Vísir - 30.09.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 30.09.1965, Blaðsíða 16
VISl R Flnrmtudagur 30. sept. 1965. Rætt við Jón Guðbrandsson dýralækni og Ingólf Guðmundsson ó Þórustöðum Helltittiður400mjólkurlítrum á dug Ekki verður annað séð en kom izt hafi verið að fuliu og öllu fyr ir miltisbrandinn, sem gerði vart við sig fyrir nokkru á Þóru- stöðum í Ölfusi og drap sex kýr fyrir Ingólfi Guðmundssyni bónda. Vísir átti í gær tal við Jón Guðbrandsson dýralækni á Sel- fossi. Hann sagði að svo virtist sem miltisbrandurinn væri með öllu úr sögunni á Þórustöðum. Alls drápust 6 kýr af 41, sem voru í fjósi. Hinum var gefið pensilín og væri ekki annað að sjá en að þær væru stálslegnar. Blaðið hafði fregnað að tveir menn hefðu veikzt á Þórust. og innti Jón dýralækni eftir því hvort það myndi hafa verið af miltisbrandseitrun. Jón sagði að það væri ekki sitt að svara því, þar er þeir hefðu verið sendir til annars læknis en sín. Hann kvaðst þó telja vafasamt að á lykta að um sýkingu hafi verið að ræða, Annar mannanna hafi fengið ígerð, en hinn fundið til eymsla. Hins vegar hafi það , verið talið sjálfsagt eins og á stóð að senda mennina til læknis rannsóknar og læknirinn hafi gert viðhlítandi ráðstafanir, enda hafi mönnunum ekki orðið frekar meint af. Þá skýrði læknirinn frá því að kýmar hefðu ver'ið grafnar og allar ráðstafanir verið gerðar sem nauðsynlegar gátu talizt, m. a. hefur allri mjólk verið hellt niður frá því er vitnaðist um veikina á Þórustöðum, en. það er nú bráðum hálfur mán- uður. Vísir spurði hvort það myndi verða gert enn um sinn, og hvort það væri vegna varúðar ráðstafana gegn miltisbrandin- um sjálfum, eða hvort orsak- anna væri að leita til pensillin- inngjafarinnar. Jón dýralæknir sagðist ekki geta sagt með vissu hvenær mjólkursala og neyzla yrði leyfð að nýju. en það myndi væntan- lega ekki líða langt þangað til. Áður verður þó að ganga fylli lega úr skugga um það að ekki geti stafað af henni hætta. Ráð stafanirnar eru fyrst og fremst gerðar miltisbrandsins vegna, því að pensilínáhrif fjara út að fjórum dögum liðnum frá inn gjöf. Að lokum tók dýralæknir- inn fram að Þórustaðabóndinn biði fyrir bragðið gífurlegt tjón. Vísir sló einnig á þráðinn til Ingólfs bónda Guðmundssonar á Þórustöðum og innti hann eftir því hve mjólkurmagnið væri mikið sem hann hefur hellt nið ur. „Ég veit ekki um heildarmagn ið“. svaraði Ingólfur „en það voru 400 lítrar á dag fvrst f stað. Þá mældum við það síðan höfum við ekki mælt það, en gera má ráð fyrir að það sé eitthvað á- þekkt magn.“ Penfield ambassador. 25 áru afmæli stjórnmáhsumbunds íslunds og Bunduríkjunnu Sendiráð Bandarikjanna á ís- landi mun minnast þess sérstak- lega á morgun, 1. október, að á þessu ári eru liðin 25 ár síðan stjómmálasamband var tekið upp milli íslands og Bandarikjanna. 1 því tilefni hefur Upplýsingaþjón- usta Bandaríkjanna sent blaðinu lista yfir sendiherra sína á ís- landi, en þeir hafa á þessum aldar fjórðungi verið átta talsins og starfstúni þeirra verið frá tæpu ári upp í meira en frmrn ár. Fyrsti sendiherrann, Lincoln MacVeagh, afhenti embættisskil- riki sín 1. október 1941, en áður höfðu Bandaríkin haft hér ræðis- mann, Bertil Kuniholm, frá því í maí 1940. Annar sendiherrann tók t’il starfa 7. október 1942, Leland B. Morris Á eftir honum 14. júní 1944, kom Louis G. Dreyfus. Hann hefur sent hingað kveðju