Vísir - 14.10.1965, Page 9

Vísir - 14.10.1965, Page 9
V 1 SIR . F o'itóber 1965. 9 VERZLUNARSKÓLI ISLANDS 60 ÁRA Nýr áfangi — nýtt hús ]Vú, um miðjan október, eru 60 ár liðin, síðan kennsla hófst við Verzlunarskóla íslands. Fyrst var skólinn tveggja vetra skóli, auk undirbúningsdeildar. Brautskráðust fyrstu nemendurn ir árið 1907, samtals 10, 8 piltar og 2 stúlkur. Síðan hefur skólinn verið að stækka og eflast jafnt og þétt. Árið 1926 er hann gerður að þriggja ára skóla, auk undirbún ingsdeildar (kvölddeildar). Skóla árið 1930—1931, síðasta árið, sem skólinn var að Vesturgötu 10, var tala nemenda orðin 119. Enn var mikilvaegum áfanga náð, er skólinn fluttist í húsið að Grundarstíg 24. Skólaárið 1933 Um áramót 1960—61 var ný byggingin orðin fokheld. Varð þá að gera hlé á verkinu vegna fjárskorts. En árið 1962 var aft ur hafizt handa. Var efri hæðin, 4 rúmgóðar kennslustofur og kennarastofan, tekin í notkun þá um haustið. Camkomusalurinn, sem er á neðri hæð hússins, tæpir 488 fermetrar að flatarmáli, var tekinn í notkun árið 1963. Full- búinn mátti hann heita vorið sviðinu niður á hann. í kjallaran um eru 3 búningsherb., snyrti- klefi og klefi fyrir loftræstingar vél. Þar er einnig gevmsla fyrir stóla úr salnum, ef þeim þarf að kippa burt. Að austanverðu, á neðri hæð, eru fatageymslur, skólabúðin, snyrtiherbergi o. fl. Hátalarakerfi tengir saman gamla og nýja húsið. öll nýbyggingin er 3833 rúm metrar. Kostnaðarverð með öllum húsbúnaði er um það bil kr. 7.400.600.00. Er þá ekki tal inn með kostnaður við 25—27 að Verzlunarskóli íslands á nú á sextugsafmælinu við rýmri og fullkomnari húsakynni að búa en nokkru sinni fyrr. Nú í sumar hafa einnig miklar umbætur verið gerðar á lóð skólans, Verzlunarskólinn er sjálfeign- arstofnun undir vernd og yfir- stjóm Verzlunarráðs I’slands. Er búið að ganga frá til fulls öllum formsatriðum, sem þar að lúta. Á síðustu árum hefur kennslu vélakostur skólans verið aukinn stórum. Er lögð áherzla á að . " " /ÍWS w vv. Eftir Mapús J. Brynjólfsson, stórkaupmann —1934 eru nemendur orðnir sam tals 267. Árið 1935 var námið lengt um eitt ár. skólinn gerður að fjögurra ára skóla, auk undir búningsdeiídar. Lærdómsdeild skólans tók til starfa árið 1943. Voru fyrstu stúdentamir braut- skráðir árið 1945. Nemendaf jöldinn hefur nú ár- um saman verið eins mikill og húsrúm framast leyfir. Við upp haf þess skólaárs, sem nú er að líða, voru skráðir nem. 527, þar af 34 á 6 mán. námskeiði í hag- nýtum verzlunar- og skrifstofu- greinum, sem sérstaklega er ætl að gagnfræðingum. Við skólann starfa nú 32 kennarar, þar af 16 fastráðnir, að skólastjóra meðtöldum. Allt frá 1950 var húsnæðis- skortur farinn að há mjög skól- anum. Fjársöfnun til nýrrar skólabyggingar fór fram árið 1958. Árið 1960 hófust fram- kvæmdir við nýja skólabyggingu á lóð skólans að Grundarstíg 24. Lóðin öll er 1396 fermetrar. Fóm um 500 fermetrar af henni undir nýja skólahúsið, sem stend ur við Þingholtsstræti og Hellu- sund. Hin nýja bygging Verzlunarskólans við Þingholts stræti. 1964. Gat skólauppsögnin þá far ið fram þar. Var það í fyrsta skipti frá upphafi að slík athöfn gat farið fram í húsnæði skól- ans sjálfs. Eigi varð hjá því komizt að nota nokkum hluta af samkomu salnum fyrir bekkjarkennslu' og námskeið. Var færanlegt, hljóð- einangrað skilrúm, svonefnt „Hansaskilrúm", sett f norður- enda salarins. Myndast þannig hólf. sem daglega er notað sem venjuleg kennslustofa. Nyrzt í húsinu, niðri, er kaffi stofa fyrir kennara, eldhús og miðstöðvarklefi. í kennslustof- unum uppi eru venjulegir mið- stöðvofnar, en í salnum er hita blástur og loftræstingarkerfi. I suðurenda salarins er dálítið, upphækkað leiksvið. Undir því er kjallari. Liggur hringstigi af bílastæði, sem nam rúml. kr. 242.000,00. Húsameistari var Þór Sand holt, skólastjóri. lVTörgum stofnunum og ein- staklingum á skólinn þakk- ir að gjalda fyrir ýmiss konar hjálp og stuðning við byggingu nýja skólahússins. Hér skal þó aðeins nefna tvær stofnanir, sem mest og bezt hafa stutt skólann með lánum og annarri fyrir- greiðslu: