Vísir - 20.11.1965, Blaðsíða 6
6
Borgarbyggingar -
Framh. af bls. 16
Birgir spurði hana þá hvort
hún teldi rétt að ganga að
hinu háa tilboði í leikskólana
tvo og fékk það svar, að það
ætti að ganga að næstum hvaða
tilboði sem væri, fremur en að
láta byggingu bamaheimila
dragast.
Kvað Birgir gott að fá slíkt
veganesti frá borgarstjórnar
minnihlutanum. Síðan snerust
umræðumar um erfiðleikana í
byggingarmálum borgarinnar.
Það er rétt að bygging barna-
heimila hefur nokkuð tafizt en
það stafar ekki af því að borg-
aryfirvöldin hafi ekki fjár-
magn eða áhuga á að flýta
þeim málum heldur rekst þetta
á tvö vandamál og þau eru:
1) Hinn almenni vinnuafls^kort
ur, 2) Skorturinn á tæknimennt
uðum mönnum og arkitektum
til að ganga frá teikningum og
vinna úr hugmyndum sem ber
ast í hugmyndasamkeppnum.
Þetta tvennt er fjötur um fót
í framkvæmdum. En þegar talað
er um vinnuaflsskort, þá sýnir
hann, að hér á landi er sannar
lega líf og fjör í framkvæmd-
um undir þeirri ríkisstjóm
sjálfstæðismanna og Alþýðu-
flokksins, sem hér hefur nú
verið mörg ár við völd og skipt
ir þar í tvö horn eða frá því að
hin alræmda vinstri stjóm var
við völd og benti borgarstjóri,
Geir Hallgrimsson, á það við
umræðumar, að þetta væri ein
mitt ein sterkasta sönnunin fyr
ir þvi að hrakspár og árásir
vinstri flokkanna á núverandi
ríkisstjóm hefðu verið alrangar
Alfreð Gíslason borgar-
fulltrúi kommúnista vildi, að
þegar áætlanir væru gerðar um
húsbyggingar væri vinnuafls-
skorturinn tekinn fyrirfram inn
f áætlanirnar.
Kristján Benediktsson borgar
fulltrúi Framsóknar sagði að
það væri óhæfa að láta vinnu-
afisskort tefja fyrir og vildi
hann frekar að fjárfestingareft-
iriiti yrði komið á með líkum
ætti og var á dögum fjár-
agsráðs. Skyldi flokka hús nið
ur f þörf og óþörf hús og þau
síðarnefndu bönnuð. Undir
þetta tók Guðmundur Vigfús-
son fuiltrúi kommúnista Báðir
réðust þeir og einnig Adda Bára
á arkitektana og héldu því fram
að arkitektamir létu verk fyrir |
einstaklinga alltaf ganga fyrir.
verkum fyrir borgina. Ætti að
taka fastara á arkitektunum og
sjá um það að þeir arkitektar,
sem hefðu feikna tekjur af borg
inni Iétu borgarverkin sitja í
fyrirrúmi.
Geir Hallgrímsson svaraði
ræðum þeirra minnihlutamanna
með góðri ræðu, þar sem hann
varaði við þvi að fara að koma
á aftur nýju fjárhagsráði, menn
hefðu fengið sig fullsadda á
slíku valdi og það hefði m.a.
orðið Reykjavfkurborg mjög
dýrkeypt. Kvaðst hann geta
nefnt mörg dæmi um, að fjár-
festingarvaldið hefði þá með
furðulegum hætti bannað áríð-
andi framkvæmdir í Reykjavík,
en tilnefndi þó aðeins þá furðu
legu ráðstöfun þegar fjárhags-
ráð neitaði Reykjavíkurborg um
ieyfi í nokkur ár að leggja hita-
veitu Hlíðahverfið. Borgarfull-
trúamir væm æði gleymnir ef
þeir væru búnir að glejnna því
vandræðaástandi.
r
Arekstrar —
Framhsld af bls. 1
um, þar sem stórslys og jafn
vel banaslys hafa orðið, fyrir
utan meiriháttar bótatjón á bif-
reiðum.
