Vísir - 14.12.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 14.12.1965, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 14. desember 1965. þingsjá Vísis þingsja Visis þingsjá Vísis Framlög til skólamála hafa stóraukizt Sagði Jón Árnason við 3. umr. fjárlaga Ræða formanns fjárveitinganefndar. Fjárlagafrumvarpið kom til 3. umræðu á Alþingi í gær. Fyrstur tók til máls formaður fjárveitinganefndar, Jón Áma- son 'S) og lýsti hann breyting- a ' gum nefndarinnar. For- nr' : 'nn sagði, að heildartil- lc ? nefndarinnar fælu í sér hækicun á fjár- veitingum til barnaskóla- húsa og skóla- stjóraíbúða, sem næmi 706.733,00 kr. og til gagn- fræðaskóla 2.561.769,00 kr. eða samtals til barna og gagnfræðaskóla 3.268.502,00 krónur. — Sam- kvæmt tillögum nefndarinnar væru að þessu sinni fjárveiting ar til 18 nýrra skólahúsa og skólastjóraíbúða, en auk þess væru nú tillögur um viðbótar framlög til þeirra skólahúsa, sem áður hefðu hlotið fjárveit ingu, en framkvæmdir ekki hafnar við. Hér væri um 26 ný skólahús að ræða. Verði þessar tillögur nefndarinnar samþykktar hefðu 7 þessara skólabygginga hlotið um helm- ing áætlaðs framlags ríkis- sjóðs, ein skólabygging hefði hlotið um 3/5 hluta og 6 skóla hús hefðu hlotið um 1/5 hluta hluta af framlagi ríkissjóðs. Þingmaðurinn sagði, að það væri augljóst mál, að þessar fjárveitingar, sem hér væri um að ræða, væru í mörgum til- fellum það ríflegar, að þær ættu að tryggja, að skóiahúsin yrðu byggð á skemmri tíma en ella. Nú væri sá háttur hafður á um fjárveitingu til skólabygg inga í kaupstöðum, sem hefðu í byggingu fleiri en eitt skóla- hús á hvoru fræðslustigi, að frúmlög ríkissjóðs til barna- og gagnfræðaskóla væru tekin einu lagi. Þetta væri gert til 'iagræðis fyrir bæjarfélögin, en öau gætu þá beint heildarfjár- nagninu til ákveðinna bygg- inga, sem að þeirra dómi væru mest aðkallandi hverju sinni. Tón sagði, að sér væri ljóst, að æskilegt væri, að fjárveitingar til bygginga hinna ýmsu skóla húsa vfðs vegar um land gætu verið enn ríflegri en þessar til lögur nefndarinnar fælu í sér. En jafnframt mætti fullyrða, að ef bornar eru saman fjár- veitingár til skólabygginga í tíð vinstri stjórnarinnar og svo aft ur þær fjárveitingar, sem í þessu fjárlagafrumvarpi fælust, væri hlutur núverandi ríkis- stjórnar að miklum mun betri. Árið 1958, en það var síðasta árjð, sem vinstri stjórnin sat að völdum, hefðu fjárveitingar til skólabygginga verið sem hér segir: Styrkur til bygg- inga barnaskóla og íbúða fyrir skólastjóra samtals 9.760.000, 00 kr. þar af til nýrra skóla- húsa og skólastjórabústaða 1.333.760,00 kr. Styrkur til byggingar gagnfræðaskóla og héraðsskóla hefði þá verið sam tals 3:599.500,00 kr. og þar af til nýs gagnfræðaskóla 100 þús. kr. Auk þess hefðu verið veittar 2 millj. kr. sem stofn framlag vegna barnaskóla- og gagnfræðaskólabygginga, sem voru fullsmíðaðar árið 1954. Samtals hefðu því fjárveitingar til byggingar barna- og gagn fræðaskóla árið 1958 verið 15.359.500,00 kr. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem nú lægi fyrir að viðbættum tillög- um nefndarinnar væru fjárveit ingar til barna- og gagnfræða- skóla samtals að upphæð 102. 548.502,00 kr. Einnig minnti ræðumaður á að árið 1958 hefði verið veittur styrkur til bygg ingar Iðnskóla í Reykjavík 500 þús. kr., en samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu væri nú lagt til að veita til iðnskóla í Reykja vík, Hafnarfirði og Akureyri samtals 3.580.000,00 kr. Til byggingar húsmæðraskóla hefði verið veitt 1/2 millj. kr. árið 1958, en nú væri lagt til að veita til húsmæðraskóla 4.600.000,00 kr. Til mennta- skóla hefðu verið veittar 1.375. 000,00 kr. 1958, en nú væri lagt til að veita á næsta ári 10.367. 