hefur 'í fyrstu gengið hjá Norðurstjöminni með útvegun hráefnis en vonandi verða það ekki nema tímabundn ir erfiðleikar. Norðurstjaman hefur sýnt það f verki hvemig íslenzk vinna og fjármagn getur tengzt erlendu og unnið stór- virki f slíkri samvinnu. Þetta hafnfirzka fyrirtæki hefur vísað leiðina til samvinnu erlendra fyrirtækja um nýtingu hinna miklu möguleika sem fvrir hendi em f íslenzkum fiskiðnaði. Við lelendingar viljum skiljanlega ekki að komi hingað útlend risa fyrirtæki og sölsi undir sig ís- lenzka fiskframleiðslu. En við höfum hinsvegar ekkert á móti þvf að eiga samvinnu við erlend fyrirtæki um sölu íslenzkra af- urða. Einmitt það hefur gerzt í kísilgúrmálinu, þrátt fyrir nöld ur fáeinna kommúnista um það að við séum að skipta við ein- okunarhr. sem í öðm orðinu er þó sagt að ráði ekki yfir nema 60—70% markaðarins. En menn mega seint gleyma þeirri stað- reynd að það er betra að tengj- ast erlendum sölusamtökum til þess að geta byggt upp íslenzk an útflutningsiðnað í harðri sam keppnisaðstöðu, heldur en að- hafast ekkert eða sitja með lok aðar verksmiðjur, eins og vand- ræðabam Síldarverksmiðjanna á SiglufirðL Lítið árlegt tekjutap. Hér birtist fyrr í vikunni grein um Island og Fríverzlunarbanda Iagið, þar sem ræddar vora rök semdir með því og á móti að ís Iand sækti um inngöngu í banda lagið. Ýmsir óttast það að ef við gerumst þar aðilar og lækkum vemdartolla á innfluttum vör- um muni þurfa að stórhækka söluskattinn eða aðra skatt- stofna til þess að mæta því tekju tapi ríkissjóðs. Hér er ekki sú ofurhætta á ferðinni þó, sem margur hyggur. Ef við gerðumst aðilar að bandalaginu yrðum við vitanlega að afnema verndar- tolla, sem þýddi tilsvarandi verð lækkun á innfluttum vörum hér íbúðum. En slík tollaniðurfell- ing myndi alls ekki gerast í einu vetfangi heldur a. m. k. á 10 ára tímabili. Þeir verndartollar, sem fella þyrfti niður á því tfma bili, ásamt tollum af hráefni fyr ir innlendan iðnað. nema nú um 500 millj. króna. Sé þessu deilt niður á allt timabilið þýðir þetta ekki nema um 50 millj. kr. tekju missi fyrir rfkissjóð á hverju ári. Það er hins vegar ekki nema tæpt hálft prósent í söluskatti, — sem hann þyrfti að hækka til þess að vega upp á móti. Þannig er ekki um stórar upphæðir að ræða í þessu efni, vegna hins langa aðlögunartíma. Margir nýir markaðir. Við aðild að Fríverzlunar- bandalaginu myndu margvísleg- ir markaðir opnast fyrir íslenzk ar vörur, sem nú eru lokaðir vegna tolla. íslenzki prjónles- iðnaðurinn fengi þannig t. d. stóran og ágóðavænlegan mark- að f sjö löndum, sem Danir hafa vissulega kunnað að notfæra sér á liðnum árum. Eins og sakir standa þurfa íslenzkir fiskút- flvtjendur að greiða nær 20 millj. kr. fyrir þann viðskipta- mun, sem stafar af því í Bret- landi einu að við erum utan bandalagsins. Sú tala myndi vit anlega aukast hinsvegar okkur til hagnaðar, ef til aðildar kæmi — og reyndar miklu hærri tala því þá myndi útflutningur á fiski, lýsi og fiskafurðum ugg- laust mjög aukast frá því sem nú er. Það sem helzt mælir með aðild að bandal eru einmitt hinir miklu ónýttu mökuleikar, sem í henni felast fyrir smáþjóð, sem flest sitt á undir ömggum út- flutningi á háu verði. REYKVÍKINGAR ÞURFA EKKI AÐ ÓTTAST RAFMAGNSSKORT Vísir spurðist fyrir um það bæði hjá Jakobi Gfslasynl raf- orkumálastjóra og hjá Aðal- steini Guðjohnsen verkfræðingi hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur hvort Reykvikingar hefðu á- stæðu til að óttast rafmagns- skort áður en Þjórsárvirkjunin kemst f gagnið. En hvorugur þeirra taldi að svo mundi verða Kváðu báðir allar líkur benda til að almenningur hér sunnan- lands — og þar með Reykvík- ingar — myndu ekki þurfa að liða rafmagnsskort þangað til. Raunar hefur orðið að tak- marka orku til Áburðarverk- smiðjunnar undanfarið til þess a ðalmenning skorti ekki raf- magn tjáði Aðalsteinn Guðjohn- sen verkfræðingur Vísi ný- lega. Hann sagði, að þessi takmörkun til Áburðarverk- smiðjunnar hefði farið vaxandi bæði í fyrra og þó einkum í ár. Og það mætti enn búast við að svo yrði þangað til stækkunin á varastöðinni kæmi til fram- kvæmda á næsta ári. Þá myndi rafmagnið til Áburðarverk- smiðjunnar aukast að nýju. Aðalsteinn sagði ennfremur að ófyrirsjáanlegar tafir hefðu orðið á varastöðinni vegna skemmda á rafal í hana við upp skipun í Reykjavfkurhöfn sl. vor. Hann sagði að skemmdin hefði orðið mun meiri en upphaf lega hefði verið talið og að við- gerð á rafalnum myndi varla verða lokið fyrr en f maímánuði næsta vor. Það væru því ekki líkur til að stækkun varastöðv arinnar kæmi til framkvæmda fyrr en í ágústmánuði að sumri Stækkunin nemur 11.5 mega- vöttum, en orka stöðvarinnar var 7.5 megavött fyrir. Þá ræddi Vfsir einnig þetta mál við framkvæmdastjóra Á- burðarverksmiðjunnar í Gufu- nesi, Hjálmar Finnsson, og hverníg rekstri verksmiðjunnar værj háttað á meðan rafmagnið væri svo mjög takmarkað til hennar. Hjálmar sagði að haldið væri áfram fullri áburðarframleiðslu í verksmiðjunni þrátt fyrir rafmagnsskortinn og það væri gert með því að flytja inn amm oníak í stórum stíl. Hafa frá þvi í febrúarbyrjusi verið fluttir framhald á bls. 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.