Vísir - 14.12.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 14.12.1965, Blaðsíða 15
VISIR . Þriðjudsjgur 14. desember 1965. 75 Hvað varð af Eftir Louis Bromfield -X Önnu Bolton? önnur kona gæti þrætt svo veg dyggðarinnar, sem hún gerði, mitt í glaumnum og svallinu. Og mér fannst þetta I rauninni ekki henni líkt. Engin kona svo auðug sem hún var gat komizt hjá því, að hafa biðla á hverjum fingri — og það þótt hún hefði verið eins Ijót og hin þríhöfðaða Cereba. En allir fóru biðlamir vonsviknir frá henni. Nafn ungfrú Godwin er að skjóta upp kollinum í sögunni og er víst eins gott að nota tækifærið nú eins og síðar til þess að segja sögu hennar. En þá var hún ekki enn búin að „sýna þeim þama í Lewisburg“ hvert hún gæti náð. Hún átti mik- inn auð — ótrúlega mikinn auð, en maður hennar hafði hagað fjár festingu þannig, að hann var að mestu undanþeginn sköttum, en hún leit á það, sem henni hafði hlotnazt aðeins sem hjálparmeðal til þess að öðlast það, sem hún þráði. Hún lifði í tómi auðs og glæsileika. Aldrei hafði hún nvik- að frá áðurgreindum ásetningi, en það furðulega var, að ef þeir þama í Lewisburg vom ekki bún- ir að gleyma henni, mundu þeir mavglr hafa óskað henni góðs gengis. Mary — hreingerningar- konan, var dauð — og hin fagra dóttir hennar næstum gleymd, En ásetningur hennar var henni orku- ’íjafi sem aldrei dvínaði, hann brann hið innra með henni sem 'rogi, sem aldrei dofnaði, og þannig hefði það getað verið ævina á mda — ef ekki hefði verið vegna óess. sem gerðist í Frakklandi. •ikömmu eftir hófið i Haddon- field House fór ég í ferðalag til meginlandsins, til Vínarborgar, Moskvu, Stokkhólms, Berlínar og Rómaborgar og að lokum til Par- ísar og var það í októbermánuði, •sem ég kom þangað. Hvarvetna, bar serri' ég kom sá ég bresti I öll um stoðum nema Moskvu heim, þar sem undirhyggjumenn og bragða- refir vom áhrifamestir, heim lítil menna, heim, þar sem skortur var heiðarleika og sannrar fomstu, svo að vart gat nokkurs staðar að líta afburða stjómmálamenn, vitran forustumann. 1 Vínarborg var allt með svip hins rnáða og lúna og aumkunnarlega. Vínarborg var eins og gömul gleðikona, sem eitt sinn hafði verið fögur. í Berlín ríkti eitthvað, sem að minnsta kosti hafði á sér brag reglu og skipulags, — skipulags, sem mér fannst þó að aldrei mundi geta átt sér nokkurn aldur, ekki aðeins vegna þeirrar sundr- ungar, heimsku og máttlevsis, sem ríkjandi var í þeim löndum, sem skipulagið átti að eyðileggja, heldur líka vegna þess, að í þessum löndum voru menn, sem voru reiðu búnir til þess að greiða götu þess, menn eins og Bonnet og Schusn- igg, Chamberlain og Ciano, menn, sem studdu það annað hvort af heimsku eða í eigin hagsmuna skyni. í Frakklandi lá við byltingu vegna spillingar og svika ríkis- stjómarinnar í landinu. En verst var þetta í Rómaborg. Einræðisherrann hafði á snærum sínum hálfa tylft kvenna, sem í raun réttri voru gleðikonur, þótt nokkur stigmunur væri á. Ciano — utanríkisráðherrann var einn af heilli tylft viðvaninga í hópi diplo- mata, og rákust menn títt á hann í hófum, þar sem aðalskemmtunin var fjárhættuspil, 'sem stóð fram á rauða morgun. I Grand og Ex- 14. celsior var allt fullt af Rússum, Frökkum, Þjóðverjum, Englend- ingum, Austurríkismönnum, Spán