Að fengnum upplýsingum
hjá Kristmundi Sigurðssyni hjá
umferðardeild rannsóknarlög
reglunnar hafa 2665 bifreiðaá
rekstrar verið skráðir hjá lög-
reglunni í Reykjavík til dagsins
í gær. Er það rösklega 100
fleiri en orðið höfðu á sama
tíma í fyrra. En heildarárekstra
fjöldinn þá var nálægt 3000
á öllu árinu. Þá urðu 8 bana
slys i umfreðinni í Reykjavik,
en hafa orðið 7 það sem af er
þessu ári
' / '
11. síðan —
beltið sem verður að boga.
Þetta er ekki það eina, sem að
skilur Modesty frá öðmm kon
um. hún þambar rauðvín, reyk
ir sterkustu sígarettur, þessi
amazona er ómóttækileg fyrir
öllu æði ástarinnar. Hún elskar
hinn virðulega lífvörð sinn
Willie hnifakastarann þó án ást
r/ðu og án trúnaðartrausts.
TIL LEIGU
Stórt einbýlishús í úthverfi Hafnarfjarðar er
til leigu frá 1. desember. Góð aðstaða fyrir
ca. 400 hænsni getur fylgt. Einnig 2ja hektara
tún. Símar 50299 og 92-2303.
SKERPTIR
SKAUTAR
Óðinsgata 14
Faðir okkar
ÓLAFUR KVARAN
ritsímastjóri
lézt 1 Landsspítalanum 19. þ. m.
Bömin.
V í S I R . Laugai dagur 20. nóvember 1965.
FlugvöBlur —
f-ra.nh af bls. 16
Fjórtán ræðumenn töluðu yf
ir borðum í veizlunni, þar af 6
þingmenn kjördæmisins, ráð-
herrar, oddvitar og fleiri og var ,
fögnuður allra mikill yfir þess- j
um nýja flugvelli í Sauðlauks ;
dal í landi sr. Björns Halldórs j
sonar, sem fvrstur manna rækt j
aði kartöflur til manneldis.
Flugmálaráðherra, Ingólfur ;
Jónsson, sagði í ræðu sinni að
eins og málin stæðu í dag væri
nauðsyn á að varið yrði 50—60 ,
milljónum króna til malbikunar ;
á flugbrautum næstu 2 árin til
að verja hin dýru tæki Flug-
félagsins skemmdum.
Örn Johnson forstjóri Flug-
félagsins undirstrikaði þetta og
sagði það brýria nauðsyn að
bregða við hart og skjótt að
koma flugvallarmálunum í betra
horf. Eins og flugvellirnir væru
nú væri ekki hægt að nota dýr
tæki eins og Fokker Friendship-
vélarnar. Flugvöllurinn í Sauð-
lauksdal sagði hann að væri
svipaður og hús sem væri orð
ið fokhelt, það ætti eftir að
verða tilbúið undir tréverk og
málast. Við þetta yrði ekki
búið til lengdar.
Þeir sem töluðu voru þessir:
Ásberg Sigurðsson, sýslumað-
ur, Þorvaldur Garðar Kristjáns
son, Sigurður Bjarnason, alþing
ismaður, Matthías Bjarnason, al
þingismaður, Hannibal Valdi-
marsson, alþingismaður, Sigur-
vin Einarsson, alþingismaður,
Bergur G. Gíslason, forstjóri og
flugráðsmaður, Snæbjörn Thor
oddsen oddviti og sýslunefndar
maður, Örn Johnson, forstjóri
F. í., Birgir Finnsson, alþingis-
maður, Ingólfur Jónsson, ráð-
herra og Haukur Claessen, sett
ur flugmálastjóri, Friðþjófur
Jóhannesson, forstjóri og Gfsli
Jónsson, fyrrv. alþingismaðut1
þeirra Barðstrendínga, en hariri
vann á sínum tíma mikið og
gott starf í samgöngumálum
héraðsins.
