Vísir - 14.12.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 14.12.1965, Blaðsíða 6
6 V1 S IR . Þriðjudagur 14. desember 1965. Fusffar reglur — Framhald af bls. 1 til eftirlits og gera almenningi ótvírætt ljóst hvað sé leyfi- legt og hvað bannað. SÉ EKKI SÖLUVARNINGUR En hins vegar telur ráðu- neytið það á engan hátt skyn samlegt að hafa slíkar reglur svo óhæfilega strangar að þær séu ekki í neinu sam- ræmi við það sem leyft er í nálægum löndum, og geti þannig beinlínis verkað öfugt við tilgang sinn. En á það verður nú lögð hin ríkasta á- herzla að halda uppi sem öfl- ugastri tollgæzlu. Er i því sambandi rétt að vekja sér- staka athygli á því að allar undanþágur um tollfrjálsan innflutning varnings ferða- manna og farmanna eru við það miðaðar að ekki sé um söluvaming að ræða, sagði fjármálaráðherra að lokum. Lundhelgi — Framh. af bls. 1 má sjá að þær hafa verið mjög vandvirknislega gerðar, en í málum eins og þessum hefðu ein mistök við mælingar verkað sakbomingum í hag. En allt stóðst þetta og leiddi það til þess að Hæstiréttur staðfesti refsidómana yfir skipstjórunum. T.d .töldu sérfræðingar að til þess að undirbúa kast vörpu hefðu togaramenn þurft 5—6 mínútur, en innan tímareikning anna var ekki hægt að finna þann tíma til þess verks. Annar þessara dóma var kveð inn upp yfir Richard Taylor sem var skipstjóri á togaranum Pet- er Scott. Hafði hann hlotið þungan dóm í héraði, Akureyri vegna ítrekunar og annarra brota og var hann að öllu stað festur 45 daga varðhald og 350 þúsund króna sekt. Hinn dómurinn var yfir Raw- ciiffe skipstjóra á togaranum Pritjce Phillip, sem hafði verið dæmdur á ísafirði. Dómurinn var staðfestur. Þó vekur það at- hygli, að Hæstiréttur hækkaði sektina úr 260 þús. kr. í 300 þús. kr. og virðist þetta benda til að sektir fyrir venjuleg land helgisbrot sem hafa verið 260 þús. kr. eigi nú að jafnaði að hækka upp f 300 þús. kr. Báð ir voru skipstjóramir dæmdir til að greiða háan málskostnað. Brezki sendi- herrann kveður Basil Boothby Á morgun heldur héðan af landi burt sendiherra Breta hér í Reykjavík, Basil Boothby. Hann hef ur fyrir nokkru verið skipaður sendiherra Bretlands hjá Evrópu- ráðinu og mun hann taka við því starfi eftir jólin. Basil Boothby hefur verið sendi- herra lands síns á Islandi síðan árið 1962. Er hann kom fyrst hing að til lands var fiskveiðideilunni nýlokið en þó við ýmis vandamál að etja í sambúð íslands og Bret lands sem af þeirri deilu stöfuðu. Var því starf hans frá upphafi fjarri því að vera vandalaust. Nú að nokkrum árum liðnum, er sendi- herrann hverfur á brott, munu all ir sem til þekkja sammála um að hann hafi kunnað að taka vanda málin réttum tökum og lagt fram ÍRSKIR LISTAMENN KOMA EFTIR JÓLIN %vv\\vvw\v /nifjÆrg/l BOÐIN WGF Eftir áramótln er væntanlegur til! stjóri er Walter Firner, sem gegn- landsins hópur irskra listamanna á vegum Þjóðleikhússins. Er þetta 20 manna hópur söngvara og dansara og nefnist flokkurinn Feis Eireann. Listafólkið kemur hingað frá Dublin, og héðan