Vísir - 08.10.1965, Blaðsíða 10

Vísir - 08.10.1965, Blaðsíða 10
VISIR . Föstudagur 8. október 1965. w • f f B • * 1 w • ' B oorgin i dag borgin i dag borgm i dag Nætur- og helgidagavarzla vikuna 2. okt. — 9. okt, Vestur- bæjar Apótek. Læknavakt í Hafnarfirði að- faranótt 9. okt. Jósef Ólafsson, ölduslóð 27. Sími 51820. * Utvarp Föstudagur 8. oktober. Fastir liðir eins og venjulega. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.30 Síðdegisútvarp. 17.05 Endurtekið tónlistarefni. 18.30 Þingfréttir — Tónieikar. 20.00 Efst á baugi Björgvin Guð- mundsson og Björn Jó- hannsson tala um erlend málefni. 20.30 Einleikur á píanó. 20.45 Gutenbergsbiblía Ólafur Ólafsson kristniboði flytur erindi. 21.10 „Svífur að haustið“:Gömlu lögin sungin og leikin. 21.30 Otvarpssagan: „Vegir og vegleysur" eftir Þóri Bergs son Ingólfur Kristjánsson les (8). 22.10 Kvöldsagan: „Kona Pótí- fars“ eftir Kristján Bender Valdimar Lárusson leikari les síðari hluta sögunnar. 22.40 Næturhljómleikar. 23.25 Dagskrárlok. KAUPMANNASAMTÖK ív iSLANDS KVÖLDÞJÓNUSTA VERZLANA Drífandi, Samtúni 12, Kidda- búð, Njálsgötu 64. Kostakjör s. f. Skipholti 37. Verzlunin Aldan, Öldugötu 29. Bústaðabúðin, Hólm garði 34. Hagabúðin, Hjarðar- haga 47. Verzlunin Réttarholt, Réttarholtsvegi 1. Sunnubúðin, Mávahlíð 26. Verzlunin Búrið, Hjallaveg'i 15. Kjötbúðin, Lauga vegi 32. Mýrarbúðin, Mánagötu 18. Eyþórsbúð, Brekkulæk 1. Verzlunin Baldurgötu 11. Holts- búðin, Skipasundi 51. Silli & Valdi, Freyjugötu 1. Verzlun Ein ars G. Bjamasonar, v/Breiðholts veg. Vogaver, Gnoðarvogi 44— 46. Verblunin Ásbúð, Selás'i. Krón an, Vesturgötu 35. Austurver h.f. Fálkagötu 2. Kron, Skólavörðustíg 12. Spáin gildir fyrir Iaugardaginn 9. september. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl. Taktu ekki alltof hátíð- Iega loforð annarra. Gerðu ekki neinar áætlanir í sambandi við helgina, sem að þú getur ekki breytt fyrirvaralítið. Kvöídið getur orðið skemmtilegt heima fyrir. Nautið, 21. apríl til 21. maí. Það verður í mörgu að snúast hjá þér, og þó öllu fremur ann- arra vegna en beinlínis fyrir sjálfan þig. Þú munt þó hafa ánægju af þessum umsvifum, og kvöldið verður þér skemmti- legt. Tvíburamir, 22. maí til 21. júní. Þótt þú hafir fyllstu þörf fyrir að hvíla þig er mjög hætt við að lítið tóm gefist til þess. Reyndu samt að skipuleggja helgina svo að þú getir slakað eilítið á, ferðalög vafasöm. Krabblnn, 22. júní til 23. júlf: Eftirrekstur og óþolinmæði verður þér til lítils um helgina, nema óvinsælda hjá þeim, sem það bitnar á. Taktu öllu með ró, lofaðu hlutunum einu sinni að hafa sinn gang .afskiptalítið. Ljónið, 24. júli til 23. ágúst: Samkvæmislffið verður skemmtilegt um helgina, en þú mátt gæta þín á að verða ekki þreyttur um of. Fyrir hádegið krefst margt úrlausnar, svo að þú verður að varast ofmikið flaustui. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Þú ættir að reyna að hafa ró og næði um helgina, láttu að minnsta kosti ekki telja þig á ferðalög, það er ekki Ifklegt að þau takist þannig, að þú hafir ánægju af. Haltu þig heima í kvöld. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Þú færð heimsókn um helgina, sem þú hefur lengi búizt við, það verður i mörgu að snúast, en yfirleitt verður þetta ánægju legt. En hætt er við að þú haf- ir ekki mikinn tíma til hvfldar. Drekinn, 24. okt til 22. nóv.: Um þessa helgi færðu að kom- ast að raun um að viss persóna, sem þú heldur þig hafa þekkt, hefur annan mann að geyma en þú bjóst við. Að vissu leyti máttu sjálfum þér þó um kenna Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des. Gættu þess að láta ekki gamla vináttu renna út í sand- inn fyrir skeytingarieysi eða nýjungagimi, því að ekki er ó- líklegt að þú hafir hennar fulla þörf áður en langt um líður. Steingeitin, 22. des til 20. jan. Láttu sem þú heyrir ekki eftirrekstur og afskiptasemi annarra. Taktu hlutunum með ró, hvíldu þig, eða skemmtu þér f hófi, en það skaltu ákveða sjálfur eins og þér bezt þykir. