Vísir - 14.10.1965, Síða 8
8
V í S IR . Miðvikudagur 13. október 1965
Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR /
Pramkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson \
Ritstjóri: Gunnar G. Schram /
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson )
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson (
Þorsteinn Ó. Thorarensen )
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson l
Sðlustjóri: Herbert Guðmundsson /
Ritstjórn: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 linur) \
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 (l
Askriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands )
f lausasölu kr. 7,00 eintakið \
Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f. /
Farseðlagjaldið
það hefur reynzt erfitt fyrir blöð stjórnarandstöð- \
unnar að deila á hið nýja fjárlagafrumvarp. Það er (!
að vonum. Ekki er ýkja auðvelt að gagnrýna þá /
stefnu að verulega er dregið úr útgjöldum ríkissjóðs, /
á mörgum sviðum svo unnt verður að afgreiða halla- )
laus fjárlög. Slíkur sparnaður er lofsverður en ekki \
ámæliverður. Þá felur fjárlagafrumvarpið ekki í sér (
neinar almennar skatta- eða tollahækkanir. Þess í /
stað er tekna aflað til þess að mæta útgjöldum ríkis- )
sjóðs eftir öðrum takmarkaðri leiðum, sem ætla má )
að verði miklu léttbærari öllum almenningi. Ein \
þeirra leiða er sú að sett verður á sérstakt farseðla- (
gjald, að upphæð 1500 krónur. Undanþegnir þessu /
gjaldi eru námsmenn og sjúklingar. Röksemdimar /
sem að baki farseðlagjaldinu liggja eru þær að með )
núverandi gengi er hlutfallslega ódýrara að ferðast )
erlendis, m.a. í sumarleyfi, en hér innanlands. Og í \
annan stað er af sömu ástæðu miklum mun ódýrara (
að verzla erlendis en hér á landi. Þess vegna er ekki /
óeðlilegt að slíkt gjald sé lagt á farseðla til útlanda, /
í stað þess að grípa tii almennra skattahækkana hér )
innanlands. Menn minnast þess að fyrir nokkrum )
árum var allur ferðamannagjaldeyrir skattlagður um \
25%, og lágu að baki því svipaðar ástæður og hafa (
valdið því að rétt var talið að taka upp farseðlagjald- /
ið. Hér er ekki um það hátt gjald að ræða að það /
hindri menn frá því að halda í ferðalög til útlanda. Á )
hinn bóginn þurfa menn, eftir samþykkt fjárlaga, að )
greiða nokkuð aukagjaid fyrir þau fríðindi ,sem geng- \
isskráningin í dag veitir þeim sem kjósa að hleypa ,
heimdraganum. /
Batnandi gjaldeyrisstaða
Thninn fræddi lesendur sína í gær á því að staða )
þjóðarinnar í heild í gjaldeyrismálum hafi versnað )
út á við. Vitanlega birtir blaðið ekki eina einustu \
tölu til þess að sanna þessa staðhæfingu. Væri það (
enda erfitt því hún er alröng og þarf mikla blaða- /
mennskubíræfni til þess að stunda svo óvandaða /
upplýsingastarfsemi. Samkvæmt upplýsingum Seðla )
bankans batnaði gjaldeyrisstaða bankanna um 218 \
milljónir króna á fyrstu átta mánuðum ársins, en á \
sama tíma í fyrra hélzt staðan óbeytt. Aukning (
stuttra vörukaupalána á fyrstu átta mánuðum ársins /
var 202 millj. króna, eða aðeins rúm 10% af gjaldeyris- /
varasjóði bankanna í ágústlok en hann var þá 1.811 )
millj. króna. Af þessum tölum sést ótvírætt hve gjald )
eyrisstaða landsins hefur farið batnandi ,því birgðir \
útflutningsvöru jukust á tímabilinu um svipaða upp-
hæð. Þannig er alk fjas Framsóknarflokksins um
versnandi stöðu gagnvart útlöndum úr lausu lofti
gripið. |
Þrjú ferðamannalönd
í einu litlu landi
1 israeí eins og annars staðar i heiminum er ekkert samband
milll verðs og gæða. Myndin er af hóteli við Akkra, sem er í 100
metra fjarlægð frá einni beztu baðströnd Miðjarðarhafsins. Sést
ströndin bera við þök smáhýsanna. Hótelherbergin eru nýtízkulega
innréttuð og með öllum þægindum og kosta fyrir manninn 150
krónur á dag með konunglegum morgunverði, og hefur greinar-
höfundur aldrei séð svo góða vöru selda fyrir jafn lftiæn pening.