í tilefni þessara tímamóta, þar sem segir m. a.: „Starfstími minn á íslandi var einn ánægjulegasti þátturinn í 41 „Allir í leik" sett upp í Kópavogi Sigurjón Ólafsson, mynd- Listamaðurinn hefur haft höggvari seldi Kópavogskaup- myndina á lóð sinni undanfarin stað nýlega höggmynd sina ár en hún hefur ekki verið sett „AHir í leik“, en það er lágmynd upp á réttan hátt og kemur til höggvin i grástein með að njóta sín betur á lágum Ætlunin mun vera sú að setja stöpli. myndina upp í skrúðgarði Kópa Myndin átti upphaflega að vogs við Hlíðarhvamm næsta fara austur á Stokkseyri, en þeg sunnar, en endanleg ákvörðun ar til kom varð ekkert úr því, hefur þó ekki verið tekin um þeir sem ætluðu að kaupa lentu staðsetningu. i erfiðleikum með flutning á Mynd þessa gerði Sigurjón höggmyndinni. fyrir 10-12 árum. árs starfi mín í þágu þjóðar minn ar. Við hjónin erum mjög þakklát fyrir að hafa átt þess kost að kynnast íslandi og íslenzku þjóð- inni. Okkur er alltaf sérstök á- nægja, þegar íslenzkir vinir okkár heimsækja okkur í Santa Barbara. Síðustu gestir okkar voru hinn við felldni og ötuli forsætisráðherra íslands og kona hans,“ tiíitg9pei.uí Næst kom Richard P. Butrick, 29. april 1948, þá Edward B. Law- son 22. september 1949 og síðan John J. Muccio 12. október 1954 Ári síðar var hann gerður ambassa dor Hann var lengur sendiherra hér en nokkur fyrirrennara hans eða til 16. desember 1959. 19. febrú ar 1960 varð T Thompson ambassa dor hér. Hann hefur nú sent kveðju, þar sem segir m.a.: „Við hjónin munum alltaf minnast hinn ar einlægu gestrisni og vinsemdar sem við nutum alltaf á Islandi.. og vináttubandanna, sem v’ið hnýttum þar. Við munum verða að dáendur Islands alla tíð, því að eins og land okkar hefur það kunnað að meta glldi lýðræðisins og rétt ein- staklingsins frá upphafi sögu þeirra.“ Næstur á eftir Thompson kom hingað James K. Penfield 24. maí 1961 og gegnir hann embættinu enn Framhald á bls. 6. Bjami Benediktsson. Ný bók eftir dr. Bjarna Bene- diktsson forsætisráðherra S/ðoro bindi komið ,Land og uf a vegum lýðveldi' AB Út kemur nú um helgina ný bók eftir dr. Bjama Benedikts- son forsætisráðherra. Er það bókin Land og lýðveldi, síðara bindi. Fyrra hefti bókarinnar kom út á vegum Almenna bóka- félagsins á þessu vori. 1 þess- ari nýju bók forsætisráðherra eru margar ritgerðir um íslenzk þjóðmál á undanfömum ámm og er bókin hin girnilegasta til fróðleiks. Land og lýðveldi, síðara bindi, er ágústbók félagsins. Sem kunnugt er kom fyrra bindið út á sl. vori og fjallaði einkum um þá þætti þjóðmálabaráttunnar, sem að öðr um þræði vita út á við, ýmist stjórnarfarslega eða efnahagslega, auk þess sem þar eru m. a. rakin ýmis sagnfræðileg rök sjálfstæðis Framh. á 6. síðu. Launþegaráðstef n | an á Akureyri Eins og áður hefur verið sagt frá efna Sjálfstæðismenn i laun- þegasamtökunum til ráðstefnu á Akureyri um næstu helgi. Ráð- stefnan verður haldin i Sjálf- stæðishúsinu og hefst laugardag inn 2. okt kl. 3 e. h. og lýkur á sunnudagskvöld. Á ráðstefnunni verður fjallað um atvinnu- og verkalýðsmál og verða m a. eftirtalin mál rædd: Þróun kaupgjalds- og verðlags- mála, skipulag og starfsemi verkalýðssamtakanna, vinnu- löggjöfin, framleiðsla og markaðsmál og atvinnumál á Norðurlandi. Framhald á bls. 6. Sigurjón Ólafsson við listaverk sitt „Allir f leik“ f morgun

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.