Vísir - 14.12.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 14.12.1965, Blaðsíða 2
2 V í S I R . Þriðjudagur 14. desember 1965. VONBRIGÐI EFTIR GÓÐÁ BYRJUN Síðari hluti seinni hálfleiks var slak- ur hjá Islendingum, sem létu „rúss- nesku birnina" slá sig niður \ 9 Það voru vonsviknir áhorfendur sem yfirgáfu nýju íþróttahöllina eftir lands- leik íslands og Rússlands í gær. Ég veit ekki hver átti vonbrigða „púið“ frá hin- um 2500 sem sóttu þennan leik. Það gat átt við lélegan leik íslenzka liðsins í seinni hálfieik, grófan og ruddalegan leik Rússanna á sama tímabili, — eða jafnvel furðulélegan dóm Svíans Karlssons í seinni hálfleik og þá einkum síðustu mínútur leiksins, sem voru hrein slagsmál af hálfu rússnesku vamarinnar án þess að leikmenn fengju fyrir „reisupassann“ sinn, sem þó hefði oft verið ástæða til. @ Fyrri hálfleikur var eins góður hjá íslenzka liðinu og sá síðari var slakur. Það kunna að vera margar skoðanir á lofti um það hvað olli því að í seinni hálf- leik fengum við mörg mörk af ódýrari gerðinni, en ég álít að hér hafi keppnis- þreyta og úthaldsleysi á þýðingarmiklu augnabliki ráðið. ÞETTA þarf að lagfæra m. a. áður en við leggjum út í heimsmeistarakeppnina. Forystan var frá byrjun ís- lenzk forysta og íslenzka liðið lék mun betur en hið rússneska. Karl Jóhannsson skoraði 1:0 eftir 2y2 mínútu og Þorsteinn Björnsson ver vítakast Rússa, Tsentvadse jafnar eftir 6 mín. leik en Ragnar skorar fyrir Islendinga og enn er jafnað. ísland nær enn forystu og Rússar jafha 3:3 Hörður skorar .4:3 og Rússihn Klimov, stærsti og sterk- asti leikmaður þeirra, sem þegar hafði skorað tvö mörk með hörku- skotum, skoraði 4:4, en einhvem- veginn virtist þetta mark fara fram hjá dómara og markdómara, — en engum öðrum f salnum að ég held. Mjög snöggt skot, en boltinn fór greinilega alla leið í netið en skauzt út sem elding aftur. Nú skoraði Ingólfur Óskarsson á 13. mín. 5:3 fyrir Island, en hann var þá nýkominn inn aftur. Rússar skora 5:4, en tvö mörk Islands frá Gunnlaugi færa okkur í 7:4. Þor- steinn varði vel og vörnin var sem ein órofa heild, — dansandi vegg- ur, sem Rússarnir áttu erfitt með 'að skora í gegnum. Þannig ' leið tíminn þar til 15 mín. voru eftir og staðan orðin 10:6 fyrir ísland. Þá var sem liðið væri búið að vera. Rússar skoruðu tvö mörk fyrir leik hlé, og stóð þá 10:8. Það reyndist þó erfitt fyrir Rússana að ná for- ystunni. Fyrstu mínúturnar i seinni l hálfleik var eins og einhver neisti í íslenzka liðinu og á 18. mín. var staðan mjög góð, 14:11 fyrir Island. Allir reiknuðu með áfram- haldi á þessu, — íslenzkur sigur blasti við. En hvað gerist? Rússarnir beita hörku, sem dómarinn hefði átt að dæma mun meira á og vísa leik- mönnum þeirra af velli, en það gerði hann þó ekki. Einn Islending ur fékk þó að „hvíla sig“, Birgir Björnsson var rekinn út af í 2 mín. á 17. mjn. Nú missa okkar menn boltann og Zhordenko brunar upp og skorar 14:12. Zelenov skorar 14:13 og á 22. mln. jafnar Phakadze, línu- maður skemmtilega eftir árangurs- lausar tilraunir og sífelldar niður- stungur fslendinga með boltann fyrir framan rússnesku vörnina. Loks komast Rússar yfir. Tsentv- adge notar enn einu sinni einfalt bragð með skrokknum og platar Ágúst Ögmundsson, kemst inn á línu og skorar. Síðasta markið skor aði Phakadze línumaður, 16:14. Rússneska liðið hefur greinilega meiri leikreynslu en íslenzka liðið eftir 6 erfiða leiki að undanfömu. Og það sem meira er, það virðist Gunnlaugur Hjálmarsson skorar. ekkert bita á liðið og bendir það ótvírætt til að þessir leikmenn séu færir um að keppa i heimsmeist- arakeppni. — Það er einmitt þetta sem lið þarf að geta til að komast langt í slíkri keppni, — erfiðir leik ir dag eftir dag án þess að á liðinu sjáist. Liðið er skipað sterkum leik mönnum, nærri því stirðum, en mjög sterkum, og er engu líkara en „rússneski björninn" hafi búið um sig í hverjum og einum þeirra. Línuspilið er þeirra sterka hlið og vöm c0 markvarzla góð, en eins og leikurinn var á köflum í seinni hálfleik, getur liðið ekki leikið hjá dómara, sem hefur töglin og hagld- irnar. Beztu menn Rússa fundust mér Framh. á bls. 5 Ekkert mark í 14 mínútur Þorstelnn varði 12 skot, þar af eltt vítakast. Rússnesku markverðirnir vörðu 13 skot, þar af eltt vítakast. íslenzkar sóknir vom 47 talsins og mörk- in 14. Rússnesku sóknimar vom 47 og mörkin 16. (í hðlflelk vom samsvarandl tölur 20 fyr- \ ir ísland og 10 mörk, en 16 sóknir Rússa og 8 mörk). Rússar fengu 3 vítaköst og skoruðu úr þeim 2 mörk, ís- land fékk 1 vítakast sem mis heppnaðist. Rússar áttu 2 stang arskot en ísiand eitt. Útaf voru reknir í 2 mín. hvor, Rússamir Matsezchinskas í fyrri hálfleik og Zdorenko í seinni hálfleik, og Hörður í seinni hálfleik. íslendingar skoruðu aðeins 4 mörk í seinni hálfleik gegn 8 og síðustu 14 mínúturnar kom ekkert mark frá islendingur. — klp — Til fróðleiks tók blaðamaður Vísis saman skrá yfir sóknir íslenzka liðsins í landsleiknum í .ær. Á þcssari skrá má sjá hvemig einstökum sóknum lyktaði. Skot á mark Mark Framhjá Varið Sent á línu Röng si Gunnlaugur Hjálmarsson 10 4 2 3 1 1 Ingólfur Óskarsson 6 4 0 2 5 1 3 Hörður Kristinsson 7 4 1 2 0 0 Karl Jóhannsson 6 1 3 2 0 1 Ragnar Jónsson 3 1 0 2 1 2 Birgir Björnsson 2 0 1 1 0 1 Guðjón Jónsson 0 0 0 0 1 4 Ágúst ögmundsson 1 0 0 1 0 0 Stefán Sandholt 0 0 0 0 0 0 Einn Rússanna heldur Ágústi Ögmundssyni á lofti

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.