Vísir - 11.12.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 11.12.1965, Blaðsíða 6
6 VlSIR . Laugardagur 11. desember 1965. Athugasemdir vegna Almennu bílaleigunnar Herferð — Framh. af bls. 16 hversu ung fólk hefur látið sig málið miklu varða. yíða í sveitum landsins þar sém nefndir voru ekki starfandi hófu kvenfélög, ungmennafélög skólar ellegar hreppsnefndir ó- tilkvödd söfnun með góðum árangri. Börn í skólunum hafa sýnt skemmtilega framtakssemi með framkvæmd ýmiss konar fjáröfl unarleiða. Þannig er vitað að börn hafi efnt til ekki færri en 20 hlutavelta Þá liggja og fyr ir upplýsingar um 15 skemmt- anir til ágóða fyrir herferðina auk bazara, bögglauppboða, safnana á vinnustöðum o.s.frv. Þegar fyrsta söfnunardaginn þótti ljóst hvern stórhug ís- lenzka þjóðin hugðist sýna her ferðinni. Söfnuðust þá tæpar 2 millj. kr. í Reykjavík. Mjög góður árangur náðist víðast hvar utan Reykjavíkur. Víða söfnuðust um 100 kr. á hvert mannsbarn og fór hæst upp í tæpar 200 kr. Að gefnu tilefni vill fram- kvæmdanefnd herferðarinnar koma því á framfæri að ekkert af söfnunarfénu mun renna í kostnað. Nánast allur kostnað ur, sem nefndin hefði ella orð ið að leggja út í svo sem hús- næði, símar, prentun, mynda- mót, dreifingarkostnaður o. s. frv. hefur nefndinni verið lát- inn í té endurgjaldslaust. Hafa að því staðið u.þ.b. 50 fyrirtæki og stofnanir. Bþrótfir — Framh. af bls 2. ofnum brauðgerðar G. Ólafsson & Sandholt á Laugavegi voru jólakökumar fullbakaðar og vitanlega máttu þær ekki brenna við. Ég byrjaði 13 ára í hand- bolta“. sagði Stéfán okkur. Hann byrjaði reyndar með ÍR í 3. flokki, en eins og títt er um unga menn hafnaði hann í öðru félagi, Val, og þar hefur hann leikið stórt hlutverk sem einn af beztu línumönnum landsins. „Ég var með strákum, sem allir voru í Val og einhvem veginn flaut ég með“, sagði Stefán . jbp — Jurta — Framh. af bls. 16 því miður hefði vegna mistaka hjá erlendri feitihreinsunarstöð, bragð „Jurta“-smjörlíkis ekki verið eins gott undanfarið og þeir hefðu kosið, en nú væri ráðin á því full bót og fullyrtu þeir að nú væri „Jurta“-smjörlíki betra en það hefði nokkurn tíma verið og er það ætlun þeirra að þannig verði það framvegis. Miklar breytingar hafa verið gerðar á vélakosti verksmiðjunn ar, og er nú svo komið að manns höndin þarf hvergi að snerta smjörlíkið fyrr en það kemur fullpakkað úr hinum sjálfvirku pökkunarvélum. Pólýfón — Framh. af bls. 16 rún Tómasdóttir, Sigurður Björnsson og Halldór Vilhelms son. Stjómandi verður Ingólfur Guðbrandsson, en hann hefur verið stjórandi kórsins frá stofn un hans Jólatónleikar Pólýfonkórsins verða 26., 27. og 28. desember og hefjast kl. 18 alla dagana. Aðgöngumiðar verða seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds sonar, hjá Lárusi Blöndal og hjá Ferðaskrifstofunni Otsýn. Bækur — Framh. af bls. 1 þær hafa enn sem komið er ekki náð verulegri sölu. Telja bók- salarnir að línurnar skýrist betur í næstu viku og þá fvrst megi marka hvemig salan verður. Samkvæmt könnuilinni hjá bóksölunum í gær verður niður- staðan sem hér segir (innan sviga stigin sem hver bók fær, eftir röð- inni sem bóksalamir selja hana): 1. Skáldið frá Fagraskógi (35). 2. Churchill eftir Thorolf Smith (21 y2). 3. —4. Torgið eftir Kristmann Guðmundsson (7). 3.—4. Árin sem aldrei gleymast, | Gunnar M. Magnúss (7). 