Vísir - 01.10.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 01.10.1965, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Föstudagur 1. október 1965. ¦^jsm^urssvXii saaKaaaatta VI'SIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VtSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjón: Axe) Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjón: Herbert Guðmundsson Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. ísland og Bandaríkin Atöarfjórðungur er nú liðinn síðan stjórnmálasam- band var lekið upp milli fslands og Bandaríkjanna. Á þeim tíma höfum við íslendingar ekki átt nánari sambúð né meiri viðskipti við aðra þjóð en Banda- ríkjamenn. Stjórnmálasambandið var tekið upp á öðru ári heimsstyrjaldarinnar. Nokkru síðar gerðum við herverndarsamninginn við Bandaríkin, er veitti þjóð- inni skjól í stórviðrum styrjaldarinnar og bægði óvin- um frá ströndum landsins. Er ákvörðunin um lýð- veldisstofnun hafði verið tekin gaf Roosevelt forseti út yfirlýsingu um viðurkenningu íslenzks sjálfstæðis. Mikilvægi þeirrar stjórnargjörðar verður enn meiri í Ijósi sögunnar en þá virtist í fljótu bragði. Hið mesta stórveldi veraldar kom þannig á tvennan hátt til liðs við okkur þegar mikið lá við. Eftir styrjöldina nutum við, eins og aðrar Evrópu- þjóðir, Marshallaðstoðar við uppbyggingu atvinnu- veganna. Á vegum áætlunarinnar öfluðum við okk- ur stórvirkra atvinnutækja og risafyrirtæki í fjár- festingu, svo sem orkuveitur voru framkvæmdar. Á þann hátt markaði Marshallaðstoðin merk spor í atvinnusögu þessa lands, sem flestra annarra Evrópu- ríkja. Enn kom að því árið 1951 að bandarískt varnar- lið steig hér aftur á land að beiðni þings og stjórnar. Það hefur dvalið hér síðan og þjóðin þráfaldlega stað- fest ósk sína um dvöl þess í þingkosningum. Auðvitað hefur nábýlið ýmis vandamál skapað. Það er óhjá- kvæmilegt. En þau vandamál skyggja ekki á þá stað- reýnd að Bandaríkin hafa aldrei seilzt til áhrifa í ís- lenzkum málum eða skert sjálfræði eða sjálfstæði þjóðarinnar. Vonir bæði Islendinga og Bandaríkjamanna standa til þess að svo friðvænlegt gerist í veröldinni að varnar- stöðvar megi níður leggja. Þegar að því kemur mun- um við enn kjósa að njóta vináttu bandarísku þjóðar- innar og vildar hennar í menningar og viðskiptaefn- um. Sú þjóð hefur af eigin ágæti og afli orðið forystu- þjóð lýðræðisríkja veraldar. Hún er engan veginn gallalaus og ýmislegt má stefnu hennar til foráttu finna. En meginhugsjónir bandarísku þjóðarinnar og þeirrar íslenzku fara saman. Þær munu tengja þjóð- irnar tvær um langa framtíð. ;í";;:?? Björn Gestsson fyrir framan nýbygginguna. 53 Orðavalið ennþá feluleikur íí - heimsókn í Kópavogshælið í kaupstað nokkrum úti á landi er sex ára gamall vangefinn piltur í umsjá tveggja systra sinna á skólaskyldu- aldri. Móðirin dó í fyrra, og faðirinn er sjómaður. f afskekktri sveit eru þrjú systkini fávitar. Foreldrar þeirra eru löngu látnir og ógift systir þeirra og heilsu- tæp annast þá. , í öðrum kaupstað er móðirin komin yfir átt- rætt, við rúmið. Hún er með fullorðinn son sinn, sem er vangefinn og lamaður. Þessi dæmi eru aðeins brot af öllum sannleikanum — sann- leikurinn er sá, að enn vantar tugi vangefinna manna og kvenna, barna og fullorðinna vist á viðeigandi hælum. ¦¦:¦:¦:¦:¦:¦:¦:¦:¦:-:¦:¦• •¦:¦: ¦:¦:•:¦:¦:;:¦:¦¦¦;¦:«¦:.:¦:¦:«: i;. Við Kópavogshælið hafa að undanförnu farið fram miklar byggingaframkvæmdir; þar hef- ur verið byggt fyrir tvær nýjar deildir og reist setustofa, fönd- urstofa og matstofa með meíru Hælinu veita forstöðu hjónin Björn Gestsson, kennari, og Ragnhildur Ingibergsdóttir lækn ir, sem' jafriframt er iæknir hæl- isins. Blaðamaður og ljósmyndari Vísis áttu nýlega stutt tal við þau hjónin. Fyrstu vistmenn komu til heimilisins í desembermánuði ár ið 1952, og þrátt fyrir það hve fjölgað hefur verið rúmum hef- ur ekki enn reynzt unnt að sinna nema hluta allra umsókna. En til þess að stofnun sem þessi geti gegnt hlutverki sínu sem bezt þarf að rísa upp hæli fyrir ca. 360—400 vistmenn, svo deildaskipting geti orðið sem bezt og hælið sé sambærilegt við þau sem kallast aðalhæli í nágrannalöndum. Enn vantar húsnæði fyrir ýmsa sérstarfsemi og vísinda- legar athuganir, svo starfs- kennsla og önnur þjálfun komi að sem beztum notum. — Á hvaða aldri eru vist- menn hælisins? — Þeir eru á öllum aldri, frá 4 ára til 74 ára, jafnt karlmenn sem kvenfólk. — Teljið þið heppilegt að einangra vistmenn alveg frá um heiminum? — Það getur verið vanda- samt að svara þessu. En þeir sjúklingar, sem möguleika hafa á að verða að meira eða minna leyti sjálfbjarga mega umfram allt ekki einangrast. Mörg til- fel.li eru hins vegar þannig, að ekki er hægt að reikna með néinum bata, og bilið milli þeirra sjúklinga og þeirra, sem alheilir eru breikkar því miður stöðugt með árunum. — Ég tók eftir því að á hús- inu eru nokkur sjónvarpsíoft- net. Hvaða áhrif hefur sjón- varpið & vistmenn hælisins? — Það er sjónvarpstæki á öllum deildum, og ég held að það spari okkur nokkuð starfs- krafta. Eftir að við fengum sjón varpstækin hefur mikið dregið úr því hangsi og óróa á kvöldin, sem var nokkuð áður. Við verð- um að athuga að hérna er mik- ið um fólk, er ekki getur sótt skemmtanir út í bæ og getur ekki huggað sig við bókina, en hefur nógan tíma. — Hvernig finnst ykkur við- horf almennings til þessarar stofnunar? — SMlningur fólks á þessari starfsemi hefur stórum batnað Framh. á 6. sfðu. Herbergin í nýbyggingu Kópavogshælisins eru hin nýtízkulegustu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.