Hótelið heitir Hashoshanim og er við Argaman-baðströndina.
Jsraelsmenn hafa átt i erfið-
leikum með að láta endana
mætast í viðskiptum sínum við
önnur ríki. Fyrir fimmtán ár-
um var Utflutnmgur þeirra að-
eins tíundi hluti af innflutningn
um, en nú er hann orðinn helm-
ingur af innflutningum. Þótt á-
standið hafi þannig batnað, er
það samt mjög alvarlegt í þess-
um efnum.
Til þess að bæta sér þetta
upp leggja ísraelsmenn mikla
anfömum árum unnið af feiki-
Iegum dugnaði við að byggja
upp ferðamálin og er nú svo
komið, að 10% gjaldeyristekn-
anna koma frá ferðamðnnum.
Israel er eitt hinna fáu Ianda f
heiminum, sem hefur sérstakt
ferðamálaráðuneyti, og sýnir
það, hve mikils virði þeir telja
þá atvinnugrein.
Israel hefur óneitanlega marga
kosti ferðamannalands. Landið
hefur þrenns konar agn fyrir
ferðamenn. 1 fyrsta lagi er í
landinu aragrúi sögustaða. í
öðm lagi er uppbygging lands-
ins f dag stórkostleg sjón fyi-ir
ferðamenn. Loks hefur Israel
Miðjarðarhafsloftslag fyrir þá,
sem vilja sóla sig og stunda
baðstrendurnar.
‘IVl'eðal sögustaðanna eru ýms-
ir sem gildi hafa fyrir þrjú
höfuðtrúarbrögð, Gyðingdóm,
Kristni og Múhameðstrú, t.d.
Síonsfjall í Jerúsalem, borg
Davíðs. Þar er salur hinnar heil-
ögu kvöldmáltíðar, kista Davíðs
konungs og margar trúarstofn-
anir. I Nazaret er basilíka boð-
unar Maríu og uppvaxtarstaðar
Krists. Við Genesaretvatn gerist
mikill hluti Nýja testamentis-
ins.
En þarna eru líka minjax frá
baráttu Gyðinga við Rómverja
eins og fjallið Massada við
Dauðahafið, þar sem 3000 Gyð-
ingar vörðust f þrjú löng ár
gegn 30.000 Rómverjum og
frömdu að lokum sjálfsmorð,
allir með tölu. Við Dauðahafið
vom borgirnar Sódóma og Góm
orra, og ættu nútímamenn að
kunna vel við sig þar!
Sandur af minjum frá kross-
ferðatímanum er í ísrael, kastal-
ar og virki. Caesarea er mjög
vel varðveitt strandvirki frá
þeim tfma. Þá eru í landinu sýn-
ishorn af dýrð Austurlanda t
Akkra, nyrzt í landinu, er gamli
bærinn að mestu hverfi Araba
og Drúsa. Þar er austurlenzkur
markaður f allri sinni dýrð, þar
sem ferðamenn geta losnað við
allt sitt fé á ótrúlega skömmum
tíma.
J'1 amli tíminn er alls staðar
nálægur í ísrael, stundum í
minjum og stundum í lifandi
fólki. En þar er líka hægt að
sjá andstöðu gamla og nýja
tímans hlið við hlið. 1 ísrael
hafa risið upp nýtízku borgir
í Evrópustíl með fallegasta arki-
ing, — alveg eins og í ríku
löndunum við Norður-At'ants-
hafið. Þar er hægt að sjá, hvern
ig fólkið nemur nýtt land í
eyðimörkinni og breytir henni
í ávaxtagarða.
