Vísir - 30.09.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 30.09.1965, Blaðsíða 6
6 V í SIR . Fimmtudagur 30. september 1965. »4 SÍÐASTIINNRITUNARDAGUR er á morgun. Innritað í Miðbæjarskólanum í dag og á morg- un kl. 5—7 og 8—9 síðdegis (gengið inn um norðurdyr). Innritunargjald, sem greiðist við innritun, er kr. 250.00 fyrir bóknámsflokka og kr. 400.00 fyrir verknámsflokka. Ekkert annað kennslugjald fyrir veturinn. Langferðabíll 30 manna langferðabíll til sölu í mjög góðu ásigkomulagi. Verð kr. 65 þús. Útborgun samkomulag. BÍLASALA GUÐMUNDAR Bergþórugötu 3 . Símar 20070 og 19032 Ódýrar vekjaraklukkur VERÐ FRÁ KR. 145.00 MAGNÚS E. BALDVINSSON Laugavegl 12 . Síml 22804 Hafnargötu 35 . Keflavik i til leigu Einhleypur reglumaður getur leigt einhleypri miðaldra konu, gegn húshjálp. Tilboð sendist Vísi fyrir 5/10 merkt „Einhleypur — 4651“. Ibúð óskast Hjúkrunarkona óskar eftir 2—3 herbergja íbúð sem næst Landspítalanum. Uppl. frá kl. 9—12 föstudag í síma 16587. SENDISVEINN Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. OFFSETPRENT H/F Smiðjustíg 11 . Sími 15145 SENDISVEINN óskast nú þegar hálfan eða allan daginn. — Þarf að hafa hjól. LINDUUMBOÐIÐ Bræðraborgarstíg 9 . Sími 23785 endaíbúðir Tvær glæsilegar endaíbúðir í nýju sambýlis- húsi á 2. og 3. hæð eru til sölu. íbúðirnar eru 4—5 herbergja að stærð, ca. 110 ferm. Þær afhendast tilbúnar undir tréverk og máln- ingu. Húsið málað og stigar allir teppalagðir. Allar frekari upplýsingar á skrifstofunni. FASTEIGNASKRIFSTOFAN Austurstræti 17. 4. hæð. (Hús Silla & Valda). Sími: 17466. Kvöldsfmi: 17733. Verkamenn óskast Nokkrir verkamenn óskast. VÉLTÆKNI H/F Sími 38008 á daginn eða 16349 á kvöldin. Ný bók — Framh. af bls. 16 baráttunnar Er fyrra bindið 286 bls. í síðara bindinu, sem nú kemur er einkum fjallað um framsókn þjóðarinnar í landhelgismálinu, at- vinnuhætti og efnahagslíf, íslenzkt þjóðerni og menriingarerfð, Reykja vik fyrr og nú, stjómmálamenn og stjómmálabaráttu, og loks er þar að finna ritgerðir og minningar- þætti um nokkra af fremstu mönn um fslenzku þjóðarinnar á þessari öld. Þá fylgir þessu bindi skrá yfir mannanöfn fyrir bæð'i bindin. Bókina hefur Hörður Einarsson búið til prentunar. Hún er 280 bls. að stærð og prentuð í Víkings prenti, en bókband hefur Sveina- bókbandið h.f. annazt Kápu og titilsíðu hefur Tómas Tómasson teiknað „Raddir vorsins þagna“ er júlí- bók félags’ins og er eftir ameríska rithöfundinn Rachel Carson, og heitir á frummálinu Silent Spring Ritar prófessor Niels Dungal inn gangsorð að bókinni fyrir íslenzka lesendur, en formála hefur Julian Huxley skr'ifað. Höfundur bókar-1 innar tileinkaði hana Albert I Schweitzer. Bókin fjallar um annars vegar j hið mikla ósamræmi, sem er á milli framfara þeirra, sem hafa orðið á svo mörgum sviðum, t.d. f Viðureigninni við skordýr, sem eyðileggja akra, aldintré og stund um jafnvel húsdýr eða alifugla í stórum stfl, og sýnir hins vegar hve lftið hefur verið sinnt hætt- unni, sem mönnum getur stafað af eyðingu þeirra með eiturefnum Hér á landi eru einriig mörg slík eiturefni notuð, eins og t.d. DDT við lús á skepnum, parathion og malathion