Vísir - 17.11.1965, Page 3

Vísir - 17.11.1965, Page 3
V í S I R . Miðvik idag’ir 17. nóvombcr 1CG5. —,~mii il f LISTA- MANNASKÁLA í laugardaginn var mannmargt og mikil þröng í Lista- mannaskálanum. Þar voru komn ir margir helztu listamenn þjóð- arlnnar og f jöldi annars fólks tll þess að vera viðstatt opnun mál verkasýnángar Jóns Engilberts, nýkomins heim með mikið lof gagnrýnenda á Norðurlöndum fyrir sýningar málverka sinna f Danmörku og Svíþjóð. Listamaðurinn tók á móti gestum við dyrnar og þakkaði ljúfmannlega fyrir hamingjuósk- ir — og áritað eintak „Torgs- ins“, sem Kristmann færði hon- um að gjöf, er hann gekk f sal- inn með hina nýju edginkonu sér við hönd. Jón Engilberts sýnir að bessu sinni tugi olíu- málverka. sem hann hefur öll unnið síðustu árin. Þau eru af abstrakt gerð, mikiil litaróður, og er ekki að efa, að margir sem með listamanninum hafa fylgzt, munu vera forvitnir að sjá þróun verka hans og hyggja að því hvemig honum tekst til f nýrri landkönnun í veröld list anna. lY/Tyndsjá Vísis brá sér í heim- A sókn á sýninguna, er hún var opnuð, og má á sfðunni sjá allmargar myndir frá opnuninni. Frú Selma Jónsdóttir, forstjóri Listasafns rfkisins, ræðir við Sigurð Briem, stjómarráðsfulltrúa og frú hans. Jóhann Briem listmálari ræðir við Gunnlaug Haildórsson arkitekt. Sendiherra Bandaríkjanna, James K. Penfield, virðir fyrir sér eina litasymfóníu Jóns, ásamt Geir Hallgrímssyni borgarstjóra og frú Ernu. Listamaðurinn, Jón Engilberts, býður frú Aðalheiði og Jónas G. Rafnar alþingismann og banka- stjóra velkomin til sýningarinnar. Bræðurnir Örlygur Sigurðsson, kollega Jóns, og Guðmundur Sigurðsson hrl. ásamt frúm sínum, líta tll listaverkanna. Þórbergur segir brandara. Magnús Kjartansson Þjóðviljaritstjóri og frú hans brosa við.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.