Tsraelsmenn segja í gríni, að
ekkert af þessu hafi neiri á-
hrif á Norðurlandabúa. Fyrir
þá hafa þeir komið upp bað-
strandahótelum, en þarna suður
frá eru Norðurlandabúar frægir
fyrir leti í sumarleyfum. Borg-
arstjórinn í Eilat, borg sem
þénar verulega á ferðamönnum,
hristi höfuðið yfir því uppá-
tæki valkyrjanna úr norðrinu
að eyða hálfum mánuði á ári í
að liggja og flatmaga á sjávar-
sandi. En ekki er látið við það
sitja að hrista höfuðið, ísraels-
menn hafa reist keðjur af ferða-
mannahótelum um allt landið,
einkum við baðstrendumar.
Við Akkra er frábær bað-
strönd og var það samdómi á-
lit Norðurlandablaðamanna,
sem voru þar á ferð í haust,
að það væri bezta baðströnd
sem þeir höfðu séð. Sandurinn
þama er hvítur og ffnn og nær
svo langt undir Miðjarðarhafið,
að engin hætta er af meiðslum
af steinum eins og svo vfði er
annars staðar. Svona stað er
upplagt að heimsækja vor og
haust, þegar ísraelsmönnum
finnst of kalt, en Norðurlanda-
búum þægilega heitt, og sólin
skín allan daginn. Ekki borgar
sig samt að sækja Miðjarðar-
hafsströndina tímann frá nóv-
ember til marz, því þá er hætt
við rigningum og skýjafari
Fyrir þá, sem vilja sóla sig
um jólin, hafa ísraelsmenn borg
ina Eilat við Rauðahafið. Þar
skín sólin árið um kring og
hitinn í kaldasta mánuðinum ei
mun hærri en í heitasta mán-
uðinum hér á landi. Þar eru öll
hótel full af Norðurlandabúum
í jólafríum. Baðstrendurnar
þar eru hins vegar ekki eins
góðar og við Miðjarðarhafið.
p^orðurlandabúar hafa nýlega
' uppgötvað ísrael og sækja
þangað í vaxandi mæli. Flug-
félagið S A S hefur hafið flug-
ferðir til Tel Aviv fimm sinnum
í viku og er þá pftast komið
við í Aþenu á leiginfl\...!íotaðar
eru Caravellur á leiðinni og mat
urinn af þeirri gerð, sem SAS
hefur orðið frægt af, Á flugi
gera farþegar lítið annað en að
snæða og er þá ýmist fjórrétt-
að eða fimmréttað eftir gangi
sólarhringsins. S A S selur Ifka
hópferðir og langar dvalir á góð
um hótelum í ísrael, og hefur
flugfélagið þegar náð miklum
árangri á þessari flugleið.
Israel er aðeins 20.000 fer-
kílómetrar að stærð eða eins og
fimmti hluti íslands. Á þessu
litla svæði eru óteljandi atriði
að sjá, fyrir þá, sem áhuga hafa
á sögu og trúarsögu, fyrir þá,
sem áhuga hafa á nýtízkunni,
og fyrir þá, sem áhuga hafa á
að taka lífinu með ró.
J.Kr.
ISRAELSBRÉF
áherzlu á tekjur af erlendum tektúr, sem til er í heiminupi
ferðamönnum. Þeir hafa á und- Þar eru nýtfzku verksmiðjúr,
lúxusvörur og smávegis siðspill-
En svo eru líka hótel eins og þetta fyrir þá, sem hafa peninga
eins og skít. Hótelið er Caesarea-hótel og býður upp á allan hugs-
anlegan lúxus, hestaferðir golf, sundlaug og baðströnd, en það
kostar líka skildinginn að gista þar eina nótt, svona um 1000
krónur fyrir manninn.