Vísir - 14.10.1965, Page 4

Vísir - 14.10.1965, Page 4
A V í S IR Fimmtudagur 14. október 1965. EW "‘'SHtfn Á að miða lágmarksgifting- araldur stúlkna við 15 ár? S.Þ. toka mólið til athugunar Á að leyfa stúlkum að gift- ast áður en þær hafa náð 15 ára aldri? Þessari spurningu svara víst flestir neitandi. En þó er þetta algengt, aðallega í sum- um ríkjum Afríku og Asíu. Nú hafa Sameinuðu þjóðirn- ar sett nefnd til að kanna þessi mál og hefur hún lagt til, að settur verði lágmargsgiftingar- aldur fyrir stúlkur og skuli hann vera 15 ár og gilda um allan heim. En þar með er ekki sagt að lönd, sem hafa hærri lágmarksaldur, t.d. ísland, fari að lækka hann um þrjú ár, úr 18 árum niður í 15. Hverju landi á að vera frjálst að setja sinn lágmarksgiftingaraldur, sé hann ofan við 15 ár, því að þroski stúlkna í hinum ýmsu löndum er mismunandi, t.d. þroskast stúlkur í hitabeltis- löndunum mun fyrr en á Norð- urhvelj jarðar. Bak við þessa tillögu, sem enn hefur ekki verið samþykkt — Iiggur m.a. það, að vonazt er til, að með henni verði hægt að bæta almenna menntun í þeim ríkjum, sem mesta þörf hafa fyrir hana, þ.e. fyrrnefnd- um Afríkuríkjum. Þar er efna- hagsleg aðstaða oft þannig, að börnin fá ekki kost á skóla- göngu fyrr en mun seinna en t.d. á fslandi, og giftist stúlk- urnar mjög ungar getur svo farið að • þær hljóti alls enga skólamenntun En þótt fyrrgreind tillaga SÞ verði samþykkt, má gera ráð fyrir að Iangur tími líði þar til hún nær fram að ganga, því að í löndunum, þar sem giftingar- aldurinn er hvað lægstur eru venjurnar svo rótgrónar að þeim verður ekkj breytt með einni iagasetningu. Nú fer eplauppskeran í hönd í nágrannalöndunum. Hús- mæðurnar fara út í garða sína og tína þar falleg og velþrosk- uð epli. Þv£ miður veitir veð- ráttan hér íslenzkum húsmæðr um ekki þessa aðstöðu. Þær verða að láta sér nægja að fara til kaupmannsins og kaupa þar innflutt epli — og eftir því sem Kvennasíðan hefur komizt næst er verðið á kílóinu nú 30—35 krónur. Eplaréttir alls konar og epla- kökur eru vinsælt góðgæti og það mætti segja mér, að hver húsmóðir ætti sína eplaköku- uppskrift. Það eiga þær nú á- reiðanlega líka húsmæðurnar í kökulandinu Danmörku, en þó hefur þeim eindregið verið ráð- lagt að reyna .eplaköku Huldu' sem ku vera góðæti hið mesta. Kvennasíðan hefur ekki sann- prófað hvort uppskriftin er eins góð og af er látið, en vilji einhver íslenzk húsmóðir reyna ..eplaköku Huldu" þá er uppskriftin á þessa Ieið: Tíu stór epli eru afhýdd og 'oðm ásamt dálitlu af vanillu, unz eplin eru komin f mauk. Eplamaukið er sett á eldfast fat Síðan er gert deig úr 125 gr. af smjöri, 125 gr. af sykri og 2-3 eggjarauðum bætt út í, einni í éinu, 125 gr. af hökk- uðum möndlum og rifnum berki og safa úr hálfri sítrónu bætt út í. Að lokum eru eggja- hvíturnar, stífþeyttar, hrærðar út í. Deiginu er hellt yfir epla- maukið og bakað í ofni við 175 gráðu hita í einn tíma. Kakan er borðuð volg með þeyttum rjóma. u. Hárgreiöslan hiá DIOR Niðurstaða þeirra varð, Ans og svo oft áður, að ekki væri hægt að gefa eina hárgreiðslu sem tízku- hárgreiðs.u hárgreiðslan yrði að vera í samræmi við andiit og höfuðlag hverrar konu, svo og í samræmi við fötin. At greiðslu þeirra má þó sjá, að „túberað" Hárgreiðslan hjá BALMAIN Þegar cízknmeistararnir i París voru að leggja drög að vetrartízkunm. var ekki síður mikið um að vera hjá hárgreíðslusérfræðingum tízkuhúsanna — þeir áttu að velja hárgreiðslu sýningastúlknanna, og þar b með hárgreiðslu vetrarins. Hárgreiðslan hjá CHANEL hár ter minnkandi, nema helzt í íburðarmiklum kvöld- greiðslum. Hárið er í styttra lagi og sé hárið mjög stuttklippt er það haft síðara að aftan. Hér eru þrjú sýnishorn af greiðslum aðalsýninga- stúlknanna hjá þremur meistaranna. EPLAKAKA I EFTIRRÉTT

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.