Vísir - 14.12.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 14.12.1965, Blaðsíða 7
V1SIR . Þriðjudagur 14. desember 1965, 7 það er ekki óalgengt í sögu ís- lenzkra fomhandrita að þau hafi týnzt tíma og tíma, orð ið eins konar huldubækur, sem enginn vissu hvar voru niður komnar en komu svo seinna fram í dagsljósið og þykir það þá tíðindum sæta. Eitt hand- rit í Árnasafni með sögum þeirra Ólafs Tryggvasonar og Ólafs helga ber þannig heitið „Hulda“ og kemur það af því að um tíma vissu menn ekki hvar það var niður komið og var þess leitað dyrum og dyngj um. Þetta sama atvik gerist í ævi sögu Skarðsbókar þeirrar, sem nú hefur verið keypt hingað til lands. Það síðasta sem í raun- inni var um hana vitað með vissu var að Árni Magnússon hafði hana undir höndum i Skál holti kringum 1711 og lét þá taka afrit af henni. Það er talið, að bókin hafi síðan verið send aftur heim að Skarði og þar hafi hún legið í kirkjunni, þangað til einhvem tíma í kringum aldamótin 1800, en um það verður þó ekki full- yrt. Kenning sem kom upp um það að Magnús Ketilsson sýslu maður sem átti Skarð, hafi minnzt á þessa bók í einu handriti sínu reyndist ekki rétt þegar betur var að gáð. r* rímur Jónsson Thorkelin hafði bókina einhvern tíma Skarðsbók þessa með í flokkn- um. Jgiríkur Magnússon var þeirr- ar skoðunar, að Skarðsbók hefði verið í eigu Gríms Thork- elín Jónssonar af því að hann sá nafn hans skrifað á fyrsta blað. Þess vegna dró hann vart í efa, að Grímur hefði verið miliiliðurinn. En þegar þessi á- letrun hefur verið lesin ná- kvæmar sést að hún er ekkert annað en vitnisburður um það að Grímur hafi litið yfir hand- ritið og sannar ekkert til eða frá um eignarhald hans. Og það ótrúlega við Skarðsbók er að þess finnst hvergi getið hvernig hún hefur komið frá Islandi, ó- trúlega vegna þess að á þessum tíma í kringum aldam. 1800 eru slík forn skinnhandrit orðin svo sjaldgæf á íslandi, að eigenda skipti á þeim þykja jafnan tíð indum sæta. Þá er vitað um mörg seinni tíma pappirshand- rit, sem fara úr landi og rætt er um í bréfum og frásöjgnum, en hvergi um Skarðsbók sem er þó vafalaust í tölu merkilegustu handritanna, sem þá eru á kaup markaði. Menn hafa reynt að rýna í það, hverjir af þeirra tíma mönnum hefðu verið líklegir kaupendur, hvernig var háttað sölu og flutningi handrita frá íslandi á þessum tíma. Sir Joseph Banks kom til íslands 1772 og hafði mestan áhuga á að safna gömlum íslenzkum handritum. Safn sitt um 40 handrit gaf hann British Museum. aðeins tvö þeirra voru gömul skinnhandrit. annað þeirra Jóns bók. Þess verður þó að geta, að í pappírshandritunum var m.a. eitt af Sturlungu, sem er merkilegt fyrir það, að frumrit þess á skinni fórst síðar í brun anum í Kaupmannahöfn og hef ur þetta pappírshandrit þvl gildi fyrir sögurannsóknir. Öll þessi handrit Sir Joseph Banks 40 að tölu gaf hann til British Museum og þar eru þau enn trúlega varðveitt. Þótt Skarðsbók hafi ekki ver ið þar í, er ekki hægt að úti- loka með öllu að Sir Joseph hafi líka átt hana, hann gæti e.t.v. hafa gefið eða selt einhverjum vini sínum hana, en fremur er það þó talið ólíklegt. p rímur Jónsson Thorkelin, sem vísað er til