Vísir - 01.10.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 01.10.1965, Blaðsíða 9
Vf S IR . Föstudagur 1. október 1965. 9 1 ENGIN ÁGREININGSEFNI MILLI ÞJÓÐA OKKAR sagði James Penfield, sendiherra Bandaríkjanna, í viðtali í gær við VÍSI um ivarnarliöiö, Keflavíkursjónvarpið, fiskmarkaði okkar vestraf og fleira Tj^ru mörg ágreiningsefni milli Bandarikjamanna og Is- Iendinga f dag að yðar áliti? — Nei, þvert á móti. Ég kem ekki auga á nein slfk. Sambúð þjóðanna tveggja hefur verið með ágætum síð- ustu árin, reyndar 511 árin fjög ur sem ég hefi gegnt em- bætti sendiherra Bandarfkjanna hér á Iand'i. Árið 1940 varð mik il breyting í samskiptum þjóða okkar. Fyrir þann tíma höfðum við Bandarfkjamenn lítil af- skipti haft af Islandsmálum og enga fastmótaða stefnu átt í því efni. Það sézt bezt á því að í fyrri styrjöldinni barst okkur beiðni frá bandamönnum okkar og vtaum, Bretum, um að setja nokkurra mánaða viðskiptabann á Island. Það var gert umyrða- laust. Þannig voru hlutirnir þá. Mikil breyting hefur átt sér stað í þessu efni og nú viljum við hafa sem nánasta og vinsam- legasta sambúð við Islendinga. — En hvað um varnarliðið? Hvað segið þér af vandamálum vegna dvalar þess hér á landi? — Það er aldrei auðvelt að hafa erlent varnarlið I landi sínu og því er ofur máta eðli- legt að sambúðin hafi ekki alltaf gengið árekstralaust á undan- förnum árum. En í þeim efnum hefur ástandið aldrei verið betra en nú síðustu árin, og samvinha gengið snurðulaust að kalla má. Eftir að flotinn tók við rekstri varnarstöðvarinnar í Keflavík 1961 má segja að mikil breyting til batnaðar hafi & orðið. Og ég held líka að báð ir að'ilar hafi lagt sig fram um að leysa fljótt og skjótt úr þeim ágreiningsefnum, sem upp hafa skotið kollinum. — En hvað um framtíðina? Hvað haldið þér að verði lengi nauðsyn á því að hafa hér bandariskt varnarlið? — Þessari spurningu getur enginn maður svarað með fullr'i vissu. En það er Ijóst að mikl- ar breytingar hafa átt sér stað í herfræði og vopnatækni á und anförnum árum vegna þeirrar vísindabyltingar, sem við allir þekkjum og nær til miklu fleiri sviða en hinna hernaðarlegu. Ein afleiðing hennar er sú að unnt hefur verið að fækka mönn um í varnarstöðvum lýðræðis- ríkjanna víða um heim og hér á Keflavíkurvelli er nú færra lið en var í fyrra. Hins vegar veít maður aldrei hvernig málin kunna að þróast og hvaða á- stæður geta skapazt nýjar, sem kunna að hafa aukningu varn anna í för með sér. Enn um langa hríð mun ísland verða f sland og Bandaríkin. Tuttugu og firnm ár eru liðin síðan stjórnmálasamband komst á mflli smæsta rfkis Evrópu og stórveldisins í vestri. Heimsstyrjöldin var þá hafin og við íslendingar höfðu tekið stjórn innanlandsmála í okk- ar eigin hendur. En hver eru vandamál í sambúð þjóðanna tveggja í dag? Erum við íslendingar Bandaríkjamenn Norðurlanda? Getum við selt allan okkar fiskframleiðslu í Bandaríkj- unum? Hvert er álit Bandarfkjamanna sjálfra á Kefla- víkursjónvarpsdeilunni? Um þessi atriði og ýmis fleiri ræðir Vísir hér á eftir við sendiherra Bandaríkjanna á Is- landi, James K. Penfield. Viðtalið fór fram í embættisskrifstofu sendiherrans á Laufásvegi í gær. Það er birt í dag, 1. október, á þeim degi er Bendaríkjin minnast þess að í aldarfjórðung hafa þau haft stjórnmálasamband við Island. mikilvæg miðstöð í herfræði- legu tilliti vegna legu sinnar í Norður-Atlantshafinu. Það fer ekki á milli mála. — Og hvenær ætlið þið Bandarfkjamenn að byrja á kaf bátastöðinni margumtöluðu í Hvalfirði? — Það hefur aldrei komið til greina að byggja slfka stöð! Við höfum aldeilis ekkert með hana að gera. Lægi höfum Við fyrir kjarnorkukafbáta bæði á Spáni og í Skotlandi. Þeir bát ar eiga langa útivist og ferðast ekki um haf ið vestan Islands og því skortir okkur hér enga birgðastöð fyrir þá. Hvalfjörður er éingðngu mikilvæg olíu- birgðastöð fyrir herskip, ef til ófriðar dregur. — Þetta var um varnarmálin. En hvað um viðskiptamálin? Hvernig lízt yður á þá hugmynd að ísland og Bandaríkin geri nú með sér tollabandalag, þannig að við getum fcngið markað vestra fyrir allar okkar útflutn- ingsvörur? — Þetta er það sem Jónas frá Hriflu var með í huga hér um árið. Út af fyrir sig er ekkert við þá hugmynd að athuga. En í framkvæmdinni er ég hrædd ur um að miklir erfiðleikar væru á henrii vegna hinna al- þjóðlegu viðskiptasamninga okkar. Hugmyndin myndi rek- ast á skuldbindingar okkar um allsherjar tollalækkanir sam- kvætt GATT-samningnum og viðræður okkar og tilboð í Kennedyviðræðunum f Genf. Yf irleitt er