er förinni heitið til Bandaríkjanna og Kanada og sýnir flokkurinn þar á næstu fjór um mánuðum 'f nær því 40—50 borgum. Aðeins verður um stutta dvöl leikflokksins að ræða hér á landi og sýna þeir einu sinni hér í Þjóð- leikhúsinu. Á efnisskránni eru mestmegnis írsk þjóðlög og þjóðdansar og verða listamennimir klæddir írsk- um þjóðbúningum. Sjálfir leika þeir á hljóðfærin á þessari sýningu, en þar ber mest á hinni ævafomu írsku hörpu. Fararstjóri og stjórnandi er Al- bert Morini. Um þessar mundir eru fimm leik rit í æfingu hjá Þjóðleikhúsinu. Fyrst ber að telja leikrit Bertold Brechts, Mutter Courage, sem verð ur frumsýnt á annan í jólum. Leik- ir prófegsorsstöðu við Listaháskól- ann í Vfnarborg. Hefur Fimer dvalizt hér á landi tvívegis áður við uppsetningu leikrita, Don Cam illos, árið 1957 og Andorra, árið 1963. Með aðalhlutverkin í Mutter Courage fara þau Helga Valtýs- dóttir, sem leikur titilhlutverkið, Bessi Bjarnason, Gunnar Eyjólfs- son, Róbert Arnfinnsson, Jón Sig- urbjömsson, Valur Gíslason og Sig ríður Þorvaldsdóttir. Næsta frumsýning hjá Þjóðleik- húsinu verður um nýárið á bama leikritinu Ferðin til Limbó, en þeirri sýningu stjómar Klemens Jónsson. Þá er einnig byrjað að æfa Gullna hliðið eftir Davíð Stef- ánsson og er Lárus Pálsson leik- stjóri, verður það væntanlega fmm sýnt um mánaðamótin jan.-febr. j Einnig er byrjað að æfa tvö leik i rit fyrir Litla sviðið í Lindarbæ og 1 eru það leikritin Hrólfur eftir Sig- j urð Pétursson, leikstjóri er Flosi J Ólafsson og pólskur einþáttungur ; er nefnist Á rúmsjó, og er eftir ■ Mrozek, leikstjóri er Baldvin Hall- dórsson. drjúgan skerf til þess að jafna þann ágreining sem skapazt hafði. Skömmu eftir komu sína hingað til lands hafði Boothby forgöngu um að brezk-íslenzka félagið Ang- lia hóf aftur starf sitt, en starf- semi þess hafði þá legið niðri um nokkurra ára skeið. Hefur hann síðan stutt félagið af ráðum og dáð en það starfar nú af vaxandi þrótti og telur nær 500 félagsmenn inn an sinna vébanda. Þá féll það einn ig í hans hlut að annast af Breta hálfu undirbúning komu Prins Philipps hingað til lands fyrir tæp um tveimur ámm. Þótt Basil Boothby hafi áður á ferli sínum í utanríkisþjónustunni alið langan aldur í Austurlöndum varð hann skjótt gjörkunnugur mönnum og málefnum hér á landi. Hann og kona hans em miklir ferðalangar og á hverju sumri hafa þau farið um Iandið þvert og endi langt á fjallabifreiðum sínum, og stundað náttúruskoðun að hætti margra landa sinna. Er Basil Boothbv og kona hverfa af landi brott fylgja þeim góðar óskir hinna fjölmörgu vina þeirra um velgengni f nýju starfi í brezku utanríkisþjónustunni. Bronco — Framh. af bls. 16 á bifreiðum þá, urðu við upp skipun í Reykjavík. Að þessu sinni verður enn reynt að draga úr skemmdunum með því að full trúi tryggingarfélags verður við staddur uppskipun. Það tíðkast allmikið erlendis að tryggingar félög láti umboðsmenn sina fylgjast með uppskipun og fer nú í vöxt hér á landi, þar sem tryggingafélögin hafa orðið fyr ir miklum