í áletrun á Skarðsbók hafði sjálfur safn- að talsverðum fjölda af hand- ritum, en allt voru það síðari tíma afrit. Hann seldi safn sitt til Advocates-bókasafnsins £ Ed inborg, en auk þess er vitað að hann seldi stu'ndum einstökum mönnum handrit sem hann komst yfir. Hann dvaldist um skeið í Englandi og var í nán- asta vinahópi Sir Joseph Banks stundum daglegur gestur hjá honum. Það er hugsanlegt, að hann hafi komizt yfir handritið en ólíklegt þó ekki útilokað að Margar getgátur um það hvernig Skarðsbók komst leynilega frá Islandi til Englands Finnur Magnússon prófessor var mikill handritasali, hann seldi m. a. handrit til Berlínar, London, Oxford og Edinborgar. undir höndum það sýnir áritun á handritið en menn vita ekki nákvæmlega hvenær ög svo mikið er víst, að hann virðist ekki hafa ljóstrað því upp við nokkurn mann. Skarðsbókar er hvergi getið svo kunnugt sé í bréfum hans eða öðrum ritum. Hefur verið leitað að heimild- um þar en ekki fundizt. Þannig er Skarðsbók með postulasögunum í rauninni huldubók allt frá því Ámi Magn ússon handleikur hana um 1711 og þangað til Eiríkur Magnús- son finnur hana í hinu mikla bókasafni Sir Thomas Phillips í Celtenham árið 1890 eða í nærri 180 ár. Með því að líta í Árnasafn vissu menn að hún hafði verið til, kannski var hún glötuð, kannski var hún huldu- bók. ’P'ftir að Eiríkur Magnússon hafði fundið hana var reynt að leita ferils hennar aftur i tím ann og upplýstist hvar hann hafði keypt hana. Það var á bókauppboði sem haldið var hjá fornbókasalanum Thomas Thorpe i Lundúnum árið 1836. Bókalistar frá þessu uppboði eru enn varðveittir. Þar stendur þessi klausa: „Númer 703. Islenzkt hand- rit. Saga um líf postulanna. Handrit frá 13. öld, skráð á ís- lenzku á kálfskinn, stórt fólió- brot. Handrit á þessu tungumáli eru mjög sjaldgæf. Aldur þessa handrits er ákvarðaur af lær- dómi prófessor Thorkelins í Kaupmannahöfn". Það er vitað, að Thorpe þessi keypti bækur sem hann hafði á boðstólum mestmegnis á megin landi Evrópu, en það er ekki vitað, hvaðan hann fékk þetta handrit. Það fór svo að Sir Thomas Phillip keypti á einu bretti allar þær 1400 bækur sem hann hafði á boðstólum og T stuttu máli má segja, að Is- land hafi verið orðið ger- samlega rúið skinnhandritum eftir að Árni Magnússon hafði lokið sínu ævistarfi. Eftir það má það kallast til tíðinda ef forn skinnhandrit, jafnvel slitur finnast á íslandi. Hins vegar voru ennþá all- mörg skinnhandrit, afrit af fomsögum og miðaldabókmennt um. Sumir þeirra sem látið höfðu af hendi við Árna Magn- ússon skinnhandrit sín, létu þá áður afrita sögumar á pappír og það ætlað til lestrar, £ raun inni fannst mönnum þá miklu þægilegra að nota pappirshand- rit til lestrar. Erlendir safnar- ar héldu áfram að ágirnast þessi pappírshandrit frá 17. öld og ennfremur fara þeir að á- girnast elztu prentuðu bækur íslenzkar, svo sem Guðbrandar biblíu o.fl. Við höfum heimildir fyrir því að Jón Árnason á Ingjaldshóli sýslumaður Snæfellinga átti talsvert handritasafn. Eftir and lát hans 1777 yar það flutt til Kaupmannahafnar og selt þar á uppboði 1778. Þá er vitað að í því voru 60 handrit, en senni- lega hafa þetta verið