verjum — og enginn þeirra til þess að þjóna neinum góðum tilgangi og svo voru þarna líka vellrilír Bandaríkjamenn af þeirri ein- földu ánægju, að þeir vildu njóta þess að vera þátttakendur í þesu mikla spillingar- og svallhófi álf unnar. Og — svo furðulegt sem það var — þá var ekki heimsborg ara-andrúmsloft ríkjandi í Róma borg — andrúmsloftið minnti á höfuðstað héraðs- eða fylkisborg ar, þar sem allt logar í kjaftæði, rógi og öfund. Maður hafði á til- finningunni, að drottningin, Col- onna prinsessa og frú Mussolini hlytu að skreppa niður á aðaljám- brautarstöðina til þess að sjá lest- imar koma og fara. Það var í Rómaborg, sem fund- um okkar Önnu bar aftur saman. Henni hafði orðið vel ágengt. Nafn hennar var á allra vömm. Brezki ambassadorinn — vafalaust til þess hvattur frá yfirboðumm í Lundúnaborg, — hafði boð mikið henni til heiðurs daginn eftir komu hennar. Og frá þeirri stundu hafði hún verið hvarvetna þar sem eitthvað var um að vera, hún var á hinum miklu dansleikjum, sem fólk af Colonna, Pecci, og Rospig- liosiættunum efndi til f smáveizl- um Ciano og Eddu Mussolini (la petroleuse eins og hún var kölluð í franska sendiráðinu) — en í þeim veizlum var tefld kotra eða spilað ur poker — og stórfjárhæðir í borði. Fáeinir virtust hafa lesið önnu niður í kjölinn, hlógu að henni og voru beiskyrtir í garð óheflaðra Bandaríkjamanna, karla og kvenna, sem hugðu sig geta fengið allt fyrir peninga. En hún var hafin til skýjanna af flestum. Hún hafði ekki á sér sjónleikslegan glæsi- brag, þótt fögur væri. Hún neytti ekki áfengis í óhófi, hún þurfti ekki áhrifa þess með til þess að geta notið ánægju sinnar af að vera á þessum vettvangi — hún, ANNIE — dóttir hreingeminga- konunnar — f félagsskap á stund um með sjálfum Mussolini (sem var sonur heiðvirðs jámsmiðs) og dóttur hans (sem ekki fékk löggetn ingarvottorð fyrr en hún var full- orðin), og utanríkisráðherra (sem í raun réttri var eins konar gigolo, en þvf nefni nefnast ungir ftalskir iðjuleysingar og spjátmngar, sem títt eru fylgdarsveinar auðugra, miðaldra kvenna, eða láta gleði- kvendi sjá fyrir sér) prinsessu, sem var dóttir auðugs teppakaup- manns á Sýrlandi, páfalegur greifi, sem var ósköp venjulegur New York-búi, og fjölda margir, sem bám fræg nöfn, sem enn var á ljómi endurreisnartímabilsins. Það vantaði ekki birtuna á þessu leik- sviði né, að leiktjöldin væru ekki skrautleg. Á þessum vettvangi eða braut glæsibragsins og spillingarinnar gat Anna skemmt sér, haft á sér taumhald éða sleppt þvf fram ’af sér, að geðþótta, — þar gátu menn innan marka hans, hagað sér að vild, ef menn vom nógu auðugir, nógu kænir og nógu ósvffnir. Á þeim dansleik spillingarinnar sem haldinn var í Evrópu á þessum tíma náði hún hámarki f Róma- borg. Þótt einkennilegt væri komust engar hneykslissögur á kreik um Önnu, þegar undantekið er, að hún olli hneyksli á þeim vettvangi sem hún hafði valið sér, vegna þess að hún tók sér ekki ástmann — ekki einu sinni neinn til þess að leika slfkt hlutverk. Hún lifði hreinleikans lífi f Sódóma og Gómorra Excelsior gistihúss alveg eins og hún hafði gert í Haddon- field House í Lundúnum — hafði bara sitt þjónustufólk — og einka ritara sinn — ungfrú Godwin. Ég verð að játa, að það vakti furðu mína, að svona var