Vísir - 30.09.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 30.09.1965, Blaðsíða 8
8 VISIR . Fimmtudagur 30. september 1965. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjórn: Laugavegi 178. Sfmi 11660 (5 línur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innaniands f lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda b.f. Húsakaup Hermanns Undandarna daga hafa Tíminn og Þjóðviljinn haldið uppi miklum árásum á Guðmund I. Guðmundsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, fyrir kaup ríkisins á bústað hans í Hafnarfirði. Festi ríkið fyrir skömmu kaup á húsinu og vilja fyrrgreind blöð láta svo sem matið hafi verið framkvæmt á óverjandi hátt og hinn fyrrverandi ráðherra misnotað aðstöðu sína við þá gjörð. Dómsmálaráðuneytið gaf í fyrrakvöld út grein- argerð um málið, sem sýnir hve fráleitar þessar árás- ir stjórnarandstöðublaðanna eru og hve lágt þar er seilzt til höggs. í greinargerð ráðuneytisins kemur fram að með bréfi dómsmálaráðuneytisins 1. apríl 1958 samþykkti ráðuneytið að umrædd húseign yrði keypt af Guðmundi eftir árslok 1959 og þó eigi síðar en er hann láti af embætti sem bæjarfógeti og sýslu- maður. Hvaða ráðherra var það því sem kaupin af- réð fyrir hönd ríkissjóðs? Enginn annar en þáverandi dómsmálaráðherra, Hermann Jónasson. Hnífilyrði Tímans um húsakaupin hitta því engan annan en fyrrverandi formann Framsóknarflokksins. Má segja, að það sé nokkur kaldhæðni örlaganna, eins og í pottinn er búið. þá er því haldið fram, að matið hafi verið fram- kvæmt af mjög vilhöllum undirmönnum fyrrverandi utanríkisráðherra, því verðið sé greinilega of hátt. 1 bréfi Hermanns Jónassonar kemur skýrt fram, að það er hann sem ákvarðar að við matið verði lagður til grundvallar byggingarkostnaður íbúðarhúsa á þeim tíma sem matið fer fram, og skuli annar mats- maður tilnefndur af kaupanda en hinn af seljanda, svo sem venja er til. Ef Tímanum og Þjóðviljanum þykir matsverð hússins ekki að sínu skapi er við engan annan að sakast um matsgrundvöllinn en fyrr- greindan Hermann Jónasson. Allt sýnir þetta mál hve lágt stjórnarandstaðan seilist í leit sinni að vopn- um, — og hve óvenju seinheppnir Tíminn og Þjóð- viljinn hafa verið, þar sem á daginn er komið að um verk dómsmálaráðherra vinstri stjórnarinnar er hér að ræða. Nýr listaskáli Á hripleku þaki Listamannaskálans gnauðaði golan kvöldið sem Haustsýningin var opnuð. Engum gesta gat dulizt að varla verður sá skáli öllu lengur fram- tíðarheimili íslenzkrar myndlistar. Hann er ekki leng ur boðlegur listamönnum okkar — og er þó eini stóri sýningarsalurinn, sem þeir eiga völ á. Teikningar að nýjum Listamannaskála á Miklatúni eru fullbúnar. Eftir er að gera átakið og koma honum upp. Leggjum listamönnum lið við það verk, svo hann megi rísa strax á næsta ári. ( ☆ XJá fjöll og víða þverhnýpt, þröngir dalir og brattir háls ar hafa valdið aldagamalli ein- angrun byggðanna á Ströndum og með vaxandi þekkingu íbú- anna á kostum fjölbýlisins einn ig eyðingu býlanna, fækkun bæja sveitarfélaganna sums stað ar. aigerri upplausn þeirra ann- ars staðar. Víða hefir verið snúizt til varna, og má til dæmis um það nefna innansveitarveg Ámes- hrepps, sem tengt hefir saman Ingólfsfjörð, Norðurfjörð, Gjög- ur og Djúpuvík. Var að þessu góð samgöngubót milli þessara byggða, en rauf þó ekki einangr- un þeirra, þar sem enn var ekki komið á samband við aðalvega- kerfi landsins sunnan byggð- anna. í fyrravor var bilið 30 kílómetra breitt milli Djúpuvík ur og Kaldbaksvíkur, en þá var tekið til við að ryðja og lagfæra og komizt alla leið norður til Veiðileysufjarðar, en þaðan er farið til Djúpuvíkur um Kúvíkur dali inn með Reykjarfirði