pappírs- handrit og myndi það varla hafa farið framhjá mönnum i Kaupmannahöfn ef Skarðsbók hefði verið í því. Ári,ð, 1772 ferðaðist enskur hefðarmaður Sir Joseph Banks um Island ög var þeirr- ar ferðar hans lengi minnzt á íslandi, vegna þess hve glæsi- legur og göfugur maður hann var og ávann sér vinsældir og vináttu Islendinga. Hann hafði m.a. mjög mikinn áhuga á að eignast fom íslenzk handrit. Með honum í förinni var m.a. Svíinn Uno von Troil, sem hafði meðferðis langa lista yfir allar Islendingasögur, konunga sögur, fomaldarsögur og jafnvel riddarasögur, sem hann vissi að íslendingar höfðu skráð. Voru þeir alls staðar á höttunum eft ir gömlum handritum. Það hefði og átt að auðvelda þeim leitina að Sir, Joseph Banks vingaðist við einn voldugasta mann Is- larids Ólaf Stefánsson stiftamt- mann forföður þeirra Stephens enanna og gerði Ólafur stöðugar tilraunir til að ná í handrit fyrir Sir Joseph og líka að senda honum út til Englands eftir að för hans var lokið. Þessi vinátta átti síðar eftir að hafa mikil og góð áhrif fyrir ísland á Napoleonstímunum, þegar Bretar stöðvuðu sigling ar til og frá íslandi svo hung ur vofði yfir, þá skrifaði Magn ús Stephensen bréf til Sir Jos eph Banks og bað hann liðsinn is að bjarga íslendingum frá hungurdauðanum með því að fá því framgengt að sigling yrði leyfð. I bréfi þessu minnir Magn ús m.a. á það að faðir hans Ólafur hafi sent Sir Joseph ,£s- lenzk handrit. Eftirtekja þessa enska hefð- armanns varð þó ekki mikil. Það voru að vísu 40 handrit, en hann hafi látið Sir Joseph Banks fá það. Líklegast er þó eins og fyrr segir, ef Sir Joseph Banks hefði eignazt það, að handritið hefði þá verið með í gjöf hans til British Museum, því að hvi hefði hann átt að undanskilja gjöfinni dýrmætasta handritið? Grímur Thorkelin var náinn vinur og átti miklar bréfaskr. við Magnús Ketils. sýslumann eiganda Skarðs. Töldu þeir Ei- ríkur Magnússon og Jón Þor- kelsson að Grímur hefði fengið Skarðsbók frá Magnúsi en það hefur nú verið rannsakað að sú ályktun þeirra er byggð á misskilningi. Engin sönnun er til fyrir þv£ að Magnús Ketils- son hafi vitað um Skarðsbók en hins vegar ekki hægt að úti loka það. J^ú er að geta Finns Magnús- sonar prófessors, sem var allra manna djarfastur við að selja til útlanda í'slenzk handrit Hann var peningalítill i Kaup- mannahöfn og framkvæmdi þess ar handritasölur til að fá fé til náms og síðar til lffsins viður- væris. Hann fékk einkum mik- ið af handritum sem stöfuðu frá Páli lögmanni Vídalfn, er hafði verið félagi og fylgdarmaður Árna Magnússonar í jarðabók arferðunum. Hafði Árni Magnús son reynt að ná f rit Páls, en mistókst það og þau dreifðust við erfðir, en síðan komst Finn- ur Magnússon yfir mörg þeirra. Þetta er helzt vitað um hand ritasölur Finns Magnússonar: Árið 1816 seldi hann 4 bindi til konungíega bókasafnsins £ Ber- lín, árið 1826 seldi hann 56 bindi til Advocates safnsins í Edinborg, árið 1828 seldi hann 153 bindi til Bodleian bókasafns ins f Oxford og árið 1837 seldi hann 200 bindi til British Mus- eum. öll þessi handrit eru énn varðveitt hver á sfnum stað, en Frh. á bls. 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.