Vísir - 20.11.1965, Blaðsíða 9
V í S IR . Laugardagur 20. nóvember 1965.
9
Núverandi bygglng Borgarbókasafnsins í Þingholtsstræti. Hús þetta er nú talið óhentugt fyrir
starfsemina.
Skýrsla sænsks bókasafns
málinu
sérfræðings í
Að undanfömu hefur sænskur
bókasafnsmaður Sigurd Möhlen
brock bókavörður við borgar-
bókasafnið í Gautaborg unnið að
athugunum á bókasafnsmálum
Reykjavíkur á vegum Fræðslu-
skrifstofu Rvíkur. Hann hef-
ur skilað ítarlegu áliti og fyrir
nokkru lagði Jónas B. Jónsson
fræðslustjóri skýrslu hans fyrir
borgarráð. Verða hér rakin
nokkur atriði úr skýrslu hans.
Núverandi skipulag
Möhlenbrock rekúr það fyrst
í skýrslu sinni, hvemig bóka-
safnsmálum Reykjavíkur er nú
háttað.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
er þannig skipulagt að það grein
ist í eitt aðalbókasafn sem er til
húsa í byggingunni Esjubergi í
Þingholtsstræti 29A. Þar eru 56
þúsund bækur. Hann segir að
húsnæði þetta sé ófullnægjandi
og óheppilegt og leiði til óþarfa
launakostnaðar, auk þess sem
staðsetning safnsins er ei heppi
leg með tilliti til þes, hve byggð
in hefur teygzt austur á bóginn.
Þá koma þrjú útibú, en þau
eru: Útibúið að Hólmgarði 34
sem hefur 8 þúsund bindi, að
Hofsvallagötu 16 sem hefur 6
þúsund bindi og Sóiheimum 27
sem er með 11 þúsund bindi.
Telur Möhlenbrock að aðeins úti
til skila úr útlánum. Þá er einn-
ig eðlilegt, að bókakostur aðal-
safnsins sé meiri en útibúanna
sérstakiega í ýmsum sérgreinum
enda gerir Möhlenbrock þar ráð
fyrir mörgum lestrarsölum og
húsnæði til annarrar starfsemi
Höfundurinn léggur til að nýtt
hús verði byggt fyrir Aðalbóka
safn og verði því ætlaður staöur
í hinu nýja miðborgarhverfi við
Miklubraut og Kringlumýrar-
braut. Hann leggur fram ýtar-
lega greinargerð fyrir því hverju
þurfi að koma fyrir i þeirri bygg
ingu og má m. a. nefna: Þar á
að vera sýningarskáli eða sýning
argluggar líkt og er í bókabúð-
um, útlánadeild fyrir fullorðna,
lestrarsalur fyrir fullorðna með
40 lessætum, tónlistardeild með
safni af hljómplötum og her-
bergi þar sem litlir hópar geta
komið saman til að hlusta á
plötur, bamabókasafn með 50
sætum fyrir böm, unglingasafn
með 20 sætum. Þar vill hann og
koma fyrir litlum fyrirlestrarsal
með tækjum til kvikmyndasýn
inga, og aðstöðu til að halda
hljómleika og bamaleiksýning-
ar. Er þó hér aðeins sumt eitt
talið.
Útibúin
Þá er næst að rekja hugmynd
ir og tillögur Mahlenbrocks um
Nýjar aðferðir hjá
bókasöfnum
Möhlenbrock ræðir um það,
hve þróunin er nú ör í öllu
skipulagi bókasafna fyrir al-
menning. Hann nefnir t.d.
notkun á mikrofilmum til að
geyma ýmis þau rit sem eru
plássfrek og nýjar tegundir 'af
•hillum, sem leysi bókaskápa af
um þær aðferðir sem á að nota
við að velja bækur í safnið.
Höfuðreglumar sem verður
að fylgja segir hann að séu
þessar: Fyrst og fremst verður
safnið að vera hlutlaust í sið-
ferðislegum, trúarlegum og
stjómmálalegum vandamálum.
Það hvort á að kaupa bók til
safnsins er eingöngu komið
undir því hvert er bókmennta-
legt eða fræðilegt gildi.
ulbönd, talbækur, kvikmyndir
o. fl.