Lffevrissjóð verzlunar- -manna og Verzlunarbanka ís- lands. En mörgum öðrum, bæði opinberum stjónarvöldum, ýms- um stofnunum og einstaklingum vill skólinn við þetta tækifæri flytja alúðarþakkir fyrir marg- víslegan stuðning í orði og verki. Það er þessum ágætu að- ilum fyrst og fremst að þakkka, fylgjast með nýjungum á sviði verzlunarfræðslunnar. Nemend- ur fá fræðslu í vélabókhaldi, öðlast leikni í meðferð reikni- véla og ýmissa annarra skrif- stofuvéla Nýja skólahúsið táknar nýj- an og betri grundvöll fyrir ár- angursríka kennslu. Hið nýja skólahús Verzlunarskóla Islands er því merkilegur áfangi í þró- un verzlunarmenntunar á landi hér. Mikils er um vert, hve nem- endur skólans, fyrr og síðar, hafa sýnt honum mikla ræktar- semi og hollustu. Hafa þeir jafn- an borið hag skólans fvrir brjósti og viljað veg hans sem méstan í hvívetna. Oft hafa þeir fært honum góðar gjafir, bæði fjárupphæðir til húsbygg- ingarinnar og annarra þarfa, kennslutæki, listaverk o.s.frv. Félagslíf í skólanum hefur jafnan staðið með miklum bólma og verið merkur þáttur skólalífsins. Á þeim vettvangi hafa ýmsir hlotið nokkra æfingu í félagsmálastörfum. ræðu- mennsku, kosningabaráttu o.s. frv. Langflestir nemendur skólans hafa orðið honum til sóma og getið sér hið bezta orð. Hafa þeir lagt á margt gjörva hönd og verzlunarskólamenntunin komið þeim að góðu haldi, hvar sem þeir hafa haslað sér völl til starfa. Sumir hafa skarað fram úr og orðið mikilhæfir forystu- menn á ýmsum sviðum. Það, sem skólanum hefur á- unnizt til heilla fyrr og síðar, hefur öllum forvígismönnum hans, og þá fyrst og fremst skólanefndinni að sjálfsögðu verið hið mesta gleðiefni. Bæði skólastjórar, fyrr og nú, og kennarar eiga þakkir skildar fyrir árvekni og alúð við sín mikilvægu störf. Sjálft fræðslu- starfið er auðvitað burðarás sér- hvers skóla, og þeir, sem það rækja af kostgæfni, stuðla mest og bezt að góðum árangri. TTagnýt þekking á traustum grundvelli góðrar, almennrar menntunar er það veganesti, sem Verzlunarskóli íslands hef- ur viljað veita nemendum sín- um. Hefur það engan svikið, en öllum komið að góðu haldi, sem það hafa viljað nýta. Skólastjóri Verzlunarskóla Is- lands er nú, og hefur verið frá 1953, dr. Jón Gíslason. Skóla- nefnd skipa enn hinir sömu menn, er voru í nefndinni, þegar hafizt var handa um byggingu nýja skólahússins. Þeir eru: Magnús J. Brynjólfsson, fram- kvæmdastjóri, formaður, Gunn- ar Ásgeirsson, stórkaupmaður, Gunnar Magnússon, aðalbókari, Sigurbjörn Þorbjömsson, ríkis- skattstjóri og Þorvarður Jón Júlíusson, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs Islands. Evrópuráðið lætur setja franskt tal með Surtseyjarkvikmyndinni Úr kennslustund í Verzlunarskólanum. Fyrir skömmu barst Fræðslu- myndasafni ríkisins bréf frá for- stöðumanni kvikmyndadeildar Evrópuráðsins, þar sem hann skýrði svo frá, að deildin hefði ákveðið að veita nokkurn styrk til að sett yrði franskt tal á kvikmynd Ósvalds Knudsen, Surtur fer sunnan. I samráði við höfundinn hafa nokkur bréfa- skipti farið fram milli Fræðslu- myndasafnsins og Evrópuráðs- ins um þetta mál, og er nú af- ráðið, að kvikmyndin verði gef- in út með frönsku tali. Þessi styrkveiting Evrópu- ráðsins er framhald þeirrar við- urkenningar sem Surtur fer sunna fékk á fræðslukvikmynda viku Evrópuráðsins í Edinborg fvrir mánuði, er kvikmyndin hlaut flest atkvæði af 38 mynd- um. sem fulltrúar frá 11 aðild- arríkjum skoðuðu og greiddu atkvæði um. Tilgangur þqssarar kvikmyndaviku var að velja 10 fræðslukvikmyndir, sem full- trúarnir mæltu sérstaklega með til dreifingar í aðildarrikjunum. Með þessari styrkveitingu vill Evrópuráðið stuðla að meiri kynningu á kvikmynd Ósvalds Knudsen í Frakklandi og með öðrum Evrópuþjóðum, sem handgengnari eru frönsku en ensku. En hingað til hefur að- eins verið gerð ensk útgáfa af myndinni, auk hinnar íslenzku. Franska útgáfan verður sams konar og sú enska. Textinn er eftir dr. Sigurð Þórarinsson, og músik Magnúsar Blöndals Jó- hannssonar verður óskert með myndinni.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.