Vísir - 01.10.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 01.10.1965, Blaðsíða 6
VlSIR . Föstudagur 1. október 1965. Fögnuður lYTeðal tónlistarunnenda hefur 1TX fátt verið jafn mikið til- hlökkunarefni seinustu daga og byrjun vetrarstarfsemi Sinfóníu hljómsveitar Islands. Fyrstu tón leikarnir voru í gærkvöld vest- ur í Háskólabíói og þeir gerðu meira en að lofa góðu um fram- hald starfseminnar, þeir voru karlmannleg heitstrenging! Margt var fagnaðarefni: ungur og nýútsprunginn 1. óbóisti, landi vor í fyrsta skipti 1 sögu hljómsveitarinnar, hið bezta fá- anlega mannval í öllum sætum, auðheyrileg og auðsýnileg til- raun til að gera samkomuhús Háskólans að fullnýtilegum tón- leikasal (og heyrzt hefur, að ekkert lát muni verða á tilraun unum fyrr en því eftirsótta tak- marki er náð) og svo á nú hljóm sveitin nýjum stjórnanda að fagna, Bohdan Wodisczko. — Strax í fyrstu töktum Egmont forleiksins var auðheyrt. að nú skyldu engin vettlingatök höfð í hljómsveitarstjórn og nú hafi verið hafizt handa við að meitla og fága hvern einasta samhljóm sveitarinnar. Það var „grósku- hljóð" í hljómsveitinni, áheyr- endur fyrirgáfu fúslega smá hnökra í leik manna — þeim var tekið sem eðlilegum vaxtarverkj um! Vladimir Askenasí lék 5. píanókonsert Beethovens og það var stórglæsilegur flutningur. Skoðanamunur einleikara og stjórnanda var lítið áberandi (sakirnar ótrúlega vel jafnaðar á örstuttum samæfingartíma). Einhver maður fékk óslökkv- andi ljósmyndunarlosta 1 miðj- um kllðum, en siðameistara hússins láðist að f jarlægja hann. Slíkt er mjög ámælisvert. T'okaverk tónleikanna var 3. sinfónía Beethovens — og þá var orðið nokkuð heitt í hús inu. Augnabliks mistök urðu í upphafi verksins — en menn bættu fyrir það með framhald- inu ,sömuleiðis bætti niðurlagið upp „spennufallið" £ Scherzóinu. Áheyrendur fögnuðu einleik- ara, stjórnanda og hljómsveit af heilum hug og þykir flestum ef- laust illt að þurfa að bíða f heilar tvær vikur eftir meiru af svo góðu. Þorkell Sigurbjörnsson. ííötj rto 0 l£J liöl Mötuneyti stúúmtu Starfsstúlka óskast nú þegar í mötuneyti stúdenta. Uppl. í Gamla stúdentagarðinum M. 5—7 í dag. Nýjar aðalbrautir Samkvæmt tillögu umferðar nefndar hefur borgarráð samþykkt fjölgun á aðalbrautum hér í borg. Mun Bræðraborgarstígur hljóta aðalbrautarréttindi og ennfremur Ægisgata en har hafa umferðarslys verið nokkuð tið og er skemmst að minnast þess er strætisvagn lenti utan í langferðabifréið við Öldugötu. Þá hafa aðrar götur feng ið takmörkuð aðalbrautarréttindi svo sem Höfðatún með þeim skil- yrðum, að umferð um það víki fyrir umferð um Laugaveg og Borgar- tún. Biðskylda verður við Túngötu, vestan gatnamóta Hofsvallagötu og bifréiðastöðubann verður á Öldu- götu norðanverðri milli Brekku- stígs og TJnnarstígs. Hafði erlent kjöt meðferðis í morgun tóku tollverðir mann á hafnarbakkanum, sem hafði eitt- hvað af erlendum kjötvörum f far- angri sínum og var að reyna að smygla þeim ! land. Maðurinn var að koma frá út- löndum og ætlaði að taka með sér pylsur, kjúklinga og fleiri erlendar kjötvörur, en tollverðir stöðvuðu hann og færðu til rannsóknarlög- reglunnar til yfirheyrslu. Surtsey — Framhald af bls. 1. hugaður grunnur hússins vikri og er nú tveggja metra vikurlag á þeim stað. Þar sem nýja húsið er staðsett kvað Steingrímur ekki hættu á að falla myndu g'óislínflheri19<smá*ég«f érihúr aska. 1 vetur verður ekki dvalizt í Surtsey að staðaldri, aðeins far- ið þangað við og við til athug- ana, en fyrirhugað er að næsta sumar verði höfð þar föst bú- seta. Eldsvoðor — Framhald af bls. 1. hafi það verið vel þurrt svo að naumast gæti hafa verið um sjálfs- íkveikju að ræða. Engar rafleiðslur voru I húsunum svo ekki verður rafmagni um kennt. Er talið að hlað an og fjárhúsið sé ónýtt og heyið mun að mestu eða öllu ónýtt. Ekki er blaðinu kunnugt um heymagnið er var í hlöðunni. Um kl. 1 í