gegn skordýrum f gróð urhúsum og ennfremur bladan, sem notað er í svipuöum tilgangi í formála segir Niels Dungal: „Þessi bók á er’indi til allra þeirra sem gera sér ljóst, að menningar- framfarir 20. aldarinnar hafa ekki aðeins gert okkur lífið hagkvæm- ara og heilsubetra, heldur einnig skapað nýjar hættur, sem hingað til hafa verið óþekktar. Og hún ætti að láta okkur sk'iljast hve nauð synlegt er að fylgjast vel með öllu nýju sem maðurinn fer að neyta eða vera í snertingu við og kunna að forðast það, ef nauðsyn krefur" Þeir rækta — Y Framh. bls. 4. vel með sprotana, enda hefur sumarið í sumar verið hagstætt fyrir allan gróður. „Það er ekki langt síðan þeir eyðulögðu allan gróður“, sagði Kjarval. ,Menn brenndu þetta og beittu kindunum á gróðurinn á vetuma. Nú höfum við friðað þessa bletti og það er gott“, sagði hann. Þegar haldið var heim á leið sagði einn þeirra sexmenninga, Ingimar Jóhannesson við okkur blaðamennina. „Hvemig skyldi líta út hér við Skorradalsvatn, þegar þið verðið komnir á okk ar aldur?“ Það getur enginn full yrt neitt um það .Ekki er þó ó- trúlegt að þar muni þá vera stór skógur umhverfis vatnið með hávöxnum og reistum trjám. Og þá verður kannski farið að nytja skógana. Erfiði þeirra sem nú starfa að þessum málum verður þá e. t. v. skorið upp í ríkum mæli. -3- Sfáðstefna — Framh. af bls. 16 Eftirtaldir menn munu flytja erindi á ráðstefnunni: Bjami Bragi Jónsson, hagfræðingur, Magnús Óskarsson, vinnumála- fulltrúi, Guðmundur H. Garðars son, form. Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur, Jón Þor- Fjögurra ára telpa beið bana í Vestm.eyjum Síðdegis í gær varð það sviplega slys i Vestmannaeyjum að 4 ára gamalt stúlkubam varð undir bif- reið og beið samstundis bana. Telpan, sem fyrir bilnum varð, hét Hanna Dóra Gunnlaugsdóttir til heimilis að Kirkjuvegi 67 í Vest- mannaeyjum. Var hún í fylgd með tveim konum og var önnur þeirra móðir telpvmnar en hin var kona bifreiðastjórans sem síðar varð til þess að aka yfir barnið. Hafði bíl- stjórinn gefið sig á tal við aðra konuna þar sem hún var ásamt vinkonu sinni og Hönnu litlu á Brimhólabraut. En telpan mun á meðan hafa hlaupið fyrir bifreið- ina og þegar bilstjórinn var að taka af stað lenti hún undir öðru aftur hjólinu og beið samstundis bana. Fann bílstjórinn að einhver fyrir- staða varð fyrir hjólinu og heyrði um leið angistaróp telpunnar, en þá var allt um seinan. Bifreiðin var yfirbyggð vörubif- reið af Chevrolet-gerð og notuð til matvælaflutninga frá verzlunarfyr irtæki á staðnum. Ekkert gos — valdsson, bæjarfulltrúi, Halldór Blöndal, erindreki, Guðjón Sig urðsson, form. Iðju, Rvík, Guð- mundur Guðmundsson, form. Málfundafélagsins Óðins og Gunnar Helgason form. Verka- lýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Auk fyrirlestranna verða frjáls ar umræður þar sem fundar- mönnum gefst kostur á að ræða þau mál, sem fyrirlestramir fjalla um eða önnur efni sem þeir vilja koma fram með. Nánari upplýsingar um ráð- stefnuna eru gefnar I skrifstof- um Sjálfstæðisflokksins á Akur eyri og Reykjavík og er æskilegt að þeir Sjálfstæðismenn sem hugsa sér að taka þátt í henni I hafi samband við