þetta, þegar ég minntist hinnar blóm- legu ungu stúlku, sem sat gegnt mér f skólanum í Lewisburg. Mér fannst það gagnstætt öllu sem ég hafði kynnzt eða hafði gert mér í hugarlund, að Anna eða nokkur Ég hefi þegar lýst henni nokkuð eins og Hún kom mér fyrir sjónir f hófinu í Haddonfield House. Hún var jafnan við hlið Önnu hvert sem hún fór, og það er mikilvægt að muna það, að hvar sem hún kom, sá og sigpaði, er hún kynntist nýju fólki, var ungfrú Godwin henni stoð og stytta. Ef til vill var hún eini, sanni vinur hennar. Hún lét miklu meira í té en henni bar, — hún spurði ekki um laun, og hún veitti henni það, sem var margfalt meira virði en hægt var að fá fyrir laun, hversu há sem þau voru, því að hún gæddi hana virðingu og sið- ferðilegu þreki, og verndaði hana gegn öllum, sem ella hefðu reynt að svíkja út úr henni fé, blekkja hana, traðka á henni. Það var hún, einkaritarinn, ung frú Godwin, sem hafði svör við öllu: Á yfirborðinu var gamla tím- ans virðingarsvipur en hið innra fyrir var sú vizka lífsreynslunnar, sem þróazt hafði við áhyggjur harma og mótlæti liðsins tíma. Eitt sinn — fyrir löngu, — hafði einnig hún verið auðug, og þá hafði hún gist sali þeirrar Evrópu, sem var gerólik Evrópu árin milli heimsstyrjaldanna — Evrópu valdatímabils Játvarðs VII. Ung- frú Godwin gat gert sér nána ferein' fyrir hvers virði 'vár líóna eins og lafði Haddonfield eða greifafrú Ciano. Hún vissi um hverjir höfðu hafizt til vegs án eigin atgervis og hverjir án þess að læra neitt meðan þeir voru að upphefjast, og hún þekkti þá úr, sem lífið hafði lagt allt upp i hendurnar á, til þess að komast áfram, en varpað því frá sér og raunverulega engu betri orðnir en svikarefir og trúðar. Það var sannast að segja eins og góðar forlagadísir hefðu sent hana til Önnu, þegar hún dag nokkum vegna meðmæla kunningja hringdi í Ritz-gistihús í New York, vegna þess að þar bjó þá auðug kona, frú Anna Bolton, sem þurfti á ferðafélaga og einkaritara að halda Lyftubíllinn Sími 35643 Það sem var áður lítill lækur er nú orðið Ég hefði átt að WE CAM'T STAY HEEE - WE C0UU7 PROWN!.. r ISH0UL7 HAVE REAUZE7 THAT WE WEK.E IN A j VALLEY WHEM . I SAW THE , / Rwatekfall!) ITO, WE ttUST ^ TAK.E OUR CHAHCES IN THE FOEESTÉÍ gera mer grem rynr ao Viö getum ekki verið hér við gærurn drukkn að beljandi kvísl, sem brýtur yfir bakkann við værum í dalverpi, þegar ég sá fossinn. að. Ito við verðum að hætta á það að fara og flæðir yfir nálægt svæði. Tarzan hvaðan inn í skóginn. Förum. er þetta vatn, sem flæðir inn á okkur? EFLIÐ SAMBAND ÆTTINGJA OG VINA ERLENDIS VIÐ ISLAND SENDIÐ ÞEIM ÁRSÁSKRIFT AÐ VÍSI / I JÚLAGJÖF ÁSKRIFTARSIMI 1-16-61 , wkswm KOPAVOGUR j 4fgreiðslu VÍSIS i Kópa j vogi annast frú Bima Karlsdóttir, sími 41168. j Afgreiðslafi skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða HAFMARFJðRÐUR Afgreiðslu VÍSIS í Hafnarfirði annast frú Guðrún Ásgeirsdóttií, sími 50641 Afgreiðslan skráii nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanii er að ræða KEFLAVÍK Afgreiðslu VÍSIS í Kefla /ík annast Georg Orms- on. sími 1349. ! Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og bangað ber að snúa sér. ef um kvartann er að ræða Auglýsi: í Vísi eykur viðskiptir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.