Vísir - 17.11.1965, Side 11

Vísir - 17.11.1965, Side 11
Þegar hollenzka þingið var sett nú f haust hélt Júlíana drottning ræðu og hafði dóttur sfna, Beatrix krónprinsessu sér við hlið. Tilkynnti drottning þá m. a. að brúðkaup Beatrix og Claus von Amsberg yrði hald ið í febrúar næsta ár. Þingið þurfti þó formlega að sam- þykkja ráðahaginn og eftir lang ar og miklar umræður var á- kveðið að hafa brúðkaupið ekki fyrr en í marz, nánar til tekið 10. marz n. k_ Claus von Amsberg er 38 ára gamall og starfsmaður vestur- þýzku utanríkisþjónustunnar. Beatrix er 27 ára gömul. Brúðkaupið mun fara fram í Amsterdam, en margir munu þeir sem álíta að, heppilegra og betur viðeigandi hefði verið að halda það í Haag. Amster- dam, sem er stærsta borg Hol- lands var aðalmiðstöð hollenzku Gyðinganna og drápu nazistar þar um 100 þúsund Gyðinga á Brúð- marz stríðsárunum. Þar er aðalvígi vinstri sinnaðra Hollendinga og þar átti andspymuhreyfingin upptök sín. Eins og kunnugt er var Amsberg hermaður í „Wehrmacht" Hitlers á stríðs- árunum, þá 19 ára gamall Þótt Amsberg hafi nú opin- berlega verið hreinsaður af öll um nazisma á fólk í Amster- dam og reyndar Hollandi öllu nokkuð erfitt með að gleyma því sem gerzt hefur — og allt þetta veldur hollenzku stjóm- inni þungum áhyggjum. Bíður fólk vfða um heim þess með óþreyju að sjá hvernig framvinda málsins verður. Útvarpsmál Það kvað vera ákaflega hollt fyrir sálina, að hafa eitthvað fast til að skeyta skapi sínu á og fá þannig útrás innibirgðri geðvonzku sinni áður en bein hætta er á að maður gerist hættulegur sjálfum sér og öðr um. „Skömm er að sjá þig berja klárinn svona —, því færðu þér ekki kerlingu?" er haft eftir bónda nokkrum í dentíð, eða áð ur en traktorarnir komu til sög unnar og upphófst munklífi bænda á landinu — þeir em ó- taldir traktorarnir, sem aldrei hefði þurft að draga upp úr skurði, ef bóndinn hefði verið kvæntur, en það er önnur saga. Það er gömul tugga að tala um útvarpið sem menningarstofn- un, ef sá sem talar er annað- hvort útvarpsstjóri eða útvarps ráðsmaður, og jafngömul að tala um það sem stofnun, sem ætti að vera menningarstofnun, ef sá sem talar er hvomgt. Að veðurstofunni undanskilinni mun engin sú stofnun á landi voru, sem gegnir mikilvægara óbeinu menningarhlutverki en útvarpið — en til meiri hollustu fyrir sálina á þann hátt, sem fyrr er getið, hvað svo sem líður beinu menningarhlut verki þess. Hvarvetna í menn ingarlöndunum“ svokölluðu, fer brjálæði mjög í vöxt, og er ýmsu um kennt hraðanum, há- vaðanum, hræðslunni við vetn issprengjuna og öðru þesshátt ar. Hériendis er þetta öfugt, HAFNARFJÖRÐUR UNGLINGUR óskast til að bera út Vísi. Upplýsingar í síma 50641 kl. 7—8 e. h. menn eru að minnsta kosti ekki snarvitlausari en þeir voru, þó að þeim bæri að vera það sam kvæmt þessu, og er ýmsu þakk að. En eins og vaxandj brjál- æði erlendis er vafalítið að kenna sífelldri fjölgun og sí- auknum áhrifum svokallaðra sálfræðinga, þó að allt annað sé tiltínt, eins er ekki vaxandi brjálsemi okkar áreiðanlega að miklu leyti að þakka útvarp- inu, þó að aldrei sé á minnzt þennan þýðingarmikla þátt þess í þjóðlífinu. Það er ekki mánuð ur af vetri, þegar því er sleg ið föstu af almenningsálitinu, að vetrardagskráin sé jafnvel enn lakari en sumardagskráin, og sama er að segja um sumar dagskrána, hún er