Vísir - 08.10.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 08.10.1965, Blaðsíða 11
Sagan um frúna, sem ætlaði út í búð á bílnum sínum, en hann bilaði, 1 Unga húsmóSirin var nýstig in upp í litla eiginkonubílinn og hafði ekki ekið nema nokkra metra áleiðis til matvörubúðar innar þegar hreyfill bílsins stoppar allt í einu. Nú eru góð ráð dýr. Hún kemst þó fljót- svo hún varð að leita til næsta lögregluþjóns er í stuttu máli svona: lega að því að hreyfillinn er aft an í bílnum, svo hún opnar vélarhúsið og horfir smástund á hreyfilinn, en getur ómögu- lega séð að nokkur skapaður hlutur sé í ólagi. Þá kemur lög regluþjónn. Sagan um ungu frúna Ljóshærð °9 falleg Þetta er hún Elke Sommer, leikkonan unga og þýzka, sem kvikmyndahúsagestir kannast vel v/ð úr ýmsum myndum. Þessi mynd er úr þýzkri „villta-vesturs" kvikmynd: „Winnetou og bjarndýraveiðarinn". Út vil ek... Ovo mun sjást af óvefengjan- ^ legum skýrslum, að aldrei hafi fleiri landar gert víðreist en f sumar. Þetta er gott og bless að — að minnsta kosti ef marka má þá kenningu að heimskt sé heimaalið bam, margt viti sá, sem víða fer og allt það. Samkvæmt því ætti þeim stöðugt að fara fækkandi heimskum heimaalningum og þeim að sama skapi fjölgandi, sem margt vita. Þeir fyrirfinn- ast þó eflaust, sem telja nokk- urn vafa á að þeirrar þróunar gæt; svo í þjóðfélagi voru, að ekki verði hjá komizt að sjá það... en það er ekkert að marka, það hafa alltaf verið uppi nöldurseggir, sem reyna að draga úr öllu, og gera smá- atriði, sem miður fara, að stór- vægilegum atriðum, sem yfir- skyggi allt það, sem betur fer ... það hefur til dæmis flogið fyrir, meira að segja verið full- yrt í blöðum, að þessir ferðalang ar komi heldur en ekki færandi varninginn heim — hagnýti sér þann gjaldeyri, sem þeim stend ur til boða, til kaupa á fatn- aði á sig og fjölskylduna og öðrum nauðsynlegum hlutum og sé þetta hvorki meira né minna en stórhættulegt öllum iðnaði og verzlunum í landinu. Hins vegar hefur aldrei verið neitt á það minnzt, að nokkuð sé athugavert við að þeir hinir sömu taki út alla þá gjaldeyr- isupphæð, sem leyfð er — það er ekki talið nema sjálfsagt, en þeir eigi bara að verja henni betur þegar út kemur, eða með öðrum orðum í það, sem þeir geta ekki tekið heim með sér nema óbeinlínis, ekki kaupa fyr - ir hana nein verðmæti, heldur beinlínis að sóa henni, svo að þess sjái engan stað. Þeir geti til dæmis varið gjaldeyri sínum í stanzlaust fyllerí, eða keypt fyrir hana blíðu þeirra, sem láta hana fala fyrir fé... Það má vel vera, að þetta sé hin eina rétta gjaldeyrismeðferð, hlýtur eiginlega að vera það, þyí heyrzt hefur að hið opinbera ætli að gera ráðstafanir, að vísu óbeinar, til þess að tryggja að þeirri kenningu verði framfylgt, og mun tollheimtu- mönnum einkum ætlað að hafa þar gát á hinu bersyndugu — hvað einhverntíma hefði þótt fyrirsögn. En ánægjulegt hlýtur þetta að verða fyrir þá, þegar þar gát á hinum bersyndugu — með sér að utan... að geta staðið álengdar, þegar toll- heimtumennirnir eru að róta í troðnum töskum þeirra bersynd ungu... að geta þá staðið á- lengdar og haft yfir hina fornu bæn faríseanna og þakka sín- um sæla, að þeir séu ekki eins og þessir menn ... Askriftarsími VÍSIS er 11661 Ha? segir hann. Er bíllinn bilaður? Unga frúin heldur nú það og lögregluþjónninn lítur á hreyfilinn. Hann biður kon- una um hámál, hún dregur nál úr hári sér. Það þarf að hreinsa eitthvað. 3 lagi, segir hann, og réttir ungu Lögregluþjónninn tekur við konunnj nálina sína aftur. Hún nálinni og pikkar hingað w " þakkar fyrir sig. þángað í hreyfilinn. Þetta eríw' Vandinn er leystur — hús- móðirin er lögregluþjóninum af ar þakklát, nú veit hún hvem- ig viðgerðarmennimir á verk- stæðunum fara að því að gera við bíla. Hún stígur ánægð upp í bílinn sinn, og lögregluþjónn- inn heldur áfram að sinna sfn- um störfum. Kári skrifar: Æ fengi hækkaði í verði 1. þ. m. Og eins og gengur — hvort sem um verðhækkun á áfengi er að ræða eða öðm, er mikið um hana rætt, rétt í bili — það dregur úr áfengiskaup unum nokkra daga, svo sækir alit í sama horf með kaup á þvf eins og annað sem hækk- ar í verði. Og líklega er nú þeg ar jafnmikið selt af áfengi og áður og jafnvel heyrðist ekki, að neitt verulega hefði fækkað um seinustu helgi þeim, sem lögreglan þurfti að veita húsa skjól vegna ölvunar. Annars munu menn minnugri á aðrar hækkanir en áfengishækkunina. Kunningi minn minnti mig á viðhorf manna á seinustu öld, með því að vitna í eina skáld- sögu Jónasar frá Hrafnagili, þar sem hann kemst að orði á þá Ieið, að einn væri sá tollur, sem menn borguðu möglunar- laust, og það væri brennivíns- tollurinn. Já, menn kvörtuðu yfir sköttunum þá ekki síður en nú, og ósmár er sá „skattur“ sem landsmenn greiða með á- fengisþambinu, og ekki minnkar hann við það að brennivfns- flaskan er komin upp í 270 krónur. En vitanlega var þetta sjálfsögð hækkun. Ríkið þarf sitt eins og aðrir. Og þetta er sú skattbyrði, sem enginn þarf að bera, nema þá af frjálsum vilja. Ráðið er svo ósköp ein- falt: Að drekka ekki. Eða þá að gera þessa skattbyrði svo léttbæra, að menn blátt áfram finni vart eða ekki til hennar, — þ. e. með því að drekka lítið. „Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta“, sagði Salo- mon. Menn geta sem sagt hætt að drekka, ef þeir vilja ekki greiða þennan skatt, eða ráðið sjálfir hvað þeir greiða þ. e. verið hófsamir að jafnaði (og góðglaðir aðeins í hófum og réttum) og lofað hinum að bera meginbyrðamar. En í fullri al- vöru verður að segja: Þjóðin er á háskalegri braut vegna sf- vaxandi áfengisnautnar karla, kvenna og unglinga. Sú hætta er að verða augljósari því lengra sem líður. Hækkun á- fengis mun því miður vart draga úr henni, eftir fyrri reynslu að dæma, en ofneyzla áfengis er áreiðanlega mestur bölvaldur í þjóðfélaginu. En hversu skal úr bæta? Um það hefur verið, og verður deilt, — en víst er, að bæta má ástand- ið, sé einharðlega fram gengið í baráttu til þess að vekja og styrkja viljann til þess.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.