Vísir - 08.10.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 08.10.1965, Blaðsíða 7
V í SIR . Föstudagur 8. október 1965. 7 DEILT UM ARFLEIFD SÚKAR- HÓS FYRIR ANDLÁT HANS TTm síðustu helgi var gerð til- raun til byltingar í Indó- nesíu og hefur landið síðan ver- ið f hernaðarástandi. Fréttir af þessum atburðum voru í fyrst- unnni mjög óljósar. Indónesía er land sem mjög örðugt er að koma fréttum frá, ekki sízt þeg- ar símakerfið þaðan kemst í rugling í innanlandsóeirðum. Lengi vel vissu menn varla hverjir hefðu gert tilraun til byltingar og f marga daga var ekkert vitað um afstöðu forseta landsins Súkamós, eða hvort hann væri yfirhöfuð á lífi. ÍNú þegar nærri vika er liðin frá þessu er aðeins farið að rofa y til í þessu þokuþykkni, Súkarnó er kominn fram og hefur rætt við erlenda blaðam. Hann vill þó ekkert segja nánar um það hvað hafi verið á seyði, né heldur hvað sé nú fyrir hönd- um. En svo virðist sem hann sé eins og svo oft áður að halda sáttafundi og reyna að fá þá aðila, sem rimman varð milli til að starfa áfram saman. Vel má vera að menn haldi því fram ,að litlu skipti hvað gerist austur i þessu frum- stæða austræna ríki, þar sem meginhluti landslýðsins er svo fátækur og óupplýstur, að ferða menn h.afa stundum látið i ljós þær skoðanir í ritum um Indó- nesíu, að þar sé bilið stytzt milli 'mannkynsins og apakynsins. enda lifa þeir tveir ættbálkar náttúrufræðinnar, einmitt í nán ustu samfélagi hvor við annan einmitt austur í Indónesíu. Tj’n við verðum nú samt að J hyggja að því að þetta ríki Indónesiu, þó það sé sundurlaust og skammt á veg kom;ð, er eitt allra víðlendasta og fjölmennasta riki veraldar. Að íbúatölu er það talið hið fimmta í röðinni í heiminum, á undan því eru aðeins Kína, Ind- land, Rússland og Bandaríkin. Mannf jöldinn þar er talinn nokk uð yfir 100 miiljónir og er það t.d. heilum milljónatug meira en í Japan og nærri 40 milljónum fleira en t.d. í Brasilíu. Þessi mikli manngrúi er að vísu ekkert sem nágrannamir þurfa að óttast. Hins vegar er Indónesíu haldið saman með til tölul. miög fámennum en stælt um her. Ýmsar tölur hafa verið gefnar upp um fjölda hermanna í Indónesíu, en það sem skiptir í rauninni mestu máli er lítill hópur úrvalshermanna, talið að það sé varla meira en 10 þúsund manns. Þegar uppreisnir hafa brotizt út meðal ýmissa þjóð- flokka á eyjunum, þá era þessar stormsveitir þegar komnar á staðinn og varpa sér jafnvel nið ur í fallhlífum til að bæla niður óróann. Indónesar hafa að undanförnu látið mikið á sér bera. Þeir kröfðust þess, að hinar brezku lendur á norðurströnd Bomeo yrðu sameinaðar Indónesfu og þegar þeir fengu því ekki fram gengt en í stað þess var stofnað sambandsríkið Malajsía sögðu þeir þessu nýja ríki eiginlega stríð á hendur og kváðust ekki mundu linna látum fyrr en Mal- aisía hefðj Iiðazt í sundur, Ótt- uðust menn talsvert hótanir þeirra, aðallega vegna hins fyrr greinda stormsveitarliðs, sem bú ast mátti við að gerði árásir að óvörum og að stofnað væri til skæruhemaðar á Bomeo. Nú hef ur Malajsía að vísu klofnað, þó af öðram ástæðum sé, en á sama tíma kemur I ljós í byltingartil- rauninni um s.l. helgi, að Indó- nesía er þó fjarri því að vera sterkt ríki, sem hafi bolmagn til að fara f stórfelldar innrásar styrjaldir Heima hjá þeim sjálf- um er vissulega margur pottur brotinn og er Indónesfa þannig aðeins