500,00 kr„ til byggingarfram- kvæmda við menntaskóla. Til byggingarframkvæmda fyrir bændaskólana hefur verið 1958 veittar 252.500,00 kr„ en sam kvæmt fjárlagafrumvarpinu yrðu veittar á næsta ári til byggingarframkvæmda við bændaskólana 3.375.000,00 kr. Auk þeirra byggingarfram- kvæmda, sem upp hafa verið taldar hefði verið veitt á 20. gr. fjárlaga 1958 1.341.000,00 kr. en hins vegar væru ótaldar skólaframkvæmdir samkvæmt 20. gr. fjárlaga nú 16.540.000,00 kr. Samtals hefði verið veitt til skólabygginga 1958 19.828. 000,00 kr„ c í samkv. fjárlaga- frumvarpinu og að við bættum þeim tillögum, sem nefndin flytti, væri lagt til að veita á næsta ári 141.511.002,00 kr. tií þessara sömu framkvæmda. ■ Þingmaðurinn sagði, að sam- kvæmt upplýsingum Hagstof- unnar hefði byggingarvísitala í desember 1958 verið 134 stig„ en í desember 1965 hefði hún hins vegar verið 267 stig eða rétt tvöfalt hærri miðað við árið 1958. Það væri hins vegar rétt, að til viðbótar vísitölu- hækkuninni hefði á þessu tíma bili verið um nokkra fólksfjölg un að ræða í landinu og væri því rétt að taka jafnhliða tillit til þess. Samt sem áður væri hér um geysiháar fjárupphæðir að ræða, sem í þessum fjárlög um væru veittar til byggingar skólahúsa umfram það að ná til jafns við fjárveitingar vinstri stjórnarinnar. Með því að leggja til grundvallar hækk un byggingarkostnaðar sam- kvæmt upplýsingum Hagstof- unnar kæmi í ljós, að raunveru leg hækkun næmi ekki lægri upphæð en 100 millj. kr. í þess um 100 millj. kr. fælist sá mun ur, hversu miklu betur væri staðið að þessum málum nú heldur en í tíð vinstri stjórnar innar sagði Jón að lokum. Næstur tók til máls'Hlalldór E. Sigurðsson (F) framsögu- maður 1. minnihluta fjárveit- ingamefndar og sagðist vera samþykkur hækkun framlaga til skólamála, en að öðru leyti stæðu framsóknarmenn ekki að frumvarpinu. 1 fjárlagafrum- varpinu væri ekkert gert til að spara eða draga úr útgjöldum ríkissjóðs. Stefnubreyting væri nauðsynleg, en hún yrði ekki nema ný stjóm tæki við völd- um. Framlög til flóabáta og vöruflutninga. Sigurður Bjarnason (S) mælti fyrir nefndaráliti frá samvinnu nefnd samgöngumála. Sigurður sagði, að nefndin hefði eins og áður unnið að undirbúningi og gerð til- lagna um fram lög ríkissjóðs til flóabáta og vöruflutninga. Hefði nefndin notið aðstoðar og tillagna' forstjóra ?Skipaút- gerðar ríkisins við þetta verk. Sigurður sagði, að allmikil hækkun hefði orðið á árinu á rekstrarkostnaði flóabátanna, og væri afkoma sumra þeirra mjög léleg. Nefndin hefði því ekki komizt hjá að gera tillög ur um hækkun framlaga til ein- stakra flóabáta, en sú hækkun væri þó mun minni en á síðast Iiðnu ári. Síðan gerði Sigurður grein fyrir rekstri og afkomu hinna einstöku flóabáta. Norðurlandssamgöngur. Af- koma Norðurlandsbátsins Drangs hefir verið mjög léleg, og væri í rekstraráætlun hans fyrir næsta ár reiknað með 20% tekjurýmun. Nefndin legði til, að styrkur til Norð- urlandsbáts hækki úr 1200 þúsund í 1350 þúsund. Gert væri ráð fyrir, að fram lag til Strandabáts lækki úr 190 þús. krónum í 60 þús. kr. Breyt ingin stafaði af því, að akfært væri nú norður í Ámeshrepp og því unnt að fella þessar ferðir niður. Framlag til Haganesvíkur- báts v^eri óbreytt, en styrkur til Hríseyjarbáts hækkaður um 10 þús. kr. Þá væri styrkur til Grímseyjarflugs hækkaður um 15 þús. kr. Lagt væri til, að rekstrar- styrkur til Flateyjarb. á Skjálf- anda yrði óbreytt, bátnum hins vegar veittur 30 þús. kr. viðbótastyrkur vegna véla- kaupa. Austfjarðasamgöngur. Lagt væri til, að styrkur til Mjóa- fjarðarbáts hækki um 5 þús. kr. en styrkur til Loðmundarfjarð arbáts yrði óbreyttur. Þá væri gert ráð fyrir, að styrkur til snjóbifreiðar á Austfjörðum yrði hækkaður úr 50 þús. kr. í 100 þús. kr. Suðurlandssamgöngur. Nefnd- in legði til, að framlag vegna vöruflutninga í Vestur- Skafta fellssýslu hækki um 50 þús. kr. og til vöruflutninga til ör- æfa um 15 þús. kr. Ennfremur væri lagt til, að styrkur til Vestmannaeyjabáts vegna mjólkurflutninga hækki um 25 þús. kr. Faxaflóasamgöngur. Ræðu- maður sagði, að H.f. Skallagrím hefði verið samtals veittur 1700 þús. kr. styrkur s. 1. ár. Nú hefði fyrirtækið sótt um stór- aukinn styrk, bæði v/rekstr- ar síns og flokkunarviðgerðar á skipi sínu, m. s. Akraborg, samtals um 2 millj. 