Vísir - 14.12.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 14.12.1965, Blaðsíða 4
 V í S IR . Þriðjudagur 14. desember 1965. msx Skarðsbók —1 Framh at Dla / megnið af þessu eru afrit á pappír og fátt merkra handrita. Finnur hafði svo gott samband Vi8 handritaeigendur og það var almennt vitað, að hann annaðist sölu á handritum ,svo að hugs- anlegt gæti verið að þetta hand rit hefði farið í gegnum hend- umar á honum. Þó er hann helzt til of seinn á ferðinni, því að ekki eru miklar líkur til að Skarðsbók hafi verið á Skarði fram yfir árið 1800. A ð lokum má svo geta þess, að á seinni hluta 18. aldar var starfandi sem prestur við sendiráð Breta í Kaupmanna- höfn írskur maður að nafni James Johnstone er var mikill bóka- og handritasafnari og hélt m.a. uppi kaupskap á þeim islenzkum handritum sem hann gat komizt höndum yfir. Ekki er fráleitt að ímynda sér að hann hafi komið við sögu Skarðsbók ar, sala til hans var líklegt að færi leynilegar en ella, en það sem mælir einkum á móti hinum fyrm mönnum er að ó- trúlegt var að það gæti farið svo leynt hjá þeim ef þeir seldu svo merkilegt og fomt handrit, sem Skarðsbók. Johnstone hafði tekizt að ná saman um 50 íslenzkum hand ritum, en allt pappírshandrit, þegar hann dó 1798 Síðar eða árið 1810 var bókasafn hans selt á uppboði í London, en þar voru handrit hans ekki með, heldur hafði bókasafni Trinity College í Dublin tekizt að ná eignarhaldi á þeim og eru þau enn varðveitt í Dublin. Islenzkur — trarnn al ols 8 boð á undan mér (cold calls). Ég gekk upp götuna öðrum megin og niður hinum megin. Ég fór síðan í heimsóknir í nærliggjandi skrifstofur, og mér til mikillar undrunar komst ég að þeirri niðurstöðu að það var mjög auðvelt að hitta menn að máli. Allir höfðu mikið af bæklingum um fjárfestingu og verðbréf liggjandi hjá sér, og ég man að mest af þessum ritum var frá Merril-Lynch (eitt stærsta verðbréfafyrirtækið í USA). Þeir höfðu mjög góða reglu á póstsendingum, og það var Marril-Lynch bæklingur í hverri skrifstofu sem ég heim sótti, þannig.að flestir þess- ara manna voru kunnugir hlutabréfum og verðbréfum; sumir þeirra áttu hlutabréf, - en enginn þeirra hafði fengið verðbréfasala í heim- sókn til sín til persónulegra viðræðna. Þetta kom þeim að óvörum, og þeir voru einnig á vissan hátt ánægðir. Frá þessum mönnum komu mínir fyrstu viðskiptareikningar, og sumir þeirra eru þeir beztu, sem ég hefi enn 1 dag. ISM: Hversu lengi beittuð þér þessari söluaðferð? BACHMANN: í sex mánuði samfleytt. I upphafi kom ég ekki á skrifstofu okkar fyrr en ég hafði a. m. k. eina pönt- un. Mér lærðist að í þessum viðskiptum verður maður að halda áfram að safna pönt- unum og opna stöðugt nýja reikninga. ISM: Or þessum viðtölum hófuð þér að byggja upp við- skiptareikninga yðar. Þér högnuðust um $ 10.000 fyrsta árið. Hve mikið var það næsta ár á eftir? BACHMANN: Við skulum láta nægja að segja, að hvert ár frá því fyrsta til hins sjö- unda hafi gefið mér stöðugt meira í aðra hönd. í raun og veru er það svo, að er ég lít yfir hagnaðaraukninguna á hverju ári, bregzt ég við eins og alltaf eftir stórar sölur — ég tvíeflist í áhuga. ISM: Jæja, en akið þér enn um í litla Peugeot-bilnum? BACHMANN: Nei, herra minn! Ég lét hann ganga uppí Cadillac. ISM: Þér hafið unnið yður jafnt og þétt áfram á frama- brautinni, en ef við lítum aft- ur til fjórða árs yðar hjá Goodbody, getið þér sagt okk ur hvers vegna þér hættuð þar úr því yður gekk.pvo vel, sem raun ber vitni? BACHMANN: Þetta er mjög þröngur hringur. (Bachmann á hér við fjármálastarfsemina í