Vísir - 01.10.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 01.10.1965, Blaðsíða 2
VÍSIR . Föstudagur 1. október 19«5. GLIMUMENN ARMANNS HEFJA VETRARSTARFIÐ Gísli Guðmundsson þjálfar eldri f lokkunu Glfmuæfingar Glímudeildar Glímu félagsins Ármanns hefjast I byrjun október og munu fara fram í í- þróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu á mánudags- og flmmtu dagskvöldum kl. 7—10,30. Verða þær tvíþættar, eins og áður, ann- ars vegar æfingatímar eldrl glímu- manna og hins vegar drengja. Þelr yngri verða í tveim fyrri tímunum en eldri i síðari timunum frá kl. 9. Æfingar verða við það miðaðar, að auka þrek og þol, lipurð og færni, jafnframt því sem léttleiki og fágun íþróttarinnar verða einn mikilvægasti þáttur þjálfunarinnar að áratugagömlum sið Ármenninga. Þjálfari eldri flokks glímumanna deildarinnar hefur verið ráðinn hinn góðkunni glímumaður Gísli Guðmundsson, sem var í röð beztu !glímumanna landsins um árabil og ! Islandsmeistari margsinnis. Það orð fór af glímum hans, að hann glímdi einungis af fimleik, snerpu og fegurð. Þá hefur einnig ráðizt til deild- arinnar sem aðstoðarþjálfari glímu jkóngurinn þekkti Rúnar Guðmunds son, bróðir Gísla. Ekki þarf að frægja glímur hans fremur en bróð ur hans, því orðstír góðs glímu- manns lifir. Æfingatímar yngri flokks verða nú fjórir í viku í stað eins undan- farin ár. Var þessi fjölgun nauð- synleg vegna mikillar þátttöku og áhuga hinna verðandi glímumanna. Kennari yngri flokks deildarinn- ar verður Hörður Gunnarsson, eins og áður. Hefur honum tekizt á tveim árum að þjálfa upp stóran hóp drengja, sem margir hverjir eru góð glímumannsefni. Æfingar hafa þeir sótt með ágætum og munu á sl. vetri allt að 100 dreng- ir hafa notið tilsagnar hans. iNNANFÉLAGSMÓT. 1 lok æfingatímabilsins síðari hluta aþrfl vorii innanfélágsmðt Ár manns háð, en það er hin árlega Flokkaglíma Ármanns og Bikar- glíma Ármanns. 1 Flokkaglímunni var glímt 1 3 þyngdarflokkum karla, unglingafl.. og 5 aldursflokkum drengja. Alls voru þátttakendur 42. Sigurvegarar í einstöku flokkum urðu þessir: í 1. þyngdarflokki karla: Hörður Gunnarsson, 2. fl. karla: Pétur Sig urðsson, og í 3. fl. karla: Guðmund ur Freyr Halldórsson 1 unglingafl. sigraði Þorsteinn Hraundal og hlaut hann einnig Sigurjónsskjöldinn að launum fyrir sigur I Skjaldarglímu drengja í Ármanni, en skjöldurinn var gefinn til minningar. um Sigur- jón heitinn Pétursson á Álafossi. Úrslit í drengjaflokkum urðu þau, að f 1. fl., 13-14 ára, sigraði Agnar Ásgrimsson, i 2. fl. 12-13 ára, Ág- úst Einarsson, f 3. fl., 11-12 ára, Sveinbjörn Garðarsson, í 4. fl. 10-11 ára, Kjartan Ólafsson, og f 5. fl., 10 ára og yngri: Gunnar Hilmars- son. Verðlaunapeningar og bikarar voru afhentir f karlaflokkum að lokinni keppni. Bikarglima Ármanns fór fram um miðjan maí. Tóku þátt í henni 6 glfmumenn. Sigurvegari varð Pétur