Vísir - 14.12.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 14.12.1965, Blaðsíða 11
Jóla- sveinn- inn ' ' «■■ í Ástralíu er nú sumar og sól og börnin taka á móti jólasveininum klædd baðfötum. “ f ; ' M jiíjj:!’ | | ■ la 'f flpi|* w r I gengur á land „Jólasveinar einn og átta“ segir 1 gamla jólakvæðinu og sé sú tala rétt á sá fyrsti að koma til byggða á morgun. En séu þeir aftur á móti þrettán eins og margar sögur segja, þá Bítlamúsik i kirkjum Þetta eru í sannleika sagt und arlegir tímar. Maður getur bók staflega ekki gert gys að neinu með því að færa viss fyrirbæri út í hlægilegar fjarstæður — það kemur nefnilega óðara á daginn, að einhverjum hefur komið sama fjarstæða í hug og fært hanna út f ramma al- vöru og veruleika, og hvað verð ur þá um gysið í sambandi við þá hluti, það verkar aftur og bitnar á þeim sem að því stóðu. Að vísu hefur aldrei verið á það minnzt í þessum þáttum að inn leiða bitlamúsík í kirkjur, ein faldlega fyrir skort á hugarflugi þess, sem að þeim stendur, hefði ekki einhver engelskur séra ver ið byrjaður á þessu lítilsháttar, en engelskir eru þekktir fyrir virðingu fyrir öllu, sem ber keim af brjálæði — það er þeirra fyndni. En viti menn. Skömmu eftir að hér var á þetta minnzt í einskonar fram hjáhlaupi til þess að styggja ekki innlend geistlegheit, tekur danskur séra upp á því sama og landar hans, sem aldrei hafa verið sérlega fyndnir að eðlis- fari, láta gott heita — í alvöru. Og nú fyrir skömmu sjáum við stungið upp á því i málgagni fslenzkrar æsku, að okkar sér ar fari að dæmi engelskra og danskra stéttarbræðra sinna á þessu sviði — og verður ekki annað skilið, en að uppástungu- mönnum sé þetta alvara... Semsagt, ótrúleg fjarstæða, meiht sem gys, er óðara orðin trúleg nærstæða, meint f alvöru. Gott og vel... því ekki að bregða fvrir sig enn fjarstæðari fjarstæðu — meðan svo er, og stinga upp á að sérar höfuðstað arins gangist fyrir sérstökum æskulýðsmessum um jólin, þar sem Hljómar og Tónar og Dátar gauli Heims um ból og í Dag er glatt, útsett sem beatmúsfk með trommum og rafmagnsgít urum, kannski mætti víkja text anum örlítið við lfka af þvf til egni, en viðkomandi séra fái sér hárkollu, þar eð varia er unnt að ætlast til þess, að hann láti sér vaxa hár í herðar niður ein ungis af þvf tilefni, enda eru sérar höfuðborgarinnar misjafn lega hárprúðir og naumur tfmi til stefnu. Þá væri og nauðsyn Iegt að lagfæra messusvörin til samræmis við annað, breyta þeim f skerandi gól við trommu hamagang og gítarbarsmíð ... Jú, það er vel til að nokkur að sókn vrði að slíku ... fyrst í stað .. á meðan það þykir fjarstæða hvað yrði víst varla lengi... eru þrír hinir fyrstu þegar komn Þótt Ástralíubúar hafi eng En — eitt gera þeir sem fáa ir, þótt ekki hafi þeir látið mik an jólasnjó eins og íbúamir á fýsir að gera hér norður frá. ið á sér bera, nema hvað eii^^ jioj^i^h^eJi jatðarr;Íjáýþalda þeir Þeir. snæða oft jólamatinn úti ■þeirra var víst á ferðinni í bæ» . ýnisum aömu jólasiðum og Evr' ' é svþlum eða úti í garði, nú. og um á sunnudag. • ópubúar. Borðaður er bfezkur ef sérlega vel viðrar finnst þeim jólamatur, skipzt er á jólagjöf um, jólatré standa skreytt í stof unum og fjölskyldumar hittast í jólaboðum. Suður í Ástralíu eru líka tíu dagar til jóla og jólasveinar þar líklega komnir á kreik. En þar þurfa þeir ekki að vaða hné háan snjó eða ferðast á sleðum, af þeirri einföldu ástæðu að þar er enginn snjór frekar en ann ars staðar á suðurhveli jarðar á þessum árstíma. í stað þess koma jólasveinamir akandi f opnum vögnum, fljúgandi í hele kopter eða þá þeir koma á bát um, lenda þeim við baðstrend umar og vaða svo síðasta spöl inn að landi og halda á stigvél unum. Þar taka börnin á mðti þeim, því að eftir að þau hafa fengið jólafrfið eyða þau tím anum Iéttklædd á baðströndun um. upplagt að pakka matnum nið ur, halda til strandar og snæða þar eftir að hafa fengið sér bað í heitum sjónum. Ljóðabókin Feykiskógar eftir Ingólf Jónsson frá Prestbakka er að verða uppseld. Hún fæst aðeins í bókabúðum í Reykjavík og hjá höfundi sjálfum á vinnustað hans, en hann er starfsmaður í veitingahúsinu Hábæ Sklavörðustíg 45 Reykjavík. Kári skrifar: amall sjóhrafn" sendir þætt vrinum pistil. Kveðst hann furða sig á ríkjand sinnuleysi yfir kræðuveiðinni fyrir sunnan land og spyr hvort ekkert sé hægt að gera til að koma f veg fyrir, að þannig verði haldið á- fram, þar til allt verði upp urið. • • Furðulegt ; sinnuleysi J „Ég get ekki lengur bælt nið • ur gremju mína yfir, að engu • er líkara en algert sinnuleysi • sé ríkjandi um framtíð sfldveið • anna hér við land, en ég kalla J það sinnuleysi þær varðandi ef • haldið verður áfram að ausa • upp hér fyrir sunnan land, ung- J viðinu. op • má augljóst • vera hversu hlýtur að • ganga á stofninn með þessu á- framhaldi, þegar kannski tugur skipa koma inn með mörg hundr uð tunnur dag eftir dag og viku eftir viku. — Fljótandi síldarverksmiðjur Mér er sagt, að Rússar hafi verið með sínar fljótandi sfld arverksmiðjur í Skeiðarárdýpi og mokað þar upp smásíld. Ég veit ekki sönnur á þessu, en spyr — spyr sá, sem ekki veit? En ekki bætir það úr skák, þótt fleiri séu blindir en við. Hvað er gert í þessum mál um? Það er altítt að heyra í fréttum aukið samstarf þjóða milli. Við vitum um rannsóknir og samstarf íslenzkra, norskra og sovézkra vísindamanna? Vafalaust hafa þeir rætt þessi mál og gera sér ljósa hættuna. Vantar hér samkomulag sfld- veiðiþjóða í norðurhöfum, um bann við smásíldveiði — sem ekki verður komið á nema með stjórnmálalegum samkomulags- umleitunum. Og nú spyr ég, gamall sjóhrafn, er ekkert að gerast í þessum málum? Hvernig fer? Hvernig fer, ef stofninn verð ur upp urinn á næstu áratugum? Eða svo til. Einblínum ekki á gott síldargengi nú. Það getur brugðizt, þrátt fyrir kraftblakk ir og annað nýtízkulegt og gagn legt," þvf að enn mun það sannast, að áraskipti er að því hve vel veiðist. En verði svo haldið áfram sem nú með að ganga á smásfldarstofninn, bregðast þær varanlega hversu góð sem tækin eru og hversu langt sem Ieitað er. Gamall sjóhrafn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.