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr. Helgin verður þér því að- eins skemmtileg, að þú gerir þér ekki ofmiklar vonir um framlag annarra í því sambandi. Vinir og kunningjar verða ef til vill ekki sem örlátastir. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Treystu ekki öðrum um skör fram. Gættu þess að halda öllu f hófi, hyggilegast að fresta ferðalögum og halda sig að mestu heima. Ekki skaltu láta aðra ráða um of fyrir þér f kvöld. Sjónvarp Föstudagur 8. oktober. 17.00 Dobie Gillis. 17.30 Sheriff of Cochise. 18.30 Bold Venture. 19.00 Fréttir. 19.30 Franklin D. Roosevelt, Bandarfkjaforseti. 20.00 Peter Gunn. 20.30 Shindig. 21.30 Rawhide. 22.30 Fréttir. 22.45 Kvikmyndin: „Víðáttan" Árnað heilla Söfnin Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafnið Þingholtsstræti 29A sími 12308. Otlánsdeild opin frá kl. 14-22 alla virka daga nema laugardaga kl 13-16. Lesstofan opin kl. 9-22 alla virka daga nema laugardaga kl. 9-16. — Úti búið Hólmgarði 34 opið alla virka daga, nen.a laugardaga kl. 17-19 mánudaga er opið fyrir fullorðna til kl. 21. — Útibúið Hofsvalla götu 16 opið alla virka daga nema laugardaga kl 17-19. — Útibúið Sólheimum 27, sfmi 36814, fullorðinsdeild opii. mánu daga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16-21, þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 16-19 Bamadeild opin alla virka daga nema laugardaga kl. 16-19 Þjóðminjasafnið er opið yfir sumarmánuðina lla daga frá kl 1.30- 4. Listasafn Einars Jónssonar er op ið sunnudaga og miðvikudaga kl. 1.30- 4.00. 19. sept. voru gefin saman í hjónaband af séra Árelíusi Níels syni ungfrú Lilja Þorbérgsdóttir og öm Herbertsson. Heimili þeirra verður að Ljósheimum 10 Reykjavfk. (Ljósmjmdastofa Þóris) Nýlega voru gefin saman í hjónaband á Siglufirði af séra Ragnari Fjalar Lárussyni ungfrú Kristín Friðbergsdóttir og Baldur Ámason frá Siglufirði. Heimili þeirra verður að Gnoðarvogi 42. Reykjavik. — (Ljósmyndastofa Þóris). Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Guhnari Árna- syni ungfrú Auður Hauksdóttir flugfreyja og Stefán Þór Jónsson flugmaður. Heimili þeirra verður að Hlíðarvegi 30. Kóp. — (Ljós- myndastofa Þóris). Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Árelíusi Nfels- syni ungfrú Ingibjörg Skarphéð- insdóttir og Hafliði Benediktsson. Heimili þeirra verður að Njörva- sundi 6. R. — (Ljósmyndastofa Þóris). Ég hef ekki heyrt frá kærast anum f hálft ár — ætti ég að hætta að greiða afborgunina af trúlofunarhringunum okkar? Tilkynniiig Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík heldur fund mánu- daginn 11. okt. í Iðnó. Umræðu- efni: Vetrarstarfið, bazar 3 nóv., kvikmynd. Ilaustfermingarbörn Laugamess sóknar em beðin að koma til við tals í Laugarneskirkju (austur- dyr) n.k. fimmtudag kl. 6 e.h. Séra Garðar Svavarsson Langholtssöfnuður. Fyrsta kynnis- og spilakvöld verður í safnaðarheimilinu sunnudags- kvöldið 19 okt. kl. 8. Góð spila verðlaun. Kaffiveitingar. Þess er óskað að safnaðarmeðlimir yngri en 14 ára mæti ekki á spilakvöld unum. — Sumarstarfsnefnd. 559 IÐNNEMAR. ATHUGIÐ! Skrifstofa Iðnnemasambands Islands verður framvegis opin á þriðjudögum og fimmtudögum frá klukkan 19.30-20.30 Mosfellsprestakall. 1 forföllum sóknarprestsins, séra Bjarna Sig- urðssonar, mun séra Gfslj Brynj- ólfsson þjóna prestakallinu f næstu þrjá mánuði. Séra Gísli á heima f Bólstaðarhlíð 66 — sími hans er 40321. — Prófastur. Minningar p j öl d Minningabólc Islenzk-Amerfska félagsins um John F. Kennedy for seta fæst í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti, Ferðaskrifstofu rfkisins (Baðstof unni) og f skrifstofu fsl.-amerfska félagsins Austurstræti 17 4. hæð Minningarspjöld Félagsheimilis sjóðs Fjúkrunarkvennafélags ís- lands eru til sölu á eftirfarandi stöðum: Hjá forstöðukonum Lands- spftalans, Kleppsspftalans, Sjúkra húss Hvftabandsins og Heilsu- vemdarstöð Reykjavíkur. I Hafn arfirði hjá Elínu E. Stefánsson, Herjólfsgötu 10. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.