skrifstofumar og láti vita um þátttöku sína. I 25 ára — Frarphald af bls. 16. Sendiheirar Bandaríkjanna hafa allir gert sér mikið far um að kynnast landi og þjóð sem bezt, en af eðlilegum ástæðum hefur aðstaða til kynna ver'ið mismun- andi, m.a. vegna mislangrar dval ar sendiherranna og anna þeirra Enginn þeirra hefur þó gert eins víðreist um byggðir og óbyggðir Islands og núverandi ambassador Mr. Penfield því að hann og kona hans hafa heimsótt svo að segja hvem krók og kima þessa lands. Hefur frú Penfield birt greinar um ferðalög þeirra út í Surtsey og einnig um ferð til Öskju, þegar hún gaus um árið. Hafa greinar þessar birzt í tímaritinu „Foreign Service Journal", sem ritað er af starfsmönnum utanríkisþjónustu Bandarfkjanna og fjallar um störf þeirra um allan heim. Frú Tyler Thompson — þau hjón voru miklir áhugamenn um ferðalög — skrif- aði einnig grein um skíðaferðir á Islandi að sumarlagi og birtist hún í sama tímariti á sínum tíma. Framhald af bls. 1. stjóri, Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, Bjöm Pálsson flugmaður og Birgir Kjaran. Klukkan 10.10 var flugvélin yfir Amarvatnsheiði á lelðlnn yfir Hveravelli. Gert var ráð fyr ir 3-4 klst. flugferð Það var veðurathugunarfólk, sem er á HveravöHum, er sá greinilegan gosmökk að því er það taldi, yfir norðanverðum Hofsjökli að sjá Iaust fyrir kl. hálf átta, og kl. 9 er samband náðist við þetta fólk tafdi það gosmekki greinilega, en kvað þá ekki rísa hátt Það em hjónin Ingíbjörg Guð mundsdóttir og Björgvln Ólafs son, sem annast veðurathugan- ir á Hveravöllum. Búa þau hjón og starfa I skála, sem reistur var í þvi skynl að hafa þar veð urathugunarstöð. Mun langt komið að ganga frá öllu undir veturinn. Aætlunarflugvél Ftegfélags fslands, Friendshipvélin, Blik- faxi, lenti á Reykjavikurflug- velli skömmu fyrir hádegið. Flugstjórinn, Henning Bjama- son kvaðst hafa flogið yfir stað inn bæði í norðurferðinni og eins á leið suður í því skyni að kanna hvort byrjað væri að gjósa. Sáu flugmennimir og far þegamir ekkert sem benti til þess að um gos væri að ræða. Vísir átti einnig tal við Veð- urstofuna og spurðist fyrir um það, hvort það gætu hafa verið skýjabólstrar, sem sést hefðu frá Hveravöllum og fékk þau svör, að ef ekki væri um eldgos væri að ræða væri hér um ó- venjulegar skýjamyndanir að ræða Blaðið spurði og veðurstofu- stjóra sjálfan, Hlyn Sigtryggs son um áiit hans, og kvaðst hann líta svo á, að óstaðfest væri enn hvort um eldgos sé að ræða eða óvenjulegar skýja- myndanir. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi GUÐMUNDUR VILHJÁLMSSON fyrrv. framkvæmdastjóri verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni laugardaginn 2. okt. kl. 11.15. Athöfninni verður útvarpað. Blóm eru vinsamlegast af- beðin en þeim, sem vildu minnast hins látna, skal bent á Minn- ingargjafasj óð Landspítalans. Kristín Thors Vilhjálmsson, böm, bamaböm og tengdaböm. Móðir okkar RANNVEIG JÓNSDÓTTIR Bergþórugötu 4 sem andaðist 27. september verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 5. október kl. 2 e.h. Rannveig Tómasdóttir Tómas Tómasson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.