nótt áttu lögreglu- menn leið um Skúlagötu og veittu þá athygli óeðlilega miklum reyk sem lagði frá kjötvinnslustöðinni Búrfelli sem staðsett er milli Lind argötu og Skúlagötu. Var forstöðu- mönnum stöðvarinnar gert aðvart og jafnframt var slökkviliðið kallað á vettvang. Urðu slökkviliðsmenn- irnir að brjóta húsið upp til að komast að eldinum, en hann var þá mikill í öðrum af tveim reykofn- um sem í kjötvinnslustöðinni eru. Má segja að hann hafi staðið í björtu báli og urðu miklar skemmd ir bæði á ofninum og eins á þeim kjötvörum sem í honum voru til reykingar. Á húsinu sjálfu munu hefði það verið vel þurrt svo að urn elds. DANSSKÚLI Hermanns Ragnars, R-vík. < i Skírteini afhent í dag föstud. 1. október og á morgun, kl. 3 —7 e. h. báða dagana í Skáta heimilinu við Snorrabraut. Síðasti innritunardagur. Kennsla hefst 4. október. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS <?$<? 11. síðon — mun hann vera með tveggja tíma prógramm, er hann kallar ,Kvöldstund með með Denovan'. Að því er bezt er vitað hefir ei verið reynt að fá þennan vin- sæla þjóðlagasöngvara hingað til íslands. Þá verða í Kaupmannahöfn fyrri hluta vetrar margar hljómsveitir á ferð: Pretty Things og Swinging Blue Jeans eftir mánuð 05 Hermans Her- mitsí P. J. Proby og fleiri eftir hálfan mánuð. _¦•--•" ; - ¦-¦¦* - -- --•' ¦¦¦¦-.¦ ¦ Orðavalið — Framh. af bls. 8 undanfarin ár, það höfum við orðið greinilega vör við, þó er orðanotkuni nalltaf nokkurs konar feluleikur Nú er helzt rætt Um vangefið fóik, þótt orð eins og fáviti sé í raun- inni miklu einfaldara og sakleys islegra; maður sem veit fátt. En mál sem þessi eru alltaf við- kvæm, ekki hvað sízt hjá hlut- aðeigandi aðstandendum. — Hversu mikið starfsfóik er við stofnunina? — Það þarf nokkuð mikið starfsfólk, — rúmlega tvo starfs menn á hvern vistmann. En okkur hefur gengið vel að fá starfsstúlkur. Jafnhliða starfinu eru þær í tveggja ára skóla, og fá greitt kaup námstímann. — En svo vikið sé að fram- kvæmdunum, hver greiðir kostn aðinn af þessum byggingum? — Byggingaframkvæmdirnar eru greiddar úr Styrktarsjóði vangefinna. Sá sjóður hlýtur hins vegar tekjur sínar af öli og gosdrykkjum — það sem stundum er nefnt tappagjald. — Segið mér frú Ragnhildur, er starf sem þetta ekki hug- sjónastarf? — Ég veit ekki hvað ég á að segja um það. Jú, að vissu leyti hlýtur það að vera hug- sjónastarf, en satt bezt að segja þá held ég að þetta sé miklu frekar af minni hálfu eigingimi. Ég er búin að starfa svo lengi i í þessu og kann vel við það. Þegar maður hefur tekið ást- fóstri við betta starf á maður erfitt með að hugsa sér að skipta um. Ég er orðin vön þessu og mér liður vel þegar ég er að starfa fyrir þetta fólk hér á vistheimilinu. -•" -b. str. ---------------------------------------------------------,¦-,- ¦• ,,---------------------------------------------;----------------------------------------- m^' Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi GUÐMUNDUR VILHJÁLMSSON fv. framkvæmdastjóri verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni laugardaginn 2. okt. kl. 11,15. Athöfninni verður útvarpað. Blóm eru vinsam- legast afbeðin, en þeim sero vildú minnast hins látna, skal bent á minningargjafasjóð Landspítalans. Kristín Thors Vilhjálmsson, börn, barnabörn og tengdabörn. Móðir okkar RANNVEIG JÓNASDÓTTIR sem andaðist 27. september verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 5. október kl. 2 e. h. Rannveig Tómasdóttir Tómas Tómasson Vegna útfnrar Guðmundar Vilhjálmssonar fyrrv. fram- kvæmdastjöra verða skrifstofur vorar lok- aðar laugardaginn 2. október. Ennfremur verða vöruafgreiðslur vorar lokaðar frá kl. 9,30 sama dag. H.f. Eimskipafélag fslands Stór ryksuga Til sölu stór Nilfisk ryksuga, notuð, hentug fyrir vinnustofur eða samkomuhús. Uppl. í síma 20580 kl. 9—10 og 16—18 næstu daga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.