Sigurðsson. SKEMMTIKVÖLD FYRIR DRENGI. Skemmtikvöld var haldið f maf- byrjun fyrir yngri flokkana, og voru þar afhent sigurlaun í ungl- ingaflokki og drengjaflokkum. Auk þess, að þrfr vinningaflestu dreng- irnir í hverjum flpkki hlutu verð- launapeninga. váriri Agnar Ásgrfms son bikar til eigr/ar, sem glímu- déildin hafði gefið í þessu skyni, Ágúst Einarsson vann einnig til eignar fagran silfurbikar en hann hefur þrívegis í röð sigrað f sín- um flokki. Þá var Þorsteini Hraun- dal afhentur Sigurjonsskjöldurinn. Skemmtikvöld þetta sóttu 40-50 drengir, sem þágu veitingar í boði glímudeildarinnar .horfðu á kvik- myndir, auk fleira efnis, er haft var til fróðleiks og ánægju. Strákarnir á myndinn! eru af yngstu kynslóðinni hjá Ármanni. Þelr heita Gunnar og Hörður Hilmarssynir 6 og 5 ára gamlir, og Rúnar Bergsteinsson 6 ára. fafi GLÍMUSYNINGAR. 1 sumar hefur sýningarflokkur Glfmudeildar Armanns sýnt f 12 BkTptl',' næBÍ glf'mu bg' íórná leiki, við beztu undirtektir, hvort heldur sýnt hefur verið í Háskólabíói, að Árbæ, Jaðri eða sérstakar sýning- ar hafa verið hafðar fyrir erlenda ferðamenn við önnur tækifæri. í sýningarflokknum hafa verið frá 12-25 glímumenn hverju sinni. Matthildur Guðmundsdóttir Armenningar sigursælastir á Unglingameistaramótinu Unga sundfólkið f Armanni varð | Hrafnhildur Kristjánsdóttlr úr Ar- í hlutskarpast á Unglingamelstara-1 manni vann flestar greinar eða 5 I mótl islands í sundi sem fram fór jtalsins með boðsundunum og Matt- fyrir nokkru á Sauðárkróki. Hlutu j hildur Guðmundsdóttir vann elnnig Armenningar 114 stig samanlagt, 15 greinar með boðsundunum. en Selfyssingar komu næstir meðj Ármennlngar fengu 11 meist- 79 stig og þá Ægir með 48 stig. I arastig af 16, Selfysslngar 3 meist- i arastig, Æglr 1 og Akurnesingar 1. ÆFINGAR í VETUR. Æfingar munu fara fram f íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu, eins og áður segir, á jmánudögum og fimmtudögum kl. 7-10,30. Allar upplýsingar fást á skrif- j stofu Armanns, í Iþróttahúsinu við Lindargötu, sími 13356, á mánudög HSÍ-ÞING Á MORGUN ! A morgun fer fram f félagsheim ; ili KR við Kaplaskjólsveg I Reykja vfk ársþing Handknattleikssam- bands íslands. Þingið verður sett kl. 14. um, miðvikudögum og föstudðgum kl. 8-9,30 e.h. Þar fer innritun einn ig fram. ;¦.._,¦¦..% 2.23 m. A frjálsiþróttamótl i Peklng í tfyrradag stökk 23 ára gamall 'stúdent Chin-Chin að nafni 2.23 n hástökki samkvæmt skeytl frá [kínversku fréttastofunni Hsinh- ,uas. Er þetta kfnverskt met og >annað bezta afrekið í þessari Jgrein í heimlnum. Það var Val- >erij Brumel hinn rússneski, sem >á heimsmetið og er það 2.28 ,metrar. BÆTT ÞJÓNUSTA BETRI ÞJÓNUSTA OPIÐ TIL KL 10 í KVÖLD Alla föstudaga til kl. 10 á kvöldin og alla laugardaga til kl. 4 e. h. Verzlunin \ KRÓNAN Mávahlíð 25. Sími 10733

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.