5. Leitið og þér munuð finna (5) | Kári B. Helgason hefur sent Vísi eftirfarandi yfiriýsingu vegna Almennu bflaleigunnar: Vegna blaðaskrifa, sem orð ið hafa að undanförnu um mig og fyrirtæki mitt, Al- mennu bifreiðaleiguna h.f., vil ég biðja yður að birta eftirfar andi: Þann 21. október s.l. fór ég til Bandaríkjanna, þeirra er- inda að fara með 7 ára son minn til uppskurðar, sem ekki var hægt að framkvæma hér á landi. Þegar ég fór þessa ferð, sem var með mjög stuttum fyrirvara, þá stóð ég í óbætt- um sökum við firmað Kr. Kristjánsson h.f., vegna Al- mennu bifreiðaleigunnar h.f., en þó átti ég ekki von á þeirri aðgangshörku, sem raun varð á, og sízt átti ég von á, að Borgarfógetaembættið heim- ilaði þá aðgerð, að leyfa Kr. Kr. að rífa út peninga, kr. 500.000,00 sem ég persónu- lega átti hjá opinberri stofn un, og það án þess að leyfa lögfræðingi mínum að fylgj- ast með því sem gerðist. — Þetta athæfi hefur nú verið kært til Hæstaréttar. Þegar ég frétti þessar að- farir, þar sem ég var í Banda ríkjunum, og það með, að Kr. Kr. hefði látið taka 15 bifreið ir Almennu bifreiðaleigunn- ar h.f. fjárnámi, þá var ég, til þess að forða öðrum lána- drottnum mínum tjóni, til- neyddur að lýsa yfir gjald- þroti fyrirtækisins. Það er ekkert einsdæmi, að fyrirtæki verða gjaldþrota, en ég fel að ekki hefði þurft að koma til þess í þessu tilfelli, nema vegna hörkulegrar að- farar Kr. Kr., sem þegar hefur valdið mér miklu tjóni, m. a. með því að láta selja áður- nefndar 15 bifreiðir á upp- boði, en ég vona samt, að mér takist að greiða öllum lána- drottnum Almennu bifreiða- leigunnar, því enda þótt til skuldanna sé stofnað í nafni fyrirtækisins, þá lít ég á þær sem mfnar persónulegu skuld ir og er það metnaður minn, að enginn verði fyrir tjóni af viðskiptum við mig. Þvættingi um flótta minn úr landi, ferð á þing trúfélags, viðskipti við okrara og ann- að þess háttar, legg ég mig ekki niður við að svara. Kári B. Helgason. í tilefni af þessari yfirlýsingu hefur Jón Arason, lögfræðingur Kr. Kristjánsson sent blaðinu þessa athugasemd: Þar sem mér hefur verið gef inn kostur á að lesa yfirlýs- ingu Kára B. Helgasonar vegna málareksturs míns á hendur Almennu bílaleigunni h.f. fyrir hönd umbjóðanda míns, Kr. Kristjánsson h.f., þykir mér rétt að eftirfarandi atriði komi fram: Þegar hafizt var loks handa hinn 14. október s.l. um að stefna Almennu bílaleigunni, voru m.a. greiðslur vegna bíla kaupa Kára vegna nefndrar bílaleigu gjaldfallnar, nánar tiltekið 15. ágúst s. 1. auk annarra áfallinna skulda vegna vöruúttekta hjá fyrir- tækinu, sem honum var stöð ugt veittur frestur á að greiða. Þegar Kr. Kristjáns- son h.f. hinn 12. október varð kunnugt um, að bílarnir hefðu þá fyrir alllöngu verið teknir úr kaskotrygging'u al- gjörlega án vitundar þess, sem þeir þó áttu skilyrðislaust að vera í samkv. samningi, var Kára gefinn kostur á, þar sem mikil verðmæti voru í húfi, að afhenda bílana til geymslu þar til frekari samn ingar næðust um greiðslur. Boði þessu hafnaði Kári, þrátt fyrir að honum væri kunnugt, að málsókn mundi að öðrum kosti-þá þegar hafin, og hafði bílana í stöðugri notkun. Kára var því fullkunnugt um málsókn þessa, áður en hann fór til Bandaríkjanna, enda bæði undirrituðum og Kr. . Kristjánssyni h.f. ókunnugt um fyrirhugaða för hans og sízt í hvaða tilgangi hún væri farin. Kári aðhafst ekkert í málinu, áður en hann