tjónum vegna skemmda við uppskipun. Wilson á íund Öryggisráðs HAPPDRÆTTI LANDSMÁLAFÉLAGSINS VARÐAR DREGIÐ 11. FEBRÚAR 1966 ' VERÐMÆTI VINNINGA KR.315.000.00 Varðarfélagar. Munið afmæHshappdrættið. Skrifstofan er í Sjálfstæðishúsinu við Austur völl. TIL SÖLU Höfum til sölu 4 herb. íbúð. á 3. hæð + herb. í kjallara við Dunhaga. Suðursvalir 110 ferm. með harðviðarhurðum. Mjög góð íbúð. Einnig 3ja herb. íbúð 90 ferm. á 3 hæð í blokk við Kaplaskjólsveg. Allar innréttingar úr harðviði. íbúðin öll teppalögð. Mjög góð íbúð. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10A. 5. hæð. Simf 24850. Kvöldslml 37272. Harold Wilson forsætisráðherra Bretlands talar sennil^ga á fundi öryggisráðs nú í vikunni, er tekið verður fyrir Rhodesíumálið, — þ. e. tlllaga Jomo Kenyatta um að fyrirskipa refsiaðgerðir gegn Rhod- esíu. Jomo Kenyatta bað um skyndi- fund í ráðinu f ofangreindum til gangi, en það var einnig hann, sem í gær óskaði þess að fund- inum yrði frestað um sólarhring og hefst hann kl. 19 í kvöld. Segja má, að nú gangi maður undir manns hönd í mörgum lönd- um til þess að afstýra því, að flanað sé að neinu 1 Rhodesíumál- inu, svo sem að einstök lönd í Brezka samveldinu 'rjúki til og segi sig úr því eða slíti stjóm- málasambandi við Bretland, verði stjórn Wilsons ekki búin að koma Iam Smith frá fyrir 15. þ. m. — en eins og menn muna setti ráð- stefna Einingarsamtaka Afríku brezku stjórninni úrslitakosti, og er fresturinn útrunninn á miðnætti. Voru þá mælt mörg orð og stór, en þegar leið að hinum mikla degi og augljóst var, að brezka stjórnin ætlaði ekki aþ láta ýta sér út á vettvang „óábyrgra aðgerða", fóru menn að draga inn seglin. Keisar- inn í Eþíópíu, sem var vigreifur, er hann setti ráðstefnuna, hefur nú lagt að stjómum einstakra rikja í Einingarsamtökunum, að slíta ekki stjórnmálasambandinu, nema um það sé samstaða. Nasser vill nýj- an fund um málið á næsta ári, og Balewa forsætisráðherra Nig- eríu (sambandsstjórnar) er kominn til Lundúna til viðræðna við Wil- son um tillögu, sem hann hefur borið fram um fund í Lagos og sitja hann forsætisráðherrar allra brezku samveldislandanna og fleira mætti nefna, sem sýnir úr hvaða átt vindurinn blæs nú, þótt ein-1 staka menn hóti enn slitum stjórn málatengsla, eins og dr. Nyerere. erere. Atvinnuleysi er mjög tekið að aukast í Rhodesiu, einnig meðal hvitra manna. Aðalbankastjóri Alþjóðabankans er kominn til Rhodesíu til þess að ræða við stjórn félagsins, sem rek ur Khariba-mannvirkin en til þeirra lánaði bankinn 38 milljónir punda á sínum tíma og er mestur hluti lánsfjárins ógreiddur. Bretar eru meðal þeirra, sem ábyrgðust lánið. Wilson fer frá New York til Was hington til viðræðna við Johnson forseta. Litla hjartkæra dóttir okkar GUÐFINNA ARNA lézt á barnadeild Landspítalans 12. des. Anna M. Thorlacíus Sigurlaugur Sigurðsson. Eiginmaður minn MAGNÚS JÓNSSON yfirvélstjóri Brávallagötu 22 lézt í Landakotsspítalanum 13. desember. Sigurborg Ámadóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.