Eins og áður hefur verið get
ið í fréttum verður fyrst um
sinn flogið þrisvar í viku til Pat
reksfjarðar, og mun F. I. fljúga
eina ferð með DC-3 en Flugþjón
ustan 2 ferðir. í sumar mun F.í.
hins vegar sjá um alla þjónustu
við Patreksfjörð, og munu DC-3
flugvélarnar að öllum likindum
notaðar f þessar ferðir,
í ræðum manna í gær var
mikil bjartsýni og jafnvel gáski.
Sumir vildu jafnvel að flugvél
amar yrðu sem stærstar, en
greinilegt er að farþegafjöldinn
verður fyrst um sinn ekki mikill,
enda eru íbúar þeirra bvggðar ,
laga, sem sækja að vellinum að- j
eins um 2000, þar af þúsund á |
Patreksfirði.
Gfsli Jónsson, fyrrverandi al- i
þingismaður sagði í sinni ræðu í
að hann teldi ekki ólíklegt að
með tímanum yrði þessi flugvöll
ur án efa fjölfarinn. Þá mundu
ferðamenn hafa uppgötvað hina
I fögru náttúru og fara í ferðalög
| fram á Látrabjarg. „Hver veit
I nema þarna eigi eftir að
f rfsa flugstöð með fallegum bygg
ingum og hóteli", sagði þessi
aldni þingmaður. Og hver veit
nema framtíðin beri eitthvað
þessu lfkt í skauti sér.
Séra Bjarni —
Framh. af bls. 1
doktor við Háskóla íslands árið
1941. Hann var sæmdur mörgum
heiðursmerkjum innlendum sem
erlendum og árið 1961 var hann
gerður að heiðursborgara
Reykjavíkur. Sr. Bjarni skrifaði
allmargar prédikanir og ritgerð
ir í blöð og tímarit.
Eiginkona sr. Bjarna, Áslaug
Ágústsdóttir, lifir mann sinn.
NYR SENDIHERRA
Brezka utanríkisráðuneytið
hefur ákveðið að skipa Basil
Boothby sem verið hefur sendi
herra á íslandi síðan 1962 sendi
herra hjá Evrópuráðinu i Strass
borg. Mun hann taka við því
starfi sínu eftir næstu áramót.
I stað hans hefur verið skip
aður nýr sendiherra á íslandi
Aubrey Halford Macleod, sem
verið hefur aðalræðismaður
Breta í MUnchen.
Sauöfjársjókdómar —
Framh. at bls. 16
Skagafjörður vestan Héraðsvatna
í hættu, heldur og að jnestu leyti
báðar Húnavatnssýslurnar ef illa
til tekst Veruleg fyrirstaða er
engin fyrr en við svokallað Mið-
fjarðarhólf en þar er vörnum hald-
ið uppi með fjársjúkdómagirðingu.
Austan Héraðsvatna hefur garna
veikin herjað í allmiklum mæli
að undanförnu, sagði Guðmundur
Gíslason. Og hann sagði ennfrem
ur að það væri fyrst og fremst al-
mennu sinnuleysi bæda á þessu
svæði að kenna. Þeir hafa — marg
ir hverjir — ekki bólusett fé sitt
svo árum skiptir gegn \^eikinni og
heldur ekki framkvæmt aðrar
nauðsynlegar varúðarráðstafanir
Þeir hafa ekki hirt um að forðast
dreifingu á fé m.a. milli bæja og
byggðarlaga. En það er stórhættu
legt, því að jafnvel þótt ekkert
beri á veiki í fé og það sé jafnvel
bólusett, getur það engu að síður
borið veikina í sér og smitað ann
að fé.
Bændur bregðast jafnan hart við
sagði Guðmundur, þegar sauð
fjársjúkdó.mum skýtur einhvers
staðar óvænt upp. Þá eru þeir
reiðubúnir til margháttaðra varn
ar- og varúðarráðstafana. En þetta
er eins og bóla sem hjaðnar —
úthaldið vantar og þrautseigjuna
Þegar lítið fer að bera á sjúk-
dómstilfellum eru allar varnir og
varúðarráðstafanir gefnar upp á bát
inn.
Guðmundur Gíslason sagði að
lokum, að þessa sama fyrirbæris
gætti einnig hjá bændum í Mýra-
hólfi, þar sem mæðiveiki kom
upp í haust. Stórt svæði og fjár-
margt er þar nú í mikilli hættu
vegna þess að bændur hirða ekki
nóg um að hindra dreifingu á fé
milli bæja.