Uppsláttarbækur
mikilvægar
Þá á það að vera eitt höfuð-
verkefni borgarbókasafns að
hafa þær bókabirgðir, — ekki
sízt uppsláttarbækur — sem
nauðsynlegar era fyrir skóla-
nemendur og fræðimenn. Og
Safnið á að hafna kaupum
á bókmenntum sem stefna að
því að hagnast á ósiðsemi, eða
birta rangfærða mynd af heima
landinu eða öðrum löndum, eða
bækur sem eru minna eftirspurð
þáttahaturs eða önnur rit sem
berjast gegn mannréttindum.
Gæðamatið verður að tengja
því hvaða magn er hægt að
kaupa af bókum og það verður
að vega það hverju sinni, að
bækur sem eru minna eftirspurð
ar en aðrar í dag geta orðið
verðmætari til langframa.
Undir bókabirgðir falla ekki
aðeins bækur, heldur líka tíma-
rit, dagblöð, hljómplötur, seg-
safnið þarf að stefna að því
að koma sér upp góðu úrvali
af bókum um efnahagsmál,
stjórnmál og félagsmál til þess
að geta gegnt upplýsingahlut-
verki sínu.
Hin takmarkaða bókaútgáfa
á íslandi veldur að vfsu sérstök
um vandamálum og því er erf-
itt fyrir safnið að koma sér upp
góðu úrvali af fagritum, en úr
þessu þarf að bæta með öflun
erlendra rita. einkum á dönsku
og ensku.
Höfundurinn gerir einnig til-
lögur í sambandi við skólabóka
söfn, en sagt verður fra þeim
á öðrum stað í blaðinu.
GLIT EYKUR SÖLU
í AMERÍKU
búið f Sólheimum sé vel stað-
sett enda megi sjá það af út-
lánstölum útibúanna.
Samanburður við aðrar
borgir.
Næst gerir Möhlenbrock sam
anburð á bókasafnsmálum
Reykjavikur og nokkurra borga
í Svíþjóð sem era álíka stórar.
Nefna má t.d. Halsingborg á
Eyrarsundsströnd Svíþjóðar,
sem hefur sömu íbúatölu og
Reykjavík. Bókaeign Borgar-
bókasafnsins f Halsingborg er
183 þúsund bindi, en Reykjavík
ur 90 þúsund bindi. Utlán f Hals
ingborg era 430 þúsund bindi á
ári en í Reykjavík 259 þúsund
bindi.
Tillaga um nýtt
skipulag
Höfundurinn gerir tillögur um
nýtt skipulag Borgarbókasafns
Reykjavíkur. Hann vill að það
greinist niður f aðalbókasafn og
4—5 útibú og auk þess einn
bókasafnsbíl. Við staðsetningu
útib skuli gilda staðalreglur um
fbúatölu. Þá gerir hann tillögu
um nokkra nýja starfsþætti t. d.
bókasafnsrekstur í sjúkrahúsum,
elliheimilum og þess háttar tofn
unum.
Aðalbókasafnið
Hlutverk aðalbókasafnsins um
fram útibúin á m. a. að vera að
annast alla reksturslega yfir-
stjóm, og þar era framkvæmd
ýmis tæknileg störf við rekstur
safnanna í heild, svo sem bóka
innkaup, niðurröðun bóka og
gerð bókaskrár, ennfremur bók-
band, ennfremur sér það um að
innheimta bækur sem ekki koma
bókaútibúin og þá miðað við 4
útibú.
Utibú fyrir Vesturbæinn vill
hann að fái betra húsrými en
það er nú f á Hofsvallagötunni
og helzt að það verði' flutt
nokkuð sunnar í grennd við
skólana. Bókakostinn þarf að
auka úr 10 þús. bindum í 20
þús. og þarf þar einkum að
taka með uppsláttarbækur fyr-
ir fullorðna og bækur fyrir böm
og unglinga. Má þá búast við
að notkun safnsins og útlán
myndu stóraukast frá þvf sem
nú er.
Utibú fyrir Miðbæinn. Fyrir
það telur hann ekki heppilegt
að nota núverandi hús Borgar-
bókasafnsins við Þingholts-
stræti, staðsetning hússins ó-
heppileg og gerð þess óhentug.