fer, þótt dómar væru þegar að birtast á Almennu bílaleig- una, og lágu engar upplýsing ar fyrir um það, meðan á málarekstrinum stóð, hvenær hann væri væntanlegur aftur. Þegar sýnt þótti samkvæmt mati, sem fram fór á bflunum í sambandi við fjámám, að þeir mundu hrökkva skammt upp í skuldir, hófst ég handa um að reyna að tryggja þær kröfur, sem hann var persónu Iega ábyrgur fyrir, í eignum hans, eins og til stóð og eðli legt var. Ummæli hans um það, að lögfræðingur hans hafi ekki átt kost á, eða verið gefinn kostur á, að fylgjast með mál inu eftir vild, eru algerlega út í hött. Varðandi hraða málsins hjá fógetaembættinu vil ég taka það fram ,að ég lagði mikla áherzlu á og bað sérstaklega um í fjámáms- beiðninni, að fjárnáminu yrði hraðað eftir föngum, þar sem ég taldi bílana í hættu eins og á stóð, og reyndar átti eftir að koma í ljós, með áfram- haldandi notkun þeirra. Því aðeins þykir mér rétt að gefa þessa yfirlýsingu, þar sem mér virðist sem Kári Borgfjörð vilji sýnilega vekja samúð almennings á kostnað fyrirtækis, sem sýnt hefur honum velvilja og lipurð í hví vetna, og kemur mér ofan- greind yfirlýsing harla ein- kennilega fyrir sjónir frá manni og Kári Borgfjörð öðrum eins drengskapar- kveðst vera. Jón Arason hdl. ÍSAFOLD Spennan cli óLdfdáög-ur d bóLamarLaÉi 1965. Dœgradvö! diplomata Éftir Roger Peyrefitte 205 bls. Kr. 230.OO Segja má að þessi skáldsaga hafi blátt áfram vakið uppnám, þegar hún kom út fyrst fyrir nokkrum árum. Peyrefitte var um langt skeið háttsettur embættismaður í utanríkisþjónustu Frakka, og sá grunur hefir leikið á, að bókin Dægradvöl diplomata sé byggð á reynslu hans sjálfs. Þykir Peyrefitte meir en alllítið ber- orður um líf og starf, ástir og áhugamál diplo- mata. I sumar varð Peyrefitte frægur á nýjan leik, er bók-.hans Gyðingurinn kom út, en í þeirri bók heldur hann því fram, að menn eíns og Kennedy forseti, de Gaulle, Eisen- hower forseti o.fl. séu Gyðingaættar. Dægra- dvöl diplomata er spennandi skáldsaga og verður sjálfsagt mörgum íhugunarefni. Hinir vammlausu (THE UNTOUCHABLES) Eftir Paul Robsky. Ásgeir Ingólfsson þýddi. 162 bls. Kr. 220.oo Ekki þarf að kynna hina vammlausu fyrir íslenzkum lesendum. Þeii' þekkja bókina Þá bitu engin vopn, sem kom út í fyrra, og hina vammlausu þekkja þeir úr sjónvarpinu. Höf- undurinn, Paul Robsky segir um þessa bók sína: Hér er sögð í fyrsta sinn sagan af grun- semdum, sem ríktu í röðum hinna vamm- lausu — um þrjá þeirra, sem sviku félaga sína — um óhugnanlegar hefndir glæpafor- ^ingja Chicago. Gúró og Mogens Eftir Anitru. Stefán Jónsson, námsstjóri þýddi. 220 bls. Kr. 220.oo Norska skáldkonan Anitra varð alkunn hér á landi, er skáldsagan ,Silkislæðan“ kom út. Ekki minnkuðu vinspeldir hennar er skáldsag- an Gúró kom út í fyrra. Gúró og Mogens er algerlega sjálfstæð saga, ættarsaga og ástar- saga — góð skáldsaga sem menn munu ekki leggja frá sér fyrr en hún er lesin öll. tauerzlun J^óaj^oldar Bifreiðaleiga Getum tekið nokkra nýja eða nýlega Volks- wagen bíla til útleigu. Mikil vinna, sanngjarnt afgreiðslugjald. Tilboð sendist Vísi merkt Bifreiðaleiga 2867 fyrir miðvikudagskvöld. -----------------1-------------------- Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar SIGFÚS ÁGÚST GUÐNASON varð bráðkvaddur á vinnustað 9. þ. m. Jóna S. Jónsdóttir og börn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.