BALLETTSKÖR
-DANSKIN-
æfingarfatnaður fyrir
BALLET, JAZZBALLET
LEIKFIMI
FRÚARLEIKFIMI
Búningar. í svörtu hvítu
rauðu, bláu.
SOKKABUXUR með og
án leista, svartar, bleikar,
hvítar.
ALLAR STÆRÐIR
VERZLUNIN
REYNIMELUR
Bræðraborgarstíg 22
Síml 1-30-76
Framn. af bls. 1
við undirbúning að lagningu
'•"ir’n ■ en G.sla Halldórssyr-
arkitekt verið falið að teikna
tollvörugeymsluna.
Lauk borunum í gærdag, en
boraðar voru þrjár holur, ein við
Tryggvagötuna vegna tollvöru-
i geymslunnar fyrirhuguðu og
tvær neðar á bakkanum I þeirri
línu, sem Geirsgatan liggur. Á
þessum þrem stöðum var borað
niður í allt að 24 metra dýpi,
en klöpp varð fyrir á þessu
svæði á 20 — 24 metra dýpi.
Niðurstaða borunarinnar er
ekki enn komin og eru rann-
sóknir enn á frumstigi. Eftir er
að ákveða hvers konar bygging-
arlag verður haft á nýja veg-
, inum og verður ákvörðun um
það ekki tekin fyrr en niður-
stöður borunarinnar liggja fyrir
einnig athugun á grunninum og
rannsókn á styrkleika hans.
KEHHSIA
Kenni unglingum og fullorðnum
Uppl. í síma 19925. ____
Ökukennsla — hæfnisvottorð.
Kenni á nýja Volvobifreið. Símar
24622, 21772 og 35481.
Kcnni íslenzku, reikning, dönsku
ensku o.fl. Uppl. í síma 19925.
Vélritunarkennsla. Kenni vélrit-
un, upþsetningu og frágang verzl-
unarbréfa, kenni í fámennum
■flokkum, einnig einkatímar. Innrit
un og allar nánari uppl. í síma
38383 á skrifstofutíma. Rögnvald
ur Ólafsson
Ökukennsla — hæfnisvottorð.
Kenni á nýja Volvobifreið og Volks
wagen. Símar 24622, 21772 og
35481.
ATVINNA Í BOÐI
Vanar saumakonur geta fengið
vinnuvettlinga í heimasaum. Nafn
og heimilisfang leggist inn á augl.d
Vísis merkt „Dugleg 7998“ fyrir
mánudagskvöld.
Stúlka óskast við kjólasaum,
seinni part dags. Uppl. í síma 19531
TAPAÐ —
Armband úr víravirki með
gyðjumyndum tapaðist frá Góð-
templarahúsinu, Pósthússtræti,
Laugaveg að Skeggjagötu. Uppl. í
síma 18449.
Tapazt hefur gullhringur með
plötu sem á er ritað H.S.J.. Finn
andi vinsamlega láti vita í síma
33798_,gegn fundarlaunum.
BíIIyklar töpuðust við Njálsgötu
Vinsamlegast hringið í síma 17856.
ÞJÓNUSTA
Húsaviðgerðir. Tökum að okkur
; innan- jDg utanhússviðgerðir. Van-
ir menn, vönduð vinna Sími 20806
ATVINNA ÓSKAST
Tveir nemar vilja taka að sér
málningavinnu. Uppl 1 síma 33898
Gevmið auglýsinguna.
Stúlka með 3 ára dreng óskar
eftir ráðskonustöðu í Reykjavík.
Tilboð sendist augl.d. Visis með
uppl. um fjölskyldustærð merkt:
„Reglusemi 7696“________________
Tvítug stúlka óskar eftir atvinnu
Uppl. á mánudag í síma 31017.
Ráðskonustaða. Stúlka með barn
óskar eftir ráðskonustöðu í Reykja
vík eða nágrenni. Tilboð merkt
„Strax 8370“ sendist Vísi.______