Vísir - 14.12.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 14.12.1965, Blaðsíða 1
EKKI GEFIÐ VINNUFRÍ Skólastjórar f ungllnga- tíg gagnfræðaskólum f Reykjavfk hafa nú tekið sig saman og gef ið út tilkynningu þess efnis að fyrir jólin verði rtemendum ekki veitt leyfi úr skóla fyrir jólin til að stunda vtnnu. Ástæðan til þessa er sú, að undanfarin ár hafa vinnuleyfin verið svo algeng fyrir jólin að erfitt hefur reynzt að halda uppi kennslu sfðustu daga fyrir jóla leyfi. f reglug. frá Menntamála ráðuneytinu frá 1963 er kveðið svo á að jólaleyfi í unglinga og gagnfræðaskólum skuli hefj ast 20. desember. En upp úr miðjum desember hefur æ fækk að í skólanum og undir lok kennslutímabilsins hafa kennar ar mátt sitja yfir hálftómum bekkjum. Eru skólastjórar því með til kynningu sinni að vekja athygli á gildandi reglum um kennslu og jólaleyfi í desember. Hitt er svo annað mál að skóla stjórar hafa heimild til að gefa nemendum leyfi úr skóla um stuttan tíma, ef heimilisástæð ur eða aðrar ástæður hjá nem anda gera það nauðsynlegt og óhjákvæmilegt, og gildir það jafnt um desember sem aðra mánuði ársins — svo að ekki er loku fyrir það skotið að fjár hagslega illa stæðir nemendur fái að vinna sér inn aukaskild ing nú fyrir jólin. Fastar reglur um innflutning feriamannavöru Nú hefur orðið lftillega hlé á frostunum, en þau höfðu var- að lengi og mátti orðið segja að frosthörkur væru orðnar sums stað' i uppsveitum þar sem frost hafði jafnvel kom- izt niður fyrir 10 stig. Þessi langvarandl frost höfðu þau á- hrif að flestar ár og lækir á Suðurlandsundirlendinu vorr freðnar, jafnvel stórfljót. Mjög er það samt misjafnt, hve fljótt ár leggur, uppsprettu ár eins og Brúará leggur seint eða aldrei, en dragámar sem lengi er að safnast í á yfirborð- inu eru fljótar að stokkfrjósa. Talsverður munur er lfka á hin- AÐIÐ i DAG B!s ’ Tfmamót í hagræð- ingu. Myndsjá. — 7 Hvemlg komst Skarðsbók frá Isiandi? . — 8 Viðtal við íslenzkan verðbréfasala i Vesturheimi. — 9 Ritdómur um Dægurvísu. HVÍTÁ FROSIN BAKKA MILLI Vísir ræðir málið við Magnús Jónsson fjármálaráðherra J gær var lagt fram á Alþingi ríkisstjórnarfrumvarp, sem heimilar fjármálaráðherra að setja reglur um tollfrjálsan innflutning vamings ferðamanna og farmanna, enda þótt þær reglur séu frávik frá sérlögum. Mun fjármálaráðuneytið á næstunni setja slíkar regiur. Má gera ráð fyrir, að þær muni hafa inni að halda vissar takmarkanir i sumum grein- um frá því, sem nú er, þannig að tollfrjáls innflutningur þess- ara aðila verði ekki leyfður í sama mæii og tíðkazt hefur hingað til. Vísir ræddi i morgun við Magnús Jónsson fjármála- ráðherra um þetta nýja frum varp, tilgang þess og mark- mið og fer frásögn ráðherr- ans af þessum málum hér á eftir: FASTAR REGLUR SKORTl. Síðustu mánuðina hefur verið í undirbúningi að setja fastar reglur um að hve miklu leyti ferðamönnum og far- mönnum, bæði á sjó og i lofti, sé heimilt að hafa meðferðis inn í landið til eigin nota toll frjálsan varning. En hingað til hafa engar fastar reglur ver- ið í gildi um þessi efni. Hefur það því verið harla handa- hófskennt hvað leyft hefur verið og ekki leyft og tollgæzl an oft lent í vandræðum vegna þessa. Þá veldur það einnig ferðamönnum og far- mönnum miklum erfiðleikum að vita ekki nákvæmlega hvað þeim er leyfilegt í þess um sökum. BÆTT AÐSTAÐA TOLL- GÆZLUNNAR. Við athugun málsin. hefur Magnús Jónsson, fjármálaráðherra komið í ljós að raunverulega skortir allar lagaheimildir til þess að flytja inn tollfrjálsan vaming, en slíkt er hins vegar leyft að vissu marki í öllum löndum. Hefir verið reynt að hafa hliðsjón af slíkum regl um í framkvæmd þessara mála hér. Hefur jafnvel um áratuga bil verið látið átölu laust að fluttar væru þannig inn í landið vörur sem í lög- um er algjörlega bannað að flytja inn. (Matvæli, sterkt öl) Og í vissum tilfellum hefur í framkvæmd verið leyft að inn vörumagn sem er óleyfilegt eftir sérlögum um slíkar vörur. Þegar að því kom að gefa út umræddar reglur stóð ráðu neytið andspænis þeim vanda að afnema annað hvort að verulegu eða öllu leyti þessi tollfriðindi ferðam. og far- manna eða gefa út reglur sem beinlínis brytu í bág við ís- lenzk lög. Það er megintil- gangur ráðuneytisins með setningu fastra reglna um toll frjálsan innflutning ferða og farmanna að veita í senn toll gæzlunni viðhlítandi aðstöðu Frarnh A hls 6 um tveimur stórfljótum Suöur- landsins, hvaö Hvitá er mlklu fljótari að leggja en Þjórsá, enda er hin síðart vatnsmeiri og vfða mjög straumþung. Myndin sem hér birtist var tekin fyrir skömmu austur vlð Hvítá. Það er brúin á Iðu, sem hér sést. Undir henni var þetta mikla fljót isi lagt bakka á milli, svo að auðvelt var að kom ast yflr þr."5 þurrum fljótum. Tveir brezkir togaraskipstjórar dæmdir i Hæstarétti — Venjuleg landhelgissekt hækkar úr 260 þúsund i 300 þúsund krónur í gær kvað Hæstiréttur upp tvo landhelgisdóma yfir brezk- um togaraskipstjórum. í báðum þessum málum reyndu tog- araskipstjóramir og verjendur þeirra að vefengja aðferðir landhelgisgæzlunnar, var þvi haldið fram bæði að stöðvunar merki varðskips hefðu ekki sézt fyrr en togaramir vom komnir út fyrir landhelgislínu og að þeir hefðu ekki kastað vörpu fyrr en þeir voru komnir út fyrir línu. Vegna þessara vefenginga fóru fram ítarlegar viðbótarrannsókn ir, sem voru fólgnar í þvi að Jónas Sigurðsson skólastjóri Stýrimannaskólans var fenginn til að marka nákvæmlega út á kort mælingar og tímaákvarðan ggm.nms ir landhelgisgæzlunnar og enn fremur sérfræðingar fengnir til ö að segja álit sitt á því, hvar S togarinn hefði verið staddur þeg j ar stöðvunarmerki var gefið og | einnig, hvort honum hefði gef jj izt ráðrúm til að kasta vörpu. Niðurstaða allra þessara rann k sókna er í rauninni mikill sigur I fyrir landhelgisgæzluna. Allar I hennar mælingar standast og I Framh á bls 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.