Miami.) Ef einhverjum geng- ur vel, spyrst það út. T. d. þekki ég alla f þessum við- skiptum, sem vei gengur Mér var boðin aðstoðarfram- kvæmdastjórastaða hjá A. M. Kidder í júní 1962. í nóvem- ber var ég orðinn fram- kvæmdastjóri. ISM: Var það ekki skömmu eftir þetta að Reynolds yfir- tók Kidder? BACHMANN: Jú, það var í júní 1963. Ég gegndi áfram framkvæmdastjórastöðunni. ISM: Hvernig var högum skrifstofunnar komið, er þér tókuð við stjórn hennar? BACHMANN: Þegar ég varð framkvæmdastjóri Kidd- er í nóvember hafði fyrirtæk- ið tapað peningum ailt árið. I desember fórum við að sjá hagnað, og það hélt áfram allt til þess tíma að Reynolds tók yfir fyrirtækið. í júní 1963, sem Reynoldsskrifstofa, vor- um við nr. 37 í röðinni af deildum þeirra miðað við heildarveltu. í desember 1964 vorum við nr. 12 af meira en 50 deildum eða útibúum. Ein ástæðan fyrir velgengni okk- ar var sú að ég réði marga nýja menn. Þegar ég tók við skrifstofunni var meðalaldur sölumanna okkar um 55 ár, — nú er hann líklega 35 ár. ISM: Nú, þegar þér eruð aftur kominn til Goodbody, eruð þér ánægður með eigin sölur yðar? BACHMANN: Sölumaður ætti aidrei að vera ánægður með sölur sinar, en ég er á- nægður með þann hraða, sem mér hefur tekizt að þróa hjá öðru fyrirtæki. V ISM: Yfirgefið þér skrif- stofpna enn og hittið menn persónulega að máli, líkt og þér gerðuð fyrir sjö árum, er þér hófuð störf? BACHMANN: Skilyrðis- laust. Það er hægt að eiga ótakmörkuð viðskipti aðeins með því að setjast niður utan skrifstofunnar. Mér er það með öllu óskiljanlegt hvers vegna aðrir verðbréfasalar yf- irgefa ekki skrifstofur sínar og ganga á vit manna. Þegar ég sel, þá geri ég ekki annað en að selja. Ég ver tíma mín- um þannig að henti viðsklpm mönnum mínum og reikning- um. Ef ég get fengið fólk til að tala við mig tuttugu klukkustundir á sólarhring, þá er það vinnutími minn. Persónulegt samband er mesta sölutæki mitt. Ég hefi viðskiptavini, sem reka veit- ingahús, og vilji þeir hitta mig kl. 11 um kvöld eða kl. 7 að morgni, þá er ég til staðar. Náin tengsl við fólk gegna stærstu hlutverki f söl- um mínum, Ef ég hefi nógu marga væntanlega viðskipta- vini að ræða við, þá kem ég þeim fyrr eða síðar til þess að ræða um verðbréfamark- aðinn, og ég hefi alltaf á reið- um höndum ákveðin hluta- bréf til að mæla með. Það skiptir engu máli hvers kon- ar reikningum þeir hafa á- huga á. Þegar þeir spyrja, hvað líti bezt út, hefi ég á- vallt svar á reiðum höndum. ISM: Hr. Bachmann, þér hafið veitt okkur innsýn í starf yðar sem verðbréfasala, sem vel gengur. Hvað er það, sem þér teljið mikilvægast í störfum yðar? BACHMANN: Ég mundi segja sjálfsögun — sjálfsög- un í meðferð tímans. Tíminn er það mikilvægasta, sem ég hefi. Tími er ekki peningar - tími er hagnaður. ISM: Þakka yður fyrir. ÍWntun p prcntsmlöja & gúmmlstlmpl«$«iré Elnholtl Z - Slml 2»f«» SIERA sjónvarpstæki Teknisk gæðaframleiðsla Philips-verksmiðjanna í Hollandi. Fimm gerðir sjónvarpstækja mismunandi að stærð, gæðum og verði og full- nægja þær allar þeim skilyrðum, sem kaupendur þurfa að taka tillit til í dag. Tækin eru gerð fyrir afnot á sjónvarpssendingum Ameríkukerfis og jafn- framt fyrir full afnot af sjónvarpssendingum Reykjavíkur, þegar nýja stöðin tekur til starfa. Verð Siera-tækjanna er eitt hið hagkvæmasta, sem boðið er. Afnotaábyrgö er veitt við kaup á tækjunum. Kaupendur, leitið upplýsinga hjá útsölumönnum Viðtækjaverzlunar Ríkisins eða á skrlfstofu vorri, Garðastræti 2. VIÐTÆKJAVERZLUN RÍKISINS ( ^ ^' '„

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.