hluti úr hinum mikla og órólega suðupotti í Suðaustur Asíu ,þar sem svo mörg ólík öfl togast á. að nálgast stjómleysi. Jafnframt einkennist ríkið af ýtni og útþenslu kommúnista sem reyna að koma sér fyrir með kínverskri fjárhagsaðstoð og vopnasmygli í þeim tilgangi að hrifsa til sfn völdin með tíð og tíma. T Indónesíu hafa ýmis öfl tog- azt á um völdin eins og geng ur og gerist. Landið var hol- lenzk nýlenda, sem Japanir her námu. Voru Hollendingar illá þokkaðir vegna harðstjórnar sinnar, þó að öragg stjóm þeirra færði landinu frið og blómgv- un atvinnuvega. Vora þvf sterk þjóðemissinna öfl til í landinu, sem notuðu tækifærið til að reyna að hrifsa til sín völdin eftir ósigur Japana og var Sú- kamó foringi þeirra aðgerða og hefur æ sfðan verið álitinn þjóð hetja í landinu. Ibúamir era múhameðstrúar og kom þar snemma upp öflug hreyfing öfgatrúarmanna, sem vildu stofna nokkurs konar kirkjuríki þar en fjandsköpuðust við umbótastefnu Súkamós. Kom fljótt til átaka þar á milli og hafa þessir öfgatrúarflokkar nú að mestu verið upprættir sem pólitískt afl, en þeirra heyr ist þó getið aðallega vegna þess, að fvlgismenn þeirra hafa stund um reynt að myrða Súkamó. Súkarnó Indónesíuforseti. mjög aðstöðu þeirra, að Kín- verjar hafa löngum ráðið mikl- um hluta verzlunar landsmanna og milljónir kínverskra borgara hafa setzt að f Indónesíu vegna þeirra viðskipta. Móti þeim stendur her lands ins, venjulega talinn undir for- ustu Nasution hermálaráðherra. Hann lftur á það sem hlutverk sitt að viðhalda friði í ríkinu og halda þvf sameinuðu. Með hon um er svo hópur ósamstæðra smáflokka og manna sem telja það fyrir öllu að viðhalda efna hagslífinu gangandi og vinna að framföram og hallast þá oft á þá sveif, að skynsamlegra sé að eiga gott samstarf við vestræn Indónesíu og þó allur hin milljón faldi almúgi þessa lands hafi ekki mikla möguleika til að skilja hina margbrotnu þætti stjómmálalífsins í landinu, þekk ir fólkið og tekur þátt f persónu legri dýrkun á Súkarnó. Hver stefna Súkamós svo aft- ur er, það er erfiðara að greina. Hann hefur verið hættulegur maður fyrir nágranna sfna. vegna þess að líkt og einræðis herrar gera oft, þá hefur hann tekið upp einskonar heimsvalda stefnu. Hann langar til að veldi sitt verði sem allra mest á landa bréfinu. Og hann hefur jafnan haft betur í þessum leik. Fyrst tókst honum að sameina Indó- Tjau öfl sem nú era mest að verki f Indónesíu má segja að séu þrjú. I fyrsta lagi komm únistar, sem sífellt hafa aukizt að áhrifum vegna aukinna sam skipta og aðstoðar frá Kfnverj um. Kommúnistar era þegar alls ráðandi í vissum héraðum á fjölbýlustu eyjunni Java og þeir sækjast eftir því að framkvæma hina sósíalísku byltingu, kannski með líkum hætti og gerðist á Kúbu ,að gera bandalag við Kín- verja og taka upp fullan fjand skap við vestræn ríki. Það eflir ríki. Þessir aðilar finna m.a. mjög fyrir því, hvað óvináttan við Bandaríkin hefur orðið land inu dýr, þar sem Indónesía hef ur við það misst alla aðstoð frá þeim og við því má þetta fátæka Iand ekki. Tjriðja aflið er, ef svo má segja Súkamó forseti. Hann er sjálfur og persónulega alveg vafalaust stórmikið afl í ríkinu, mætti jafnvel segja að hann væri burðarás þess. Hann er hinn gamli foringi og þjóðhetja nesíu. Kjami þeirrar sameining ar er ein lítil en fjölbýlasta eyj- an, Java, heimabyggð Súkamós. Sameining er