og er það alllöng leið. Þar lágu fyrr- um troðningar, en nú er verið að ryðja leiðina, og standa vonir til, að síðar í haust verði komið á samband fyrir að minnsta kosti jeppabifreiðir milli aðal- Guðmundur Jónasson við stýrið. NORÐUR STRANDIR MEÐ GUÐMUNDIJÓNASSYNI vegakerfisins að sunnan og inn- ansveitarvegarins í Ámeshreppi hið nyrðra, en með því verður t. d. bilfært alla leið frá Reykja- vík norður til Ingólfsfjarðar. Þriðjudaginn 14. þ. m. var hinn þjóðkunni fjallabílstjóri og ferðagarpur, Guðmundur Jónas- son, staddur með jeppabifreið sína á þeim slóðum þar er verið var að ryðja veginn á hálsinum sunnan Djúpuv., en milli vega gerðarmannanna og þorpsins var nokkur spölur óruddur. Guð mundur ákvað nú að freista þess að komast á bil sínum yfir þenn an kafla og verða þannig fyrst ur til að aka leiðina að sunnan til Djúpuvlkur. Guðmundur hef ir nú sérleyfi á leiðinni frá Reykjavik til Stranda, og vildi hann sjálfur kanna þær slóðir, sem hann gerði ráð fyrir að eiga síðar eftir að fara um á sérleyf isbifreiðum sínum. Yfir miklar torfærur var að fara, og tók þetta ferðalag þeirra Guðmund ar og félaga hans alllangan tíma, en í ljósaskiptum á þriðjudags- kvöldið komust þeir á leiðar- enda, og veittu Strandamenn, sem fylgdust með ferðinni, komumönnum hinar höfðingleg- ustu móttökur og töldu þá hina mestu aufúsugesti. Guðmundur og félagar hans óku svo alla leið norður að Eyri I Ingólfsfirði, en þar endar innansveitarvegur, sem fyrr segir. Tveim dögum síð ar héldu þeir svo frá Djúpuvík suður yfir Kúvíkurdal, og gekk ferðin miklu greiðlegar en fyrr um, þar sem ýtur höfðu í milli tíðinni lagfært þennan spöl. Þeg ar lokið verður við það nú í haust að tengja saman hina fyrr greindu vegakafla, þá opnast Strandamönnum samband við aðalvegakerfið, en það er þeim vegna fámennis hin mesta lífs nauðsyn í þess orð fyllstu merk- ingu, þar sem enginn læknir er í héraðinu. ess má geta í sambandi við för þeirra Guðmundar. að í ferð þeirra um Árneshrepp var læknirinn á Hvammstanga, Þór arinn Ólafsson, og hafði hann ærið að starfa meðan staldrað var við á bæjum. Au þess, sem ofan er greint, opnast hér Strandamönnum ný, sérkennileg og stórbrotin leið, sem áreiðanlega verður vinsæl og fjölfarin að sumarlagi. Vel má vera, að flóttinn frá Ströndum reynist stundarfyrir- bæri eitt. Vel má vera, að nýju vegasamböndin eigi eftir að auð velda fólki að fylla þessar fögru og sögufrægu byggðir lífi á ný. Hver veit? Og þá verður því síðar meir sagan um áfangana á þeirri leið grinileg til fróðleiks. Og þess vegna hefir einn þátt ur hennar verið skráður hér að ofan. Gamall Strandamaður. MYNDUGLEIKI TjMnnski barytónsöngvarinn Tom Krause söng á vegum Tónlistarfélagsins £ Austurbæjar bíói £ fyrrakvöld. Efnisskráin skiptist nokkum veginn jafnt á milli þeirra Wolfs, Strauss, Ravels og Sibeliusar — en æski legra hefði verið að skipa lögum Wolfs i betra sæti, þau fyrstu urðu nokkuð „útundan" sem „stökkbretti" til stórátakanna. í byrjun virtist hin myndarlega rödd ætla að sýna eitthvert ó- stýrilæti, en það hvarf brátt og áheyrendur fengu að hrífast með siauknum tilþrifum söngvar ans. Tom Krause er mikill söngv ari og öll svið tjáningar liggja eðlilega fyrir honum. Píanistinn var s.\ .landi hans, Pennti Koski mies. hinn prýðilegasti förunaut ur, en það var óþarfa áhætta að láta hann ekki fá flettara £ erfið ustu lögunum. Frágangur efnisskrárinnar var eins og hann á að vera. öll Ijóð in voru þar prentuð á frummál inu ásamt þýðingum Þorsteins Valdimarssonar á þeim. Slíka tillitsemi kunna tónleikagestir vel að meta og vona, að ekki bregðist í framtiðinni. Þorkell Sigurbjörnsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.