alltaf orðin sýnu verrj en vetrarskráin þrjár vikur af sumri. Og alltaf er út varpinu að fara aftur í heild, hefur verið í stöðugri afturför allt frá byrjun, á sama tíma og öllu öðru hefur farið fram ... það gefur auga leið, að stofn- un, sem ár og síð liggur undir slíkri gagnrýni almennings, veiti meira en litla'útrás fyrir þjóðlega geðvonzku til meira en lítillar hollustu fyrir Jijóðar- sálina og mætti ekki minna vera en að útvarpsstjóri væri sjálf kjörinn heiðursmeðlimur'í geð- verndarfélaginu. Ekki þar fyrir að það er persónulegt álit mitt, að þessj gagnrýni hafi við veru leg rök að styðjast.. . Hún hafði fegurstu augun Það er haldin Tegurðarsam- keppni hér og fegurðarsam- keppni þar. Alltaf er verið að kjósa einhverjar „ungfrúr“, og „ungfrúmar" em síðan látnar hittast og úr hópi þeirra eru svo kosnar „ungfrúr ung- frúnna.“ Flestar „ungfrúrnar” eru kosnar í auglýsingaskyni fyrir eitt eða annað og nýlega datt sænsku fyrirtæki i hug að kjósa: „Fegurstu augu Svíþjóð- ar 1965“. Þessi augu máttu þó hvorki vera á barni né karl- manni, þau urðu að vera á stúlku Stúlkurnar sendu inn myndir af sér þ. e. augunum og hér er andlitsmynd af þeirri er hlutskörpust varð. Heitir hún Monica Elander, 23 ára gömul Stokkhólmsstúlka. Hún var skrifstofustúlka en er nýlega farin að starfa sem sýninga- dama — grönn dökkhærð með brún augu, Verðlaunin sem Monica fær eru ferð á kvikmyndahátíðina í Cannes — og þar með von um frama á kvikmyndabrautinni ef vel gengur. Nú er það ykkar að dæma hvort hún hefur verið vel að sigrinum komin. Kári skrifar: Bókakaup skynsamleg fjárfesting jyú er sá tími árs kominn er nýjar bækur koma á markað inn nærri daglega og mun svo verða, eftir reynslu fyrri ára að dæma allt fram undir jól, því að flest öllum nýjum bókum er dembt á markaðinn á nokkrum vikum og virðist lítið ganga, að koma á breytingu í þessum efnum, þrátt fyrir góða við- leitni sumra útgefenda. Ég er hlynntur þeirri uppástungu sem fram hefur komið oftar en einu sinni, að ég hygg, að kaup- menn geti verðs nýrra bóka f auglýsingum. Þetta er svo sjálf sagt, að ekki ætti að þurfa að leggja þeim lið, sem hafa áhuga á þessu, en reynslan er sú, að hér á landi þarf að nudda oft á árj og ár eftir ár til þess að sinnt sé kröfum eða óskum um sjálfsagðar umbætur. Annars var höfuðtilgangur minn með að stinga niður penna, að hvetja menn til þess að vanda val bóka, sem þeir kaupa, hvort sem er til eigin eignar eða gjafa, og séu bækurnar vel úr garði gerðar að öllu leyti, mun það mála sannast, að það er ekki óskynsamlegt, að festa fé i bók um. Margar bækur verða mjög verðmætar, er tímar líða. Bókabéus. Verðlag á að auglýsa „Það er skrifað um þjónustu, sem- þörf sé á og sjálfsögð, að auglýsa verð á nýjum bókum. Alveg rétt. En er það ekki í reyndinni sjálfsögð regla, að auglýsa verð á hvers konar varningi. sem auglýstur er? Ég átti um mörg ár heima í Eng- landi. Ekkj kýs ég allt þar fram yfir það, sem hér er tíð- ast, en áreiðanlega eitt, og það er að þar eru jafnvel verðmiðar á öllu í búðargluggum Og komi það fyrir, að verðmiða vanti á hlut í glugga og lögregluþjónn veiti því athygli, fer hann irm og beinir athygli að gleymsk- unni. Og þessu er áreiðanlega kippt i lag, — því að þetta eru lög — og lögum ber að hlýða. Dúa.“ mmmamsssnsi

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.