stefna okkar fremur öndverð slikum takmörkuðum tollalækkunarsamriingum, eins og komið hefur verið á í veröld inni síðustu árin, því við teljum að allsherjartollalækkanir nái betri tilgangi. Það er markmið okkar með Kennedyviðræðun- um. Svona samning gerðum við nýlega við Kanada um lækkun toila á bilavarahlutum, en í framkvæmdinni hefur hann reynzt hinn erfiðasti vegna við skiptasamninga okkar við önn ur ríki, sem óska svipaðra fríð- inda. — En hvernig leggið þér þá til að ' Islendingar og Bandaríkjamenn fari að því að auka viðskipti sín? Nú kemur aðeins 12% af innflutningi okk- ar frá Bandarikjunum. — Það er hægt að finna markað í Bandaríkjunum fyrir allan þann freðfisk sem þ'ið Is lendingar getið framleitt. Með aukinni framleiðslu I fiskiðnað- inum og bættri framleiðni er ég sannfærður um að útflutningur þessarar iríikilvægu vörutegund ar mun stóraukast. Hér var nýlega staddur banda rfskur fiskkaupmaður sem sagði: Ég er búinn að kaupa fisk af Islendingum í 12 ár, og nú vil ég fá meira en fæ hann ekki. Hvernig stendur á þessu? En það er ekki aðeins í fiskin- um. sem ég held ,að mikill og vaxandi markaður i Bandaríkjun um. Þar er án efa að finna markað fyrir aðrar vörutegund ir, svo sem ullar- og prjóna- vörur og húsgögn En það stekk ur enginn í einu vetfangi inn á bandaríska markaðinn. Það þarf undirbúning og umfram allt markaðsrannsóknir, sem ég veit ekki hvort þið Islend'ingar haf- ið enn framkvæmt vestra. Ég held líka að meira mætti flytja inn frá Bandaríkjunum til Islands en nú er gert. Ég vil minna á það, að verðið á banda rískum heildsöluvörum hefur ekki breytzt i 6 ár. Á sama tíma hefur verðlag á vörum ann arra landa, sem þið flytjið inn frá. stórhækkað. Áður voru margar bandarískar vörur ekki :. . . ¦ James K. Penfield sendiherra á embættisskrifstofu sinni í gær. (Ljósm. Vísis B. G.) samkeppnishæfar vegna dýr- leika. En nú er þetta allt breytt. — Við vorum áðan að ræða um sambúð íslendinga og Bandaríkjanna. Þér vitið að einn helztl ásteytlngarstelnninn hefur verið þar Keflavíkursjón varpið. Teljið þér ekki að það hafl slæm áhrif á sambúS Bandaríkjanna og Islands? — Nei. Ég hef hitt fjölda ís- lendinga sem hafa látið þá skoð- un f ljós við mig að þeim þyki Keflavikursjónvarpið hin bezta dægradvöl.. — Ýnisir telja, að íslenzkri menningu stafi þö mikil hætta af Keflavfkursjónvarpinu? — Já, ég hef heyrt því hald ið fram að með þvi séum við að seilast til áhrifa í íslenzku menningarlífi, rekum þar menn- ingarimperialisma, ef svo má að orði kveða. En ég skal segja yð ur að ef Við ætluðum að seilast til áhrifa i íslenzku menningar- lífi myndum við ekki sýna jafn létt og mér liggur við að segja ómerkilegt efni og nú er sýnt í Keflavíkursjónvarpinu! Dag skráin er eingöngu miðuð við það að hafa ofan af fyrir ung- um varnarliðsmönnum, sem þar dveljast, og ekki sniðin fyrir aðra eða ætluð þeim. Og víkjum aftur að áhrifun um á menninguna. Ýmsir íslend ingar hafa sagt mér, að þe'ir teldu íslenzka menningu svo sterkan -og stoltan hlyn, að fjarri færi þvf að Keflavfkur- sjónvarpið gæti grandað henni. Ef svo reyndist, væri hún veik ari og máttarminni en þeir hygðu. Og aðrir hafa bent á að engin menning geti búið við al gjöra einangrun, enda sé slíkt ekki æskilegt. Mln sko'ðun er, sú að tunga þjóðarinnar og menning sé svo rótgróin að Keflavíkursjónvarpið muni ekki valda þar skaða eða meini. Öðru máli gegndi í þessu efni ef h'ing að kæmi allt I einu erlent lið jafnmargt þjóðínni sjálfri til Iangrar dvalar. Af því myndi augljós hætta stafa. — Hafið þér orðið var við andúð á Bandarikjamönnum á Islandi? —Nei ekki eitt einasta sinn Hvarvetna hef ég orðið var við velvild og kurteisi. Við Magnús Kjartansson ræðum allt af saman f fyllsta bróðerni. — Þér hafið heyrt að Norður landamenn telja okkur stund- um ærið amerkaníseraða og finna okkur það til foráttu. Hver er yðar skoðun á því? — Mér finnst það fráleitt I hugsun og Hfsskoðun eru Is- lendingar Norðurlandabúar en ekki Bandaríkjamenn. Vera má að þessi fullyrðing stafi af því að' ísl. þjóðin er hinsvegar ekki ná- kvæmlega eins í háttum og framkomu og Svíar eða Danir og það sé orsök sleggjudóms'ins Og áður en við slítum tal- inu vildi ég gjarnan mega segja að ég vona að ísland taki ekki heljarstökk á þróunarbraut efn- ishyggjunnar. Ég vona að land- ið yfirfyllist ekki af túristum á næstunn; og náttúran spill'ist fyrir verk mannanna. Varðveit ið víðáttu landsins og fegurð þess ósnortna. Það á engan sinn líka í víðri veröld. G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.