Þar mætti þó hafa útibúið fyrst
um sinn til bráðabirgða. Bóka-
kostur þyrfti að vera 20 þús.
bindi.
Utibú í Heimahverfi. Fyrir
það er núverandi staður og hús
heppilegt en þyrfti að stækka
það og auka bókakostinn upp f
20 þúsund bindi.
Utt útibú þyrfti að setja upp
í Háaleitishverfi álíka stórt og
hin með um 20 þúsund bindum.
Loks gerir hann tillögu um
bókasafnsbíl, sem yrði stór
strætisvagn, bókasafn á hjólum
er færi um borgina og næmi
staðar á vissum stöðum og
timum. Hann myndi gegna tvö-
földu hlutverki, bæði bráða-
birgðahlutverki meðan útibú-
unum hefur ekki verið komið
f fullt lag og einnig til fram-
búðar til starfrækslu í úthverf-
um og þar sem byggðin er
gisnust.
hólmi og spari einnig pláss. Þá
verður og að gæta að því að
ýmis ný útbreiðslutæki eru
komin fram á sviðið, sem koma
að nokkru f stað bóka, svo sem
kvikmyndir, útvarp, sjónvarp,
hljómplötur, talbækur og segul-
bönd og telur hann að starf-
semi bókasafnanna eigi að
vfkka út á þessi svið.
Þá minnist hann á ýmsar
breytingar á starfsskipulagi
Borgarbókasafnsins. Hann seg-
ir m.a. að útlánaskipulag það
sem nú er rfkjandi þar, hið
svokallaða Browns-kerfi sé orð
ið úrelt og eigi að taka í notk-
un aðferðir sem séu ekki eins
tímafrekar. Hann bendir á það
að í engilsaxnesku löndunum
og í Skandinaviu ryðji sér æ
meir til rúms véltæknileg að-
ferð við útlánin, sem er þannig
komið fyrir að lántakandi ann-
ast sjálfur mest allt sem gera
þarf, enda fylgir hverri bók
sérstakt spjald sem sortérast
sjálfvirkt. Nefnir hann sem
dæmi hið svokallaða Wayne
County kerfi og eru notuð í
sambandi við þetta gatakort.
Hann segir að iim ýmis kerfi
sé að ræða sem spari vinnu og
yfirleitt sé talið heppilegt að
taka gatakort í notkun þegar
bindafjöldi safns er kominn yfir
40 þúsund. Þá leggur hann til,
að sleppt sé, að halda sérstaka
skrá yfir lántakendur og fjölda
þeirra og hætta að gera skrá
yfir útlánsfjölda einstakra fs-
lenzkra höfunda, þar sem alltof
mikil vinna fari f að semja
hana.
Bókaval í söfnin
Möhlenbrock gerir tillögur
Leirmunir frá Glit hafa nú
hiotið mikla viðurkenningu í
Bandaríkjunum, þar sem ein
þekktasta listastofnun þar í
landl hefur tekið Gllts-muni til
sýningar og mikiisvirt listmuna
verzlun hefur tekið muni til
sölu.
Ásýningunni sem nú stendur
yfir í Smithson stofnuninni
í Washington eru til sýningar
munir frá Glit, en þessi stQfn-
un tekur ekki til sýninga nema
fvrsta flokks listmuni. Nýlega
var sýning á Glits-munum á al-
þjóðlegri keramiksýningu í
Sviss og hlutu munir frá Glit
þar mjög góða dóma.
Glits-munir era seldir í
Bandaríkjunum fyrir milligöngu
Icecraft (Icelandic Arts and
Crafts). í sumar tók Mr. Harry
Sooker við framkvæmastjórn
fyrirtækisins í New York og
fyrir hans niilligöngu tók fyrir-
tækið Woodswards og Lothorp
að annast sölu á Glits-munum
í USA. Hafa þarna opnazt nýir
möguleikar á sölu á listmunum
Glits, þar sem umrætt fyrirtæki
er þekkt fyrir að taka ekki til
sölu nema fyrsta flokks list-
muni.
Kvað Sooker þarna hafa
verið náð merkum áfanga í sölu
íslenzks listiðnaðar og von-
andi væri þetta aðeins byrjun
á stórfelldri sölu íslenzkra
muna i USA.