Vísir - 01.10.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 01.10.1965, Blaðsíða 1
„Það er ekki nema dagsverk eftir, þá er húsið tilbúið" sagði DAGSVERK EFTIR VIÐ SURTSEYJARHÚSIB Steingrímur Hermannsson, for- maður Rannsóknarráðs ríkisins i morgun er Víslr spurði hann um byggingaframkvæmdir í Surtsey. Undanfarið hefur verið unnið við bygginguna í Surtsey, nema { gær, því að í sterkri austanátt er ekki hægt að vinna vegna mikils öskufalls frá nýja gosinu. Þorbjörn Broddason hefur staðið fyrir byggingafram- kvæmdum, en með honum hafa unnið smiðir úr Vestmannaeyj- um svo og sjálfboðaliðar. Var Þorbjörn ráðinn til að dveljast £ eynni nú í sumar við athuganir, en ur þvi gat ekki orðið þar sem byggingaframkvæmdirnar töfð- ust mjög. Var ástæða þess sú að er nýja gosið hófst þaktist fyrir Framhald á bls. 6. PRENTARAR SAMÞYKKTU Ákaflega mlkil hrifning ríkti < á hljómleikum Sinfóniuhljóm- sveitarinnar í gær og var það al < mannamál þar, að sjaldan < hefðu hljómieikar hennar tek- izt betur en nú. Þetta máttu j kallast Beethoven-hljómleikar. Hér á myndinni sem tekin var! á hljómleikunum sjást þeir< tveir menn sem mest var þökk' uð þessi kvöldstund, píanóleik! arinn Askenasi og hljómsveitar < stjórinn Bohdan Wodisczko.' Myndin var tekin er verið var ! að flytja áttunda píanókonsert < Beethovens. Á eftir stjórnaði < Wodisczko einni vinsælustu sin! fóníu Beethovens þeirri þriðju< sem kölluð hefur verið Hetju- sinfónían. Prentarafélagið hélt fund í gær um fimm leytið í Iðnó. Var hann fjölsóttur, rúmlega 200 manns á honum. Til um- ræðu voru samningar þeir sem náðst höfðu um nóttina milli Prentarafélagsins og Félags prentsm'iðjueigenda. Pétur Stef- ánsson, formaður félagsins, gerði grein fyrir samningunum og á eftir honum töluðu nokkr ir aðrir félagsmenn. — Að því búnu voru samningarnir sam- Iðnaðarbankinn opnar á Akureyri Sigurbur Ringsted bankastjóri Á næstunni opnar Iðnaðarbanki íslands útibú á Akureyri. Verður það. annað útibú bankans utan Reykjavíkur, en fyrsta útibúið var stofnað í Hafnarfirði. , Útibússtjórinn á Akureyri verð- ur einn af kunnustu bankamönn- um staðarins, Sigurður Ringsted. Hefur Sigurður starfað í 19 ár við Landsbankann á Akureyri og er þar aðalgjaldkeri. Tveir eldsvoBar Hið nýja útibú Iðnaðarbankans á Akureyri mun verða til húsa að Geislagötu 6, í hinu nýja og'glæsi- lega Sjálfstæðishúsi Akureyrar. Fær bankinn þar ágætt húsrými á neðstu hæð og er nú unnið að þvi af kappi að innrétta það. Verð- ur verkinu væntanlega lokið um mánaðamótin, og getur þá útibúið tekið til starfa. Við utibú Iðnaðar bankans nyrðra munu í fyrstu starfa þrír menn ,en vonir forráða- manna standa til þess að skjótt þurfi að fjölga starfsliðinu. þykktir mótatkvæðalaust. Á sama tíma var fundur haldinn f Félagi prentsmiðjueigenda, og var samningurinn einnig sam- þykktur þar. Þar af leiðandi kemur nú ekki til verkfalls prentara í ár. Samningarnir voru í aðalatrið um á þessa leið: Kauphækkun verður fyrir starfsmenn á fyrsta ári 6%, á öðru og þriðja ári 9.7% og auk þess tilfærslur á milli aldursflokka. Þá voru veitt nokkur fríðindi m. a. það að unnið verður hálfa laugardaga eða fram til kl. 12 á hádegi í október, nóvember og desember og þýðir það að vinnuvikan verður 43 stundir til jafnaðar. Veikindadagar verða 14 f stað 12 áður. Þá var einnig ákveðið að laun prentnema skuli hækka, þannig að þau verða á fyrsta ári 45% af launum prentara, á öðru ári 55%, á þriðja ári 65% og fjórða ári 75% af fullum launum prent ara . Tveir eldsvoðar urðu í Reykjavík í gær og nótt og talsvert bruna- tjón í báðum tilfellunum. Klukkan rúmlega 5 síðdegis í gær var slökkviliðið kvatt að Út- alltaf var eldur að gjósa upp í því j |að nýju. Það var ekki fyrr en kl. 7 [í morgun að slökkviliðsmenn komu jtil baka af brunastað. Bæði fjárhúsið og hlaðan voru skálum við Suðurlandsbraut. Þar \ járnklædd timburhús og mun ekki brann fjárhús og hlaða, ásamt þvi heyi sem í hlöðunni var. Unnu slökkviliðsmenn í allt gærkvöld og alla nótt að ryðja heyinu meira eða mínna brunnu út Ur hlöðunni, þvi BLAÐtÐ i DAG hafa verið sérstaklega til bygging- anna vandað, enda gamlar orðnar o% úr sér gengnar. Skammt frá var hesthús og hey og tókst að verja það. Um eldsupptök er ekki kunn- ugt. Eigandi hlöðunnar skýrði lög- reglunni frá að heyið hefði verið látið inn í hlöðuna fyrir 2 mán. Þá Framh. á bls. 6. hlaðan og fjárhúsið voru ónýt brunann við Suðurlandsbraut. íldgos í sjó út af Reykjanesi í MORGUN um tíu-leytið varð þess vart, að nýtt eldgos væri byrjað neðansjávar út' af Reykja nesi. Voru það flugmenn af Loft- leiðavél, sem urðu þessa fyrst varlr. Flugstjóri hennar Var Smári Karlsson. Þeir skýrðu frá því, að þar á nokkru svæði væri sjórinn með einkennilegum Ijós- grænum litbrigðum og væri eins og þar væri að brjóta á. Þá sáu þeir ösku og vikur á sjónum. Skömmu síðar fór flugvél frá varnarliðinu og flaug yfir svæðið og einnig vél Flugmála- stjóra og urðu þeir sömu fyrir- bæranna varir. Þeir voru þó ekki lentir aftur þegar blaðið fór í pressuna. Svæði þetta er talið um 45' mílur suðvestur af Keflavfkur- flugvclli, en það er alllangt suð- vestur af Eldey og virðist þetta vera á hinu sama eldgosasvæði, þar sem eyja kom upp á fyrri tímum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.