650 þús. kr. Nefndin teldi sér ekki viðráð anlegt að verða við þessari ósk. Sagði það skoðun nefndarinn ar, að nauðsynlegt væri að að stoða Skallagrím h.f. Nefndin vildi þó koma einhvað til móts við óskir fyrirtækisins og legði því til, að fyrirtækinu verði veittur 300 þús. kr. styrkur vegna viðgerðar þeirrar sem fram fór á skipinu á þessu ári. Hinsvegar yrði rekstrarstyrkur skipsins óbreyttur Heildarfram lagið til Skallagríms myndi því hækka um 200 þús. kr. Breiðafjarðarsamgöngur. Lagt væri J41i;-að rejcstrarstytkur til^; Flateyjgrbátf inf, Konráðs, yrði óbreyttur. Einnig væri lagt til að styrkur Stykkishólmsbáts hækki um 150 þús. kr. Loks væri lagt til, að styrkur til Langeyjarnesbáts hækki um 20 þús. kr. Vestfjarðasamgöngur. Lagt væri til, að styrkur til M. s. Fagranes sem Djúpbáturinn h.f. á Isafirði ræki yrði aðeins hækkaður upp í 1350 þús. kr„ því rekstur hans gengi mjög vel. Þá væri einnig lagt til, að framlög til þriggja smábáta á Vestfjörðum, Dýrafjarðarbáts, Patreksfjarðarbáts, og Skötu- fjarðarbáts yrðu óbreytt, en framlög til þeirra hækkuðu nokkuð á s.l. ári. Ræðumaður sagði að lokum að heildarfram Iag til flóabáta og vöruflutn- inga yrði því 8.372.000,00 kr. árið 1966. Næstur tók til máls Geir Gunnarsson (K) og kom lítið nýtt fram í ræðu hans. Fjármálaráðherra Magnús Jónsson þakkaði fjárveitingar nefnd fyrir vel unnin störf Ráð herra sagðist vilja vekja at hygli á þvi að ríkisstjórnin legði ekki að þessu sinni fram neinar til lögur um lán- tökuheimildir vegna einstakra framkvæmda, svo sem til flugvallargerðar, vegamála, sjúkrahúsbygginga og skólamála, enda væri nú unnið að gerð framkvæmda- áætlunar fyrir næsta ár, en hún væri ekki það langt komin að fyrir lægi, hverra fjármuna þyrfti að afla hennar vegna. En þegar þetta lægi fyrir mundi lántökuheimildar verða aflað með sérstöku frumvarpi þegar ljóst væri hvaða lánsmöguleik ar væru fyrir hendi til hinna ýmsu framkvæmda. Fundi var aftur framhaldið um kvöldið og tóku þá til máls Gísli Guðmundsson, Ásgeir Bjarnason, Lúðvlk Jósefsson, fjármálaráðherra og Jón Áma- son og verður nánar vikið að ræðum þeirra síðar. Atkvæða- greiðslu um málið var frestað. Tekur sæti á Alþingi. 1 gær tók Ragnar Jóns- son, skrifstofu stjóri, sæti á Alþingi í fjar- iveru Ingólfs Jónssonar, landbúnaðar- ráðherra. 9, H ar-l íþróttir — framhald af bls. 2 markvörðurinn Abaijshvili, Phaka- dse, hinn sterki Klimov, fyrirliðinn Matsezchinskas, sem reyndar mætti losna við nokkur aukakíló, Zelonov og Tsentvadge. Það er ó- hætt að spá því að Rússar komast í aðalkeppni HM og furðulegt má það teljast ef þeir gera það ekki gott í þeirri keppni. íslenzka liðið brást á köflum eins og fyrr segir, einmitt á mikil- vægum köflum. Það vantar „kondi- sjón“, meira úthald og ég veit að piltamir hafa áhuga á að lagfæra þá hlið áður en til alvörunnar kem ur virkilega í næsta mánuði, þegar Pólverjar og Danir koma hingað. Gunnlaugur var langbezti maður- inn í gær ásamt Ingólfi Óskars- syni, sem sýndi margt mjög fall- egt, en undir lokin brást Ingólfi þó oft bogalistin, sem og liðinu í heild. Þorsteinn varði og ágaet- lega f markinu. Aðrir komu all sæmilega frá þessari raun en nokkr ir heldur slælega. Dómarinn, Hans Karlsson, dæmdi heldur illa f fyrri hálfleik, en sá seinni var þó hálfu verri. Honum til afsökunar var þó, að leikurinn var mjög erfiður, en samt hefur Karlsson séð hann svartari og þó haldið leikmönnum innan ramma laganna. Þetta var bara einn af hans slæmu dögum, og við því verður ekki gert. — jbp — SENDIFERÐIR Piltur eða stúlka óskast nú þegar 1/2 eða allan daginn. LUDVIG STORR, Laugavegi 15.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.