f þvf fólgin, að Jövumenn drottna yfir hinum eyjunum. Síðan heimtaði Sú- kamó að fá vestur hluta Nýju Gíneu, þó fólkið sem þar býr sé allt annað en íbúar Indónesfu og verður ekki annað séð en að þar hafi verið um hreina land- vinningapólitík að ræða og leið inlegt að Sþ skyldu verða til að leggja blessun sína yfir þá innlimun. Nú heimtar hann að fá norðurströnd Bomeo sem Bretar áðu réðu yfir og það þótt Borneo-menn séu yfir höfuð ekkert hrifnir af kúgun Jövumanna. Súkarnó hefur enn fremur sett fram kröfu um að Filippseyjar skuli innlimaðar. Menn segja jafnvel í hálfkæringi að hann verði ekki ánægður fyrr en hann sé búinn að Ieggja und ir sig Japan. Tjetta virðist vera hin eigin- lega pólitík Súkarnós, að vinna sem mest lönd. Undir niðri virðist hann svo allt frá æskudögum vera haldinn asía- tískri óbeit á hvítum mönnum. Og sú andúð hans hefur aukizt við það að það eru einmitt hinar vestrænu þjóðir sem helzt hafa snúizt gegn landvinninga- pólitík hans, meðan Kínverjar hafa að sjálfsögðu lýst blessun sinni yfir hana, þar sem hún stuðlaði að því að auka ringul reiðina á þessu svæði og blása að kolum hvítramannahaturs í Suðaustur Asfu. Súkamo hefur hins vegar ekki tekið mikla áfstöðu í innanlands deilunum. Hann hefur aðeins viljað reyna að sætta hin ó- líku öfl og fá þau til að starfa saman. Þetta hefur honum tek- izt, vafalaust eimmgis vegna hinna miklu persónulegu áhrifa sinna. Engum aðila hefði hald- izt uppi að snúast gegn honutn. Tjað sem nú virðist hafa verið að gerast f Indónesíu var aðeins þessi spuming: — Hvað tekur við, þegar Súkarnó fellur frá? Það er komið að þvf að verði að svara henni, því að Súkamó er veikur. Hann geng ur með illvígan nýmasjúkdóm, svo líf hans er í hættu. Hann hefur dregið það að láta lækna framkvæma á sér nauðsynlegan uppskurð, vegna spádóms sem spákerling ein gaf honum á unga aldri. Hún sagði að hann myndi deyja fyrir skurðhníf læknis. Þess vegna þorir hann ekki að láta skera sig upp. Að undanfömu hefur Súkamó hrakað mjög og er vfst að bæði öflin f landinu kommúnistar og herinn hafa verið að undirbúa að taka í taumana, þegar hann félli frá. Ef trúa á sögusögn einni sem komizt hefur á loft núna, hafa kommúnistamir orðið fyrri til að láta til skarar skríða. For- ustumenn þeirra fengu þær fregnir frá líflækni Súkamós, að nú væri sjúkdómur hans kominn á það stig, að hónum yrði ekki bjargað og mætti búast við á hverri stundu að hann félli frá. Þá biðu þeir ekki boðana og gerðu byltingartilraun. Forustu- maður í henni virðist hafa verið óþekktur foringi í lífvarðaliði Súkamós. sem var kommúnistí. Allt virðist hafa verið undirbú- ið fyrirfram. Líklega hefur Sú- karnó sjálfur verið tekin hönd um og sömuleiðis hópar herfor ingja. Flokkur kommúnista réð- ust á heimili þeirra að næturlagi tóku þá og skutu jafnvel suma. Er sagt að mjóu hafi jafnvel munað að þeir næðu sjálfum forustumanni hersins Nasution hermálaráðherra. Hann gat á siðustu stundu skriðið á náttföt unum út um bakglugga á húsi sínu. Hann særðist af byssukúlu en slapp. Hins vegar gerðu kommúnísku árásarmennimir mikið umrót í húsi hans og vit að er að þeir tóku 14 ára dóttur hans og misþyrmdu henni svo að hún lézt nokkra síðar. Einn hershöfðingja tóku kommúnistar vöfðu hann innnan í gólfteppi og létu hermenn síðan æfa sig Framh. á 6. sfðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.